Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  234. tölublað  105. árgangur  EINHYRNINGUR BOÐINN UPP Í SKAFTÁRHREPPI SEÐLABANK- INN BRÁST HRATT VIÐ BOÐIÐ TIL TÓN- LISTARVEISLU Í NÓVEMBER VIÐSKIPTAMOGGINN ICELAND AIRWAVES 76-77HEIMSFRÆGUR HRÚTUR 20 Haustið hefur verið milt og gott á höfuðborg- arsvæðinu og enn leikur sólin við landsmenn. Börnin láta ekki veðurblíðuna fram hjá sér fara og hlaupa um án vetrarfatnaðar enda engin ástæða að klæðast þykkum úlpum þegar sólin er hátt á lofti og hlýtt er í veðri. Sólríkur og fallegur haustmorgunn í borginni Morgunblaðið/Golli  Eldsneytissala Costco á Íslandi nemur 30 millj- ónum lítra á árs- vísu, samkvæmt traustum heim- ildum Viðskipta- Moggans. Það er þrefalt magn á við stöð N1 í Ár- túnsbrekku, og tvöfalt á við fyrstu áætlanir félags- ins. Verðmæti bensínsölu Costco er samkvæmt þessu um fimm millj- arðar króna á ári. Ársframlegð af sölunni dugar til að greiða bygg- ingarkostnað bensínstöðvarinnar. Costco skoðar einnig innreið á ís- lenska tryggingamarkaðinn. »ViðskiptaMogginn Costco selur þrefalt á við söluhæstu N1- bensínstöðina Costco-bensín fór fram úr áætlunum. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Viðhaldsþörf innviða hér á landi er metin 372 milljarðar króna eða 15% af landsframleiðslu í ár, samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða. „Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er feikilega mikil enda hefur henni ekki verið sinnt sem skyldi á umliðnum árum,“ segir Sig- urður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, í opnu viðtali í ViðskiptaMogga. Hann segir að mesta viðhaldsþörf- in sé í orkuflutningum, vegum, frá- veitum og fasteignum ríkisins. Þörf- in sé 70 milljarðar í orkuflutningum, 110-120 milljarðar í vegum, 50-80 milljarðar króna í fráveitum og leggja þurfi 76-86 milljarða til að koma fasteignum hins opinbera í gott horf. Að hans mati er óraunhæft að ætla að hið opinbera standi eitt undir svo umfangsmikilli uppbygg- ingu á innviðum landsins. Að meðaltali fá innviðir sem skýrslan nær til ástandseinkunnina 3 en einkunnagjöfin er á bilinu 1 til 5. Miðað við þessa einkunn er staða innviða á Íslandi að meðaltali viðun- andi, að mati skýrsluhöfunda, en ekki góð. Einkunnin segir að búast megi við umtalsverðu viðhaldi til þess að halda uppi starfsemi þessara innviða og að nauðsynlegt verði að leggja í fjárfestingar í þeim til fram- tíðar litið. Sigurður segir að verð- mæti innviða landsins, litið til heild- arendurstofnvirðis, sé áþekkt og heildareignir lífeyrissjóða lands- manna. Með því hugtaki er átt við hvað kosti að reisa aftur sambæri- lega innviði frá grunni. Endurstofn- virði innviða landsins hefur verið metið 3.493 milljarðar króna. Til samanburðar stóðu heildareignir líf- eyrissjóða landsmanna í 3.725 millj- örðum króna við lok júlí 2017. „Virði innviða er meira en þessi fjárhæð gefur til kynna vegna þess að inn- viðir skapa heilmikil verðmæti,“ seg- ir hann. Þarf 372 milljarða í innviði  Samtök iðnaðarins meta viðhaldsþörf innviða 15% af landsframleiðslu  Viðhaldi hefur ekki verið sinnt  Endurstofnvirði innviða áþekkt og eignir lífeyrissjóðanna MViðskiptaMogginn 110 milljarða þarf í vegi » Viðhaldsþörf í orkuflutn- ingum er metin 70 milljarðar og í vegum 110-120 milljarðar » Leggja þarf 76-86 milljarða til að koma fasteignum hins opinbera í gott horf. „Það eru ekki allir bændur Gísli á Uppsölum,“ segir Lilja Dóra Bjarnadóttir, búfræðinemi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (LBHÍ) og verðandi bóndi í Skagafirði. Hún ásamt þrem- ur öðrum búfræðinemum, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, vill sjá jákvæðari umfjöllun um landbún- aðinn og aukna fræðslu um sveitina til þéttbýlisbarna sem haldi m.a. að kókómjólk komi úr svörtum kúm og að bændur fyrir norðan búi án raf- magns. Fimmtíu og tveir nemendur stunda nám á búfræðibraut LBHÍ og stefna þeir langflestir á búskap að loknu námi. Það er kraftur og bjartsýni í verðandi bændum þó að ástandið og umræðan um landbún- aðinn hafi ekki verið upplífgandi að undanförnu. »28 og 30 Morgunblaðið/Árni Sæberg Í bændaskóla Grímur, Gunnhildur, Lilja Dóra og Friðrik Andri. Bjartsýnir búfræði- nemar  Stefna öll á búskap Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.