Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Page 43
hana, „Ástin er mesta skáld í heimi. Að elska
er að yrkja fegursta ljóð í víðri veröld,“ sagði
Þórbergur Þórðarson. Þegar maður er í þessu
ástandi, ástfanginn eða í ástarsorg, þá er lífið
frábærlega fallegt eða ömurlega ömurlegt og
þessi bók er skrifuð í þessu tvennskonar
ástandi. Menn eru annaðhvort yfir sig ást-
fangnir og þá er lífið svo ótrúlega fallegt að
það er list og fegurð í öllu og allt er ljóðrænt,
mánudagur í október, klunnalegur dans eða
skakkar tennur geta verið það fallegasta í öll-
um heiminum, en í ástarsorginni er sama lífið
bara ömurlega glatað og allt er hræðilegt,
meira að segja sólin getur skinið of skært.“
– Ástarsorg Tómasar er þó aðeins í upphafi,
upp frá því er hann sífellt að finna ný og ný af-
brigði af sannleikanum.
„Hann endar þó á því að loka sig af í Dala-
tangavita og hlusta á Bee Gees sem í grunninn
eru bara þrír ástsjúkir bræður að semja diskó-
lög um það að vera í ástarsorg.“
– Bee Gees, sú vanmetna hljómsveit, en
samkvæmt titli bókarinnar fjallar hún líka um
lífsspeki ABBA.
„Lífsspeki ABBA, hvað er nú það. Að mínu
mati er Abba einn vanmetnasti listgjörningur
sögunnar, þetta er einn tærasti spegill mann-
legrar tilveru. Þar erum við með hjón sem eru
að semja lög um ástina og harminn og hjóna-
skilnað. Síðan fara hjónin að skilja en halda
áfram að gera stórbrotin lög, en þó alltaf í
formi poppsins, gleðipoppsins; glimmer, hrað-
ur taktur, píanó og endalausar Evróvisjón-
hækkanir, en með þessum mikla harmi,
diskótragík. Bókin er í raun eins og eitt
ABBA-lag, spruðlandi gleði þar sem allt er
sett fram í nánast poppstíl, mikil skemmtun,
en viðfangsefnið er svo mannlegt, nánast
harmrænt.
Frásögnin frá sjónarhorni þessara ein-
staklinga er nánast naive, barnaleg. Þó þeir
séu orðnir 22 ára eru þeir að stíga sín fyrstu
skref inn í heim fullorðinna og nálgast allt með
augliti barnsins, hrifnæmir eins og börn.
Manneskjan er alltaf að ganga í gegnum nýtt
skeið og við verðum sífellt eins og barn að
nýju, maðurinn er að eilífu barn, þó að hann
eldist og verði gamall, hann er sífellt að feta
einhverja nýja braut og það gerir hann svo fal-
lega áhugaverðan.“
Adolf Smári Unnarsson hefur
mikið dálæti á ABBA.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
þeir verði helst að verða aðeins hræddir.“
Hefurðu lengi velt því fyrir þér að skrifa
sögu á þessum nótum?
„Þessi bók hefur verið í vinnslu í hátt í fjög-
ur ár. Þetta er því mjög mikið unnin bók; ég
hef legið yfir henni, lagt hana frá mér aftur og
aftur í allan þennan tíma. Vildi vanda mig því
efnið kallaði mjög sterkt á mig og þurfti sinn
tíma. Þessi saga fær líklega að njóta sín sem
svolítið sérstök í mínu höfundarverki því mér
finnst ólíklegt að ég geri eitthvað svipað þessu
aftur, að minnsta kosti ekki á næstu árum.“
Stefán Máni: Mér finnst stór-
skemmtilegt að hræða fólk.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Það sem lifir dauðann af er ástin
bbbbn
Eftir Kristján Árnason. Ljóð og ljóðaþýð-
inar – úrval. Mál og menning gefur út,
2017. 128 bls.
Kristján Árnason er af-
kastamikill þýðandi og hefur
íslenskað bæði ljóð, leikrit og
sögur. … Þessi bók er fjöl-
breytt safn af þýðingum
Kristjáns, að sönnu brota-
kennt og úr ýmsum áttum en
ei að síður mjög læsilegt og
sýnir vel þau traustatök sem
hann hefur á máli og formi þannig að úr
verður mjög bitastæður kveðskapur og sum-
ar þýðingarnar snilldargóðar.
Sölvi Sveinsson
Grænmetisætan bbbbm
Eftir Han Kang. Ingunn Snædal íslenskaði.
Forlagið bókaútgáfa 2017. Kilja, 204 bls.
Líklegt er að það sé mis-
jafnt hve langt lesendur eru
komnir í sögunni þegar þeir
átta sig á rót alls þess sem
Yeong-hye gerir. Lengi virð-
ist hún gjörsamlega hafa tap-
að vitinu en þegar allt kemur
heim og saman ætti að vera
hverjum manni skiljanlegt að
þetta var leiðin hennar til að komast undan
því að hafa enga stjórn á eigin lífi auk ævi-
langrar misnotkunar.
Sagan gerir okkur örlítið betur kleift að
skilja þá sem í daglegu lífi eru kallaðir „geð-
sjúklingar“. Stundum er bara hægt að leggja
ákveðið mikið á eina manneskju áður en hún
fer að leita að leiðum burtu frá raunveruleik-
anum.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Heimför Eftir Yaa Gyasi. Ólöf Eldjárn þýddi. JPV
útgáfa, 2017. Kilja 416 bls.
Þetta er stórmerkileg
frumraun þar sem bókin hef-
ur allt það sem góð skáld-
saga getur haft til brunns að
bera. Hún er hreyfiafl,
tundurþráður uppljómunar,
spennandi, skemmtileg, hug-
ljúf, sár og tætandi, fyrir ut-
an að vera feikilega vel skrif-
uð.
Heimför er síðasta bókin sem Ólöf Eldjárn
þýddi en hún lést áður en bókin kom út. Þess
má geta að þýðing hennar er ákaflega vel úr
garði gerð, þar sem framandi orð og um-
hverfi er fært í afar auðskilinn, flæðandi, fal-
lega orðaðan og aðgengilegan búning.
Júlía Margrét Alexandersdóttir
Predikarastelpan bbbbn
Eftir Tapio Koivukari. Sigurður Karlsson
þýddi. Sæmundur, 2017. 327 bls., innb.
… Predikarastelpan er
ekki aðeins bók um ástandið
í Finnlandi eftir stríð, hún er
um svo margt annað líka,
hún er um mannlegt eðli og
mannlega hegðun, hvernig
fólk bregst ólíkt við að-
stæðum. Hún er um sakleysi
og hvernig sumir svífast
einskis við að svipta aðra sakleysi. Hún er
um klókindi, sjálfsbjargarviðleitni, miskunn-
arleysi og misrétti, stéttaskiptingu og vald-
níðslu. Hún er líka um það hvernig karlar í
skjóli valds síns misnota sér lægra settar
konur og stúlkur, rétt eins og enn í dag, sem
hefur opinberast í átakinu #metoo. En þessi
bók er líka um ást, væntumþykju og gæsku.
Hún er um fólk í öllum sínum fjölbreyttu lit-
um, í henni er skemmtilegt persónugallerí, og
líka húmor. Þessi magnaði finnski húmor sem
liggur undir niðri. Og Tapio er meistari í því
að segja ekki of mikið, en segja samt allt sem
segja þarf.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
Úr umsögnum