Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 hefur verið unnið hér í Reykjavík í einstökum dýpkunarverkum. Haldin hefur verið skrá um dýpkunarverk á vegum hafnarinnar á árunum 1985 til 2016. Heildarmagn dýpkunarefnis á þessu tímabili er orðið fjórar millj- ónir rúmmetra. Til glöggvunar á um- fangi höfum við oft notað heildar- stærð á Hafnarhúsinu. Ef ystu mörk í stærð og hæð húss eru notuð er það 60.000 rúmmetrar Þessi dýpkun er þá um 20 Hafnarhús, en áður höfum við á síðastliðnum 30 árum dýpkað um 70 Hafnarhús.“ - Hvers konar efni er á botni Við- eyjarsunds? „Botnefnið sem nú þarf að dýpka er fyrst og fremst sandblandað silt. Silt er setefni með kornastærðir á milli leirs og sands. Efnið er grófara en leirefni en fínna en sandur. Reikna má með að siltið sé um 80- 90% en sandefni um 10-20%. Ekki er reiknað með að neitt þurfi að fleyga eða sprengja í þessu verki.“ -Verður hægt að nota þetta efni í landfyllingar og ef svo, hverjar? „Þetta efni sem upp kemur úr botni Sundahafnar er lélegt fylling- arefni og í raun ekki hægt að nýta það í efri jarðlög landgerðar. Efnið er fyrst og fremst hægt að nýta í undirfyllingar fyrir landgerð þegar fyllingarþykkt er 15-20 metrar. Af þessum fjórum milljónum rúmmetra höfum við nýtt um þrjár milljónir rúmmetra til landgerðar í Sunda- höfn. En nú á síðari árum er allt þróunarrými hafnar til landgerðar á þrotum og þá er enginn kostur annar en að varpa efninu í hafið. Umhverf- islega er besti kostur nýting þessa efnis til landgerðar, en ef hvergi má lengur fylla út land þá er ekkert ann- að en að varpa dýpkunarefni í hafið að undangengnum rannsóknum á efnisástandi og mengun,“ segir Jón Þorvaldsson að lokum. Dæla efni á við 20 Hafnarhús  Stefnt er að verulegri dýpkun í Viðeyjarsundi á næstu árum  Fjarlægja þarf efni af hafsbotni sem nemur 1,2 milljónum rúmmetra  Stærri skip í flota skipafélaganna kalla á meira dýpi Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundahöfn Aðalathafnasvæði Eimskips er við Kleppsbakka og verður svo áfram. Eimskip er nú að láta smíða ný flutningaskip í Kína sem væntanleg eru árið 2019. Þetta verða stærstu skip íslenska kaupskipaflotans, 26.500 brúttótonn. Djúprista nýju skipanna verður 9 metrar og því er þörf á góðu aðdýpi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vogabakki Innsti hluti Sundahafnar við Elliðavog. Þar er athafnasvæði Samskipa. Búist er við að stærri skip leggist að bakkanum í framtíðinni. VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að verulegri dýpkun í Við- eyjarsundi á næstu árum. Fyrsti áfangi hennar fer af stað á árinu 2018 og þetta verkefni mun væntanlega standa til ársins 2021. Í heild er um að ræða dýpkun sem nemur 1,2 milljónum rúmmetra, samkvæmt upplýsingum Jóns Þor- valdssonar, aðstoðarhafnar- stjóra Faxaflóa- hafna sf. Fram- kvæmdir við hafnarbakka utan Klepps og þróun í stærð skipa sem í framtíðinni munu leggjast að Voga- bakka kallar á þessa dýpkun. Viðeyjarsundið er siglinga- og snún- igssvæði skipa í Sundahöfn. Dýpk- unarsvæðið nær frá suðurenda Skarfabakka, um Vatnagarða og inn í Kleppsvík að Vogabakka. Á Sunda- hafnarsvæðunum er almenn krafa um 12 metra dýpi í aðsiglingu, snún- ingssvæðum og viðlegum við bakka. Við þær forsendur eru flest nýrri hafnarmannvirki Sundahafnar mið- uð. Jón var spurður frekar um þetta dýpkunarverkefni. - Verður ekki að bjóða svona um- fangsmikið verk út á Evrópska efna- hagssvæðinu? „Jú, svona umfangsmikið verk á vegum ríkis og sveitafélaga skal bjóða út á Evrópska efnahagssvæð- inu. Það lengir auglýstan útboðstíma um nokkrar vikur (um 6 vikur) en tryggir um leið kynningu á vænt- anlegu verki fyrir mörgum bjóð- endum.“ - Er hægt að setja 1,2 milljónir rúmmetra upp í samanburð við þekkta stærð svo fólk átti sig á um- fanginu? „Þetta er talsvert magn dýpkunar- efnis, en ekkert mikið stærra en áður Jón Þorvaldsson Landgerð hafnar í Sundahöfn á undanförnum árum hefur verið út á þykk set- og botnlög. Þessi svæði þarf síðan að fergja með efni til að tryggja byggingar sem þar rísa fyrir sigi. Þá breytir litlu hvort botnlög verði þykkari með losun dýpkunar- efnis. Farghaugar verða stærri til að ná sigi burt, en svæði þarf fergingu hvort sem dýpkunarefni er nýtt eða ekki, segir Jón Þorvaldsson. Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við byggingu nýs hafn- arbakka í Sundahöfn. Honum er ætl- að að taka við hlutverki Kleppsbakka og verða megin-vöruflutningabakki fyrir stærri og djúpristari flutninga- og gámaskip. Fyrrnefndri aðferð hefur verið beitt til að tryggja öryggi bygginga sem verða á svæðinu. Markviss notkun á dýpkunarefni til landþróunar var ein af lykilfor- sendum þess að höfnin gat byggt upp og þróað hafnarsvæði á ódýran og hagkvæman hátt, segir Jón í minn- isblaði sem hann gerði árið 2011. Samhliða því var hægt að ganga vel frá menguðu efni með innilokun þess í undirfyllingar og með því var dregið úr varpi dýpkunarefna í hafið. „Alls voru á árunum 1985-2005 dýpk- unarefni að magni 2.922.048 rúm- metrar nýttir með þeim hætti í stað þess að varpa þessu efni í hafið. Um leið hefur sparast í efniskaupum á fyllingarefni svipað efnismagn. Hér er um mjög háar fjárhæðir að ræða ef farið yrði að verðleggja efnið sem fyllingarefni og eins hefði slík efn- istaka á landi og flutningur efnis haft í för með sér mikil og neikvæð um- hverfisáhrif,“ segir Jón. Ljósmynd/Guðmundur Árnason Kleppsbakki Dýpkunarskipið Sóley dælir hér efni til uppfyllingar. Dýpkunarefni til þróunar lands  Háar fjárhæðir hafa sparast í kaupum á efni Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Sirrý lögg. fasteignasali Erna Vals lögg. fasteignasali Íris Hall lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.