Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Qupperneq 43
Tvær utangarðskonur
Þó að Galdra-Dísa sé sjálfstætt framhald
fyrri bókarinnar lofar Gunnar Theodór að
lesendur hennar muni hitta aftur nokkrar
af þeim persónum sem þeir kynntust í
Drauga-Dísu.
„Björn kemur líka fyrir í þessari bók þótt
þau Dísa séu ekki lengur kærustupar, en
þau eru ennþá bestu vinir,“ segir höfund-
urinn og bendir á að þannig sé lífið oft, að
hlutirnir gangi ekki alltaf upp eins og í æv-
intýrunum.
- Hvernig beitir Dísa kröftum sínum í
þessari bók?
„Ég reyndi að ímynda mér hvernig klár
menntaskólastelpa sem býr yfir galdrahæfi-
leikum myndi vilja nýta þá og auðvitað
kviknar hjá henni ákveðin réttlætiskennd.
Dísa kynnist flóttastúlku frá ímynduðu
landi og þær finna sig strax saman af því að
þær eru báðar hálfgerðar utangarðskonur.
Þær ferðast til landsins hennar, Gambe-
líu, og samhliða því vekur Dísa upp ævaforn
öfl sem flækja málin enn meir. Þannig er
sagan tilraun til að tvinna saman fantasíuna
og raunveruna og fjalla um erfið efni á
ævintýralegan hátt.“
Meira myrkur
Þar sem tengingin við útlönd er sterkari í
þessari bók er aðeins minna unnið með ís-
lenskar þjóðsögur, þrátt fyrir að Dísa beiti
auðvitað rammíslenskum göldrum.
„Það er þó nokkuð meira um myrkrið í
þessari bók, en unglingar eru gjarnan
hrifnir af hryllingnum,“ segir Gunnar
Theodór, sem telur þetta mestu unglinga-
bókina sína hingað til, þótt hann sé fljótur
að bæta við að hún sé vissulega fyrir fant-
asíuunnendur á öllum aldri, svo fremi sem
þeir séu dálítið hugrakkir.
-Mér finnst Dísa algjör töffari og flott
fyrirmynd fyrir unglinga.
„Já, hún er breyskur töffari. Mér fannst
einmitt mjög gaman að fyrri bókin fékk
góða umfjöllun varðandi persónusköpun
Dísu. Það er eitthvað sem ég hafði verið
gagnrýndur fyrir í fyrstu skrifum mínum
og tók sérstaklega til mín, svo það gleður
mig að hafa náð að bæta úr því. Þá er að
bíða og vona að lesendur nái jafngóðri
tengingu við hana í þetta skiptið. Ég hafði
ekki ætlað mér að skrifa framhald þegar
ég lauk við Drauga-Dísu, en var sjálfur
orðinn svo tengdur henni að ég var ekki
reiðubúinn að kveðja Dísu alveg strax. Hún
er bæði flókin og áhugaverð persóna að
vinna með, enda búin að lenda í mörgu erf-
iðu og lifa vægast sagt tímana tvenna,“
segir Gunnar Theodór sem segist búa yfir
hugmynd að alla vega einni bók í viðbót
um Dísu, en hann mælir með að þangað til
hún sé tilbúin tökum við okkur Galdra-
Dísu í hönd.
Fantasían og raunveran
tvinnaðar saman
Dísa vekur upp ævaforn öfl í nýjustu bókinni um þessa rammgöldróttu unglingsstúlku.
Þetta er myrk bók og aðeins fyrir hugrakka lesendur.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Út er komin bókin Galdra-Dísa eftirGunnar Theodór Eggertsson.Þetta er önnur bókin um unglings-
stúlkuna Dísu, en hún er sjálfstætt fram-
hald bókarinnar Drauga-Dísa sem kom út
2015 og var tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
Þetta er fjórða bók höfundar en hann
fékk Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir
fyrstu bók sína, Steindýrin, og fylgdi
henni eftir með bókinni Steinskrípin.
Hryllingur fyrir
börn og unglinga
„Foreldrar mínir voru bæði rithöfundar og
mig langaði alltaf til að verða líka rithöf-
undur,“ segir Gunnar Theodór sem er son-
ur Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur og
Eggerts Þórs Bernharðssonar heitins.
„Þegar ég var unglingur hafði ég mestan
áhuga á hryllingsmyndum og langaði að
skrifa hryllingsbækur fyrir fullorðna, en
endaði á að skrifa hrylling fyrir börn og
unglinga. Þannig fór ég heldur ekki í sam-
keppni við neinn í fjölskyldunni,“ segir
hann og hlær.
Gunnar Theodór kláraði fyrstu bókina
sína þegar hann starfaði á frístunda-
heimili, þar sem hann var með söguklúbb
fyrir krakka, og vinnur mikið með íslenska
þjóðsagnaarfinn og erlendar hrollvekjur
og furðusögur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dagur Hjartarson hefur gefið
út ljóðabók sem kallast á við
fyrstu ljóðabókina hans.
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Gestir utan úr geimnum bbbbm
Eftir Ævar Þór Benediktsson. Teikningar:
Rán Flygenring. Mál og menning 2017.
Eins og fyrri bækur í sama
bókaflokki um bernskubrek
Ævars vísindamanns er um
sprellfjöruga og æsispenn-
andi sögu að ræða. […] Ég
naut þess virkilega að lesa
fyrri bækurnar tvær, og gaf
þeim fjórar stjörnur í umfjöll-
un hér í blaðinu, en það verð-
ur að segjast að mér finnst
Gestir utan úr geimnum enn betri. […] Ævar
Þór Benediktsson hefur enn og aftur skrifað
frábæra bók og hún er ekki bara fyrir börn því
fullorðnir munu líka hafa gaman af lestrinum,
sérstaklega ef hann fer fram með barninu.
Ingveldur Geirsdóttir
Birtan yfir ánni bbbbn
Ljóð eftir ýmsa höfunda. Gyrðir Elíasson
þýddi. Dimma, 2017. Innbundin, 382 bls.
Gyrðir hefur áður gefið út
þýðingar, bæði ljóð og sögur,
og hefur hlotið margvíslega
viðurkenningu fyrir þessi rit-
störf. Og nú bætir hann enn í
púkkið. Birtan yfir ánni er
stórt safn ljóða eftir 53 skáld
frá 24 löndum. […] Gyrðir
hefur traustatök á máli og
orðaval hans er í senn fjöl-
breytt og aðgengilegt […] Birtan yfir ánni hef-
ur verið mér til hugarhægðar í allt sumar,
einkar þekkileg bók með fjölbreyttum kveð-
skap sem í senn veitir ánægju og vekur til um-
hugsunar. Bókin er snoturlega úr garði gerð af
hálfu forlagsins.
Sölvi Sveinsson
Fyrstu forsetarnir
Eftir Guðna Th. Jóhannesson. Sögufélag,
2016.
Bókin er lipurlega skrifuð
en hún er fyrst og fremst end-
ursögn á meginlínum í starfi
fyrstu fjögurra forseta lýð-
veldisins. Hún getur varla tal-
izt meiri háttar sagnfræðilegt
verk enda umfjöllun um for-
seta örríkis á eyju í Norður-
Atlantshafi tæpast efniviður í
slíkt verk.
Höfundur hefur augljóslega kynnt sér
margvíslegar heimildir, sem snerta forseta
okkar, og dregur ályktanir af þeim. Ef eitt-
hvað má um þær ályktanir segja er það
kannski fyrst og fremst að Guðni gerir meira
úr aðild forseta að myndun ríkisstjórna en efni
standa til.
Engu að síður er bók Guðna gagnlegt upp-
lýsingarit um megindrættina í þessari sögu í
100 ár en frásögnin hefst hinn 1. desember
1918 og sem slík á hún ekki sízt erindi við nýj-
ar kynslóðir.
Styrmir Gunnarsson
Hrafnamyrkur bbbmn
Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir
þýddi. Ugla 2017. Kilja. 334 bls.
Þetta er ein af þessum
þægilegu glæpasögum, þar
sem nokkurs konar kyrrð rík-
ir þrátt fyrir glæpi. Teng-
ingar fólksins gera það að
verkum að ótti sem slíkur
grípur ekki um sig, lífið geng-
ur áfram sinn vanagang að
mestu en engu að síður eru
eyjarskeggjar á varðbergi.
[…] Sagan rennur ágætlega og persónu-
sköpun höfundar er ágæt. Ann Cleeves lýsir
eyjarskeggjum eins og þeir eru, en víndrykkja
16 ára stúlkna í boði fullorðinna passar ekki
inn í aðrar lýsingar. Þetta er ekki bara glæpa-
saga heldur saga fámennis með kostum þess
og ekki síður göllum.
Steinþór Guðbjartsson
Úr umsögnum