Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 75
DÆGRADVÖL 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h ynn u r ura a v ar rv . óðum þér í kaffi. s ylki. él Við jK t J k ffi Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Notaðu daginn til einveru og endurnæringar því framundan er annasöm vika. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Talaðu um tilfinningar þínar og tjáðu þær. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt erfitt með að velja á milli starfs þíns, heimilis og fjölskyldu. Vertu á varðbergi, því minnsta yfirsjón kann að reyn- ast dýr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagdraumar og fantasíur hafa náð að fanga þig tímabundið. Notaðu tækifærið til að koma hugðarefnum þínum á framfæri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að hjálpa einhverjum úr klípu lætur þér líða mjög vel. Kannski er eitthvert samhengi þarna á milli. Vertu sannur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Með réttum ákvörðunum átt þú að geta komið málum svo fyrir, að þú þurfir ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Sýndu fyrirhyggju í fjármálum sem og öðrum málum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlutirnir ganga oft upp af sjálfu sér, en það kostar ekkert að leggja sig fram um að tryggja hagkvæm úrslit. Annars lætur þú langanir þínar og væntingar hlaupa með þig í gönur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þér finnist þú lifa í vernd- uðu umhverfi, þarftu ekki að horfa lengi í kringum þig til að sjá að ýmislegt er að ger- ast. Farðu með þá lexíu alla leið í bankann. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú færð tækifæri til þess að hafa áhrif á eða vingast við erfiða manneskju áttu að grípa tækifærið og hafa hraðan á. Smáatriðin dásamlegu muni heilla þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir fallið í þá freistni að kaupa þér eitthvað í hreinum leiðindum í dag. Reynið að halda ró ykkar og skynsemi og forðist að reita aðra til reiði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Næstu þrjá daga verðurðu fullur af góðri orku sem þú munt nýta vel. Líttu frekar fram á veginn og reyndu að vera tilbú- inn til að takast á við þá hluti sem mæta þér þar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Segðu hefðbundnum viðhorfum stríð á hendur, nú er þörf fyrir ferskar hugmyndir. Mundu að þú þarft að henta þeim ekki síður en þau þér. Eðlilega setja kosningarnar ogpólitíkin svip sinn á kveðskap- inn á Boðnarmiði. Davíð Hjálmar Haraldsson horfði á Kastljósið á föstudag: Í Kastljósi strangur hann steig á stokkinn og augnalok seig: „Ég frið aldrei rauf né flokkinn ég klauf“ – og sleggjupung faldi og fleyg. Ármann Þorgrímsson hefur þetta „mottó“ í pólitík: Eina stefnu alltaf hef, ekki burt frá henni sný, málin styð ég aðeins ef eitthvað hagnast get á því. Gróða fyrir mína og mig mér til handa drottinn bið, aldrei hugsa þá um þig, þú mér ekkert kemur við. Jón Atli Játvarðarson velur yf- irskriftina „Haustframboð. Yfirlit.“ fyrir þessa vísu á Boðnarmiði: Í flugeldasýningu framboðið rætt. Fínt, ef að enginn sér gallann. Gengistap Wintris af virðingu bætt, en verra með stjórnmálahallann. Gunnar J. Straumland lítur þann- ig á málin: Furðu oft menn fara á mis við fólksins vilja. Framboð sumra er fánýtt gys sem fáir skilja. Og Hallmundur Kristinsson seg- ir: Stjórnmálamennirnir ráðskast og rífast, rétt um sólarlagsbil. Margskonar lestir með þjóðinni þrífast. Það er nú líkast til. Hörður Þorleifsson er í öðrum hugleiðingum. – „Ég verð níræður í maí,“ segir hann, „ en finn ekki fyr- ir elli eða eins og ég sagði einhvern tíma“: Aldurinn í sjálfum sér sýnist ekki skipta máli. Það sem stendur upp úr er afstaðan sem betur fer. En hausthljóð er komið í Pétur Stefánsson enda farið að kula Dýrðlegt er haustið með dvínandi yl og dásemdar litatóna. Best ég fari að taka til trefil og kuldaskóna. Samt er góður tónninn í honum: Oft og tíðum út ég fer, inni vill ei hanga. Í flestum veðrum indælt er um allan bæ að ganga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Pólitík og flugelda- sýningar á haustdögum HÖRÐ ÁSTARLÖG. „SAMKVÆMT ÞESSARI RÖNTGEN-MYND ER HÚN FÖST Í FÓTLEGGNUM Á ÞÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar lag vekur gamlar minningar. NÆSTUM TÍMI FYR- IR HÁDEGISMAT SEM ÞÝÐIR AÐ ÞAÐ ER NÆGUR TÍMI FYRIR MEIRI MORGUNMAT HRÓLFUR, KLUKKAN ER MARGT! ÞÚ LOFAÐIR AÐ VERA EKKI LENGUR Á KNÆPUNNI EN TIL TÍU! SVEINN, HVAÐ DRAKK ÉG MARGA BJÓRA? TÍU! SJÁÐU BARA! ÉG STÓÐ VIÐ MÍN ORÐ! ÞIÐ VILJIÐ KANNSKI EKKI HEYRA ÞETTA NÆSTA LAG – EN ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ GERA ÞAÐ. Sonur Víkverja byrjaði í leikskóla ádögunum. Víkverji var með hnút í maganum áður en erfinginn byrjaði því að skólaár hans sjálfs voru ekki beint hamingjusöm. Ótal spurningar nöguðu Víkverja. Hvað ef hinir krakkarnir vilja ekki leika við Vík- verja yngri? Hvað ef þeir eru leið- inlegir við hann? Hvað ef hann lendir í einelti, eða það sem yrði verra, hvað ef hann færi sjálfur að „einelta“? Hvað ef, hvað ef, hvað ef. x x x Flestar af þessum áhyggjum Vík-verja voru hins vegar með öllu til- efnislausar. Sá stutti virðist njóta sín ágætlega á leikskólanum og hafa gaman af vistinni þar, alltént enn sem komið er. Börnin leika sér víst mjög fallega, en þó er varla hægt að segja að þau leiki sér saman á þessum aldri. Líklega væri réttara að segja að börnin leiki sér í sama rými á sama tíma. Starfsfólkið á leikskólanum er sömuleiðis mjög gott og fagmann- legt, og fátt upp á það að klaga. Vík- verji gat því varpað öndinni léttar. x x x Einn galli var þó á upphafi leikskól-ans. Víkverji yngri hafði nefni- lega aldrei orðið veikur á ævi sinni áður en hann byrjaði á leikskólanum. Strax eftir fyrsta daginn var hann hins vegar kominn með hortauma úr nefinu, og á þriðja degi var litli snúð- urinn orðinn veikur. Horið ætlar aldrei að hætta að renna og Víkverji og frú hafa vart undan að snýta hon- um. Núna situr Víkverji og bíður bara eftir því að hann fái fyrsta póst- inn um að lús hafi fundist og/eða njálgur. x x x Áður en Víkverji eignaðist barnsjálfur öfundaði hann stundum samstarfsmenn sína sem hringdu í vinnuna og tilkynntu að þeir væru með „veikt barn“. Fyrir Víkverja hljómaði það eins og skemmtilegt frí á launum, að fá að vera heima með barninu sínu og sinna því veiku, en vera sjálfur fullfrískur. Nú veit hann að það er nánast full vinna að vera heima með veikt barn og hann öfund- ar vinnufélaga sína ekki baun lengur þegar þeir taka sér slíkt frí. vikverji@mbl.is Víkverji Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, kný- ið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúk. 11:9)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.