Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 52

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er óhætt að segja að þessi deila hafi rist alldjúpt og um tíma hafi hún nærri lamað samskipti Ís- lendinga og Norðmanna,“ segir Arnór Snæbjörnsson, sagnfræðing- ur, lögfræðingur og starfsmaður í sjávarútvegsráðuneytinu, um deilur Íslendinga og Norðmanna vegna fiskveiða í Barentshafi frá haustinu 1993 til 1999. Ekki aðeins vegna veiða Íslendinga á alþjóðlegu haf- svæði, sem fékk heitið Smugan, heldur einnig á fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða 1993-94. Í vikunni var greint frá kröfum norskra útvegsmanna í samtökun- um Fiskebåt um að samningnum frá 1999, sem leiddi til lausnar Smugudeilunnar, yrði sagt upp eða gerðar breytingar á honum. Sam- kvæmt honum fengu íslenskar út- gerðir heimildir til að veiða ákveðið magn af þorski hvar sem er í Bar- entshafi, bæði í norskri og rúss- neskri lögsögu, gegn gagnkvæmum heimildum til veiða á loðnu og fleiri tegundum í íslenskri lögsögu. Um þessar veiðar gilda síðan nánari skilgreining og reglur. Norskir útgerðarmenn andsnúnir frá upphafi „Samtök norskra útgerðarmanna hafa oft áður ályktað um nákvæm- lega þetta atriði. Þau voru þegar í upphafi andsnúin því að þessi samn- ingur yrði gerður og hafa því verið samkvæm sjálfum sér í langan tíma. Þegar samningurinn var í meðferð norska stórþingsins á sínum tíma börðust þau einnig gegn því að hann yrði staðfestur þar,“ segir Arnór, en nýlega kom út bók eftir hann um Smugudeiluna. Veiðarnar hófust í kjölfar þess að mikill aflasamdráttur varð á Ís- landsmiðum og menn tóku að horfa til nýrra tækifæra utan efnahags- lögsögunnar, en íslensk skip höfðu þá ekki stundað veiðar í Barentshafi áratugum saman. Á þessum tíma voru miklir erfiðleikar í sjávarút- vegi og margir óttuðust að hér gæti orðið algert hrun í þorskstofninum líkt og hafði orðið við Kanada rétt áður og við Færeyjar á svipuðum tíma. Spurður hver hafi verið sigur- vegari í deildunni segir Arnór: „Eigum við ekki að segja að allar þjóðirnar hafi unnið með því að ná fram friðsamlegri lausn í erfiðri deilu.“ Síldarsmugan er síðan ann- að alþjóðlegt hafsvæði milli Nor- egs, Íslands og Jan Mayen-lögsög- unnar, en það er ekki til umfjöllunar hér. Í kynningu á bókinni um Smugu- deiluna segir svo á baksíðu: „„Hannibalsson, hundskastu heim!“ Svo var ritað á borða sem strengd- ur var yfir aðalgötuna í Tromsö í tilefni af heimsókn íslenska utan- ríkisráðherrans haustið 1994. Sam- skipti frændþjóðanna voru afar stirð eftir að íslensk skip hófu þorskveiðar í Barentshafi og við Svalbarða sumarið 1993. Átökin á miðunum minntu á þorskastríðin nema hvað nú voru það Íslendingar sem voru eltir af varðskipum.“ Margvíslegar deilur innanlands og utan Arnór segir að bókinni sé skipt í nokkra meginþætti þar sem leitast er við að svara spurningum eins og hvernig deila ríkjanna þriggja stig- magnaðist og hví hún varð svo hörð sem raun bar vitni. Hver aðdrag- andinn var að því að veiðarnar hóf- ust og einnig hvaða þættir ollu eink- um stirðleika og erfiðleikum í samskiptum ríkjanna. Loks hvaða sjónarmið vógu þyngst í samninga- viðræðum ríkjanna og leiddu til þess að samningar tókust að lokum. „Veiðarnar í Barentshafi ollu margvíslegum deilum. Hérlendis var í upphafi ágreiningur í ríkis- stjórninni um hvort ætti að heimila íslenskum skipum veiðar í Smug- unni. Einnig var deilt um málið á Alþingi, á meðal fólks og svo á milli þjóða. Íslenskir útgerðarmenn túlkuðu stöðuna þannig að um væri að ræða alþjóðlegt hafsvæði sem þeir mættu veiða á, en á sama tíma stóðu yfir viðræður á vettvangi svokallaðrar úthafsveiðráðstefnu á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem vörðuðu veiði- stjórnun á alþjóðlegum hafsvæðum og þessi deila kom inn á það. Ágreiningur var meðal annars um hvort fullt samræmi væri í af- stöðu Íslands á úthafsveiðiráðstefn- unni og þess að hefja á sama tíma veiðar í Smugunni. Skotið á skip, klippt aftan úr og háar upphæðir í sektir Norðmenn efldu mjög eftirlit með fiskveiðum í Barentshafi og árið 1994 var norska strandgæslan að- gangshörð við íslensk fiskiskip sem voru að veiðum innan fiskverndar- svæðisins við Svalbarða, en þar töldu íslenskir útgerðarmenn að Norðmenn hefðu tekið sér stjórn sem byggðist á vafasömum þjóð- réttarlegum grunni. Strandgæslan varðist með því að klippa troll aftan úr íslenskum skip- um og skjóta aðvörunarskotum. Nærri lá að siglt yrði á Drangey SK og föstu skoti var skotið á henti- fánaskipið Hágang II síðar um sum- arið,“ segir Arnór. Í lok september færði strand- gæslan síðan tvö skip til hafnar og var útgerðum þeirra gert að greiða háar upphæðir í sekt, sem m.a. varð til þess að veiðarnar á Svalbarða- svæðinu féllu niður og þær ein- skorðuðust við Smuguna. Mikil umsvif íslenskra útgerða í Barentshafi Arnór segir að veiðarnar hafi ver- ið mjög umfangsmiklar á árunum 1993 og 1994 en tekið hafi að draga úr þeim eftir því sem árin liðu. „Ís- Deilan nærri lamaði samskiptin  Fjallað um harðvítuga Smugudeilu Íslendinga, Norðmanna og Rússa 1993-97 í nýrri bók  Deilt um málið innanlands og á alþjóðavettvangi  5,5% af útflutningstekjum Íslendinga úr Barentshafi 1994 Smugudeilan verður til umræðu í málstofu í Sjávarútvegshús- inu, Skúlagötu 4, næsta mánu- dag kl. 12-13.30, í tilefni af út- komu bókar Arnórs. Í upphafi málstofunnar flytur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stutt ávarp en hann var annar leiðbeinenda Arnórs í lokaverk- efni í sagnfræði við Háskóla Ís- lands 2015, en það fjallaði um Smugudeiluna. Arnór flytur síð- an erindi og kynnir bók sína. Hafréttarstofnun Íslands og Bókaútgáfan Sæmundur standa fyrir málstofunni og stjórnar Tómas H. Heiðar, forstöðumað- ur Hafréttarstofnunar, málstof- unni. Málstofa um Smugudeiluna NÝ BÓK KYNNT NOREGUR Barentshaf GRÆNLAND RÚSSLAND ÍSLAND Norður-Atlantshaf Smugan Síldar- smugan Fiskverndarsvæðið við Svalbarða Deilt um veiðar í Barentshafi Jan Mayen Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Arnór Snæbjörnsson Frá ráðstefnu SÞ um málefni úthafanna. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 TILVALIÐ FYRIR FAG- OG ÁHUGAFÓLK FYRIR HEIMAVINNSLUNA - MIKIÐ ÚRVAL KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ! Fáðu nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar Reykjavík: 414-0000 - Akureyri: 464-8600 HAKKAVÉLAR Hágæða hakkavélar úr ryðfríu stáli sem uppfylla gæðastaðla fyrir kjötvinnslur. HAMBORGARAPRESSA Hamborgarapressan er handvirk og pressar á auðveldan hátt þykka 13cm hamborgara með einu handtaki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.