Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2017, Page 30

Ægir - 01.12.2017, Page 30
30 líka íslaus, þ.e. að ekki er þörf á ís í kerin til að halda fiskinum fullkældum. Lestarkerfið er frá Skaganum 3X á Akranesi, sem og allur vinnslubúnaður á milli- þilfari þ.e. slægingarlína, karfa- flokkari, flokkunarkerfi með tölvusjón, Rotex kæliker, færi- bönd og annar búnaður. Allur fiskur fer í ferlinu í gegnum tegunda- og stærðar- greiningu og síðan í blóðgunar- og kælingarferli þar sem aflinn er fullkældur í þrepum. Við enda vinnsluferilsins eru hleðslustöðvar þar sem 300 kg skammti af fullkældum fiski er raðað í kör sem síðan fara í lest- ina og er það í raun kælikerfið í lestinni sem viðheldur þeirri kælingu sem búið er að ná á fiskinn. Með öðrum orðum færir sjálfvirkt kerfi í lestinni tóm ker upp á vinnsluþilfar og á hverja hleðslustöð þar sem raðað er í þau og síðan fara þau með sama hætti vélrænt aftur niður í lest. Kerfið er þróað af Skaganum 3X í samstarfi við starfsmenn HB Granda en lestar- og vinnslukerfið er smíðað hjá Skaganum 3X. Kælismiðjan Frost ehf. hafði með höndum kælibúnaðinn sjálfan. Segja má að lestin í skipunum sé nokkurs konar lagerbúr þar sem fiskiker eru í fimm kera stæðum og eru þannig hífð í einni samstæðu upp á bryggju þegar landað er úr skipunum. Í lestina komast 635 kör, sem svarar til rösklega 190 tonna fiskafla. Margir lagt hönd á plóg Mörg önnur íslensk fyrirtæki komu að smíði skipanna og sölu búnaðar í þau. Umsjón með málningu skipsins hafði Sérefni ehf., aflanemakerfi er frá Marport og brú skipsins er að finna nýjustu og bestu tækni hvað varðar fiskileitar- og sigl- ingatækni. Á skjávegg geta skipstjórnendur unnið með for- ritsmyndir eftir þörfum en þessi búnaður kemur frá Brimrún ehf. Eitt af áhugaverðum kerfum í skipinu er orkunýtingarkerfi sem er búnaður sem metur með sjálfvirkum hætti upplýs- ingar um siglingarhraða, tog- spil og álag á skipinu og reiknar út aflstjórn vélbúnaðar út frá þeim forsendum þannig að hagstæðasta orkunýting fáist hverju sinni. Þannig stýrir kerfið sjálfvirkt snúningshraða á skrúfu, skurði skrúfublaða, snúningshraða á vél og fleiri þáttum. Strax á nýju ári verður hafist handa við niðursetningu bún- aðar á milliþilfar og í lest en það verk verður unnið á Akranesi. Undir mitt ár 2018 ætti skipið að vera komið í fullan rekstur og þar með leysa Ottó N. Þor- láksson af hólmi í skipastól HB Granda hf. Viðey í togprófunum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.