Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Ífjölmiðlaviðtölum slettir fólk iðulega enskum orðum í ósýnilegumgæsalöppum og bætir svo við (án djóks): „Eins og sagt er á góðri ís-lensku.“ Þau kurteisustu spyrja þó: „Ef ég má sletta?“ Eftir að slett-an hefur verið fram borin með glotti um hina „góðu“ íslensku, er ís- lenska orðinu oft bætt við. Og þá kemur í ljós að það var ástæðulaust að hleypa hinu enska orði út í loftið in the first place eins og sagt er á þessari „góðu“ íslensku því sletturnar voru ekki um hugtök sem okkur vantar orð um. Við eðlilegar aðstæður ætti fólk ekki að þurfa að grípa til erlendra orða nema slík orð hafi borist með nýrri tækni og nýjum hugmyndum sem engin orð hafa verið til um áður. Og þegar þannig háttar til er málinu oft bjargað með ný- yrði. Alkunna er að við höfum lengi reynt að taka frekar upp nýyrði en hrá tökuorð – og náum að halda í við nútímann. Engin tala um teater-leikhús, kar-bíl, telefón-síma eða kompjúter-tölvu. Hversdagleg málnotkun sem byggist í hugsunarleysi á ensku er til vitnis um hvað enskan er alltumlykjandi í lífi okkar. Hún er daglegt mál margra, hvort sem er á vinnustöðum, í tölvunni, fréttalestri eða hreyfimyndahorfi. Að ekki sé talað um ósköpin þegar farið er í verslanir eða á veitingastaði. Þá er betra að geta brugðið fyrir sig enska málinu ef vel á að fara. Íslensku flugfreyjurnar og -þjónarnir hjá arftaka Loftleiða og Flugfélags Íslands eru í eilífðarglímu um hvort óhætt sé að ávarpa farþega á íslensku – þótt íslensk kveðja um „góðan dag“ gæti dugað öllum þar til upp kemst hvaða máli farþeginn kýs að bregða fyrir sig. Þegar fólk lítur upp úr sínum enska málheimi til að svara íslensku fjölmiðlafólki er ekki að undra að ensku orðin komi fyrst upp í hugann. Ónotað mál kemur ekki fyrst í hug. Oft hefur verið á það bent að málfátæktin virðist meiri þegar talað er við fólk á höfuðborgarsvæðinu heldur en þegar viðmælendur eru úti um sveitir og bæi landsins. En nú er svo komið að þau sem eru vel máli farin eru orðin hálf-feimin við að beita sínu eiginlega tungutaki. Ég heyrði að minnsta kosti ekki betur þegar fréttastofa útvarpsins hringdi í óveðrinu um daginn til manns í Mývatnssveit og spurði hvernig veðrið væri hjá honum. Hann hik- aði aðeins en sagði svo hreint út að það væri ekki hundi út sigandi – „eins og gamla fólkið sagði“. Það flögraði að mér að kannski væri þetta tímanna tákn: nú væri orðið vissara að afsaka eðlilegt tungutak af ótta við málfátækt hlustenda sem hafa væntanlega ekki alist upp við það að siga hundum eitt eða neitt. Um leið og við tökum nútímanum fagnandi með nýyrðum er ekki síður mikilvægt að flytja allan orðafarangurinn úr fortíðinni með okkur inn í framtíðina. Og það heppnast ekki nema við höldum áfram að tala, lesa og skrifa íslensku með öllum tiltækum orðum. Alla daga og á öllum sviðum. Á „góðri“ íslensku Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Með valdatöku ríkisstjórnar Katrínar Jak-obsdóttur er þeim sögulega áfanga náð aðköldu stríði í íslenzkum stjórnmálum erlokið. Í fyrsta sinn frá árunum 1944-1946 hafa þeir tveir andstæðu pólar, sem var og er að finna í Sjálfstæðisflokki og VG og forverum síðarnefnda flokksins, náð samkomulagi um að vinna saman í rík- isstjórn. Þess vegna er myndun þessarar ríkisstjórnar afrek út af fyrir sig hjá því unga fólki sem að henni stendur og líkleg til að stuðla að þroskaðra samfélagi. En þar að auki er margt forvitnilegt að finna í þeim stjórnarsáttmála sem kynntur var í fyrradag. Kannski er mikilvægasta þáttinn, þegar horft er til lengri framtíðar, að finna í kafla um umhverfis- og loftslagsmál. Þar stendur: „Hvergi í heiminum hefur hitastigshækkun orðið jafnmikil og á norðurslóðum.“ Í þessari einu setningu er að finna vísbendingu um einhverja mestu hættu sem steðjað getur að tilvist þessarar litlu þjóðar hér á norð- urslóðum. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar í þessum efnum eru sennilega það mikilvægasta sem í stjórn- arsáttmálanum er að finna svo og skýr yfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Ráð- herraval VG í umhverfisráðu- neytið lofar góðu en nýr ráðherra málaflokksins er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Landverndar. Fyrirheit um eflingu Alþingis sem stofnunar eru líka grundvallarmál, þegar horft er til framtíðar. Í þeim efnum ættu flokkarnir á þingi að huga að því að flytja sjálfa lagasmíðina úr ráðuneytum til Alþingis. Þar er hún á réttum stað. Enn eitt mál sem varðar miklu fyrir framtíðina í ljósi fenginnar reynslu er stofnun Þjóðarsjóðs sem taki við afrakstri af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Af aðkallandi úrlausnarefnum líðandi stundar má nefna fyrirheit um fullvinnslu heilbrigðisstefnu, þar sem gera má ráð fyrir að tekið verði á ágreinings- málum sem hafa verið að skjóta upp kollinum varðandi hlut einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. En knýjandi vandamál eru mörg á þessu sviði og sum þeirra til- greind sérstaklega í textanum. Þá ætlar hin nýja ríkisstjórn að láta taka saman hvítbók um fjármálakerfið, sem er alger forsenda þess að ríkið hefjist handa við sölu á hlutum í fjármálafyr- irtækjum. Það er traustvekjandi að gert er ráð fyrir að ríkið verði áfram leiðandi eignaraðili að einu fjármála- fyrirtæki. Áform um afnám verðtryggingar vekja athygli svo og fyrirheit um að skera á tengslin á milli vísitölu og fasteignaverðs. Áhugamenn um skattalækkanir munu taka eftir fyr- irheitum um lækkun tekjuskatts á lægstu skattþrepum og lítilsháttar hækkun fjármagnstekjuskatts en þar er sérstaklega tekið fram að markmiðið sé að „gera skatt- kerfið réttlátara óháð uppruna tekna“. Þetta er skynsamlegt. Af hverju ætli tekjur af vinnu hafi svo lengi verið í hærri skattþrepum en tekjur af eignum? Í umfjöllun um menntun og menningu er að finna at- hyglisverða yfirlýsingu um viðurkenningu á störfum kennara, sem er löngu tímabær og þá ekki sízt á fyrstu skólastigunum, sem eru þau mikilvægustu. Þar er líka að finna skýra yfirlýsingu um afnám virð- isaukaskatts á bókum og að breyta skattlagningu höf- undatekna til samræmis við skattlagningu annarra eignatekna. Afstaða hinnar nýju ríkisstjórnar til veiðigjalda í sjávarútvegi er afdráttarlaus. Þar segir: „Við endurskoðun laga um veiðigjöld þarf að hafa það meginmarkmið að tryggja þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar og að þau taki tillit til afkomu. Auð- lindagjöld eiga annars vegar að vera greiðsla fyrir aðgang að takmarkaðri auðlind og hins vegar arðgreiðslur af nýtingu hennar.“ Það er líka ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera flug valkost fyrir landsbyggðarfólk á ný en eins og allir vita er kostnaður við innanlandsflug orðinn fáránlega hár. Loks er að finna í stjórnarsáttmálanum stefnumörk- un í kynferðisafbrotamálum, sem nú eru komin á dag- skrá þjóðfélagsumræðna um allan hinn vestræna heim. Þessi stjórnarsáttmáli er nútímalegt plagg sem lofar góðu. Til þess að hann verði að veruleika þurfa nýir ráð- herrar að hafa eitt grundvallaratriði í huga, þegar þeir setjast inn í ráðuneyti sín. Þeir eru þangað komnir til að þjóna fólkinu í landinu en ekki embættismönnum, sem hafa hreiðrað þar um sig og hafa tapað svo ræki- lega tengslum við umhverfi sitt að þeir hafa í of ríkum mæli gleymt því til hvers þeir voru ráðnir þangað. Látið ekki Kerfið kaffæra ykkur á fyrsta degi! Þótt stjórnarsáttmálinn sem slíkur lofi góður eins og hér hefur verið rakið stendur ný ríkisstjórn frammi fyrir alvarlegum vanda í kjaramálum bæði hjá hópum opinberra starfsmanna og á almennum vinnumarkaði. Það er rétt sem forseti ASÍ hefur sagt að þar eru ákvarðanir Kjararáðs fleinn í holdi. Þar eiga allir flokkar hlut að máli. Þeir hafa allir tekið þátt í því með þögninni að taka við launahækk- unum úr hendi Kjararáðs og máttu vita að þær yrðu notaðar sem röksemdir fyrir launakröfum annarra starfshópa. Það mun þurfa mikla lagni og útsjónarsemi til þess að leysa úr þeim vanda, sem þannig hefur orðið til og ógnar þeim sæmilega stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum. Og þess vegna mun reyna strax á þetta stjórnarsam- starf – svo um munar. Köldu stríði loks lokið Merkileg stjórnarmyndun í sögulegu samhengi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í umræðum um landsdómsákær-una á hendur Geir H. Haarde sagðist Steingrímur J. Sigfússon heldur hafa viljað sjá einhverja aðra ákærða. Hann skýrði það ekki nán- ar. Þorsteinn Pálsson greip ummæl- in á lofti og sagði, að í málinu hefði Steingrímur bersýnilega talið bak- ara vera hengdan fyrir smið. Orðtakið um að hengja bakara fyrir smið á rót sína að rekja til þess, að vorið 1777 sat norski rithöf- undurinn Johan Herman Wessel, sem uppi var 1742-1785, á bjórstofu í Vingårdsstræde í Kaupmanna- höfn. Við annað borð sat bakari og hið þriðja smiður, en nálægt bjór- stofunni stóðu hús, sem hétu Hús smiðsins og Hús bakarans. Inn á bjórstofuna komu sjómenn af Kínaf- ari, og tóku þeir eftir smástund að fljúgast á við smiðinn. Þegar lag- anna verðir voru kallaðir til, tóku þeir sjómennina höndum og bak- arann líka þrátt fyrir áköf mótmæli hans, en smiðnum hafði tekist að laumast út. Eftir það skrifaði Wessel smá- sögu um smið, sem braut freklega af sér, svo að taka átti hann af lífi. En þar eð í þorpinu, þar sem hann bjó, var aðeins einn smiður og tveir bakarar, var annar bakarinn hengd- ur fyrir smiðinn. Erfitt er að sjá hliðstæðu í lands- dómsmálinu. Hvar var þar bakari hengdur fyrir smið? Hliðstæðan er helst sú, að Geir var sakfelldur fyrir aðeins eitt atriði, að taka ekki vanda bankanna upp á ríkisstjórnar- fundum, en sýknaður af öllum öðr- um ákæruatriðum. En sá, sem hefði átt að taka hinn brýna vanda bank- anna upp á ríkisstjórnarfundum, var vitaskuld bankamálaráðherr- ann, Björgvin G. Sigurðsson. Hann gat þetta þó varla, því að leiðtogi flokks hans, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, hélt upplýsingum um þennan alvarlega vanda og að lokum ákvörðunum um hann algerlega frá honum, eins og fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing- is og víðar. Þeir Steingrímur og Þorsteinn hljóta því að eiga við Geir og Ingibjörgu Sólrúnu, ef þeir segja, að í landsdómsmálinu hafi bakari verið hengdur fyrir smið. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Bakari hengdur fyrir smið HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.