Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017
VETTVANGUR
Eldri Reykvíkingar muna ánefa eftir þessari flennifyrir-sögn sem slegið var upp á
stærsta húsvegg Reykjavíkur,
Nýja bíói, sem gnæfði innaf horni
Lækjargötu og Austurstrætis:
Dagleg ánægja milljóna manna.
Og hver skyldi hafa hlotið þenn-
an heiðurssess í borgarmyndinni;
hvað var það sem talið var veita
milljónunum svo ríka ánægju að
ástæða þótti til að slá því upp með
þessum hætti?
Gleðigjafinn góði var Wrigley-
tyggigúmmí! Tvær þrjár tyggjó-
plötur voru undir fyrirsögninni og
svo áberandi voru þær að sérhvert
gestkomandi auga gat ekki farið á
mis við boðskap-
inn.
Eftir nokk-
urra ára sambýli
við tyggi-
gúmmíið hættum
við Reykvík-
ingar að taka
eftir því en jafn-
an þegar að-
komumenn
spurðu út í
veggmyndina
var maður þó ekki meira sam-
dauna henni en svo, að manni
þætti það ekki óþægilegt að tyggi-
gúmmíi væri gert svo hátt undir
höfði. Sá grunur læddist nefnilega
að okkur að auglýsingin segði
meira um þá sem umbæru hana en
um tyggigúmmíið sem auglýst var.
Svo var það líka hitt að í þá
daga var enn reynt að sporna gegn
því að auglýsendur kæmust alls
staðar inn á gafl. Nú hafa allar
slíkar varnir hrunið. Svo lítil er
sjálfsvirðingin orðin að jafnvel
Ríkisútvarpið lætur sig hafa það
að brjóta landslög til að hala inn
nokkra seðla til viðbótar á ólögleg-
um áfengisauglýsingum og aðrir
fjölmiðlar eru við sama heygarðs-
hornið hvað það snertir, þó að ekki
allir, og látum við þá ógetið um
ábyrgðarleysi þeirra sem skirrast
ekki við að koma vöru sinni á
framfæri með þessum hætti.
En erum við þá orðin alveg sam-
dauna og meðvirk í auglýsinga-
mennskunni? Getur verið að öllum
finnist í lagi að láta Pepsí eiga
deildarkeppni í íþróttum, Alvogen
KR-völlinn og Wow-flugfélagið
kaupa sig inn á bringuna á börn-
unum sem stolt hlaupa um í fé-
lagsbúningunum sínum?
Um auglýsingar hugsa þau ekki
frekar en húsveggurinn á Nýja
bíói gerði um það sem á hann var
málað. En berum við, hin full-
orðnu, ekki einhverja ábyrgð? Og
hverjir væru það þá sem ættu að
axla þá ábyrgð? Hvað segjr Barna-
verndarstofa,
Umboðsmaður
barna, forsvars-
fólk íþrótta-
félaganna, hvað
segjum við, þú
og ég?
Enginn vill
gera úr þessu
hávaðamál og
valda börnum
sínum eða
barnabörnum
þar með leiðindum þó að ekki væri
fyrir annað en verða uppvís að því
að eiga nöldursama foreldra,
ömmu eða kannski aðallega afa.
Hvað um Neytendasamtökin? Er
þeim alveg sama hvernig er aug-
lýst?
Látum það vera að fullorðið
íþróttafólk fallist á að hlaupa um
með auglýsingar til eigin fjár-
mögnunar þótt það breyti því ekki
að heldur er það hvimleitt á að
horfa upp á svo niðurlægjandi
framfærslu.
Eflaust eru skoðanir eitthvað
skiptar hvað fullorðin hlaupandi
auglýsingaspjöld áhrærir. Öðru
máli gegnir hins vegar um börnin.
Ég held að við hljótum flest að
vera sammála um að þau er verið
að misnota. Og eitthvað meira en
lítið er að ef við virkilega ætlum að
láta það óátalið að börn séu látin
hlaupa um sem lifandi auglýsingar
fyrir Wow og gosdrykkjaframleið-
endur, þessum fyrirtækjum eflaust
til fjárhagslegs ávinnings og þar
með til daglegrar ánægju. En
varla okkur hinum, eða hvað?
Dagleg ánægja
milljóna manna
’Eflaust eru skoðanireitthvað skiptar hvaðfullorðin hlaupandi aug-lýsingaspjöld áhrærir.
Öðru máli gegnir hins
vegar um börnin. Ég held
að við hljótum flest að
vera sammála um að þau
er verið að misnota.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@altingi.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ragnar Önundarson átti sviðs-
ljósið í vikunni þegar hann gagn-
rýndi prófílmynd af Áslaugu Örnu
Sigurbjörnsdóttur
alþingismanni. Eftir
mikið fjaðrafok á
netinu, þar sem
fæstir voru á hans
skoðun, sagði
Ragnar meðal annars: „Ég er víst
orðinn einn aðalmaðurinn á Face-
book! Það sem þarf að ræða í því
samhengi er krafan um pólitíska
rétthugsun, krafan um að fólk rit-
skoði sjálft sig og tjái sig eins og
það má ætla að aðrir vilji heyra...“
Guðmundur Andri Thors-
son svarar honum:
„Þú þrástagast á
þessu hugtaki „póli-
tísk rétthugsun“
vegna þess að fólk
hneykslast réttilega
á óvenju búralegri og fruntalegri at-
hugasemd þinni um facebook-
prófílmynd Áslaugar Örnu, þar
sem þú lést að því liggja að hún
væri að bjóða upp á áreitni með
myndinni. Það er fjarri lagi að svo
sé. Enginn skilur hvað þú ert að
gefa í skyn, enda langar engan inn í
þann þankagang sem að baki býr.“
Helga Vala Helgadóttir birtir
mynd af hálfberu
baki með húðflúri og
spyr á Facebook:
„Ber öxl og
tattoo … má það?“
Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir skrifar á Face-
book eftir kastljósþátt þar sem
fjallað var um sögur stjórnmála-
kvenna af áreitni:
„#metoo byltingin
snart mig mjög
djúpt. Ég varð svo
reið að ég er eig-
inlega ekki enn bú-
in að jafna mig. Allt það öráreiti
sem við konur verðum fyrir frá
barnsaldri mótar okkur og setur
okkur skorður...“
AF NETINU
FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA
Ég var greind með slitgigt og hef fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni
um árabil. Á tímabili varð ég svo slæm að ég þurfti að fá sprautur og sterk
verkjalyf fyrir mjöðmina. Eftir að ég fór að taka NUTRILENK öðlaðist ég
hreinlega nýtt líf. Ég hef notaðNUTRILENKGOLD síðan í september
2012 með frábærum árangri, og þá meina ég ÁRANGRI.
Ragnheiður Garðarsdóttir, leikskólakennari
Nutrilenk fyrir liðina
GOLD
NNA
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
ÉG ÖÐLAÐIST NÝTT LÍF MEÐ
NUTRILENK GOLD.”
Náttúrul
egt
fyrir liðin
a
Gildir á alla viðburði í húsinu
Nánar á harpa.is/gjafakort
Gjafakort
Hörpu hljómar
vel um jólin