Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2017, Page 29

Ægir - 01.12.2017, Page 29
29 Nýja íslenska skrokklagið vekur athygli Viðey RE er 54,75 metra löng, 13,5 metra breið og ristir 4,7 metra. Skipið er búið aðal- og ljósavélum frá MAN og 1200 kw ásrafal. Í hönnunarferlinu var lagt upp með marga áherslu- þætti svo sem öryggi, vinnuað- stæður og aðbúnað áhafnar, aukin gæði fiskafla og minni orkunotkun. Í skipinu eru klefar fyrir 17 manna áhöfn en að jafnaði er gert ráð fyrir að um borð verði 15 menn. Aðalvél skipsins er með sérstökum mengunarvarnabúnaði af gerð- inni SCR Catalysator. Afl aðal- vélar er 1799 kW en skrúfa skipsins er 3800 mm í þvermál. Spilkerfi skipsins er frá íslenska fyrirtækinu Naust Marine og eru allar vindur rafknúnar. Lest- arrými í heild er um 815 rúm- metrar. Viðey RE er sjöundi ferskfisk- togarinn sem bætist í flota landsmanna í ár og vekja skipin mikla athygli fyrir hið nýja skrokklag sem á þeim er, þ.e. hið framstæða stefni, sem er nýjung í skipahönnun. Því er ætlað að skila betri sjóhæfni, meiri stöðugleika skips og þar með betri vinnuaðstæðum fyrir áhöfn og síðast en ekki síst sparast orka þegar skipið klýfur ölduna með betri hætti en áð- ur. Þrjú þessara skipa eru þegar komin í fulla útgerð, þ.e. Engey RE hjá HB Granda hf., Kaldbakur EA hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga og Björgúlfur EA hjá Sam- herja hf. Sú reynsla sem komin er á skipin þykir staðfesta að þessi nýja hönnun skilar veru- legum ávinningi á mörgum sviðum. Mikil sjálfvirkni Líkt og áður sagði er stærsta ný- breytnin í þessum nýju togur- um HB Granda hf. fólgin í út- færslu þeirra hvað varðar vinnsluþilfar og lest þar sem er sjálfvirkt kerfi fyrir röðun og færslu á kerastæðum. Lestin er því mannlaus, sem kallað er, og Viðey RE 50 á siglingu úti fyrir Istanbul í Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Mynd: Celiktrans Shipyard. Í vélarrúmi. Aðal- og ljósvélar eru frá MAN og er aðalvélin 1800 kW.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.