Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 62
JÓLAGJÖFIN í ár?
við kynnum arc-tic Retro
með keðju
Fyrir DÖMUR og HERRA
VERÐ AÐEINS:
34.900,-
VERÐ FRá:
29.900,-
fyrir í verslunum um allan heim. Í
síðdegisþættinum Magasíninu á
K100 sagði Sigga frá verkefninu, að-
dragandanum og þeim íslensku
hönnuðum sem fengu tækifæri til að
kynna vörur sínar. Við heyrðum í
tveimur hönnuðum sem fengu vörur
sína í framleiðslu og birtum hér
myndir af hönnun þeirra.
Virðing fyrir
hönnunarvinnunni
Átta íslenskir hönnuðir fengu
að spreyta sig í tillögum og fjórir
þeirra fengu hluti í framleiðslu. Það
voru þau Jón Helgi, Bergþóra í
Farmers Market, Guðrún Lilja hjá
Bility og Þórunn. Sigga segir það
mjög góðan árangur miðað við að
helmingur kom verkefnum alla leið í
framleiðslu. Öll verkefnin segir hún
mjög flott og vel unnin. „Það er oft
framleiðslan, efnismeðferð eða verð
ásamt fleiri þáttum sem koma í veg
fyrir að hlutur kemst alla leið.“
Bergþóra í Farmers Market
segir þetta um samstarfið við IKEA.
„Þetta var skemmtilegt ferli
sem hófst í nóvember 2015 þegar
hópur af hönnuðum IKEA ásamt
Sigríði Heimisdóttur var hér að leita
sér innblásturs fyrir jóla/vetrar línu
fyrir árið 2017. Sigríður kom á fundi
milli þeirra og nokkurra íslenskra
hönnuða og úr varð að ég var t.d.
beðin um að hanna inn í textíllínuna
púða, teppi og rúmföt. Við tók
skemmtilegt ferli þar sem ég skiss-
aði upp nokkrar hugmyndir og þau
völdu 5 af 6 hugmyndum til að þróa
áfram. Í framleiðslu fyrir þessi jól er
prjónaður púði sem ég hannaði og er
hann partur af þessari skemmtilegu
línu. Þetta var mjög áhugaverð og
góð reynsla því að hjá IKEA er mikil
fagmennska í gangi og þrátt fyrir
stærð fyrirtækisins fannst mér öll
samskipti mjög persónuleg og hlý-
leg. Ég fann þannig sterkt fyrir því
hve mikil virðing er borin fyrir allri
hönnunarvinnuni.“.
Tommustokkur sem ljós
Jón Helgi Hólmgeirsson var
einn af þeim sem fengu vöru sína
framleidda.
„Ég hannaði vöru sem svipar að
einhverju leyti til tommustokks – en
er upphengjanlegt ljós – og er form
þess breytanlegt eftir því hvernig
Hulda Bjarnadóttir
hulda@mbl.is
Margir Íslendingar þekkja orðið
iðnhönnuðinn Sigríði Heimisdóttur
sem hefur um árabil starfað hjá
IKEA. Sjálf hannaði hún einn
þekktasta jólaóróann sem hefur
komið á markað hérlendis og prýðir
mörg íslenska hús er líða fer að jól-
um. Sigríður, eða Sigga Heimis líkt
og hún er ávallt kölluð, starfaði sem
Creative director fyrir jólalínu
IKEA 2017 sem er nú verið að koma
fólk vill hafa það. Þar af leiðandi er
hægt að mynda einföld form eins og
hjarta, kassa eða stjörnu (já eða
sverð), og hengja upp í glugga eða
við vegg, eitt og sér eða mörg sam-
an. Upprunalega var hugmyndin að
þetta yrði jólastjarna sem gæti um-
breyst í eitthvað annað restina af
árinu og þyrfti ekki að vera pakkað
ofan í kassa með hinu jólaskrautinu
– en svo er líka áhugavert að ákveða
ekki of mikið fyrirfram og er ég því í
raun spenntastur að sjá hvað fólk
gerir við þetta.
Ég kynnti hugmyndir af nokkr-
um ljósum fyrir tveim árum á kaffi-
húsi í Malmö fyrir ljósadeild IKEA,
nokkrum vikum eftir að ég fékk
verkefnið í hendurnar. Ein hug-
myndin var keyrð áfram og er þetta
afraksturinn. Í sjálfu sér var það
ekkert sjálfgefið fyrr en fyrir svona
ári að þessi vara myndi verða að
veruleika en ýmsar breytingar í út-
færslu og efnisvali þurftu að eiga sér
stað til þess að framleiðslan gæti átt
sér stað, varan yrði ekki of dýr og
svo framvegis. Þetta er líka í fyrsta
skipti sem ég vinn fyrir svona risa-
vaxið fyrirtæki. Ég fékk loks að vera
í þeirri stöðu hönnuðar að geta sent
frá mér hugmynd með beiðni um út-
færslur sem ýmist fagfólk innan
IKEA tók síðan að sér að leysa. Það
má því segja að ég sé hugmynda-
smiðurinn á meðan ýmsar tækni-
legar útfærslur eru gerðar í sam-
starfi við eða algjörlega af IKEA. Í
þessu ferli upplifði maður líka aðeins
smæð sína, þar sem ég kom frá litla
markaðnum á Íslandi, og vann fyrir
svona stórt fyrirtæki – enda er mað-
ur einungis einn af hundruðum
hönnuða sem vinna fyrir fyrirtækið.
Það var því mjög mikilvæg reynsla
sem ég tók frá þessu verkefni.
Það erfiðasta við þetta samstarf
var líklega það að reyna að setja sig í
spor þeirra sem eru spenntir fyrir
því að skreyta heimili sín um jólin –
því yfirleitt hef ég haldið því í al-
gjöru lágmarki. Hvað þá að reyna að
setja sig í þessi spor þegar enn er
langt í jólin. Ég er yfirleitt bara með
eins og eina jólaseríu úti í glugga til
að búa til kósý lýsingu. Mér var sagt
í byrjun verkefnisins að fólk væri
tryllt í vörur eins og IKEA PS 2014
ljósið, sem er hægt að breyta form-
inu á með því að toga í spotta. Það er
því líklega þannig sem þessi hug-
mynd kom til. Eitthvað breytanlegt
til að trylla fólk og eitthvað sem
hefði mjög takmarkaða tengingu við
jólin – nema ef notandinn vildi og
myndi forma vöruna eftir því.“
Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimsdóttir heimsótti þáttinn
Magasínið á K100. Ræddi hún um gildi góðrar hönnunar
og sagði frá aðdraganda að gerð jólalínu 2017 fyrir IKEA.
Hönnuður Sigríður
Heimisdóttir í heimsókn í
þættinum Magasíninu á K100.
Jól Sigríður Heimisdóttir hönnuður á veg og vanda af vetrarlínu IKEA 2017.
Íslensk hönnun
í IKEA um jólin