Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 64

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Halla Þorvaldsdóttir er nýr fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hún kom við hjá þeim Huldu og Hvata í Magasínið á K100 í vikunni og sagði frá verkefninu. Líkt og undanfarin tíu ár tileinkar Krabbameinsfélagið októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá kon- um. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu fé- lagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til ein- staklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Mun fleiri lifa en áður Í viðtalinu sagði Halla frá nýrri könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í septem- ber síðastliðinn meðal 1.500 einstak- linga á aldrinum 18-75 ára. Þar kom fram að um 80% svarenda tengdist náið að minnsta kosti einum sem hafði greinst með krabbamein. Krabbamein snertir okkur því næst- um öll með einum eða öðrum hætti. Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og afar mikilvægt er að þeir og aðstandendur þeirra geti gengið að áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í veikindunum og í kjölfar þeirra. Sífellt betur tekst að greina krabbamein tímanlega, ráða nið- urlögum þeirra og halda sjúkdómn- um í skefjum. Nú er svo komið að um 70% þeirra sem greinast með krabbamein eru á lífi fimm árum síð- ar. Í dag eru rúmlega 14.000 þúsund einstaklingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein og þeim fer fjölg- andi. Árið 1976 var talan hins vegar tæplega 2.300. Áætlað er að árið 2026 verði fjöldinn um 18.300. Þessi jákvæða þróun hefur í för með sér ört vaxandi þörf fyrir þjónustu og stuðning við þá sem hafa greinst og aðstandendur þeirra, bæði meðan á veikindum stendur og þegar þau eru yfirstaðin. Í könnuninni kom meðal annars fram:  Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar.  Alls töldu 80% að sálrænum ein- kennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% sem greinst höfðu með krabbamein sjálfir voru sömu skoð- unar.  Stuðningur við aðstandendur meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar.  Þegar svör aðstandenda krabba- meinssjúklinga voru skoðuð sér- staklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi.  Enn stærra hlutfall bæði aðstand- enda og þeirra sem höfðu greinst með krabbamein sem taldi vanta upp á stuðning að meðferð lokinni. Bjóða upp á úrræði sem létta fólki róðurinn Það er áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir þann sem greinist, en ekki síður fjölskyldu og aðstandendur. Veikindaferlið tekur oft mikið á, á margan og ólíkan hátt og verkefninu er ekki endilega lokið þó að sjúkdómurinn hafi læknast. Það sést glöggt hversu mikilvægt það er að geta gengið að áreiðan- legum upplýsingum, stuðningi og faglegri aðstoð í slíkum aðstæðum. Þess vegna skiptir miklu máli að efla þennan hluta starfseminnar. „Við kunnum leiðir til að létta fólki róðurinn, bæði þeim sem grein- ast með krabbamein og aðstand- endum þeirra. Það er engin ástæða til að allir þurfi hver um sig að leita að leiðum sem virka. Hjá Ráðgjaf- arþjónustu félagsins er hægt að fá upplýsingar og nýta úrræði sem gagnast fólki sem þarf að takast á við krabbamein“ sagði Halla. Ráðgjafarþjónusta í 10 ár fólki að kostnaðarlausu Markmið Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur. Hjá Ráðgjafar- þjónustunni er boðið upp á þjónustu fagaðila án endurgjalds. Þjónusta hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónusta er í boði alla virka daga og boðið er upp á viðtöl og ein- staklingsráðgjöf, símaráðgjöf, djúp- slökun, ýmiss konar fræðslu og fyr- irlestra, hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða í boði til að mæta þörfum þeirra sem til Ráðgjafarþjónustunnar leita. Sem dæmi má nefna að í október verða námskeið á borð við áfallamiðað jóga, stuðningsfulltrúanámskeið, hugræn atferlismeðferð við svefn- leysi, núvitund fyrir ungmenni sem aðstandendur, leiðir til að bregðast við sogæðabjúg á handlegg í kjölfar krabbameinsmeðferðar, núvitund: frá streitu til sáttar. Einnig verða hádegisfyrirlestrar um fjölbreytt málefni svo sem um mataræði í veik- indum sem eru öllum opnir. „Þessi liður starfseminnar er afar mikilvægur fyrir þá sem greinast og ættingja þeirra, því ótal spurningar vakna þegar fólk greinist með krabbamein. Réttindamál þeirra sem greinast með krabbamein eru ofarlega á baugi og fólki finnst mik- ilvægt að geta nálgast upplýsingar um þau á einum stað. Þá er mjög mikilvægt að vinna úr því áfalli sem fylgir greiningu, bæði hjá þeim sem greinist og aðstandendum, óöryggi og kvíða sem getur fylgt,“ segir Halla. Bleiki dagurinn er 13. október Bleiki dagurinn hefur notið sívax- andi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Hann verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017. „Þennan dag hvetjum við alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrir- rúmi. Og endilega sendið okkur myndir af vinahópum eða vinnufé- lögum á netfangið bleikaslaufan@- krabb.is. Við birtum myndirnar á Face- book-síðu Bleiku slaufunnar og þá er mikilvægt að myndirnar séu merktar #bleikaslaufan,“ segir Halla. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja skipuleggja bleikt kaffiboð í vinnunni eða heima fyrir. Ef fyrirtæki vilja styrkja Bleiku slaufuna þennan dag má finna ýms- ar skemmtilegar hugmyndir á heimasíðu átaksins. Daglega berast ábendingar um nýja viðburði, en hægt er að nálgast upplýsingar um þá á www.bleikaslaufan.is. „Með því að taka þátt í Bleika deginum, njótum við dagsins saman og vekjum um leið athygli á barátt- unni gegn krabbameinum hjá kon- um og sýnum þeim stuðning í verki,“ segir Halla. K100 ætlar að sýna Bleiku slaufunni stuðning í október með því að styðja við hið árlega árveknis- átak Bleiku slaufunnar. Heimasíða og samfélags- miðlar verða því bleikari en áður og starfsfólk stöðv- arinnar verður í glimrandi bleiku skapi í október. Í bleiku skapi í október Forvarnir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, á léttu nótunum í þættinum Magasíninu á K100. Hönnuður Bleiku slaufunnar 2017 er Ása Gunnlaugsdóttir, hönnuður og gullsmiður, en hún bar sigur úr býtum í sam- keppni um hönnun slaufunnar. Samkeppnin fór nú fram í sjötta sinn í sam- starfi Krabba- meinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða. Ása er gullsmiður og hönnuður og skartgripir hennar eru seldir undir merkjum asa iceland í skartgripaversl- unum víða um land. Merkið hef- ur skapað sér sess og er þekkt fyrir stíl- hreina og vandaða hönnun. Ása hefur víðtæka reynslu í hönnun og smíði skartgripa og hefur starfað sem hönn- uður á Íslandi, Finnlandi og í S-Kóreu. Hún lauk MA-prófi í iðnhönnun við University of Art and Design (UIAH) í Hels- inki og BA-prófi í gull- og silf- ursmíðum frá Lahti Design Institute í Finnlandi. Í Finn- landi starfaði hún með námi sem gullsmiður hjá stærsta skartgripafyrirtæki Finnlands, Kalevala Jewelry. Eftir nám kenndi hún skartgripahönnun við UIAH. Síðar rak hún vinnustofu í Helsinki. Bleiku slaufuna 2017 hannaði Ása Gunnlaugsdóttir Rokktónleikasýningin Halloween Horror Show hefur verið áberandi á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Ekki síst vegna kraftmikillar aug- lýsingaherferðar þar sem öllu var til tjaldað. Í myndatökunni voru farnar óhefðbundnar leiðir þar sem teflt var á tæpasta vað og mátti litlu muna að ljósir lokkar Eyþórs Inga yrðu eldi að bráð. Ljóst er að landsmenn eru æstir í hrylling því þriðju sýningunni hef- ur nú verið bætt við föstudags- kvöldið 27. október klukkan 20. Margir af okkar fremstu tónlist- armönnum stíga á svið en ásamt Eyþóri Inga koma fram Salka Sól, Greta Salóme, Selma Björns, Stebbi Jak, Andrea Gylfa, Ólafur Egill auk Todmobile, Sirkuss Ís- lands, bakradda og dansara. Hvert einasta atriði er stíliserað og verð- ur leikstjórn í höndum Selmu Björns. Lagalistinn er vel rokkaður en lög eins og Highway To Hell, Thriller, Zombie, Rocky Horror og lög úr Litlu Hryllingsbúðinni munu hljóma í sýningunni. Upphitun hefst klukkustund fyrir sýningu í anddyri Háskólabíós þar sem 20 leikarar og sirkusfólk verður með alls konar uppákomur. Haft er eftir talsmanni Forte, sem stendur fyrir sýningunni, að hún henti öllum aldurshópum þó að aldurstakmark sé 16 ára. ernao@mbl.is Íslendingar trylltir í hrylling Skuggalegur Minnstu munaði að lokkar Eyþórs Inga yrðu eldi að bráð við gerð kynningarefnis fyrir Halloween Horror Show.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.