Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Skúli Halldórsson sh@mbl.is Mikil aukning fiskveiða við strend- ur Íslands í upphafi 20. aldar hafði mikil áhrif á vistkerfi sjávar og fæðu þorsks, sem hafði þar áður staðið af sér miklar loftslagsbreyt- ingar í hundruð ára. Þetta eru niðurstöður líf- fræðilegra rannsókna við forn- leifauppgröft í gömlum verstöðvum á Vestfjörðum, sem Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur og for- stöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Vestfjörðum, hefur unnið að síðustu ár. Fjallar hún um niðurstöðurnar í Háskólasetri Vest- fjarða í dag klukkan tólf. Mikið magn fiskbeina Við uppgröftinn hefur fundist mikið magn fiskbeina, aðallega af þorski, og segir Guðbjörg að líf- fræðilegar rannsóknir á þessum efnivið gefi ómetanleg tækifæri til að skilja breytingar á vistkerfi sjáv- ar og fiskistofnum. Kortleggja megi náttúrulegt, eða ósnert, vistkerfi sjávar og út frá því geta metið bet- ur umhverfisáhrif í nútíma, til dæmis vegna veiða og loftslags- breytinga. Guðbjörg segir að í rannsókninni séu meðal annars athugaðar stöð- ugar efnasamsætur í beinunum, það er kolefni og nitur, til að bera sam- an fæðuvist fiska yfir ólík tímabil. Nitur sýnir stöðu dýrsins Með athugun á nitri segir Guð- björg að hægt sé að meta stöðu við- komandi dýrs í fæðukeðjunni. Magn kolefnis gefi þá til kynna hvar fisk- urinn hafi aflað fæðu sinnar, til dæmis úti á rúmsjó eða nær landi. „Meginhugmyndin með athug- unum á þessum efnasamsætum er að athuga hvort breytingar verði á þeim í tengslum við breytingar á hitastigi sjávar, sem byrja að verða á 15. og 16. öld. Hins vegar höfum við áhuga á að sjá hvort veiðar hafi áhrif á fæðukeðjuna, en það er vitað að við upphaf veiða eru það yfirleitt stærstu einstaklingarnir sem eru fjarlægðir úr vistkerfinu,“ segir Guðbjörg og tekur dæmi: „Hjá okkur á Íslandi hófust um- fangsmiklar fiskveiðar á 19. öld, sem getur haft þau áhrif að fæðu- keðjan styttist. Stærsti fiskurinn er alltaf tekinn út og því verður minni munur á fæðuvist ólíkra fiskiteg- unda.“ Guðbjörg tekur fram að um frumniðurstöður rannsóknarinnar sé að ræða, enda sé skammt síðan hún hafi fengið gögnin í hendurnar. Mikil röskun eftir árið 1500 „Þær staðfesta þó það sem við spáðum fyrir um, það er að við upp- haf „litlu ísaldar“, eða eftir árið 1500, þá sjáum við mikla röskun í kolefnasamsætunum. Og það gefur eitt af þrennu til kynna,“ segir Guð- björg og heldur áfram: „Annaðhvort eru þetta breyt- ingar á frumframleiðslu í sjónum, á fæðuvist fiskanna, eða breytingar á vaxtarhraða þeirra. Allt er þetta eitthvað sem maður býst við þegar sjórinn kólnar, og við sjáum þetta á öllum tegundum sem við erum að skoða.“ Bætir hún við að sér hafi fundist áhugavert að á þessum tíma kóln- unar virðist sem lúða, karfi og steinbítur hafi farið að éta neðar í fæðukeðjunni. Héldu stöðu sinni í fjölda ára „Þorskurinn hins vegar, og ýsan, halda sinni stöðu í fæðukeðjunni í gegnum hundruð ára, þangað til í kringum 1900. Þá sjáum við mjög skarpa breytingu í fæðuvist þorsks, bæði eru vísbendingar um að þeir séu að éta neðar í fæðukeðjunni og eins virðist sem meiri breidd sé í fæðuvistinni, það er þeir borða fjöl- breyttari fæðu eða þurfa að sækja hana í fleiri svæði með ólík hita- stig.“ Hún segir að ekki sé auðvelt að benda á neinn orsakavald í þessu samhengi, annan en fiskveiðar. „Við erum í raun og veru að sjá, við upphaf 20. aldarinnar, breytingu á fæðuvist þessara fimm fiskteg- unda, sem eru í samræmi við það sem maður býst við með auknum veiðum.“ Mikilvægt að hafa grunnlínu Spurð hvaða lærdóm hægt sé að draga af þessum niðurstöðum, nú á tímum mikilla loftslagsbreytinga, segir Guðbjörg að ljóst sé að þorsk- ur hafi þolað loftslagsbreytingar í tæp þúsund ár án þess að staða hans í fæðukeðjunni hafi breyst að ráði. „En um leið og veiðarnar verða umfangsmeiri þá verður greinileg breyting á fæðuvist þorsks. Það er mikilvægt fyrir okkur í dag að hafa þessa vistfræðilegu grunnlínu, til að meta og bera saman þær breyt- ingar sem við erum að sjá nú á dög- um.“ Breytt hegðun þorsks eftir veiðar Fiskbein í gömlum ver- stöðvum á Vestfjörðum bera vitni um breytingar á vistkerfi sjávarins við Ísland allt frá því fyrir kristnitöku. Af rann- sóknum á beinunum má draga lærdóm sem nýst getur nú á tímum mikilla loftslagsbreyt- inga. Fyrirlestur um þetta efni verður hald- inn í Háskólasetri Vest- fjarða í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landað í Rekjavíkurhöfn Við upphaf 20. aldarinnar má samkvæmt rannsókninni sjá breytingu á fæðuvist fimm fisktegunda við strendur Íslands. Rannsóknir Guðbjörg Ásta við gamla verstöð. Hún segir það ljóst að þorsk- urinn hafi þolað loftslagsbreytingar í tæp þúsund ár án mikilla áhrifa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.