Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Dæmi:
Fagleg & persónuleg þjónusta
AULIKA TOP
Frábær kaffivél fyrir
lítil og millistór
fyrirtæki.
COSMETAL J-CLASS
Kolsýruvatnskælir
fyrir kröfuharða.
YUMI
Vönduð og góð
brúsavatnsvél.
BIANCHI TOUCH
Frábær kaffivél
fyrir stærri
fyrirtæki.
Í mörg ár hefur
heyrst hjá almenningi
og fulltrúum hinna
ýmsu samtaka umræða
um það sérstæða við-
horf sem fátækir, aldr-
aðir og öryrkjar þurfa
að sæta af hendi vald-
hafa í landinu.
Fyrir hverjar kosn-
ingar eru frambjóðend-
ur, og flokkar þeirra,
sammála um að óhæfa sé að þús-
undir barna og öryrkja búi við sára
fátækt. Aldraðir – þið vitið; þeir sem
hörðum höndum byggðu upp landið
og innviði þjóðfélagsins – búi við
sultarkjör sem hvorki duga til fram-
færslu né standast stjórnarskrá.
Kosningar eftir kosningar eru
frambjóðendur sammála um að úr
þessari hneisu verði bætt, eigi síðar
en á komandi kjörtímabili. Jafn
göfugmannlega og lofað er, þá eru
efndir aðrar: Þögn.
Aftur til nútíðar
Enn og aftur eru kosningar á
næsta leiti. Sannið til, áhugi fram-
bjóðenda hefur ekki minnkað á mál-
efnum fátækra, öryrkja, aldraðra og
annarra sem lifa við fátækt og von-
leysi. Eins og ávallt fyrr „verður
sögð áhersla á að leiðrétta kjör hinna
lægst launuðu“. En við höfum heyrt
þennan falska söng áður. Flestir
flokkar hafa haft nokkur kjörtímabil
til að þvo þennan smánarblett af
þjóðinni – en ekkert gott aðhafst.
Mikið er talað um ríkidæmi okkar:
Áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum
er um fjörutíu milljarðar. Leggjum
járnbraut til Keflavík-
urflugvallar. Lokum
Reykjavíkurflugvelli,
til að fá byggingarlóðir
í miðbænum. „Flytj-
um“ Reykjavíkurflug-
völl, t.d. upp á Hólms-
heiði. Byggjum enn
eina stórvirkjun til að
geta selt orku til út-
landa. Byggjum fleiri
og stærri háskóla.
Leyfum Landsbank-
anum – sem er í eigu
þjóðarinnar – að
byggja glæsihöll á dýrustu lóð lands-
ins, væntanlega fyrir okurvaxtatekj-
urnar sem þeir hafa af þeim sem
þurfa lán til að geta eignast húsnæði.
Höldum áfram að gefa útvöldum
hluta af náttúruauðlindum þjóðar-
innar. Flytjum inn hælisleitendur
með ófyrirséðum milljarða tilkostn-
aði. – Ég skal hætta hérna – í bili.
Þegar svona vangaveltur eru uppi
á sama tíma og sumir eiga ekki fyrir
mat, menntakerfið útskrifar ólæsa,
heilbrigðiskerfið er að deyja úr
myglusvepp og peningaleysi – þá
hlýtur maður að álykta að víðar séu
göt en á vösunum.
Bréf til þingmanna
Ég leyfði mér að senda öllum
þingmönnum bréf – núna fyrir þing-
lok – þegar þeir funduðu um hvaða
mál næðist að afgreiða á þessum
stutta tíma sem til stefnu væri. Ég
benti þeim á þjóðþrifamál sem ég
man ekki betur en allir flokkar væru
sammála um og gætu því afgreitt án
teljandi umræðu – ekki síst vegna
þess hve rík við værum:
Afnám fátæktar, hækkun bóta til
öryrkja og aldraðra.
Ég leyfði mér að nefna að bætur
þyrftu að nægja fyrir raunveruleg-
um framfærslukostnaði, auk við-
bótar, t.d. „í takt við kjör þing-
manna“.
Ég óskaði ekki sérstaklega eftir
svari nú, enda vildi ég ekki tefja
þingmenn. Hitt má nefna að ekki
barst eitt einasta svar. Ég er hins-
vegar alvanur slíku og tek það ekki
persónulega. Ég hef alla trú á því að
mörg hundruð Íslendingar hafi sömu
sögu að segja. Það er hinsvegar efni í
aðra grein, við annað tækifæri:
„Framkoma sumra embættis- og
stjórnmálamanna við almenning“.
Nú hafa þingmenn lokið störfum,
og lagst í atkvæðaveiðar – á fullu
kaupi – en ekki gert neitt í fram-
færslubótum þeirra sem minnst
mega sín.
Það er vert að hafa í huga þegar
kjördagur rennur upp.
Ungu kjósendur
Lokaorð mín nú eru til ykkar,
ungu kjósendur.
Ísland er heimili ykkar, myndið
ykkur skoðanir á því hvernig heimili
þið viljið eiga. Reynið að hugsa ekki
aðeins um hvað ykkur hentar í dag,
því við getum ekki fengið allt sem við
viljum. Svo breytast þarfir og skoð-
anir okkar allra eftir því sem við eld-
umst og öðlumst meiri reynslu, t.d.
af námi, starfi, hjónabandi, barn-
eignum – og elli.
Það er ekki auðvelt að finna svör
fram í tímann. Sérstaklega varðandi
hluti sem þið eruð ekki farin að
hugsa neitt um. – T.d. hvaða þjón-
usta vilt þú að öldruðum bjóðist þeg-
ar þú ert orðinn sjötíu ára?
Þriðji forseti Bandaríkjanna,
Thomas Jefferson, sagði – í lauslegri
þýðingu:
Það fólk sem dreymir um að búa
alla ævi í friðsælu lýðræðisríki þar
sem jafnræði, réttlæti, öryggi og al-
menn velmegun ríkir – án þess að
skipta sé af nokkru sjálft, það
dreymir um eitthvað sem aldrei hef-
ur verið – og aldrei mun verða.
Hér leggur Jefferson áherslu á að
við verðum að taka þátt í að móta
þjóðfélagið en um leið gera okkur
ljóst að við erum ekki ein og þurfum
því að leita samstarfs við aðra.
Ég hvet þig til að skoða aðstæður
afa og ömmu og líka málefni flokka
og frambjóðenda nú. Gagnrýnin
hugsun og samtöl við jafnaldra og
sérstaklega þér eldra fólk, sem þú
treystir, hjálpar þér mikið. Berðu
upp spurningar og fáðu svör.
Leggðu fram hugmyndir þínar og
bjóddu upp á umræður. Farðu á
framboðsfundi, taktu eftir hver lofar
hverju og – eftir kosningar – við
hvað er staðið.
Auðvelt er að fá upplýsingar um
frammistöðu þeirra flokka sem
stjórnað hafa undanfarin ár og ára-
tugi. Svo eru nýir flokkar að koma
fram núna. Bæði þeir og hinir eldri
hafa opnar skrifstofur og heimsækja
hópa kjósenda, kynna sig og svara
spurningum.
En umfram allt vertu með:
Kjóstu. Ísland verður heimili þitt,
barna þinna og barnabarna, lengi
eftir að afi og amma, pabbi og
mamma verða farin.
Hvað á að kjósa?
Eftir Baldur
Ágústsson »Ef þetta er öll yfir-
sýn stjórnmála-
manna, mannúð þeirra
og viðskiptavit, þá hlýt-
ur maður að álykta að
víðar séu göt en á vös-
unum.
Baldur Ágústsson
Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð-
arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004.
www.landsmenn.is
baldur@landsmenn.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.