Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
Fararstjórar: Anna Sigríður Vernharðsdóttir &
Steinunn H. Hannesdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
ÁgönguskíðumíSeefeld
Vetrarfrí á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og
fallegu umhverfi er sannkallaður draumur útivistarfólks.
Vetrarólympíubærinn Seefeld býður upp á allt það besta til
að gera skíðagönguferðina þína að ógleymanlegu ævintýri.
Skíðabrautir svæðisins eru um 250 km langar í 1.200 - 1.550 m
hæð yfir sjávarmáli og henta jafnt byrjendum sem lengra
komnum. Gist verður á 4 stjörnu hóteli með heilsulind.
Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
3. - 10. febrúar
gegn kynbundnum launamun. Kon-
um hafi fjölgað í stjórnum fyrir-
tækja í 80% af OECD-löndum á ár-
unum 2013-’16.
Þá hafi víða verið vitundarvakning
um ofbeldi gagnvart konum og um
helmingur OECD-ríkja hefur ýmist
tekið upp kynjaða fjárlagagerð eða
hyggst gera það. Ísland er eitt
þeirra landa.
bæði launuð og ólaunuð, þá er vinnu-
dagur kvenna nokkuð lengri.
Margt hefur lagast
En staðan er ekki að öllu leyti
slæm og í skýrslunni segir að fyllsta
ástæða sé til bjartsýni. Til dæmis
hafi launað fæðingarorlof karla nú
verið tekið upp í mörgum löndum og
þá hafi víða verið skorin upp herör
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta verður örugglega mjög
gaman. Ég bjó í London þegar ég
var í námi en hef ekki komið hingað
í fimm ár,“ segir Ari Eldjárn uppi-
standari sem treður upp í Soho
Theatre í London í kvöld. Þetta
verður fyrsta sýning af þremur á
Pardon My Icelandic, þeirri sömu
og Ari sló í gegn með á Edinborgar-
hátíðinni í sumar.
„Þetta eru nú bara hægfara
þreifingar,“ segir Ari þegar hann
er spurður um frekari verkefni á
erlendri grund. Eftir Edinborgar-
hátíðina samdi hann við umboðs-
skrifstofu Eddie Izzard, Mick Perr-
in, og giggin í London eru þau
fyrstu sem bókuð voru. „Þau seld-
ust upp og það eru allir voða
ánægðir,“ segir Ari og bætir við að
góðar líkur séu á því að hann troði
aftur upp í London innan tíðar.
Honum hefur verið boðið á Mel-
bourne Comedy Festival á næsta ári
og aðra hátíð á Nýja-Sjálandi beint í
kjölfarið en hefur ekki ákveðið
hvort hann þiggur þau boð. Hann
telur allar líkur á því að hann troði
aftur upp á næstu Edinborgarhátíð.
„Planið er að búa áfram á Íslandi
en hafa nóg að gera í hinum ensku-
mælandi heimi. Ég hef of sterkar
rætur heima til að rífa mig og mína
upp.“
„Hægfara þreif-
ingar“ í útrás Ara
Uppselt á þrjár sýningar í London
Boðið til Nýja-Sjálands og Ástralíu
Morgunblaðið/Eggert
Útrás Ari Eldjárn hefur vakið at-
hygli í hinum enskumælandi heimi.
Farþegar með WOW air sem misstu
af framhaldsflugi vegna seinkana
hjá félaginu um mitt ár í fyrra og
kröfðust skaðabóta urðu að sætta
sig við ólík málalok samkvæmt
tveimur nýlegum ákvörðunum Sam-
göngustofu. Í öðru málinu voru bæt-
ur ákveðnar en í hinu ekki.
Fyrrnefnda málið snerist um far-
þega sem á leið frá Keflavík 19. júní
2016 tafðist um 3 klukkustundir og
40 mínútur vegna þess að vél WOW
air sem lenda átti í London kl. 10:30
lenti ekki fyrr en 14.10. Flugfélagið
bar meðal annars fyrir sig aðgerðir í
kjaradeilu flugumferðarstjóra sem
leiddu til þess að ekki voru nægilega
margir í flugturni til að öruggt væri
að hefja flugið. Á móti benti Sam-
göngustofa á að aðgerðirnar hefðu
staðið yfir frá kl. 9-9.30, en flugið
hefði átt að hefjast kl. 6.20. Farþeg-
anum voru því ákvarðaðar bætur að
upphæð 400 evrur, tæplega 50 þús-
und íslenskar krónur. Bæturnar
voru fyrir seinkunina en ekki vegna
þess að hann missti af framhalds-
fluginu. Segir Samgöngustofa að
flugfélög beri eingöngu ábyrgð á
eigin flugi en ekki annarra.
Síðarnefnda málið snerist um fjöl-
skyldu á leið frá Keflavík til Amst-
erdam 11. júní 2016. Þau áttu bókað
framhaldsflug til Ítalíu en vegna
þess að flug WOW air tafðist um 1
klukkustund og 12 mínútur gátu
þau ekki beðið eftir farangri sínum í
Amsterdam og urðu að halda í fram-
haldsflugið án hans. Farangurinn
barst þeim til Ítalíu tveimur dögum
seinna. Við ákvörðun í málinu horfði
Samgöngustofa til þess að seinkunin
var minni en 3 klukkustundir sem
er lágmarksskilyrði ef greiða á bæt-
ur.
Tími ræður bótum
Flug þarf að tefjast um 3 klukkutíma að lágmarki til að far-
þegar fái bætur Engin tenging bóta og framhaldsflugs
„Staðan hér á landi er vissulega góð að mörgu leyti, en
á sumum sviðum erum við íhaldssamari en aðrar þjóð-
ir,“ segir Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur á
Jafnréttisstofu, um skýrslu OECD og stöðu mála hér á
landi. Þar á hann m.a. við að vinnumarkaður er talsvert
kynskiptari hér á landi en víða annars staðar. „Þetta er
praktískt mál fyrir vinnumarkaðinn, ef fleiri karlar væru
í þessum störfum, þá væri væntanlega auðveldara að
manna þau,“ segir Tryggvi. Hann segir að í þessu sam-
bandi skipti jafnréttisfræðsla miklu máli og að börn al-
ist upp við að bæði kyn sinni öllum störfum.
Annað sem Tryggvi nefnir eru þau áhrif sem ólaunuð störf hafa á
starfsframa og tekjumöguleika kvenna. „Afleiðingin eru lægri laun
kvenna, sem hefur síðan áhrif á lífeyrisréttindi þeirra sem veldur svo
auknu álagi á velferðarkerfið. Þetta er bara eitt dæmi um hvernig jafn-
réttismálin ná til alls samfélagsins.“
Nær til alls samfélagsins
STAÐAN GÓÐ, EN ENN GÆTIR ÍHALDSSEMI Á SUMUM SVIÐUM
Tryggvi
Hallgrímsson
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Konur eru innan við þriðjungur
kjörinna þingmanna í löndum Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, og kynbundinn launamunur
er að meðaltali 15%, körlum í vil.
Barneignir hafa miklu neikvæðari
áhrif á starfsframa og launakjör
kvenna en karla og það sama má
segja um hækkandi aldur. Reyndar
gætir kynjamisréttis á öllum sviðum
samfélagsins í löndum OECD, burt-
séð frá efnahag landanna, og minni
framfarir en búist var við hafa orðið
á þessu sviði undanfarin fimm ár.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu stofnunar-
innar um stöðu jafnréttismála á
ýmsum sviðum samfélagsins í aðild-
arlöndum hennar. Í skýrslunni, sem
birt var í gær, segir að setja ætti
jafnrétti kynjanna í forgang til að
efla hagvöxt og sjálfbærni.
Kynjakvótar öflugt verkfæri
Að mati skýrsluhöfunda OECD
eru kynjakvótar öflugt verkfæri til
að brjóta glerþakið svokallaða til að
fjölga konum bæði í stjórnmálum og
í ábyrgðarstöðum á vinnumarkaði.
Meðal annarra leiða sem nefndar
eru til að draga úr misrétti eru
greiðari aðgangur að dagvistun og
sveigjanlegur vinnutími.
Fleiri konur en karlar eru með
grunnháskólagráðu eða meistara-
próf í löndum OECD, en fleiri karlar
eru með doktorspróf. Í skýrslunni
segir að þó að námsárangur drengja
mælist slakari en stúlkna við 15 ára
aldur, hafi þeir náð þeim í lestri og
tekið fram úr þeim í raungreinum
við 27 ára aldurinn.
Staðalmyndum kynjanna eru gerð
skil í skýrslunni og þar segir að þær
séu hindrun í átt að jafnrétti
kynjanna. Fjölmiðlar gegni þar
veigamiklu hlutverki og sú stað-
reynd að minna sé fjallað um konur
en karla og að umfjöllunin sé öðru-
vísi viðhaldi þessum staðalmyndum.
Konur voru 20% þeirra sem sátu í
stjórnum fyrirtækja í löndum
OECD og þær voru 4,8% forstjóra.
Þá eru konur líklegri en karlar til
að vera í hlutastarfi, viðvera karla á
vinnustað er talsvert lengri en
kvenna en þegar öll vinna er skoðuð,
Morgunblaðið/Þorkell
Jafnrétti Enn er langt í land að mati höfunda nýrrar skýrslu. Staða mála hér á landi er betri en víða annars staðar.
Enn heldur glerþakið
Ný skýrsla OECD sýnir að margt er enn óunnið í jafnrétt-
ismálum Betri staða hér á landi Staðalmyndir hindrun
Staða kvenna í ríkjum OECD
Heimild: OECD - The pursuit of gender equality
Hlutfall af
þingmönnum
Útskrifast úr
grunnháskólanámi
Kynbundinn
launamunur
Hlutfall stjórnenda
í atvinnulífinu
OECD-
meðaltal
Ísland
30%
28,7%
15%
58%
9,9%
62,5%
38,2%
47,6%
OECD-
meðaltal
Ísland
OECD-
meðaltal
Ísland
OECD-
meðaltal
Ísland
„Það er þráður í
þessum við-
ræðum og menn
eru bara að tala
saman,“ sagði
Jón Þór Þor-
valdsson, for-
maður samn-
inganefndar
Félags íslenskra
atvinnuflug-
manna, þegar
Morgunblaðið leitaði fregna af
kjaradeilu félagsins og Icelandair.
Deilunni var vísað til ríkis-
sáttasemjara 26. september og
var fyrsti sáttafundurinn haldinn
á mánudaginn. Næsti fundur er
boðaður miðvikudaginn 11. októ-
ber.
Jón Þór taldi ekki tímabært að
ræða stöðu deilunnar að öðru leyti
eða hvort einhverjar aðgerðir
væru í undirbúningi. Málið væri
ekki á því stigi.
„Menn eru bara að tala saman
og vinna heimavinnuna sína,“
sagði hann. gudmundur@mbl.is
„Það er þráður
í viðræðunum“
Kjaradeila flugmanna hjá sáttasemjara
Jón Þór
Þorvaldsson