Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Nöfnin Artemisia Gentil-eschi, Nettie Stevens ogWangari Maathi hljómakannski ekki kunnugleg í allra eyrum. Þau eru meðal eitt hundrað kvennafna í nýútkominni bók, Kvöldsögur fyrir uppreisn- argjarnar stelpur – 100 magnaðar konur, eftir Elenu Favilli og Fran- cescu Cavallo. Og fyrrnefndar þrjár konur; listmálari, erfðafræðingur og baráttukona, eru í hópi „alvörustelpna sem sigruðust á hindr- unum og ruddu braut- ina fyrir þær sem á eftir komu“, eins og þar stendur. Að breyta heiminum Snilligáfa, upp- götvanir og afrek á ýmsum sviðum og fífl- djörf ævintýri kvenna hafa á stundum fallið í gleymsk- unnar dá í áranna og aldanna rás. Sumar konurnar einfaldlega hurfu af spjöldum sögunnar. Favilli og Cavallo draga þær fram á sjónarsviðið og gera þeim öll- um jafn hátt undir höfði, Fridu Kahlo, Marie Currie, Margaret Thatcher og Evitu Perón sem og öðrum frægum. Og mörgum núlif- andi, til dæmis Michelle Obama, lög- fræðingi og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og Maya Gabeira, brimbrettakappa frá Brasilíu, svo aðeins fáeinar séu nefndar. Í bókinni eru hundrað sögur jafnmargra kvenna. Saga drottn- ingar, skólastelpu, sjóræningja, stærðfræðings, súffragettu, tölvu- fræðings, stjarneðlisfræðings, ball- ettdansara, kokks, njósnara, land- könnuðar og margra fleiri. „Hver einasta þeirra sannar að einlægur ásetningur getur breytt heiminum,“ segja þær Favilli og Ca- vallo í formálanum. Hver kona fær sína opnu með portretti eftir einn af þeim sextíu listamönnum hvaðanæva úr heiminum sem mynd- skreyta bókina. Sögur fyrir dæturnar „Hver ein og einasta þeirra [kvennanna í bók- inni] er góð fyrirmynd fyrir stelpur á öllum aldri sem vilja breyta heim- inum,“ skrifar þýðandinn Magnea J. Matthías- dóttir á bókarkápu. „Þetta eru kvöldsögurnar sem við eigum að lesa fyrir dætur okkar,“ segir Parents Magazine. „Skyldu- eign á náttborði hverrar stelpu,“ bætir tímaritið Forbes um betur. Og svo mætti lengi telja. Við uppreisnargjarnar stelpur um allan heim segja höfundarnir þetta: Látið ykkur dreyma stærri drauma. Stefnið hærra. Berjist meira. Og þegar þið fyllist efasemd- um, munið þá að þið hafið á réttu að standa. Magnaðar kon- ur fyrr og nú Hvaða mögnuðu íslensku konur ættu heima í bók- inni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur – 100 magnaðar konur? – bókinni sem bandaríska tímaritið Forbes segir skyldueign á náttborði hverrar stelpu. Þrjár konur voru beðnar um að til- nefna þrjár íslenskar konur, lífs eða liðnar, sem þeim finnst sóma sér þar best. Að svara þessari spurningu er mikið lúxus- vandamál. Það eru svo margar sem koma til greina. Ég til- nefni þrjár konur á ólíkum sviðum og tímum. Sú fyrsta er Bríet Bjarnhéðinsdóttir, hvatakona að stofnun Kvenrétt- indafélags Íslands. Félagið var stofnað 1907, starfar enn og berst fyrir kynjajafnrétti á öllum sviðum. Svo er Auður Jónsdóttir, einn af mínum uppáhaldsrithöfundum. Bækurnar hennar eru æði, og kon- ur í aðalhlutverkum. Hún skrifar líka frábæra pistla í fjölmiðla og mér finnst að fleiri mættu hlusta á hana. Sú þriðja er Katrín Tanja Davíðs- dóttir, tvisvar hraustasta kona heims. #dóttir varð til í kringum hana og hinar Crossfitstelpurnar (Annie Mist og Ragnheiði Söru) og fótboltastelpurnar hafa notað það líka. Það er stórkostlegt hvað við eigum margar íþróttakonur á heimsmælikvarða og Katrín Tanja er í þeim hópi. Ég stunda ekki Crossfit en horfi alltaf á leikana og tryllist yfir velgengni þeirra. Olga Guðrún Árnadóttir Halla Hrund Logadóttir Katrín Tanja Davíðsdóttir Auður Jónsdóttir Katrín Jakobsdóttir Visdís Grímsdóttir Hrafnhildur Skúladóttir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Bríet Bjarnhéðinsdóttir „ . . . tryllist yfir velgengni þeirra“ Dagný Ósk Aradóttir Pind háskólanemi Hvaða íslenskar konur ættu að vera í bók um magnaðar konur? Halla Hrund Loga- dóttir, meðstofn- andi Harvard Arc- tic Initiative, sem einbeitir sér að rannsóknum og miðlun þekkingar á sviði Norð- urslóðamála. Halla Hrund var fram- kvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans áður en hún hóf nám í opinberri stjórnsýslu við Harvard-háskóla í Boston. Þar þótti henni vanta áherslu á norðurslóðamál þannig að hún hófst handa við að bæta úr því. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jóns- dóttir transaktívisti. Barátta hennar fyrir því að opna fordómalausa upp- lýsta umræðu í þjóðfélaginu um mál- efni kynsegin fólks er dýrmætari fyrir samfélagið en margir átta sig á. Mannréttindi eru svo dásamleg að mengi allra stækkar eftir því sem fleiri jaðarhópar njóta sömu réttinda og stóri hópurinn. Hrafnhildur Skúladótt- ir, handboltaþjálfari, er ein af okkur fremstu íþróttakonum, uppalinn ÍR- ingur, margfaldur Íslands- og bik- armeistari með Val, landsleikjahæsta handboltakona landsins og núverandi þjálfari meistaraflokks ÍBV. Hrafnhild- ur ruddi brautina fyrir ungar handboltakonur út í atvinnumennsku. Baráttujaxl sem gefst aldrei upp og leggur áherslu á að vinna konum framgang innan íþróttanna. „ . . . opna fordóma- lausa umræðu“ Hanna Katrín Friðriksson þingkona Ég leyfi mér að nefna: Vigdísi Grímsdóttur, Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Katrínu Jak- obsdóttur. Og af hverju þessar kjarna- konur? Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar á Degi Íslenskrar tungu. Hún skrifar seiðmagnaða texta á mjög fallegu máli. Hugmyndir hennar eru stundum óræðar en alltaf athygl- isverðar. Vigdís er góð fyrirmynd ritkvenna jafnt ungra sem eldri. Olga Guðrún Árnadóttir, rithöf- undur, tónskáld og söngkona. Olga semur fallega texta um allt í heimi hér. Og þessir textar eru aðgengi- legir jafnt börnum sem fullorðnum. Lögin hennar eru grípandi og áleit- in. Og svo syngur hún mjög vel. Diskurinn Babbidi-bú er sígildur og gott dæmi um sérlega vel heppnað verk. Katrín Jakobsdóttir, íslensku- fræðingur og stjórnmálamaður. Katrín er einstaklega hæfileikarík. Rökföst, dugleg og ötull bar- áttumaður fyrir góðum málum. Hún hefur nú síðast tekið að sér að reyna að sameina ólík sjón- armið og sætta stríðandi fylkingar í íslenskum stjórnmálum. „ . . . baráttumaður fyrir góðum málum“ Kristín Steinsdóttir rithöfundur Hin árlega aðventuhátíð Kópavogs verður haldin í dag, laugardaginn 2. desember, í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Dagskráin hefst klukkan 12 en þá verður opnaður jólamark- aður með sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst skemmtileg og fræðandi dagskrá um jólaköttinn á Bókasafninu og Náttúrufræði- stofu. Jólaleikrit um systkini sem spjalla um Grýlu og jólasveinana og fleira jólatengt verður flutt kl. 13 í Salnum, þar sem hinn knái bari- tónsöngvari Jón Svavar Jósefsson syngur og leikur í forsalnum. Í kjöl- farið er tilvalið að skapa jólaluktir í Gerðarsafni. Spurningum um hver jólakötturinn er verður svarað í sameiginlegri dagskrá Náttúru- fræðistofu og Bókasafns Kópavogs klukkan 15. Söluhús með gæða- matvöru á boðstólnum verða á úti- vistarsvæði Menningarhúsanna, tón- listarhópar skemmta en klukkan 16 hefst útiskemmtun. Ljós jólatrésins verða tendruð, Lalli töframaður kynnir dagskrána, Villi og Sveppi skemmta og jólasveinar taka forskot á sæluna og dansa með gestum kringum jólatréð. Stemning Á aðventuhátíðinni verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Jólakræsingar innandyra og utan Fjölbreytileg dagskrá á aðventuhátíðinni í Kópavogi 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.