Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 1
Ásakanir sem
nístu djúpt
Hugmyndir
að gjöfum
Tómas Guðbjartsson skurðlæknirfer yfir ótrúlega atburðarás íplastbarkamálinu svokallaða semhefur haft mikil áhrif á hann bæðisem lækni og manneskju 10
3. DESEMBER 2017
SUNNUDAGUR
Þríleik
lokið
Hún fékk bók
en hann fékk nálog tvinna. Eðavar það öfugt?Skemmtilegargjafahugmyndir
30 Krumminn sesturKrummi í Mínus hefur sagt skilið við rugl og rótleysi og fagnarnýútkominni plötu auk þess að opna vegan-veitingastað 18
Lilja Sig-
urðardóttir
kveður góða
kunningja 40
L A U G A R D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 284. tölublað 105. árgangur
SEMUR
ÓPERU UM
TYRKJARÁNIÐ FIMMTÁN BÆKUR TILNEFNDAR
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN 58GUNNAR ÞÓRÐARSON 24
„Ekkert mál sem ég hef komið að á
mínum læknisferli hefur haft jafn-
mikil áhrif á mig, bæði sem lækni
og persónu. Þar skiptir líka máli að
þetta hefur verið langt ferli, erfitt
að geta ekki tjáð sig, vera ásakaður
um að halda einhverju leyndu og
jafnvel beinlínis ljúga,“ segir Tóm-
as Guðbjartsson hjartaskurðlæknir
sem er í ítarlegu viðtali við Sunnu-
dagsblaðið.
Þar rekur Tómas ótrúlega at-
burðarás plastbarkamálsins svo-
kallaða og fer yfir niðurstöður ís-
lensku rannsóknarnefndarinnar
sem komu út fyrir nokkru. Hann af-
henti rannsakendum hátt í 5.000
blaðsíður af gögnum en sömu gögn
hafði hann áður afhent sænsku lög-
reglunni. „Ég hef lært af þessu,“
segir Tómas m.a. í viðtalinu.
Ekkert mál á ferl-
inum tekið meira á
Morgunblaðið/RAX
Læknir Tómas Guðbjartsson með barna-
barni sínu, Hlyni Atla, átta mánaða.
22 dagartil jóla
Sendu jólakveðju á
jolamjolk.is
AÐVENTUTÓNLEIKAR
Jonathan Cohen hljómsveitarstjóri
Sally Matthews einsöngvari
19:307. DESEMBER
Hátíðlegir aðventutónleikar þar sem ein
eftirsóttasta sópransöngkona heims syngur
einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Ný ríkisstjórn Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
kom saman á sínum fyrsta fundi í
Stjórnarráðinu í gær. Á fundinum
voru ný fjárlög helsta mál á dag-
skrá og vinnur ríkisstjórnin nú
hörðum höndum að nýju fjárlaga-
frumvarpi. Á síðustu dögum hefur
ríkisstjórnin rætt sín á milli um efn-
istök nýrra fjárlaga en mikil
áhersla er lögð á að meginákvarð-
anir varðandi fjárlögin liggi fyrir
eftir helgina. Í nýjum sáttmála er
kveðið á um aukið fjármagn til ým-
issa málaflokka. »10, 11 og 30
Fjárlögin fyrsta verk
nýrrar ríkisstjórnar
Morgunblaðið/Hari
Ríkisstjórn Fyrsti fundur stjórnar Katr-
ínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðinu í gær.
Andri Steinn Hilmarsson
Vilhjálmur A. Kjartansson
Víðir Sigurðsson
„Það verður þjóðhátíðarveisla hjá
Íslendingum í Moskvu,“ segir Hilm-
ar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður
í Tólfunni, stuðningsmannasveit Ís-
lands, um fyrsta leik Íslands á HM í
Rússlandi laugardaginn 16. júní nk.,
gegn Lionel Messi og félögum í liði
Argentínu, sem er í 4. sæti á heims-
lista FIFA.
Tólfan safnaðist saman á Ölveri í
gær til að fylgjast með drættinum í
riðla á HM. Hilmar sagði allt stefna í
þrefalda þjóðhátíð þessa helgi, frá
15. til 17. júní 2018. Ísland spilar í D-
riðli í Rússlandi, einum erfiðasta
riðli mótsins. Auk Argentínu mæt-
um við einnig Nígeríu hinn 22. júní í
borginni Volgograd og Króatía er
þriðji og síðasti mótherji Íslands í
riðlinum, en sá leikur fer fram 26.
júní í borginni Rostov.
Þátttökuþjóðir fá 8% miða
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson sagðist ekkert hafa sett
niður fyrir sér óskamótherja. „Mér
datt einhvern veginn í hug að við
myndum fá annaðhvort Argentínu
eða Brasilíu,“ sagði fyrirliðinn, sem
telur heillandi að fá að keppa við
sterka fótboltaþjóð frá S-Ameríku.
Icelandair og WOW air hafa þeg-
ar hafið sölu á flugi til þessara borga
í Rússlandi á leikdögum. Strax eftir
helgi hefst sala pakkaferða hjá
ferðaskrifstofum.
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri KSÍ, segir þátttökuþjóðir fá
8% miða á hvern leik en miðasala
hefst 5. desember nk. og stendur út
janúar.
Ný stuðningsmannatreyja lands-
liðsins fer einnig í sölu hjá Henson
eftir helgi en fyrstu treyjurnar voru
sýndar eftir dráttinn í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útdráttur Stuðningsmenn Tólfunnar fögnuðu ákaft á Ölveri í gær, þegar fyrsti mótherji Íslands á HM í Rússlandi næsta sumar, Argentína, varð ljós.
„Þjóðhátíð í Moskvu“
Ísland mætir Argentínu í Moskvu í fyrsta leiknum á HM
Sala á flugi til Rússlands hafin Miðasala hefst 5. des.
MHM í Rússlandi »6 og Íþróttir