Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
✝ Róbert Páls-son fæddist á
Siglufirði 2. júní
1947 og ólst þar
upp. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 27. sept-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Páll Ágúst
Jónsson frá Kambi
í Deildardal í
Skagafirði, f. 9.
sept. 1921, d. 13. febr. 1995, og
Una Sigríður Ásmundsdóttir
frá Teigagerðisklöpp við
Reyðarfjörð, f. 16. júní 1927,
d. 4. apríl 2008.
Eftirlifandi systkini Róberts
eru Ásmundur, Anna, Pálína,
Hólmfríður og Haraldur en
þrjú systkina hans eru látin,
en þau voru Jón Hólm, d. 2016,
Jóhanna Sigríður, d. 2017, og
Birgitta, d. 2014.
Róbert var ókvæntur og
barnlaus. Heimili hans var í
Fýlshólum 5,
Reykjavík. Eftir
hefðbundna skóla-
göngu vann hann
ýmis störf t.d. hjá
Stúarafélaginu á
Siglufirði, við sjó-
mennsku og sem
vinnumaður á
nokkrum bónda-
bæjum í Húna-
vatnssýslu, Skaga-
firði og á Lundi í
Kópavogi. Síðustu 23 árin
starfaði hann hjá Reykjavík-
urborg, fyrstu þrjú árin við
heimilishjálp og svo hjá garð-
yrkjudeild Umhverfis- og
skipulagssviðs Reykjavík-
urborgar. Aðaláhugamál Ró-
berts, eða Robba eins og hann
var alltaf kallaður, voru dýr,
blóm, útivera og spila-
mennska.
Útför Róberts fer fram í
Fossvogskirkju í dag, 5. októ-
ber 2017, klukkan 15.
Elsku Robbi minn, þín er sárt
saknað.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman, það kom varla sá
dagur að ég droppaði ekki við
hjá þér og við spiluðum marías,
rommí og yatzy. Helgarnar átt-
um við ein, spiluðum, fórum á
rúntinn og gerðum allt sem okk-
ur fannst gaman. Ef ég kom
ekki þá hringdir þú um sjö- eða
áttaleytið og spurðir hvort það
væri ekki í lagi með mig, þú
værir að laga kaffi sem yrði
tilbúið eftir fimm mínútur, og ég
í fötin og brunaði heim til þín.
Síðan var tekið í spil og pásur
teknar meðan þú eldaðir góðan
mat, síðan kaffitími, þá bakaðir
þú þínar frægu pönnukökur sem
voru aldrei eins en alltaf jafn
góðar, svo var tekið í spilin aft-
ur.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar. Ég bið algóðan Guð um að
varðveita þig, nú þarf ég að læra
að lifa án þín, minningin lifir,
kæri bróðir.
Þín systir,
Anna Olsen Pálsdóttir.
Vinátta okkar Róberts Páls-
sonar, Robba, hófst sumarið
1965. Það var góð tilbreyting að
koma í herbergið hans á hót-
elinu sem faðir hans, Palli á
Höfninni, rak og fá að hlusta á
„Dońt let me be misunderstood“
með Manfred Mann. Þá voru
plötuspilarar ekki í hverju húsi.
Síldin hafði synt sinn veg og frí-
tími skólastráka orðinn meiri en
fyrri sumur. Samband okkar
Eyrarstrákanna óx og margt
áttum við eftir að bralla saman
næsta áratuginn við veiðiskap
og að finna okkur sitthvað til
skemmtunar.
Hænsnabúið sem Palli á
Höfninni rak í miðjum bænum
hafði aðdráttarafl fyrir unglings-
strák sem hafði verið í sveit í
sex sumur. Þar varð Robbi
snemma eins og ráðsmaður í
þeim líflega dýragarði. En helst
var það hann sjálfur sem var að-
dráttaraflið. Með svart hár og
suðrænt svipmót og lífsþrótt
sinn. Konur hrifust af stórum og
seiðandi augum piltsins og fram
við þær kom hann af herra-
mennsku og frjálsræði. Augljóst
var að margar óskuðu sér frek-
ari návistar við hann. En í þeim
efnum var hann fremur hófsam-
ur.
Meðal húsmæðra í nágrenn-
inu naut hann aðdáunar. Átti
það til að banka uppá án mikils
tilefnis – aðeins til að spjalla yfir
vel uppáhelltu kaffi, reykja með
þeim nokkrar sígarettur og tala
um stofublóm og allt sem að
þeim laut.
Ekki var garðagróðurinn þar
undanskilinn. Þá gat hann gefið
góð ráð viðvíkjandi umhirðu
hinna margvíslegustu húsdýra,
hvort heldur það voru fiskar eða
ferfætlingar. Ósjaldan tók hann
að sér að gera hreint í híbýlum
manna þegar hinar árlegu vor-
og jólahreingerningar tíðkuðust.
Fyrir allt þetta varð Robbi vin-
sæll og vinmargur.
Eins og ljóst má vera var
áhugi Robba á gróðri og dýrum
honum í blóð borinn. Á barns-
aldri fékk hann nokkra kanínu-
unga utan af Siglunesi sem hann
fóstraði eins og ketti. Eitt leiddi
af öðru; kalkúnar, kínverskar
dverghænur, dúfur, kettir og
hundar voru aukabúgreinar sem
lítið gáfu af sér en glöddu skiln-
ingarvitin og umönnunarþörfina.
Tvo tófuyrðlinga fóstraði hann
sumarið ’73 og á síðkvöldum
mátti stundum sjá Robba spóka
sig á Aðalgötunni með refina í
bandi og sígarettu milli varanna.
Óvenjulegasta húsdýrið var
minkur sem hann sótti nýgotinn
í bæli móðurinnar. Dýrið óx upp
með Robba og smaug um „for-
eldrið“ innanklæða og óvænt gat
það birst upp um hálsmálið og
hvæst illskulega að ókunnugum
og sýnt beittar tennurnar – í
fárra sentimetra fjarlægð frá
hálsslagæðum eigandans. Svona
var Robbi alla tíð, fór ekki sömu
leið og aðrir og gat í tilraunum
sínum og lífsstíl staðið nærri
háskanum.
Eitt mikilvægt atriði í lífi
Robba verður að nefna að lok-
um. Trúmálin og vilja hans til að
leita rótfestu í trúnni. Hann átti
lengi í miklum samskiptum við
Hvítasunnusöfnuðinn bæði á
Siglufirði og syðra eftir að hann
flutti þangað. Til baráttunnar
við ólæknandi sjúkdóm síðustu
misserin mætti hann með bros á
vör og lét engan bilbug á sér
finna. Í einu af síðustu skiptum
sem ég hitti þennan gamla vin
minn spurði ég hvernig hann
gæti sýnt slíkan styrk. „Trúin
hefur alltaf hjálpað mér,“ svar-
aði hann.
Ég kveð Robba með þakklæti
í huga.
Örlygur Kristfinnsson.
Nú hefur uppáhaldsfrændi
minn og vinur kvatt þessa jarð-
vist. Hann hefur umbreyst og er
kominn í sinn andlega líkama.
Það er ég viss um að vinur hans,
elsku Jesús, hafi faðmað hann
innilega.
Robbi var og er fallegastur
allra. Lífsglaður, jákvæður
heimspekingur sem fór eigin
leiðir. Hann gerði uppreisn gegn
staðalímyndum og mótmælti
flestum hefðum.
Hann elti ekki álit annarra og
það er sannarlega til eftir-
breytni. Vegna þessa þótti
mörgum hann undarlegur, jafn-
vel skrítinn, en við sem þekktum
hann sáum glitta í glettnina,
hlustuðum á vel ígrundaða hug-
myndafræðina og mátum reynsl-
una að baki vali hans.
Minningarnar eru margar,
ljúfar, skemmtilegar og sumar
sárar enda var Robbi hluti af
mínu lífi, alla mína tíð. Hann
sagði sjálfur að tengingin okkar
hefði orðið sterk nánast strax og
ég fæddist.
Ég fimm ára hélt í sterka
hönd, valhoppandi niður Lauga-
veginn og sat á steini með vasa-
hníf að borða hákarl. Eftir langt
ferðalag ein í strætó að Lundi
smurðu þessar sterku hendur
handa mér hafrakex með hnaus-
þykku hnetusmjöri. Ég dáðist að
umhyggjunni og natninni við
Týru, páfagauka, kisur og fiska.
Unglingurinn ég man dimma
tíma á Grettisgötunni, neyslu og
örvæntingu, tryggð og samhygð.
Traust, sterk hönd í þeim ólgu-
sjó.
Á snemmfullorðinsárunum
tók ég aftur í sterka hönd, edrú
á samkomu, við eldhúsborð að
lesa í Biblíunni og þegar við
báðum saman. Robbi elskaði
Jesú og keppti eftir því að lifa í
sátt við Guð og menn.
Sterkur útivistarunnandi,
labbandi eða öllu heldur hopp-
andi um þúfur, hóla og götur
borgarinnar, vann hann þrátt
fyrir baráttu sína við krabbann
mánuð fram yfir sjötugt, hann
hætti að vinna nokkrum vikum
áður en hann lagðist inn en
Robbi dvaldi síðustu mánuðina
sína á Landspítalanum.
Ég fullorðin hélt í slappa
hönd og furðaði mig á því að
styrkurinn var aðeins minning.
Robbi með græna fingur var nú
með dofna fingur, verkjaður,
áhyggjufullur og lítill í sér. Ég
dáðist að jákvæðninni og þakk-
lætinu yfir öllu sem ekki var far-
ið.
Elsku Robbi, þú sagðir svo
oft: „Þetta er bara spurning um
viðhorf“ í veikindunum, við
hvert áfall, þegar grænu fing-
urnir dofnuðu, þegar fæturnir
hættu að virka og þegar vinstra
augað varð blint þá varstu fljót-
ur að minna þig og okkur hin á
að nú þyrfti að rétta af við-
horfið, ekki dvelja við neikvæðni
heldur líta til þess sem var hægt
að gleðjast yfir.
Alloft í þessari erfiðu baráttu
sagðir þú eða söngst: „Ég er í
góðum málum.“
Ég er innilega þakklát fyrir
að stelpurnar mínar og Frissi
minn fengu að kynnast þér, svo
við getum spjallað um allt það
sem þú skilur eftir hjá okkur,
jafnvægisdansinn og allt það
góða.
Takk fyrir fallegu orðin sem
sitja með okkur, móta okkur og
ylja.
Þú hugsaðir vel um aðra, vild-
ir tryggja að allir hefðu það gott
og vildir létta þínum nánustu
þinn eigin dauða.
Elsku frændi, þú kenndir mér
svo margt. Það var heiður að fá
að dvelja með þér yfir lottói,
candy crush og spjalli. Þú kall-
aðir mig klettinn þinn og ég er
óendanlega stolt af því en í raun
varst það þú sem varst klett-
urinn minn. Ég elska þig, alltaf.
Díana Ósk Óskarsdóttir.
Róbert Pálsson
Ég minnist Rúnu
föðursystur minnar
með mikilli hlýju og
þakklæti. Á
bernsku- og unglingsárum mín-
um hélt hún heimili með afa og
ömmu á Heiðarvegi í Keflavík
og þangað var alltaf gott að
koma. Þar vorum við systkina-
börnin ávallt velkomin og allir
okkar vinir líka. Alltaf var til
eitthvað gott með kaffinu og
nægur tími til að spjalla. Það
voru ófáar stundirnar sem við
sátum við eldhúsborðið á Heið-
arveginum og okkur voru sagðar
sögur frá gamalli tíð, margar
æði skrautlegar og skemmtileg-
ar. Rúna var hláturmild og hafði
gaman af að gantast við okkur.
Hún sýndi fjölskyldunni mikinn
áhuga og fylgdist vel með því
sem var að gerast hjá okkur,
hvort sem það voru ástarmálin
eða eitthvað annað sem við vor-
um að fást við þá stundina. Hún
Guðrún Pálsdóttir
✝ Guðrún Páls-dóttir fæddist
3. júlí 1930. Hún
lést 14. september
2017.
Útför Rúnu fór
fram 3. október
2017.
spurði líka reglu-
lega um vini okkar
og aðra vandamenn,
hvernig gengi og
hvernig þeir hefðu
það. Rúna tók sig
líka stundum til og
fór með okkur
krakkana í útilegu á
litla Fíatinum sín-
um. Það eru
ógleymanlegar
stundir, mikið fjör
og dátt hlegið.
Sem fyrr segir var Rúna
frænka mikil fjölskyldukona og
þær systurnar allar, Dúdda og
Lilla eins og þær voru alltaf
kallaðar. Það skipti þær miklu
máli að fjölskyldan héldi saman
og hittist með reglulegu millibili.
Allaf vorum við öll velkomin í
þeirra hús, í Reykjavíkina til
Lillu og Hjartar og á Hólmavík
til Dúddu og fjölskyldu. Mikil-
vægt er að við fjölskyldan höld-
um í heiðri ósk þeirra systra,
sem nú allar ganga um grænar
grundir Sumarlandsins, að við
ættingjarnir hittumst oftar og
gleðjumst á góðum stundum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
kæra frænka.
Helgi Þór Sigurbjörnsson
og fjölskylda.
Þú varst góð eig-
inkona og móðir,
söknuðurinn er sár
en ég geymi ljúfar
minningar um þig,
elskan mín.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
Elsa Kristjánsdóttir
✝ Elsa fæddist 18.júlí 1939. Hún
lést 20. september
2017.
Útför Elsu fór
fram 28. september
2017.
en nær sem þú mig
hirtir hér,
hönd þína eg glaður
kyssi.
Dauðans stríð af þín
heilög hönd
hjálpi mér vel að
þreyja,
meðtak þá, faðir, mína
önd,
mun ég svo glaður
deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Þinn
Aðalsteinn Páll Guðjónsson.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURJÓN JÓNSSON,
Sjónarhóli, Stokkseyri,
sem lést 25. september, verður jarðsunginn
frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
7. október klukkan 14.
Ólafía Kristín Jónsdóttir
Margrét Sigurjónsdóttir Rúnar Halldórsson
Sigurjón Rúnarsson Sigríður Valdimarsdóttir
Pálmi Rúnarsson
Valdimar og Markús
Móðir mín, amma og langamma,
HULDA BERTEL MAGNÚSDÓTTIR,
Maríubakka 2,
lést á Vífilsstöðum 24. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Magnús Líndal Sigurgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
INGIBJÖRG STELLA
SIGURÐARDÓTTIR,
til heimilis að Hæðarbyggð 13,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju mánudaginn 9. október
klukkan 15.
Pétur Jónsson
Jón Pétursson Vala Steinunn Guðmundsd.
Sigurður Pétursson
Pétur Ingi Pétursson Marijana Stanaveuic
barnabörn
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON,
lést á Landspítalanum 3. október.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðný Hálfdanardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Snorrabraut 56b,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
10. október klukkan 13.
Vilborg Jóhannsdóttir
Pétur Jóhannsson Ewa Marie Sandgren
Hafdís Jóhannsdóttir Jón Valdimarsson
Þórdís H. Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, afi, bróðir, mágur og frændi,
ÞORGEIR B. VESTMANN,
Þrándheimi, Noregi,
lést skyndilega á Krít 23. september.
Útförin fer fram í Strinda-kirkju í Þrándheimi
föstudaginn 6. október klukkan 11.
Grete Øiaas
Ragnar Þorgeirsson Øivind og Tove
Ann-Kristin Øiaas barnabörn
Hjördís B. Vestmann Svandís B. Vestmann
og frændsystkini