Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Page 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Ó
perutónlist Verdis
ómar um Lunda-
kaffihúsið í Parma á
Ítalíu þegar blaða-
maður gengur þar
inn. Það er notalegt um að litast,
kertaljós og kósíheit og á píanóinu er
uppstoppaður lundi í glerkassa. Glæsi-
leg kona er á þönum við barinn; hún er
hávaxin, grönn, með hnút í ljósa
hárinu, í svartri dragt og með rauðan
varalit. Óperusöngkonan og veitinga-
húsaeigandinn Halla Margrét Árna-
dóttir rýkur á blaðamann og heilsar
með virktum. Hún er íslensk í húð og
hár en hefur smitast af ítölsku fasi; tal-
ar mikið og brosir mikið. Hún gefur
sér tíma frá amstri dagsins og sest
niður yfir kaffibolla og eftir að lækkað
hefur verið í Verdi hefjum við spjallið.
Heimsfræg á einni nóttu
Halla Margrét hefur búið á Ítalíu síð-
asta aldarfjórðung en þangað fór hún
ung til náms í óperusöng eftir söng-
nám hér heima og mikið Eurovision-
ævintýri. Ófáir Íslendingar muna eft-
ir henni þegar hún söng lagið Hægt
og hljótt svo eftirminnilega.
Hún segir að þessi mikli söng-
áhugi hafi alltaf verið til staðar, frá
blautu barnsbeini.
„Afi var organisti þannig að ég
ólst upp við pedalana á orgelinu
hans heima og söng Hærra minn
guð til þín þegar ég var þriggja ára,
alla sálmana. Ég saug alla tónlist í
mig. Eins þegar ég var í sveitinni, þá
var sungið í fjósinu. Og þegar ég var
að æfa fimleika var alltaf sungið í
sturtunum. Við bjuggum til kór og
sungum hástöfum. En ég áttaði mig
þá ekki á því að ég yrði söngkona,
það kom seinna,“ segir Halla Mar-
grét um upphafið að söngferlinum.
„Svo verð ég þess happs aðnjót-
andi að verða heimsfræg á Íslandi á
einni nóttu,“ segir hún og á við
Eurovision-ævintýrið. Halla Mar-
grét fór árið 1987 fyrir hönd Íslands
til Belgíu. Þar lentum við í því kunn-
uglega sextánda sæti en Johnny
Logan stóð uppi sem sigurvegari
með lagið Hold me now. Gente di
Mare, ítalska lagið sem lifað hefur
góðu lífi, lenti í þriðja sæti það árið.
„Þegar ég verð fræg þá standa
mér allar dyr opnar í dæg-
urlagaheiminum. Ég var náttúrlega
gullkista fyrir útgefendur og það
bjuggust allir við að ég myndi halda
áfram á þessari braut. Ég fór í raun
á móti mörgum og bauð þeim birg-
inn og sagði nei,“ segir hún.
„Það er erfitt að vera frægur á Ís-
landi og ég var ekki tilbúin; ég var
óþroskuð og gat ekki höndlað frægð-
ina. Þetta var mikil reynsla fyrir mig
en ég ætlaði mér aldrei að verða
poppsöngkona. Einhvern veginn hef
ég alltaf valið erfiðu leiðina frekar en
þá auðveldu,“ segir Halla Margrét
sem segist hafa ákveðið að kúpla sig
út og einbeita sér að óperusöngnámi,
fyrst hérlendis og síðar á Ítalíu.
„Eflaust hafa einhverjir í faginu
upplifað það sem hroka, að segja
skilið við frægðina á Íslandi. Þannig
að ég skildi við þennan heim kannski
dálítið á flótta. Og ég sé það í dag,
svona eftir á.“
Fussað og sveiað
Ung og óþroskuð valdi Halla Mar-
grét þá að hefja nám í óperusöng.
„Þegar maður er söngnemi, er það
svolítið eins og nemi sem er að læra
á fiðlu, það er eiginlega ekki hægt að
hlusta. Á meðan þú ert að vinna
röddina þína er óþægilegt að hlusta
á hana. Íslendingar voru vanir þess-
ari fallegu Hægt og hljótt-rödd sem
mér þykir mjög vænt um. En til þess
að syngja óperusöng þurfti ég að
þróa röddina á annan hátt. Þá kem-
ur mjög hrátt tímabil. Ég gleymi því
aldrei að það kom hingað aust-
urrískur óperusöngvari og hélt
söngnámskeið sem ég fór á ásamt
mörgum öðrum. Síðan voru loka-
tónleikar og auglýsing var sett í
sjónvarp og útvarp: komið og hlustið
á Höllu Margréti syngja óperusöng.
Það var allt troðfullt! Þetta var nátt-
úrlega auðmýking fyrir mig því ég
var ömurleg á þessum tíma sem óp-
erusöngkona. Og þetta skemmdi
fyrir mér. Bæði fyrrverandi og verð-
andi kollegar fussuðu og fannst ég
ömurleg og trúðu ekki á mig. Þetta
var bara byrjunin, ég fékk vonda
dóma víða. Þannig að það var mjög
erfitt fyrir mig að sanna fyrir óp-
eruheiminum að ég hefði eitthvað í
þetta,“ segir Halla Margrét og seg-
ist sjálf alltaf haft trú á sjálfri sér.
„Ég er alin upp við íþróttir þar
sem maður er alltaf í kappi við sjálf-
an sig að gera betur, og þetta heim-
færi ég yfir á óperuna. Á hverjum
degi verð ég að þjálfa mig, æfa mig;
ég verð að að vera betri en í gær. Ég
þarf að standa mig á sviðinu og ekki
klikka. Þetta er það sama eins og að
vera í fimleikum eða fótbolta. Maður
fer tvö skref áfram og eitt tilbaka.“
Barðist á hverjum degi
Eftir „heimsfrægðina“ á Íslandi hélt
hún til frekara náms til Ítalíu með
reynsluna og lítið barn í farteskinu.
„Ég kom hingað út og reyndi að
gleymast. Þá kemur í ljós að ég er
enginn mezzósópran, þó svo að ég
geti sungið það í dag. Ég hef mjög
breitt raddsvið, næ langt niður og fer
hátt upp. Það var mjög erfitt þegar
söngkennarinn stakk upp á að skipta
yfir í sópran og það fóru mörg ár í
það. Ég er dramatískur sópran, er
með stærri, dýpri og dramatískari
rödd,“ útskýrir Halla Margrét.
Halla Margrét segist aldrei hafa verið
betri söngkona en nú. Hún myndi
gjarnan vilja syngja meira á Íslandi því
hún segir hamingjuna vera tífalda þeg-
ar sungið er fyrir landa sína.
Morgunblaðið/Ásdís
Ég var þessi hættulega
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona og veitingahúsaeigandi í Parma á Ítalíu, talar um sönginn, ástina sem hún fann á
rauðu ljósi og lífið á Ítalíu. Hún hefur fært margar fórnir til að koma sér áfram og hefur getið sér gott orð sem óperusöngkona
á Ítalíu. Hún hefur þurft að bjóða háttsettum mönnum í spilltum óperuheimi birginn þegar verðið fyrir gott hlutverk var
kynlíf. Hún ber höfuðið hátt og segist syngja til að gefa af sér, ekki fyrir frægðina.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’ Á tímabili stóð mér til boða stórt hlutverk en þeg-ar ég gerði mér grein fyrir því hvað ég þurfti aðborga fyrir það hlutverk þá svaraði ég: ég fór ekki sexþúsund kílómetra til þess að vera mella. Ég fór sex
þúsund kílómetra og færði margar fórnir til þess að
syngja. Þetta svar mitt varð mjög örlagaríkt.