Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2017, Page 37

Ægir - 01.12.2017, Page 37
37 flugvélar. Veðurskipin sendu einnig veðurathuganir frá fragt- skipum áfram til lands og tóku þátt í leitar- og björgunarstarfi í samstarfi við önnur skip og flugvélar. Næst Íslandi voru á þeim árum þegar hafveður- þjónustan var hvað öflugust veðurskipin Alfa (62° N, 33° V), Bravó (56° N, 51° V), Indía (61° N, 19° V) og Mike (66° N, 2° E). Alfa var langmikilvægust þess- ara stöðva fyrir Ísland þar sem hún var staðsett í Irmingerhafi, þ.e. í miðri braut flestra þeirra lægða sem mikil áhrif hafa á veður hér á landi. Þá var Alfa einnig á mikilvægum stað með tilliti til mats á flæði Atlantssjáv- ar upp að Íslandi. Breyttir tímar Hlutverk veðurskipanna breytt- ist smám saman upp úr 1970. Nýjar þotur, sem flugu í meiri hæð og urðu þá minna háðar veðri en eldri gerðir flugvéla, fóru í auknum mæli að fljúga yf- ir norðurheimsskautið. Vegna mikils rekstrarkostnaðar og einnig tækniframfara fóru veð- urdufl að leysa veðurskipin af hólmi. Þá komu og til sögunnar gervihnettir sem gáfu upplýs- ingar um hita, skýjafar, vinda og fleira tengt veðurathugunum. Árið 1974 tilkynnti banda- ríska strandgæslan að hún myndi hætta rekstri þeirra fasta- stöðva sem hún bar ábyrgð á, en Bandaríkin höfðu frá upphafi rekið flest veðurskipanna. Árið 1975 var gerður á vegum Al- þjóðaveðurmálastofnunarinnar nýr samningur um starfsemi hafveðurstöðvanna. Þar var ákveðið að halda áfram á Norð- ur-Atlantshafi til ársins 1983 rekstri á fjórum stöðvum, þ. e. Mike sem áður er getið, Romeo (47°, 17° E), Charlie (53° N, 40° W) og Lima (57° N, 20° V). Norska Veðurstofan hélt hins vegar áfram starfrækslu veður- stöðvarinnar Mike í Noregshafi allt þar til í janúar 2010. Alfa í Irmingerhafi Eins og að ofan segir var Alfa á sínum tíma talin mikilvægasta hafmælistöðin hvað Ísland áhrærði. Auk hinna reglu- bundnu verðurathugana voru á tímabilinu sem stöðin var í rekstri framkvæmdar þar marg- víslegar mælingar og gagna- söfnun tengdar haf- og líffræði. Á árunum kringum 1960 þjón- uðu norsku veðurskipin Polarf- ront I og Polarfront II Alfastöð- inni og voru haffræðigögn frá þeim tíma m.a. notuð af norsk- um haffræðingum til þess að rannsaka samband vinda og flæðis Atlantssjávar upp að Ís- landi og norður með vestur- ströndinni. Þá höfum við einnig rekist á grein þar sem getið er um veiðar á karfa til fiskifræði- legra rannsókna en því miður hefur okkur ekki tekist að afla nánari upplýsinga um eðli þeirra. India í Íslandsdjúpi Auk hefðbundinna veðurmæl- inga voru á India gerðar marg- víslegar aðrar mælingar og rannsóknagögnum safnað. Frá 1962 mældu bresku veðurskip- in sem þjónustuðu India hita og seltu frá yfirborði og niður á um 3000 m dýpi. Þá gerðu þau mik- ilvægar mælingar í sambandi við ölduhreyfingar sjávar en veðurskipunum var haldið úti í hinum verstu veðrum ólíkt því sem var um önnur skip og báta sem oftast reyndu að forðast óveðrin. Þessi gögn nýttust síð- ar í sambandi við tilraunir og útreikninga á því hvernig hugs- anlega mætti virkja öldukraft- inn til raforkuframleiðslu. Farfuglar sem komu um borð í veðurskipin voru skráðir og gögnin nýtt til rannsókna m.a. á áhrifum veðurskilyrða á ferðir fuglanna yfir hafið og milli landa. Árið 1952 sigldi t.d. eitt skipanna með 20 merktar skrofur um 120 mílur á haf út. Þar var þeim sleppt og síðan fylgst með því hve langan tíma það tók fuglana að komast á varpstöðvar á lítilli eyju skammt undan Wales. Árið 1972 voru bresku veð- urskipin nýtt í sambandi við rannsóknir á víxlverkun lofts og sjávar. Um svipað leyti fór einn- ig fram á India umfangsmikil söfnun á dýrasvifi m.a. í tengsl- um við rannsóknir á lóðréttum dægur- og árstíðaferðum dýra- svifs og hlutverki þess í sam- bandi við orkuflæði og flutning kolefnis um vistkerfi sjávar. Mike í Noregshafi Strax á fyrstu árunum í starf- semi Mike mótuðu vísinda- menn frá háskólunum í Bergen og Osló og á hafrannsókna- stofnuninni í Bergen rann- sóknaætlun í tengslum við rekstur stöðvarinnar. Stöðin var staðsett á mjög mikilvægum stað í haffræðilegu tilliti og bauð því m.a. upp á tækifæri til rannsókna á flæði Atlantssjávar norður með Noregi og eins rannsóknum á djúpsjó Noregs- hafs. Þar var því stefnt að mæl- ingum á hita, seltu og súrefni sem fóru af stað 1948 og var þeim framhaldið óslitið fimm sinnum í viku niður á 2000 m dýpi þar til rekstri stöðvarinnar var hætt árið 2010. Tímaserían frá Mike er lengsta mæliröð sinnar tegundar í heiminum (3. mynd) og hefur hún m.a. veitt mikilvægar upplýsingar um langtímabreytingar á ástandi sjávar í Norðurhöfum og um breytingar í straumakerfi Norð- ur-Atlantshafs. Á árunum upp úr 1950 var frá Mike sleppt í sjó- inn straumrekum (rekflöskum) til mælinga á styrk og stefnu hafstrauma. Þá voru einnig um svipað leyti gerðar rannsóknir á ljóseiginleikum sjávar og eins mælingar á geislavirkum efnum í sjónum. Svifsýnum var frá upphafi safnað vikulega, dýrasvifi frá 250 m dýpi að yfirborði og þör- ungasvifi frá 100 m að yfirborði. Þessi söfnun breyttist aðeins í gegnum árin en henni var fram- haldið fram undir 1995. Gögnin sem þarna var safnað hafa m.a. verið notuð til þess að auka skilning á samspili vorkomu gróðurs og hrygningar rauðátu í Noregshafi. Á árunum 1949- 1974 var einnig safnað dýrasvifi með svokölluðum átuvísi á sigl- ingum veðurskipanna milli fastastöðvar og heimahafnar. Undir það síðasta höfðu gervitungl, baujur og skip af ýmsum toga að hluta tekið við hlutverki Mike í tengslum við veðurspár og því sögðust norsk stjórnvöld ekki geta réttlætt rekstrarkostnað stöðvarinnar. Vísindamenn mæltu gegn því að rekstrinum yrði hætt og töldu að það myndi skaða mik- ilvægar athuganir á sviðum veðurfarsrannsókna og hafvís- inda þar sem að ekki yrði unnt að afla jafn ábyggilegra gagna frá duflum og gervitunglum. En allt kom fyrir ekki og síðasta veðurskipið kom til hafnar í janúar 2010. Þar með lauk merkum kafla í sögu flugs, sigl- inga og veðurfarsathugana á Norður-Atlantshafi. Síðasta veð- 2. Veðurloftbelg sleppt frá veðurskipi. Úr grein Dinsmore 1996. 3. mynd. Hitastig á 2000 m dýpi á veðurstöðinni Mike í Noregshafi. Greinilega má sjá hlýnun sem hófst upp úr 1985. Úr grein Sætre 2004.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.