Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 20
Hlýlegt horn í stofunni. Púðinn Notknot frá hönnunarhúsinu Umemi kemur vel út í fallegum hægindastól.
Kamilla Ingibergsdóttir, jóga- og hugleiðslukennari, flytur innhreint kakó frá Gvatemala sem hún notar mikið í starfi sínuog sér til heilsubótar og hefur verið að halda svokallaða kakó-
hugleiðslu um nokkurt skeið.
Kamilla býr í fallega innréttaðri íbúð í Vesturbænum sem býr yfir
miklum sjarma. Hún segir stílinn á heimilinu bæði litríkan og kósí.
„Mér finnst gaman að hafa liti í kringum mig og laðast að litríkum
húsbúnaði, myndum, púðum og alls konar sem myndi kannski flokk-
ast sem skrítið glingur, eins og dvergastyttum, glimmerlömpum,
skeljum og kristöllum,“ útskýrir Kamilla og bætir við að
vellíðan, litadýrð og notagildi skipti mestu máli þegar kemur að því
að innrétta heimilið.
Kamilla verslar víða inn á heimilið; í antíkbúðum, Góða hirðinum,
Litríkt og kósí
Kamilla Ingibergsdóttir, jóga- og hugleiðslukennari, hefur komið sér vel fyrir í bjartri íbúð í
Vesturbænum í Reykjavík. Stíllinn einkennist af litríkum húsbúnaði og skemmtilegum smá-
hlutum sem Kamilla hefur safnað á ferðalögum víðsvegar um heiminn.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Kamilla Ingibergsdóttir
IKEA, netbúðum og verslunum sem selja hönnunarvörur. „Mér finnst
meira að segja gaman að kaupa inn á heimilið í túristabúðum en ég
ferðast mikið og finnst gaman að sjá hvernig útlit hlutar getur breyst í
mismunandi umhverfi og uppstillingu. Það er gott að æfa sig í að sjá
möguleikana í öllu.“
Þá sækir hún jafnframt innblástur alls staðar að. „Hvert sem ég fer; í
náttúrunni, á fallegum heimilum og stöðum sem ég heimsæki og sé
myndir af í bókum, tímaritum og á Instagram.“
Aðspurð hver sé eftirlætisstaður Kamillu á heimilinu svarar hún: „Ég
held að upphaldsstaðurinn haldist í hendur við þægilegasta staðinn á
heimilinu en það er tungan í tungusófanum. Það er mjög þægilegt að
sitja þar umkringd púðum að lesa, hugleiða eða horfa á eitthvað sniðugt
á Netflix.“
Morgunblaðið/Hari
Smekklegir
smáhlutir eiga sinn
stað í baðherberg-
isglugganum.
HÖNNUN
Fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Sunnudaginn 12. nóvember verður fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg frá
klukkan 14 til 16 í tengslum við sýningarnar Japönsk nútímahönnun
100 og Með augum Minksins – Hönnun, ferli, framleiðsla. Á dag-
skránni eru meðal annars áhugaverðir fyrirlestrar og Fjölskyldusmiðja.