Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór jafnt sem smá fyrirtæki. Aðalmarkmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni með því að auðvelda þeim leit að hæfu og ábyrgu starfsfólki. Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins og gerum leitarferlið þægilegra fyrir þig í leiðinni. Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 2017 voru kynntar í 29. sinn við hátíðlega at- höfn á Kjarvalsstöðum í gær. Til- nefnt er í flokki barna- og ung- mennabóka, fræðibóka og rita almenns efnis og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Formenn dómnefnd- anna þriggja, sem valið hafa tilnefn- ingarnar, munu í framhaldinu koma saman ásamt forsetaskipuðum for- manni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlauna- upphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Íslensku bók- menntaverðlaunin 2017 verða afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhann- essyni. Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:  Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Hemsdal og Kalle Güettler  Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur  Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring  Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur  Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson Dómnefnd skipuðu Sigurjón Kjart- ansson, formaður nefndar, Hildi- gunnur Sverrisdóttir og Anna Þor- björg Ingólfsdóttir. Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:  Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöld- félagið 1858-1874. Ritstjórar eru Karl Aspelund og Terry Gunnell  Leitin að klaustrunum: Klaustur- hald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur  Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010. Rit- stjóri er Sumarliði R. Ísleifsson  Undur Mývatns: -um fugla, flug- ur, fiska og fólk eftir Unni Þóru Jök- ulsdóttur  Sjálfstætt fólk: Vistarband og ís- lenskt samfélag á 19. öld eftir Vilhelm Vilhelmsson Dómnefnd skipuðu Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Haf- steinsson og Þórunn Sigurðardóttir. Tilnefningar í flokki fagurbókmennta:  Flórída eftir Bergþóru Snæ- björnsdóttur  Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson  Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur  Kóngulær í sýningargluggum eft- ir Kristínu Ómarsdóttur  Handbók um minni og gleymsku eftir Ragnar Helga Ólafsson Dómnefnd skipuðu Helga Ferdin- andsdóttir, formaður nefndar, Berg- steinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda voru í ár lögð fram 38 verk í flokki fræðibóka og rita almenns efnis; 25 verk í flokki barna- og ungmennabóka og 47 verk í flokki fagurbókmennta. Sex höfundanna sem tilnefndir eru í ár hafa verið tilnefndir áður og einn hlotið þau, en það er Jón Kalman sem hlaut verðlaunin 2005 fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin. Hann var einnig tilnefndur árin 2011, 2013 og 2015. Kristín Ómars- dóttir var áður tilnefnd árin 1995, 1997 og 2012 og Kristín Eiríksdóttir 2014. Ævar Þór var tilnefndur 2016, Steinunn 2012 og Unnur Þóra 2004. Morgunblaðið/Hari Fimmtán ólíkar bækur tilnefndar  Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 í þremur flokkum  Verðlaunaféð ein milljón í hverjum flokki  Verðlaunin afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar Höfundar Gleði ríkti í hópi fræðimanna, rit- höfunda og skálda á Kjarvalsstöðum í gær. Fyrir stuttu gaf bókaforlagið Ang- ústúra út að nýju ævisögu Hólm- fríðar Hjaltason, Tvenna tíma, sem Elínborg Lárusdóttir skráði og kom fyrst út haustið 1949. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, sem er langömmubarn Hólmfríðar, ritar inngang að bók- inni. Í innganginum vitnar Guðni meðal annars í bréf sem Sigurveig, dóttir Hólmfríðar, skrifaði móður sinni þegar ritun bókarinnar stóð yf- ir en í því bréfi sagði meðal annars: „Það er gaman fyrir þetta afkom- endadót að eiga ævisögu ykkar beggja á prenti.“ Í bókinni er því lýst hve Hólm- fríður átti erfiða æsku og gekk svo langt að hún varð að eta töðu til að sefa sárasta hungrið. Þess má geta að Hólmfríður lést skömmu eftir að Elínborg lauk við bókina og áður en hún kom út. Í eftirmála Soffíu Auðar Birg- isdóttur kemur fram að ekki séu nema hundrað ár á milli Guðna for- seta og niðursetningsins langömmu hans. Ljósmynd/Guðjón Einarsson Ævisaga Angústúra-stöllur, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, afhenda Guðna Th. Jóhannessyni Tvenna tíma. Ævisaga fyrir afkomendadót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.