Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 53
leikrit og sjálfshjálparbækur. Leik- rit hennar eru Undir hamrinum, sem fór á leiklistarhátíðir hér á landi, í Eistlandi, Rússlandi og Mónakó, í sviðsetningu hjá Hugleik og var sviðsett af Ungmennafélagi Biskupstungna; einþáttungurinn Hjartað er bara vöðvi, sýndur af leikfélagi Hafnarfjarðar á einþátt- ungahátíð Borgarleikhússins; Völin, mölin og kvölin, samið af Hildi, Vil- hjálmi Kára Heiðdal og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, var sýnt af Hug- leik í Reykjavík og af Leikfélagi Austurlands á Egilsstöðum, og leik- ritið Upprisa holdsins, leikið hjá Stúdentaleikhúsinu. Sjálfshjálparbækur Hildar eru Taumhald á tilfinningunum – leið til betra lífs, útg. 2013, einnig á hljóð- bók í lestri höfundar, og Finndu styrkinn til að gera það sem þú vilt, 2014. Loks kom út skáldsagan Á leið stjarnanna og vindsins, árið 2015. Hildur bauð sig fram til forseta Íslands árið 2016. Hún boðaði þá breyttar áherslur og að ný stjórn- arskrá yrði samþykkt. Fljótlega eftir forsetakosning- arnar setti Hildur niður í töskur og lagði af stað út í heim. Á ferðalaginu hefur hún komið við í lengri eða skemmri tíma í Jórdaníu, Líbanon, Palestínu, Ísrael, Tyrklandi, Þýska- landi, Sviss, Brasilíu og Paragvæ. Um þessar mundir dvelur hún í Argentínu. Hún hefur komið til 30 landa og þeim fjölgar óðum. Hildur vann ýmis sjálfboðastörf í Rauða kross húsinu í Borgartúni, á kaffistofu Samhjálpar, hjá ABC barnahjálp og sat í stjórn Reykja- víkurdeildar Rauða krossins um skeið. Á Verslunarskólaárunum sat Hildur í stjórn Málfundafélagsins, lék á sviði með leikfélaginu og tók þátt í uppsetningum kórsins á Nem- endamótinu. Sem skiptinemi lék hún einnig á sviði, spilaði í hljómsveit og söng með kór. Hún starfaði með JC Nes og Árbæ og hlaut þar þjálfun í ræðumennsku. Fjölskylda Hildur giftist 1997 Vilhjálmi Kára Heiðdal, f. 14.9. 1966, rafeindavirkja á Landspítalanum. Foreldrar hans: Hilmar Heiðdal, f. 2.3. 1941, d. 7.4. 2001, og Hrefna Smith, f. 9.11. 1944, eigendur þvottahúss A. Smith í Reykjavík. Hildur og Vilhjálmur Kári skildu árið 2014. Synir Hildar og Vilhjálms eru Þórður Hrafn Heiðdal, f. 19.9. 1997, og Hilmar Heiðdal, f. 29.4. 2002. Hálfsystur Hildar, sammæðra, eru 1) Björg Sigríður Anna Þórð- ardóttir, f. 24.7. 1972, doktor í iðju- þjálfun, búsett í Lundi í Svíþjóð, og 2) Bergljót Þórðardóttir, f. 8.1. 1975, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Hálfbróðir Hildar, samfeðra, er 3) Gunnar Þór Bjarnason, f. 7.5. 1971, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Hildar eru Björg Sig- ríður Anna Kofoed-Hansen, f. 18.7. 1948, íslenskufræðingur í Reykja- vík, og Bjarni Hjaltested Þór- arinsson, f. 1.3. 1947, listamaður. Eiginmaður Bjargar, fósturfaðir Hildar og kjörfaðir frá 1983, er Þórður Jónsson, f. 2.3. 1945, við- skiptafræðingur. Hildur Þórðardóttir Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja á Akureyri Axel Kristjánsson kaupm. á Akureyri Björg Kofoed-Hansen húsfreyja í Rvík Agnar E. Kofoed-Hansen lögreglustjóri og flugmálastjóri í Rvík Björg Kofoed-Hansen íslenskufræðingur í Rvík Emelía Benediktsdóttir húsfreyja í Rvík Agnar F. Kofoed- Hansen skógræktarstj. í Rvík Guðríður Hjalte- sted húsfr. í Rvík Birna Bjarnad. Stefánsson húsfr. í Rvík Anna Geirs fyrrv. ungfrú Rvík, 2. í Miss Universe Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri Guðmundur Breiðfjörð skipstj. í Rvík Sveinbjörn Breiðfjörð veitingam. Ólafur Jens Pétursson deildarstjóri Pálmi Jónsson stofnandi HagkaupaJón Pálmason kaupsýslum. Sólveig Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Jón Jónsson bóndi á Hofi á Höfðaströnd Jón Ásbergsson framkv.stj. Íslandsstofu Sigríður Vilhelmína Eggertsdóttir húsfr. í Rvík Agnar Kofoed-Hansen verkfr. og ráðgjafi í Rvík Sophie Isabella Kofoed- Hansen sérkennari í Rvík Stefanía Anna Hjaltested f. Bendtsen, húsfr. í Rvík Bjarni B.Hjaltested kennari og pr. við Dómkirkjuna í Rvík, systursonur Bjarna á Hamralandi, langalangafa Ólafs Ragnars Grímssonar fv. forseta Anna Lísa Hjaltested húsfreyja í Rvík Þórarinn Breiðfjörð Pétursson vélstjóri í Rvík Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir húsfreyja í Rvík Pétur Maríus Guðlaugur Guðmundsson útvegsb. á Hellissandi, síðar í Rvík, bróðursonur Sigríðar, móður Ara Arnalds sýslumanns Úr frændgarði Hildar Þórðardóttur Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður í Rvík Johannes Bildquist málarameistari í Kaupmannahöfn Eggert Óskarsson borgar- og héraðs- dómari í Rvík Ingibjörg S. Pálmadóttir kaupsýslukona Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður Sirrý Geirs fv. fegurðardr. og kennari ÍSLENDINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Hallvarður Helgi Einvarðssonfæddist í Reykjavík 2.12.1931, sonur Vigdísar Jó- hannsdóttur húsfreyju og Einvarðs Hallvarðssonar, starfsmannastjóra Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands. Meðal föðurbræða Hallvarðs voru Jónatan hæstaréttardómari, faðir Halldórs, fyrrv. forstjóra Lands- virkjunar, og Jón sýslumaður, faðir Bjarna Braga aðstoðarseðlabanka- stjóra, föður Jóns Braga, Ph.D. í efnafræði og prófessors. Hallvarður kvæntist Guðrúnu S. Karlsdóttur 1963 og eignuðust þau tvö börn, Elínu Vigdísi og Einar Karl. Eftirlifandi eiginkonu, Erlu Magnúsdóttur Kjærnested, kvænt- ist Hallvarður 1984, en börn hennar eru Anna, Ragna, Emil og Sunna. Hallvarður lauk stúdentsprófi frá MR 1952, lauk embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1958, stundaði fram- haldsnám í stjórnmálafræði við Uni- versity of Wisconsin í Madison, Wisconsin, og í þjóðarétti og frönsku við Sorbonne-háskóla í París. Hann öðlaðist hdl.-réttindi 1965, löggild- ingu til flutnings opinberra mála sama ár og hrl.-réttindi 1968. Hallvarður starfaði í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins 1954-55 en að loknu laganámi gerðist hann fulltrúi hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Hann varð fulltrúi hjá saksóknara ríkisins 1961, frá stofn- un embættisins, aðalfulltrúi þar 1963, var skipaður vararíkis- saksóknari 1974 og settur saksókn- ari ríkisins um skeið. Árið 1977 var hann skipaður rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins frá stofnun þess emb- ættis, en var síðan skipaður ríkis- saksóknari 1986. Hallvarður var aðjúnkt við laga- deild HÍ 1973-77, sinnti einnig stundakennslu eftir það, sat í ýms- um nefndum á vegum hins opinbera, einkum á sviði sakamála, lögreglu- fræða og skattamála. Þá sat hann í stjórnum Sakfræðingafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands og var formaður þeirra um skeið. Hallvarður lést 8.12. 2016. Merkir Íslendingar Hallvarður Einvarðsson Laugardagur 90 ára Ásta H. Haraldsdóttir Haraldur Árnason Ingvar Eyjólfsson Kristín H. Kjartansdóttir Símon Oddgeirsson 85 ára Bjarni Sighvatsson Kristján Andrésson 80 ára Jóna Guðrún Sveinsdóttir 75 ára Auður Svala Guðjónsdóttir Ármann Herbertsson Guðlaug Ólafsdóttir Hreinn Sigurjónsson Olga Ingimundardóttir 70 ára Björg G. Eiríksdóttir Elísabet Árnadóttir Guðjón Bjarnason Guðlaug Óskarsdóttir Guðleifur Sigurðsson Halldóra Sigurjónsdóttir Helga Guðmundsdóttir Sigurbjörg Ólafsdóttir Skúli Sigurðsson Stephen Alan Fairbairn Þóra Benediktsdóttir 60 ára Anna Steinunn Ólafsdóttir Auður Anna Kristín Pedersen Bergrós Hauksdóttir Fríða Guðbjörg Eyjólfsdóttir Hafsteinn Valsson Helga Steina Narfadóttir Hrefna Þorbergsdóttir Kristinn A. Þorsteinsson Kristjana G. Ingibergsdóttir Sigríður Hrönn Bjarkadóttir Steinunn Einarsdóttir Svanhildur Sigurðardóttir Tómas Hrafn Guðjónsson Valþór Stefánsson Þorsteinn H. Guðbjörnsson 50 ára Benedikt Sigurðsson Birna Björnsdóttir Friðjón Guðjohnsen Hildur Þórðardóttir Inga Kristín Guðlaugsdóttir Jón Einarsson Júlíus Kemp Linda Björg Finnbogadóttir Linda Linnet Hilmarsdóttir Liudmila Moiseeva Lubomír Santa Ragnheiður Ásgrímsdóttir Tjörvi Dýrfjörð 40 ára Bjarni Hannesson Brynleifur Birgir Björnsson Elísabet Vilmarsdóttir Guðbjörg J. Magnúsdóttir Halldór Davíð Jóhannsson Hilmar Ingimundarson Ingibergur Ingibergsson Edduson Ingibjörg H. Stefánsdóttir Jón Svanur Sveinsson Margrét U. Þórarinsdóttir Wojciech Dzienis Youssef Perez Benarab Þórir Halldórsson Þórir Traustason 30 ára Abraham Adamsson Adrian Wisniewski Almar Þór Ingason Anna Walczuk Bjarni Árnason Björgvin Ingi Jónsson Brynjólfur Sveinn Ívarsson Daniela Matevska Edyta Wanda Diakow Haraldur Rafn Pálsson Jón Oddur Jóhannsson Katrín Harpa Ásgeirsdóttir Pablo Jesus A. Gonzalez Pedro Filipe V. Carvalho Sigríður Rós Einarsdóttir Sigurður Birgir Sigurðsson Sindri Þór Steingrímsson Sonja Björk Benediktsdóttir Sunnudagur 95 ára Hörn Sigurðardóttir 90 ára Emil Sigurðsson Ólöf Guðleifsdóttir Þorgerður Egilsdóttir 85 ára Brynja Tryggvadóttir Kristján Árnason 75 ára Anna G. Ásgeirsdóttir Hrafnhildur Stella Stephens Margrét Erna Blomsterberg Ólafur Þór Jónsson 70 ára Áslaug Anna Einarsdóttir Bryndís Ásgeirsdóttir Helgi Guðmundsson Hjörtur Herbertsson Hrafnhildur Kristinsdóttir Ólafur M. Aðalsteinsson 60 ára Baldur Baldursson Brynjar Klemensson Guðmundur Kristján Kolka Guðrún Ágústa Árnadóttir Ingibjörg E. Jakobsdóttir Jens Pétur A. Jensen Maura Romo Hife Ólafur I. Halldórsson Sigfinnur Mikaelsson 50 ára Ásmundur Jónsson Bessi Aðalsteinn Sveinsson Björn Traustason Borgar Vagn Ólafsson Hafdís Björgvinsdóttir Hulda Sigríður Ringsted Jaroslaw Jambrzycki Jón Sigurðsson Kristján H. Theodórsson Margrét Fjóla Guðmundsdóttir Pétur Pétursson Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Unnur E. Ingimarsdóttir Utit Suwankayee 40 ára Fjóla Björk Jensdóttir Gunnar K. Kristjánsson Jan Mikolaj Dmyszewicz Katrín Kaaber Lárus Guðbjartsson Norbert Swiercz Ólafur Þórisson Sigríður A. Þórðardóttir Todor Ivanov Ivanov Vannee Youbanphot 30 ára Birkir Örn Jónsson Elísabet Hall Eva Hannesdóttir Gestur Þorsteinsson Hanna Björg Sævarsdóttir Heiður Grétarsdóttir Juan Paulo Carpio Agaloos Karl Fannar Sævarsson Katrín Björns Egilsdóttir Kristján Ernir Rúnarsson Kristján Jóhann Júlíusson María Björg Kristjánsdóttir Sólveig H. Benjamínsdóttir Tinna Rósantsdóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.