Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 10
SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ljóst er að talsverð hreyfing er á fylgi kjósenda við stjórnmálaflokka þessa dagana, eins og nýlegar skoð- anakannanir gefa til kynna. Þannig hefur VG verið að sækja aukið fylgi, sömuleiðis hefur Samfylkingin rétt úr kútnum, Sjálfstæðisflokkurinn rokkar á milli 22% og 25%, Píratar eru ýmist um eða undir 11%, Mið- flokkurinn sækir í sig veðrið í nýj- ustu könnun Fréttablaðsins með um 9%, en var langt frá því að ná inn manni á þing í könnun Félagsvís- indastofnunar fyrir Morgunblaðið fyrir helgi. Stóru tíðindin í könnununum virð- ast þó vera þau að tveir þriggja rík- isstjórnarflokka Bjarna Benedikts- sonar, þ.e. Viðreisn og Björt framtíð, eru ýmist á mörkum þess að þurrk- ast út af Alþingi eða þeir þurrkast út í kosningunum 28. október nk. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að ekki sé tímabært að lýsa yfir dauða Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Mæling innan skekkjumarka „Reyndar voru Björt framtíð og Viðreisn mjög nálægt því að vera inni, samkvæmt könnun Félags- vísindastofnunar á laugardag og segja má að sú mæling hafi verið innan skekkjumarka, þó báðir flokk- ar hafi mælst neðan við 5%,“ sagði Grétar Þór í samtali við Morgun- blaðið í gær. Aðspurður hvað hann telji að valdi hruni á fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sagði Grétar Þór: „Yfir- leitt er það þannig að litlir flokkar sem fara með stórum flokki í ríkis- stjórn, ekki síst Sjálfstæðis- flokknum, hafa ekki unnið mikið fylgi á því. Hjá Bjartri framtíð var það líka þannig að þátttaka flokksins í ríkisstjórn var miklu umdeildari heldur en innan Viðreisnar.“ Grétar telur alveg mögulegt að ákveðið fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé að fara aftur til baka yf- ir á Samfylkinguna. „Allt getur þetta breyst á næstu vikum, en meginlínurnar núna eru þessar: Það eru tveir turnar uppi, VG og Sjálfstæðisflokkur, og svo eru hinir, misstórir þó, í neðri deildinni. Ég ætla ekki að kveða upp dauða- dóm yfir Viðreisn og Bjartri framtíð að sinni. Flokkarnir gætu enn krafl- að sig yfir fimm prósentin,“ sagði Grétar Þór. Þurfum að spýta í lófana Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis og starfandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, var í gær spurð um skýringar á því að fylgi Við- reisnar hrynur samkvæmt könn- unum: „Ég ætla rétt að vona að þetta verði ekki niðurstaðan í kosn- ingunum. Þetta þýðir það að við þurfum að spýta í lófana. Við erum að berjast fyrir því að framsýn við- horf hljóti hljómgrunn og nái fót- festu. Það er ljóst samkvæmt því sem verið er að ræða núna að það verða ekki margir tilbúnir til þess að ráðast í kerfisbreytingar og aðra þýðingarmikla hluti. Ég óttast að það verði frekar reynt að setja pott- lok yfir ýmsa erfiða hluti í samfélag- inu. Fyrst og síðast skiptir okkur í Viðreisn máli að tala fyrir okkar stefnu og vera samkvæm sjálfum okkur,“ sagði Þorgerður Katrín. Oft séð lágar tölur Valgerður Björk Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, sem jafnframt skipar 3. sæti fram- boðslista flokksins í Suðurkjördæmi, sagðist ekki óttast niðurstöður skoð- anakannana í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Miðað við fyrri reynslu, þá höfum við í Bjartri framtíð ekki miklar áhyggjur af skoðanankönnunum. Við höfum setið á Alþingi síðan 2013 og höfum fengið alls konar niður- stöður úr skoðanakönnunum og oft séð lágar tölur, sem við værum vissulega til í að sjá hærri, en við lát- um þetta ekkert á okkur fá. Við vorum að mælast með 2-3% nokkrum vikum fyrir kosningarnar í fyrra, en fengum svo 7,2% í kosning- unum. Við spyrjum bara að leiks- lokum,“ sagði Valgerður Björk Páls- dóttir. Ekki tímabært að lýsa yfir dauða  Miðað við niðurstöður nýlegra skoðanakannana gætu Viðreisn og Björt framtíð horfið af Alþingi eftir alþingiskosningar  Óljóst hversu margir stjórnmálaflokkar verða á Alþingi eftir kosningar Morgunblaðið/Styrmir Kári Glaðir í bragði Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, Benedikt Jó- hannesson og Óttarr Proppé, voru glaðir í byrjun árs, við stjórnarmyndun. Kannanir » VG fengi 20 þingmenn, ef kosningaúrslit yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 15 þingmenn, Píratar fengju 8, Samfylkingin 7, Mið- flokkurinn 6, Flokkur fólksins 4 og Framsókn fengi 3 þing- menn. Aðrir fengju ekki mann. » Yrðu úrslit kosninga í sam- ræmi við niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar sem birtar voru í Morgunblaðinu á laugardag, fengi VG 22 þing- menn, Sjálfstæðisflokkurinn 17 þingmenn, Píratar fengju 8, Framsóknarflokkurinn, Sam- fylkingin og Flokkur fólksins fengju hver um sig 5 þing- menn, en aðrir flokkar fengju ekki mann kjörinn. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.volkswagen.is Passat GTE Variant togar í mann. Passat GTE Variant. Dráttarbeisli fylgir. Nú fylgja dráttarbeisli með öllum Volkswagen Passat GTE Variant. Hann er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þú kemst flestra þinna ferða á raforkunni einni saman, en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Láttu það eftir þér að krækja í nýjan Passat GTE Variant. Verð frá 4.930.000 kr. Við látum framtíðina rætast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.