Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 48

Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Skúli Halldórsson sh@mbl.is Mikil aukning fiskveiða við strend- ur Íslands í upphafi 20. aldar hafði mikil áhrif á vistkerfi sjávar og fæðu þorsks, sem hafði þar áður staðið af sér miklar loftslagsbreyt- ingar í hundruð ára. Þetta eru niðurstöður líf- fræðilegra rannsókna við forn- leifauppgröft í gömlum verstöðvum á Vestfjörðum, sem Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur og for- stöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Vestfjörðum, hefur unnið að síðustu ár. Fjallar hún um niðurstöðurnar í Háskólasetri Vest- fjarða í dag klukkan tólf. Mikið magn fiskbeina Við uppgröftinn hefur fundist mikið magn fiskbeina, aðallega af þorski, og segir Guðbjörg að líf- fræðilegar rannsóknir á þessum efnivið gefi ómetanleg tækifæri til að skilja breytingar á vistkerfi sjáv- ar og fiskistofnum. Kortleggja megi náttúrulegt, eða ósnert, vistkerfi sjávar og út frá því geta metið bet- ur umhverfisáhrif í nútíma, til dæmis vegna veiða og loftslags- breytinga. Guðbjörg segir að í rannsókninni séu meðal annars athugaðar stöð- ugar efnasamsætur í beinunum, það er kolefni og nitur, til að bera sam- an fæðuvist fiska yfir ólík tímabil. Nitur sýnir stöðu dýrsins Með athugun á nitri segir Guð- björg að hægt sé að meta stöðu við- komandi dýrs í fæðukeðjunni. Magn kolefnis gefi þá til kynna hvar fisk- urinn hafi aflað fæðu sinnar, til dæmis úti á rúmsjó eða nær landi. „Meginhugmyndin með athug- unum á þessum efnasamsætum er að athuga hvort breytingar verði á þeim í tengslum við breytingar á hitastigi sjávar, sem byrja að verða á 15. og 16. öld. Hins vegar höfum við áhuga á að sjá hvort veiðar hafi áhrif á fæðukeðjuna, en það er vitað að við upphaf veiða eru það yfirleitt stærstu einstaklingarnir sem eru fjarlægðir úr vistkerfinu,“ segir Guðbjörg og tekur dæmi: „Hjá okkur á Íslandi hófust um- fangsmiklar fiskveiðar á 19. öld, sem getur haft þau áhrif að fæðu- keðjan styttist. Stærsti fiskurinn er alltaf tekinn út og því verður minni munur á fæðuvist ólíkra fiskiteg- unda.“ Guðbjörg tekur fram að um frumniðurstöður rannsóknarinnar sé að ræða, enda sé skammt síðan hún hafi fengið gögnin í hendurnar. Mikil röskun eftir árið 1500 „Þær staðfesta þó það sem við spáðum fyrir um, það er að við upp- haf „litlu ísaldar“, eða eftir árið 1500, þá sjáum við mikla röskun í kolefnasamsætunum. Og það gefur eitt af þrennu til kynna,“ segir Guð- björg og heldur áfram: „Annaðhvort eru þetta breyt- ingar á frumframleiðslu í sjónum, á fæðuvist fiskanna, eða breytingar á vaxtarhraða þeirra. Allt er þetta eitthvað sem maður býst við þegar sjórinn kólnar, og við sjáum þetta á öllum tegundum sem við erum að skoða.“ Bætir hún við að sér hafi fundist áhugavert að á þessum tíma kóln- unar virðist sem lúða, karfi og steinbítur hafi farið að éta neðar í fæðukeðjunni. Héldu stöðu sinni í fjölda ára „Þorskurinn hins vegar, og ýsan, halda sinni stöðu í fæðukeðjunni í gegnum hundruð ára, þangað til í kringum 1900. Þá sjáum við mjög skarpa breytingu í fæðuvist þorsks, bæði eru vísbendingar um að þeir séu að éta neðar í fæðukeðjunni og eins virðist sem meiri breidd sé í fæðuvistinni, það er þeir borða fjöl- breyttari fæðu eða þurfa að sækja hana í fleiri svæði með ólík hita- stig.“ Hún segir að ekki sé auðvelt að benda á neinn orsakavald í þessu samhengi, annan en fiskveiðar. „Við erum í raun og veru að sjá, við upphaf 20. aldarinnar, breytingu á fæðuvist þessara fimm fiskteg- unda, sem eru í samræmi við það sem maður býst við með auknum veiðum.“ Mikilvægt að hafa grunnlínu Spurð hvaða lærdóm hægt sé að draga af þessum niðurstöðum, nú á tímum mikilla loftslagsbreytinga, segir Guðbjörg að ljóst sé að þorsk- ur hafi þolað loftslagsbreytingar í tæp þúsund ár án þess að staða hans í fæðukeðjunni hafi breyst að ráði. „En um leið og veiðarnar verða umfangsmeiri þá verður greinileg breyting á fæðuvist þorsks. Það er mikilvægt fyrir okkur í dag að hafa þessa vistfræðilegu grunnlínu, til að meta og bera saman þær breyt- ingar sem við erum að sjá nú á dög- um.“ Breytt hegðun þorsks eftir veiðar Fiskbein í gömlum ver- stöðvum á Vestfjörðum bera vitni um breytingar á vistkerfi sjávarins við Ísland allt frá því fyrir kristnitöku. Af rann- sóknum á beinunum má draga lærdóm sem nýst getur nú á tímum mikilla loftslagsbreyt- inga. Fyrirlestur um þetta efni verður hald- inn í Háskólasetri Vest- fjarða í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landað í Rekjavíkurhöfn Við upphaf 20. aldarinnar má samkvæmt rannsókninni sjá breytingu á fæðuvist fimm fisktegunda við strendur Íslands. Rannsóknir Guðbjörg Ásta við gamla verstöð. Hún segir það ljóst að þorsk- urinn hafi þolað loftslagsbreytingar í tæp þúsund ár án mikilla áhrifa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.