Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Í fróðlegri grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Frétta- blaðinu 20. september, dregur hann upp skuggalegar stað- reyndir varðandi það, hverja kerfið telur breiðustu bökin, þegar kemur að skatt- greiðslum. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins stendur, að hver maður skuli geta lifað af launum sínum með sæmd. Þannig er það ekki í dag. Lægstu laun, sem hækkuðu í áföngum á þremur árum upp í 300 þúsund, hvernig sem á nú að skilja slíkt vinnulag, er ekki hægt að skatt- leggja, það liggur í augum uppi. Þeir sem fjalla um þessi mál, hljóta að geta sett sig í spor þeirra sem eiga að lifa af rúmum 200 þúsund krón- um, ef ekki, ættu þeir að ræða við þá sem það gera. Einhliða umræða er ekki til nokk- urs gagns. Þegar rætt er um hærri persónuafslátt, virðist aðalvandinn sá, að þeir sem hafa hærri laun en þau lægstu, njóta einnig góðs af. Ef skattleysismörk launa eru 300 þúsund, mætti leggja um 20% skatt á laun upp í 700 þúsund, 38% upp í 1.200 þúsund, 45% upp í 1.700 þús- und og 52% á umfram það. Þá er ekki greiddur skattur af þeim laun- um sem hægt er að skrimta af, fólkið með miðjulaunin, en barnafjölskyld- ur tilheyra gjarnan þeim hópi, greið- ir þá minna íþyngjandi skatt, en greiddir eru háir skattar af ofur- launum. Áður en fólk reytir hár sitt yfir því, að þeir með ofurlaunin greiði ekki nóg, þar sem þeir njóta einnig 300 þúsund króna skattleysismarka, skulu menn dunda sér við að reikna út skatt þess sem hefur til dæmis 2 milljónir í laun og skoða þá krónu- tölu. Hár skattur á efsta þrep, gæti kannski aðeins heft það ofurlauna- skrið sem enn veður uppi. Ég átta mig ekki á, af hverju tryggingar- félögin hafa ekki boðið ofurfor- stjórum áhættutrygg- ingar. Ofurlaun hljóta að fela í sér mikla áhættu fyrir viðkom- andi starfsmann. Ef forstjóri stórfyrir- tækis hefur tvenn árs- laun þess lægstlaun- aða, eða jafnvel meira, í mánaðarlaun, vekur það engar spurningar um hæfi viðkomandi fyrirtækis? Framundan eru kjaraviðræður. Flest fyrirtæki hafa ekki möguleika á miklum launahækkunum, sem færu beint út í verðlagið og hefðu þar með áhrif á blessaða verðbólguna. Ríkisvaldið verður að koma að þessum kjaraviðræðum með hækk- un skattleysismarka á laun. Það er næstum dapurt að lesa það að rík- issjóður yrði af 130 milljarða tekjum, með hækkun skattleysis- marka. Hvað verður um hærri ráð- stöfunartekjur. Setur fólk pening- ana sína undir koddann eða geymir þá í bankahólfi til mögru áranna. Nei, þessar viðbótarráðstöfunar- tekjur fara til kaupa á mat, þjónustu og kannski ferðalaga, þannig að óbeinu skattarnir, virðisaukaskatt- urinn og beinu skattarnir, í formi tekjuskatts starfsfólks fyrirtækj- anna, skila sér innan nokkurra vikna í ríkiskassann. Hærri ráðstöfunar- tekjur leiða líka til betri heilsu með betra mataræði, minna álags á heil- brigðiskerfið og betra mannlífs, þetta sýna merkilegar kannanir. Þar sem virðist viðkvæmt mál að ræða hærra fiskveiðigjald, jafnvel þótt aðeins væri horft til útgerðar- fyrirtækja sem skila milljörðum í hagnað og greiða eigendum sínum arð, sem venjulegt fólk kann ekki einu sinni að nefna, þá mætti kannski bjóða þeim að greiða nokkra milljarða inn í til dæmis heilbrigðis- kerfið. Og í leiðinni að greiða trygg- ingagjaldið að hluta, sem fráfarandi ríkisstjórn treysti sér ekki til að lækka nema í áföngum. Enn ein und- arlegheitin. Eitt ágætt og vel rekið útgerðarfyrirtæki, sem skilar eig- endum sínum dágóðum sjóði, hefur verið örlátt á styrki og gjafir, sem hafa komið sér vel í þeirra nærum- hverfi. Því ekki að fleiri komi að ákvörðunartöku þessa fyrirtækis um slíkar velgjörðir! Umhverfismálin hafa verið í ein- hverjum undarlegheitum. Eitt af því mikilvægasta sem hægt er að gera til að vega upp á móti losun koldíox- íðs, er skógrækt. Jú, um það eru höfð stór orð á stórum stundum, en þar við situr. Það á að styðja al- mennilega við skógrækt í landinu. Það á að hlusta á skógarbændur og greiða götu þeirra við uppbyggingu atvinnugreinarinnar skógrækt. Það á hvetja bændur, til dæmis þá sem vilja hætta í sauðfjárrækt, til að snúa sér að skógrækt, ganga í lið með Skógræktinni og hefja skóg- rækt á faglegan hátt. Það er margt hægt að gera til að bæta mannlíf í okkar litla samfélagi. Einfaldar aðgerðir, sem hafa góð áhrif og enn betri árangur á einfald- lega að framkvæma. Það er ekki einu sinni skondið, þegar þeir sem hafa völd og áhrif, fara að tala um að einföldustu aðgerðir séu svo flóknar og afdrifaríkar að ekki sé á þær lít- andi, sem sagt við hin höfum ekki vit á þessu. Svona tilsvör segja mér bara að sá ekki þorir sem ekki kann. Framundan eru kosningar. Ég vona að kjósendur átti sig á að ófarir okkar í stjórnmálum eru okkar að kenna. Við kjósum fólk á þing. Kannski mætti hvetja fólk til að skoða hvern frambjóðanda vel og vandlega og spyrja sig, mundi ég treysta þessari manneskju fyrir barninu mínu, heimilinu mínu, heil- brigði mínu. Ef já, þá endilega að merkja við frambjóðandann. Við berum öll ábyrgð á því hverjir setj- ast á næsta þing og að næsta ríkis- stjórn axli ábyrgð, verði vel mönnuð af samstiga og hæfu fólki. Nóg fyrir alla Eftir Maríu E. Ingvadóttur » Í stefnu Sjálfstæðis- flokksins stendur, að hver maður skuli geta lifað af launum sínum með sæmd. María E. Ingvadóttur Höfundur er fv. formaður Hvatar, fé- lags sjálfstæðiskvenna, fyrrv. vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skógarbóndi. Framleiðsla naut- gripakjöts á Íslandi hefur aðeins annað hluta innanlandseft- irspurnar undanfarin ár, það er óumdeild staðreynd. Um 20-30% innanlandsneyzlu hafa verið flutt inn. Minna hefur verið talað um þá staðreynd að inn- lend framleiðsla annar alls ekki eftirspurn eftir hágæða nautakjöti. Í athyglisverðri umfjöllun í Morg- unblaðinu 12. september síðastliðinn kemur fram að verið sé að taka upp nýtt, evrópskt kjötmatskerfi, kallað EUROP. Haft er eftir Einari Kára Magnússyni, kjötmatsformanni hjá Matvælastofnun, að íslenskir naut- gripir hafi ekki uppfyllt kröfur efstu flokkanna í kjötmatskerfinu. Til að byrja með verði því aðeins notaðir 11-13 flokkar af 15 í kjötmatskerfinu hér á landi. „Það er vegna þess að við höfum ekki gripi á pari við bestu holdanautgripi í Evrópu,“ segir Ein- ar Kári. Costco telur vanta upp á gæðin Í seinustu viku sagði Steve Papp- as, framkvæmdastjóri Costco í Evr- ópu, að íslenzkt nautakjöt uppfyllti ekki gæðakröfur verzlanakeðjunnar. „Við sjáum gæði í svínakjöti, kjúk- lingi og fiski en það sama gildir ekki í nautakjöti. Við erum að vinna með bændum til að bæta gæði þess og framleiðslu,“ sagði Pappas á fjár- málaþingi Íslandsbanka. Þetta kemur þeim ekki á óvart, sem hafa staðið í innflutningi nauta- kjöts á undanförnum árum. Eftir- spurn frá verzlunum og ört vaxandi veitingahúsamarkaði eftir miklum og jöfnum gæðum í nautakjöti fer hraðvaxandi. Gífurleg fjölgun ferða- manna ýtir undir eftirspurn eftir gæðanautasteikum, sem íslenzkir framleiðendur geta engan veginn annað. Oft er því eina leiðin til að svara þessari eftirspurn að flytja kjötið inn. Í áðurnefndri Morgun- blaðsgrein viðurkenndi Axel Kára- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda (LK), að vandamál við að ná stöðugleika í gerð íslenzka nautakjötsins yllu t.d. veitingahúsum vandræðum. Bændur átta sig – kerfið kveik- ir ekki Bændur eru augljóslega byrjaðir að átta sig á að þeir verða að bjóða betri vöru til að þjónusta æ kröfu- harðari markað. Í því skyni verða t.d. fluttir inn fósturvísar úr norsk- um Aberdeen Angus-gripum. Breyt- ingar á innanlandsframleiðslu munu hins vegar taka langan tíma. Þannig áformar LK að eftir tíu ár verði sala kjöts af holdagripum um 10-15% af innanlandssölu. Kerfið, sem byggt hefur verið upp í kringum innflutning búvara, tekur hins vegar ekkert mið af þessum raunveruleika. Í augum kerfisins – sem löngum hefur verið hannað til að verja innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni – er enginn munur á nauta- kjöti í lágum gæða- flokkum og úrvalskjöti. Gæðakjötið vantar, samt lækka tollarnir ekki Landbúnaðarráð- herra ber skylda til þess samkvæmt lögum að lækka tolla ef skort- ur er á vöru innanlands. Undanfarin ár hafa því verið opnaðir svokall- aðir skortkvótar fyrir nautakjöt þeg- ar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn, það eru tímabundnar heimildir til að flytja inn kjöt á lægri tollum en ella. Kvótarnir eru alls ekki tollfrjálsir; af kílói af nauta- lundum þarf t.d. að greiða tæplega 660 króna magntoll og þannig er inn- lend framleiðsla áfram varin fyrir verðsamkeppni. Þrátt fyrir viðvar- andi skort á kjöti í efstu gæðaflokk- um allan ársins hring hafa skort- kvótarnir eingöngu verið í gildi hluta úr ári, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Þetta þýðir að innflytjendur hafa stóran hluta úr ári ýmist þurft að flytja kjötið inn á fullum tollum – sem gerir vöruna ekki samkeppn- ishæfa í verði – eða reiða sig á toll- kvóta samkvæmt samningum við Al- þjóðaviðskiptastofnunina og Evrópusambandið. Þeim innflutn- ingsheimildum er úthlutað með upp- boði og útboðsgjaldið, sem innflutn- ingsfyrirtæki greiða fyrir þær, fer sífellt hækkandi. Seinni hluta þessa árs eru þannig greiddar að meðaltali 704 krónur á kíló fyrir „tollfrjálsan“ innflutningskvóta fyrir nautakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins. Hagsmunaaðilar ráða ákvörðunum stjórnvalda Eins og áður segir er kerfinu sama um gæði nautakjötsins sem er til í landinu. Fyrir stuttu fóru inn- flutningsfyrirtæki fram á að opn- aður yrði skortkvóti á nautalundum vegna vöntunar á gæðakjöti. Ráð- gjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem gerir tillögur til ráðherra um hvort opna eigi skortkvóta, sendi fyrirspurn á stærstu innlendu framleiðendur og dreifingaraðila (sem hafa ríka hags- muni af að erlend samkeppni sé sem minnst) og fékk þau svör að nóg væri til af nautakjöti. Nefndin synj- aði því beiðni innflytjendanna á fundi sínum 26. september. Þetta er augljóslega fráleitt fyrirkomulag, sem nauðsynlegt er að breyta. Þótt jafnvel nautgripabændur sjálfir viðurkenni að gæðakjötið sé ekki til eru skilaboð kerfisins skýr: Það er til íslenzkt nautakjöt. Það er nógu gott handa ykkur. Það er nógu gott handa ykkur Eftir Ólaf Stephensen Ólafur Stephensen » Þótt bændur sjálfir viðurkenni að gæða- kjötið sé ekki til eru skilaboð kerfisins skýr: Það er til íslenzkt nauta- kjöt. Það er nógu gott handa ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. olafur@atvinnurekendur.is Opnir tollkvótar á nautakjöti gefnir út vegna skorts á innanlandsmarkaði Ár Tegund Gildistími Mánuðir 2017 Hakkefni 29.6.-30.9. 3 2016 Hryggir, lundir, hryggvöðvar 18.4.-30.9. 5,5 2015 Hryggir, læri, lundir, hryggvöðvar, lærisvöðvar, hakkefni 17.2.-30.9 7 2014 Hryggir, læri, lundir, hryggvöðvar, lærisvöðvar, hakkefni 3.3.-30.9. 7 2013 Hryggir, læri, lundir, hryggvöðvar, lærisvöðvar, hakkefni 1.10.-31.12. 3 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.