Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er óhætt að segja að þessi deila hafi rist alldjúpt og um tíma hafi hún nærri lamað samskipti Ís- lendinga og Norðmanna,“ segir Arnór Snæbjörnsson, sagnfræðing- ur, lögfræðingur og starfsmaður í sjávarútvegsráðuneytinu, um deilur Íslendinga og Norðmanna vegna fiskveiða í Barentshafi frá haustinu 1993 til 1999. Ekki aðeins vegna veiða Íslendinga á alþjóðlegu haf- svæði, sem fékk heitið Smugan, heldur einnig á fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða 1993-94. Í vikunni var greint frá kröfum norskra útvegsmanna í samtökun- um Fiskebåt um að samningnum frá 1999, sem leiddi til lausnar Smugudeilunnar, yrði sagt upp eða gerðar breytingar á honum. Sam- kvæmt honum fengu íslenskar út- gerðir heimildir til að veiða ákveðið magn af þorski hvar sem er í Bar- entshafi, bæði í norskri og rúss- neskri lögsögu, gegn gagnkvæmum heimildum til veiða á loðnu og fleiri tegundum í íslenskri lögsögu. Um þessar veiðar gilda síðan nánari skilgreining og reglur. Norskir útgerðarmenn andsnúnir frá upphafi „Samtök norskra útgerðarmanna hafa oft áður ályktað um nákvæm- lega þetta atriði. Þau voru þegar í upphafi andsnúin því að þessi samn- ingur yrði gerður og hafa því verið samkvæm sjálfum sér í langan tíma. Þegar samningurinn var í meðferð norska stórþingsins á sínum tíma börðust þau einnig gegn því að hann yrði staðfestur þar,“ segir Arnór, en nýlega kom út bók eftir hann um Smugudeiluna. Veiðarnar hófust í kjölfar þess að mikill aflasamdráttur varð á Ís- landsmiðum og menn tóku að horfa til nýrra tækifæra utan efnahags- lögsögunnar, en íslensk skip höfðu þá ekki stundað veiðar í Barentshafi áratugum saman. Á þessum tíma voru miklir erfiðleikar í sjávarút- vegi og margir óttuðust að hér gæti orðið algert hrun í þorskstofninum líkt og hafði orðið við Kanada rétt áður og við Færeyjar á svipuðum tíma. Spurður hver hafi verið sigur- vegari í deildunni segir Arnór: „Eigum við ekki að segja að allar þjóðirnar hafi unnið með því að ná fram friðsamlegri lausn í erfiðri deilu.“ Síldarsmugan er síðan ann- að alþjóðlegt hafsvæði milli Nor- egs, Íslands og Jan Mayen-lögsög- unnar, en það er ekki til umfjöllunar hér. Í kynningu á bókinni um Smugu- deiluna segir svo á baksíðu: „„Hannibalsson, hundskastu heim!“ Svo var ritað á borða sem strengd- ur var yfir aðalgötuna í Tromsö í tilefni af heimsókn íslenska utan- ríkisráðherrans haustið 1994. Sam- skipti frændþjóðanna voru afar stirð eftir að íslensk skip hófu þorskveiðar í Barentshafi og við Svalbarða sumarið 1993. Átökin á miðunum minntu á þorskastríðin nema hvað nú voru það Íslendingar sem voru eltir af varðskipum.“ Margvíslegar deilur innanlands og utan Arnór segir að bókinni sé skipt í nokkra meginþætti þar sem leitast er við að svara spurningum eins og hvernig deila ríkjanna þriggja stig- magnaðist og hví hún varð svo hörð sem raun bar vitni. Hver aðdrag- andinn var að því að veiðarnar hóf- ust og einnig hvaða þættir ollu eink- um stirðleika og erfiðleikum í samskiptum ríkjanna. Loks hvaða sjónarmið vógu þyngst í samninga- viðræðum ríkjanna og leiddu til þess að samningar tókust að lokum. „Veiðarnar í Barentshafi ollu margvíslegum deilum. Hérlendis var í upphafi ágreiningur í ríkis- stjórninni um hvort ætti að heimila íslenskum skipum veiðar í Smug- unni. Einnig var deilt um málið á Alþingi, á meðal fólks og svo á milli þjóða. Íslenskir útgerðarmenn túlkuðu stöðuna þannig að um væri að ræða alþjóðlegt hafsvæði sem þeir mættu veiða á, en á sama tíma stóðu yfir viðræður á vettvangi svokallaðrar úthafsveiðráðstefnu á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem vörðuðu veiði- stjórnun á alþjóðlegum hafsvæðum og þessi deila kom inn á það. Ágreiningur var meðal annars um hvort fullt samræmi væri í af- stöðu Íslands á úthafsveiðiráðstefn- unni og þess að hefja á sama tíma veiðar í Smugunni. Skotið á skip, klippt aftan úr og háar upphæðir í sektir Norðmenn efldu mjög eftirlit með fiskveiðum í Barentshafi og árið 1994 var norska strandgæslan að- gangshörð við íslensk fiskiskip sem voru að veiðum innan fiskverndar- svæðisins við Svalbarða, en þar töldu íslenskir útgerðarmenn að Norðmenn hefðu tekið sér stjórn sem byggðist á vafasömum þjóð- réttarlegum grunni. Strandgæslan varðist með því að klippa troll aftan úr íslenskum skip- um og skjóta aðvörunarskotum. Nærri lá að siglt yrði á Drangey SK og föstu skoti var skotið á henti- fánaskipið Hágang II síðar um sum- arið,“ segir Arnór. Í lok september færði strand- gæslan síðan tvö skip til hafnar og var útgerðum þeirra gert að greiða háar upphæðir í sekt, sem m.a. varð til þess að veiðarnar á Svalbarða- svæðinu féllu niður og þær ein- skorðuðust við Smuguna. Mikil umsvif íslenskra útgerða í Barentshafi Arnór segir að veiðarnar hafi ver- ið mjög umfangsmiklar á árunum 1993 og 1994 en tekið hafi að draga úr þeim eftir því sem árin liðu. „Ís- Deilan nærri lamaði samskiptin  Fjallað um harðvítuga Smugudeilu Íslendinga, Norðmanna og Rússa 1993-97 í nýrri bók  Deilt um málið innanlands og á alþjóðavettvangi  5,5% af útflutningstekjum Íslendinga úr Barentshafi 1994 Smugudeilan verður til umræðu í málstofu í Sjávarútvegshús- inu, Skúlagötu 4, næsta mánu- dag kl. 12-13.30, í tilefni af út- komu bókar Arnórs. Í upphafi málstofunnar flytur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stutt ávarp en hann var annar leiðbeinenda Arnórs í lokaverk- efni í sagnfræði við Háskóla Ís- lands 2015, en það fjallaði um Smugudeiluna. Arnór flytur síð- an erindi og kynnir bók sína. Hafréttarstofnun Íslands og Bókaútgáfan Sæmundur standa fyrir málstofunni og stjórnar Tómas H. Heiðar, forstöðumað- ur Hafréttarstofnunar, málstof- unni. Málstofa um Smugudeiluna NÝ BÓK KYNNT NOREGUR Barentshaf GRÆNLAND RÚSSLAND ÍSLAND Norður-Atlantshaf Smugan Síldar- smugan Fiskverndarsvæðið við Svalbarða Deilt um veiðar í Barentshafi Jan Mayen Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Arnór Snæbjörnsson Frá ráðstefnu SÞ um málefni úthafanna. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 TILVALIÐ FYRIR FAG- OG ÁHUGAFÓLK FYRIR HEIMAVINNSLUNA - MIKIÐ ÚRVAL KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ! Fáðu nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar Reykjavík: 414-0000 - Akureyri: 464-8600 HAKKAVÉLAR Hágæða hakkavélar úr ryðfríu stáli sem uppfylla gæðastaðla fyrir kjötvinnslur. HAMBORGARAPRESSA Hamborgarapressan er handvirk og pressar á auðveldan hátt þykka 13cm hamborgara með einu handtaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.