Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2017, Page 16

Ægir - 01.12.2017, Page 16
16 ember fáum við að vita hver kvótinn á fiskveiðiárinu er og svo spilum við úr því eins og best er. Auðvitað kemur fyrir að okk- ur er sagt að gott væri að fá þessa tegund eða hina. Þá reyn- ir maður það en kvótaárið hjá okkur er annars svolítil rútína. Við erum með blandaðan kvóta og þá þarf að hugsa um það strax fyrsta september að ekki þýðir að fara að moka inn þorski, heldur leggja sig eftir tegundunum, sem erfiðast er að ná í. Svo þarf auðvitað að hugsa um að halda þessum mörkuðum sem við erum að þjóna, uppfylla sölusamninga við fasta kúnna.“ Þarf að hafa meira fyrir því að veiða þorsk Hrafn Sveinbjarnarson hét áður Snæfell og var fremur stuttur togari því upphaflega vantaði úreldingu fyrir skipið og það var stytt frá upphaflegri teikn- ingu. Fyrir þremur árum var skipið lengt í samræmi við það sem upphaflega var ætlað og breytingin er mikil. Til dæmis er lestarpláss nú tvöfalt meira, öll aðstaða í vinnslunni mun betri og afköstin hafa aukist veru- lega. „Við höfum næg verkefni. Á þessu kvótaári erum við með um 7.000 til 8.000 tonna veiði- heimildir af bolfiski og makríl.“ Sigurður segir erfiðara að ná þorski en áður. „Ég er ekki að segja að það sé minna af hon- um en maður þarf að hafa meira fyrir því að ná honum. En maður þarf líka að hafa í huga að síðustu 10 árin eða meira hefur verið mjög gott fiskirí. Það eru ekki alltaf jól og ekki rétt að miða alltaf við þau ár þegar allt var í toppi. Menn verða að gera sér grein fyrir að þetta gengur upp og niður.“ Erum fyrirmynd víðast hvar Samtalið beinist að fiskveiði- stjórninni og því hvort breyt- inga sé þörf. Sigurður segir að ekki megi breyta bara til að breyta. „Ef á að breyta kerfinu þá verðum við að vita fyrst hvað á að koma í staðinn. Um- heimurinn horfir til okkar, hvernig við erum að stjórna fiskveiðum okkar. Við erum fyr- irmynd víðast hvar. Það má kannski breyta einhverju, en breytingar verða að hafa hag- ræðingu í för með sér. Þegar menn eru að velta því fyrir sér hvernig staðan er í dag er hollt að hugsa til baka fyrir tíma kvótakerfisins, þegar sjávarút- vegurinn var nánast á hausnum og rekinn meira og minna af opinberu sjóðakerfi. Með kvóta- kerfinu hefur þessi mynd al- gjörlega snúist við og útvegur- inn skilar milljörðum til sam- félagsins.“ Af og til koma upp hug- myndir um uppboð aflaheim- ilda til að fá „sanngjarna“ greiðslu fyrir aðganginn að auðlindinni. Sigurður er ekki sammála þeim hugmyndum. „Ef þú ferð í eitthvað uppboðs- kerfi er stöðugleikanum og möguleikanum á því að skipu- leggja sig fram í tímann kippt úr sambandi. Menn eru alltaf að reyna að gera betur, fá meiri verðmæti úr því sem dregið er úr sjónum. Við erum alltaf að ná betri og betri árangi og nýta meira úr hverjum fiski. Við sjáum nærtækt dæmi um það hér í Grindavík með samstarfi milli fyrirtækjanna Þorbjarnar og Vísis í Haustaki þar sem unn- ir eru ekki bara hausar, heldur hryggir og margt fleira og fram- leitt gæðalýsi. Í þetta er búið að leggja gífurlega mikla peninga og unnið frábært starf.“ Þarf afnotarétt til lengri tíma Sigður bendir einnig á að búið er að stofna fyrirtæki um fram- leiðslu á kollageni, nýtingu á fiskroði og áfram megi telja. „Þar koma saman fyrirtækin Þorbjörn, Vísir, Samherji, HB Grandi og hugsanlega fleiri. Við höfum fiskflakið. Það er alltaf eins og við vitum hvernig best er að nýta það. Það er hitt, sem af fiskinum kemur, sem við þurfum að nýta betur. Það kost- ar mikla peninga í upphafi en skilar sér svo margfalt til baka. Þegar menn fara í svona stór verkefni, verða menn að hafa afnotarétt af auðlindinni til lengri tíma. Ef farið verður í uppboðskerfi verður óvissan um framtíðina allt of mikil. Þeg- ar fjárfesta þarf til framtíðar gengur slík óvissa ekki upp. Hún getur einnig leitt til þess að mjög mikilvæg viðskipta- sambönd glatist. Auðvitað verður útgerðin svo að greiða eðlilegt verð til þjóðarinnar fyrir afnotaréttinn. Um það þarf að ná samkomulagi.“ Sigurður segir að þróa verði sjávarútveginn áfram, bæði vinnslu og skip og til þess að menn geti farið í nauðsynlegar fjárfestingar verði að vera til þess rekstrargrundvöllur til langs tíma. Hann tekur dæmi af stöðunni í togaraflotanum, en mikil endurnýjun er að ganga yfir í ísfisktogurunum, en það þurfi líka endurnýjun í frystitog- urunum. „Þessi skip sem við er- um með eru bara alltof lítil. Við þurfum fleiri frystiskip eins og hið nýja Sólberg og HB Granda- skipið sem er í smíðum. Þau eiga að veiða allt að 12.000 tonn af bolfiski á ári. Þau eru með mjölvinnslu um borð sem skilar í raun einum aukatúr í verðmætum á árinu í mjöli og lýsi.“ Pólitískt bitbein Sjávarútvegurinn hefur í langan tíma verið pólitískt bitbein og umtal um hann neikvætt. Sig- urður segir að auðvitað sé erfitt að búa við slíkar aðstæður. Það þurfi meiri ró í kringum sjávar- útveginn og umræðan sé á hærra plani en oft sé. Neikvæð umræða hafi áhrif á alla. „Það er Hrafn Sveinbjarnarson GK í höfn í Grindavík. Fyrir þremur árum var skipið lengt og gerðar á því verulegar breytingar. Áður hét skipið Snæfell og var gert út frá Hrísey.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.