Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Eikjuvogur 29 Opnunartími: 104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 HAUST 2017 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Reikna má með verulegu tekjutapi á næsta ári vegna minni aflaheimilda í makríl og norsk-íslenskri síld. Út- flutningsverðmæti afurða gætu dreg- ist saman um fimmtung í kjölfar ráð- gjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um heildarafla 2018. Lagt er til að verulega verði dregið úr veiðum á makríl og einnig er minnkun í síld, en lítilsháttar aukning í kolmunna. Ákvarðanir liggja ekki fyrir um hvað strandríkin taka sér mikla kvóta á næsta ári, en engir samningar eru um veiðar úr þessum stofnum. Miðað við óbreyttar markaðsað- stæður gæti útflutningsverðmæti af- urða þessara þriggja stofna lækkað samanlagt úr um 41 milljarði króna í ár niður í 32 milljarða króna á næsta ári, sem jafngildir níu milljarða lækk- un. Þar af yrði um 8 milljarða lækkun vegna makríls og 1,4 milljarða lækk- un vegna norsk-íslenskrar síldar. Í kolmunna má hins vegar reikna með um 370 milljóna króna tekjuaukn- ingu, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í síðustu viku lauk fundi ráðgjaf- arnefndar ICES þar sem m.a. var fjallað um ráðgjöf um heildarafla fyrrnefndra tegunda í Norðaustur- Atlantshafi fyrir árið 2018. Umfram ráðgjöf í mörg ár ICES leggur til, í samræmi við nýt- ingarstefnu sem mun leiða til há- marksafraksturs til lengri tíma litið, að makrílafli 2018 verði ekki meiri en 551 þúsund tonn. Ráðgjöf fyrir 2017 var rúm 857 þúsund tonn og gert er ráð fyrir að aflinn í ár verði tæplega 1,2 milljónir tonna. Er um að ræða ríflega 35% minnkun ráðlagðs heild- arafla. Í norsk-íslenskri síld ráðleggur ICES í samræmi við samþykkta afla- reglu strandríkja, að afli ársins 2018 verði ekki meiri en 546 þúsund tonn. Ráðgjöf fyrir árið 2017 var 646 þús- und tonn og er því um 15% minnkun ráðlagðs heildarafla að ræða. ICES gerir ráð fyrir því að aflinn í ár verði rúmlega 805 þúsund tonn. Í kolmunna leggur ICES til, í sam- ræmi við langtímanýtingarstefnu, að afli 2018 verði ekki meiri en 1,39 millj- ón tonn. Ráðgjöf fyrir 2017 var svipuð eða 1,34 milljónir tonna en gert er ráð fyrir að aflinn á árinu verði um 1,55 milljónir tonna. Eins og sést á þessari upptalningu var í öllum tegundunum fiskað langt umfram ráðgjöf í ár eins og gert hefur verið síðustu ár. Þannig voru þeir kvótar sem strandríkin tóku sér í makríl á bilinu 320-400 þúsund tonn umfram ráðgjöf ICES árin 2014- 2016. Í kolmunna voru kvótarnir sömu ár á bilinu frá rúmlega 200 þúsund tonn- um til 650 þúsund tonn umfram ráð- gjöf. Eigi að síður hækkaði ráðgjöfin um 560 þúsund tonn fyrir þetta ár og stendur síðan nánast í stað fyrir 2018. Í síld hefur þessi ár einnig verið veitt umfram ráðgjöf, en ekki eins mikið og í hinum tegundunum tveimur. Fyrir þetta ár hækkaði ráðgjöfin verulega, en lækkar aftur fyrir næsta ár. Makrílvertíð nánast lokið Á næstunni hefjast viðræður strandríkja um stjórnun veiða og mögulegt samkomulag. Fundirnir fara fram í London og verður byrjað á makríl og síðan tekið til við að ræða kolmunna og norsk-íslenska síld. Strandríkin sem um ræðir eru Ísland, Evrópusambandið, Noregur, Rúss- land, Færeyjar og Grænland. Makrílvertíð ársins er nánast lokið, en enn voru þó fjögur skip frá Eski- firði og Fáskrúðsfirði að veiðum í Síldarsmugunni í gær. Lítið hefur veiðst þar síðustu daga eftir líflega veiði lengst af í september. Alls var í gær búið að landa 157 þúsund tonnum af makríl, en úthlut- un ársins var í heildina 168 þúsund tonn og frá síðasta ári voru flutt rúm- lega átta þúsund tonn. Heimilt er að flytja 15% í uppsjávartegundum á milli ára. Uppsjávarskipin eru komin á fullt í veiðar á norsk-íslenskri síld og hefur aflast ágætlega austur af landinu. Milljarða tekjutap í kjölfar ráðgjafar  Ríflega 35% minnkun ráðlagðs heildarafla í makríl Morgunblaðið/Árni Sæberg Um borð í Vigra Gert klárt áður en trollið er látið fara á makrílmiðunum. Spánarsnigill fannst á Patreksfirði fyrir tíu dögum og mældist hann rúmlega 11 sentimetra langur. Þetta er annað staðfesta dæmið um snigil af þessari tegund á Vestfjörðum, en áður hafði spánarsnigill fundist í Hnífsdal. Komið var með snigilinn til greiningar á Náttúrustofu Vest- fjarða í Bolungarvík og lifir hann þar enn í fiskabúri í kaffistofu starfs- fólks. Grænmeti er einkum á mat- seðlinum. Fólk svipist um í görðum Á heimasíðu Náttúrustofunnar er fólk á Patreksfirði hvatt til að skoða umhverfi sitt og garða og sjá hvort þar finnist fleiri svona stórir sniglar og safna þeim ef þeir finnast, ásamt því að hafa samband við Náttúru- stofuna í Bolungarvík. Á pödduvef Náttúrufræðistofnunar kemur fram að fyrstu spánarsniglarnir hérlendis fundust í Reykjavík og Kópavogi 2003. Á vefnum segir segir meðal ann- ars: „Spánarsniglar verða með stærstu sniglum, allt að 15 cm lang- ir, og eru mikil átvögl sem éta um hálfa þyngd sína á dag. Á matseðl- inum er nánast allt lífrænt sem á vegi snigilsins verður. Skrautjurtir og matjurtir eru í hávegum hafð- ar … Miklu stærri en aðrir sniglar Spánarsnigill á að líkindum eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til lands- ins. Í Færeyjum er hann þegar orð- inn vandræðagripur. Það sem gerir hann að slíkum vágesti er frjósemi hans, stærð og græðgi … Fullvaxinn er hann tröllvaxinn, miklu stærri en aðrir sniglar af Ar- ion-ættkvíslinni. Reyndar hefur þró- unin orðið sú að spánarsniglar sem fundist hafa á seinni árum eru mun smávaxnari en þeir sem fundust fyrstu árin og er það aðlögun að stuttu sumri hér á norðurslóðum.“ aij@mbl.is Með spánarsnigil á kaffistofunni  Grænmeti á matseðlinum  Annað staðfesta dæmið á Vestfjörðum Ljósmynd/Erling Ólafsson Vandræðagripur Spánarsnigill er frjósamur, stór og gráðugur. Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins héldu í gær áleiðis til Nuuk, höfuð- borgar Grænlands, og fara á föstu- daginn til hamfarasvæðanna í Uum- mannaq-firði, 600 km fyrir norðan heimskautsbaug. Með í för verða listamenn frá Sirkus Íslands, Bjarni Árnason og Axel Diego, og myndlistarkonan Inga María Brynjarsdóttir sem mun halda teikninámskeið fyrir börnin í þorpinu. Fram kemur í tilkynningu frá Hróknum, að í dag verði sirkus- og skákhátíð í Nuuk Center en svo liggi leiðin til Uummannaq þar sem fjöl- breytt dagskrá verði fyrir heima- menn, sem Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, mun stjórna. Þegar flóðbylgja gekk á land í Uummannaq-firði í sumar efndu Hrókurinn, Hjálparstarf kirkjunnar og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, til landssöfnunar á Ís- landi þar sem söfnuðust yfir 40 millj- ónir króna. Jafnframt var ákveðið að skipuleggja sérstaka hátíð í Uum- mannaq. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Hróks- ins: www.hrokurinn.is. Á Grænlandi Ungir skákmenn á Grænlandi í skákskóla Hróksins. Heimsækja hamfara- svæðið á Grænlandi Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.