Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Múslímum gæti fjölgað úr tæpum 5% af íbúafjölda Evrópulanda í rúm 11% á næstu áratugum ef aðflutn- ingur fólks helst álíka mikill og hann er nú, samkvæmt rannsókn Pew- rannsóknamiðstöðvarinnar í Banda- ríkjunum. Í nýrri skýrslu hugveitunnar kem- ur fram að á síðasta ári bjuggu um 25,8 milljónir múslíma í 28 aðildar- löndum Evrópusambandsins, auk Noregs og Sviss. Þeir voru um 4,9% af 521 milljón íbúa landanna þrjátíu. Múslímum hafði fjölgað um 6,3 millj- ónir frá árinu 2010. Aðflutningur fólks til Evrópuland- anna stórjókst árið 2014, einkum vegna fjölgunar flóttafólks frá Sýr- landi, Írak og Afganistan. Þegar að- flutningurinn var í hámarki kom tæp hálf milljón manna til Evrópuland- anna á ári en hann tók að minnka aftur um mitt síðasta ár. Í skýrslu rannsóknamiðstöðvar- innar er leitast við að meta hversu mikið múslímum gæti fjölgað í Evr- ópulöndunum til ársins 2050. Spá hugveitunnar um fjölgunina er þrí- þætt og fer eftir því hversu mikill að- flutningur fólks verður á næstu ára- tugum, þ.e. hvort hann verður „enginn“, „í meðallagi“ eða „mikill“. Eru yngri og eignast fleiri börn Í fyrstu sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að aðflutningur fólks stöðv- ist algerlega næstu áratugina. Út frá þeirri forsendu er talið að múslímum haldi áfram að fjölga í Evrópulönd- unum, eða úr 4,9% af íbúafjöldanum í 7,4%. Ástæðan er sú að meðalaldur múslímanna er þrettán árum lægri en annarra íbúa landanna og þeir eignast einnig fleiri börn að meðal- tali en aðrir. Um 27% múslímanna eru undir fimmtán ára aldri en með- al annarra íbúa er hlutfallið 15%. Múslímar eiga að meðaltali 2,6 börn en aðrir íbúar 1,6. Verði aðflutningur fólks enginn, sem telst ólíklegt, verður hlutfall múslíma áfram hæst í Frakklandi, að Kýpur undanskilinni, en um 25,4% íbúa eyjunnar eru múslímar þar sem margir þeirra eru af tyrk- nesku bergi brotnir. Múslímum myndi fjölga úr 8,8% í 12,7% í Frakklandi frá 2016 til 2050 og úr 8,1% í 11,1% í Svíþjóð. Gæti fjölgað í 20% í Svíþjóð Í annarri sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að aðflutningur fólks verði „í meðallagi“, þ.e. að „venjuleg- ur aðflutningur“ haldist óbreyttur og flóttamannastraumurinn minnki og verði álíka mikill og hann var um mitt síðasta ár. Hugtakið venjulegur aðflutningur nær til allra þeirra sem flytja búferlum til Evrópulandanna í öðrum tilgangi en þeim að sækja um hæli eða stöðu flóttamanns. Þessi sviðsmynd virðist vera lík- legust, að öllu óbreyttu, og verði hún að veruleika telur rannsóknamið- stöðin að múslímum fjölgi úr 4,9% í 11,2%. Gangi spá hugveitunnar eftir myndi múslímum fjölga úr 8,1% í 20,5% í Svíþjóð og þeir yrðu hlut- fallslega fleiri þar en í Frakklandi, þar sem talið er að þeir verði um 17,4%. Í Bretlandi myndi hlutfallið hækka úr 6,3% í 16,7% og í Finn- landi úr 2,7% í 11,4%, svo dæmi séu tekin. Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að aðflutningur fólks til landanna verði mikill, þ.e. að venju- legi aðflutningurinn haldist óbreytt- ur og flóttamannastraumurinn verði jafnmikill og hann var þegar hann var í hámarki, frá 2014 og þar til um mitt síðasta ár. Skýrsluhöfundarnir benda á að flóttamannastraumurinn var miklu meiri á þessu tímabili en að meðaltali síðustu áratugina og hann hefur minnkað vegna þess að Evrópusambandið og mörg aðildar- ríkjanna hafa breytt stefnu sinni til að draga úr honum. Verði flótta- mannastraumurinn eins mikill og ár- in 2014-2015 samfleytt í rúma þrjá áratugi er talið að múslímum fjölgi úr 4,9% í 14%. Þeim myndi þá fjölga í 30,6% í Svíþjóð, 19,7% í Þýskalandi og 18% í Frakklandi. Hlutfall músl- íma myndi þannig þrefaldast í þess- um löndum en haldast mjög lítið í löndum í austanverðri álfunni, t.a.m. í Póllandi þar sem múslímum myndi fjölga úr 0,1% í 0,2%. Skýrsluhöfundarnir segja að múslímar í Evrópu séu mjög fjöl- breyttur hópur og mistrúræknir. Sumir þeirra líti ekki á trúna sem stóran þátt í daglegu lífi sínu en aðr- ir telji hana hafa mikil áhrif á líf sitt. Spá Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar um fjölgun múslíma er þríþætt og fer eftir því hversu mikill aðflutningur fólks verður í Evrópu Árið 2016 Árið 2050 Spá 1 „Enginn aðflutningur fólks“ Spá 2 „Aðflutningur fólks í meðallagi“ Spá 3 „Mikill aðflutningur fólks“ Fjöldi múslíma í Evrópuríkjum Heimild: Pew-rannsóknamiðstöðin (e. Pew Research Center) Hundraðshlutur múslíma í einstökum Evrópulöndum minni en 1% 1 til 5% 5 til 10% 10 til 15% 15 til 20% meiri en 20% 25,8 milljónir 4,9% 8,8% 8,1 6,1 4,8 2,6 6,3 12,7% 11,1 8,7 8,3 4,6 9,7 17,4% 20,5 10,8 12,4 6,8 16,7 18% 30,6 19,7 14,1 7,2 17,2 75,6 milljónir57,9 milljónir35,8 milljónir 14%11,2%7,4% Múslímar eða 495 milljónir Fjöldi íbúa Evrópulanda Fjöldi múslíma í ESB- löndum gæti tvöfaldast  Múslímum myndi fjölga þótt aðflutningur fólks stöðvaðist Íbúunum gæti fækkað » Í skýrslu Pew-rannsókna- miðstöðvarinnar er bent á að íbúum Evrópulandanna gæti fækkað úr 521 milljón í 482 milljónir frá 2016 til 2050 ef aðflutningur fólks stöðvast al- veg. » Verði aðflutningurinn í meðallagi fækkar íbúunum í 517 milljónir. Verði hann mjög mikill fjölgar íbúunum í 539 milljónir. AFP Á flótta Fjölskylda sem kom nýlega með báti til grísku eyjunnar Samos. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðar- öryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur játað sig sekan um að hafa logið að alríkis- lögreglunni FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands við yfirheyrslur vegna rannsókn- arinnar á tilraun- um Rússa til að hafa áhrif á kosn- ingabaráttuna í Bandaríkjunum á síðasta ári. Flynn kom fyrir dómara í Wash- ington í gær tveimur klukkustund- um eftir að Robert Mueller, sérstak- ur saksóknari, birti ákæru á hendur honum fyrir að hafa veitt alríkislög- reglunni „rangar“ og „ósannar“ upp- lýsingar um fund með sendiherran- um í janúar sl., skömmu eftir að Trump tók við forsetaembættinu. Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi í febrúar, aðeins 23 dögum eftir að hann tók við embættinu, þegar í ljós kom að hann hafði sagt Mike Pence varaforseta ósatt um samræður sínar við sendi- herra Rússlands, m.a. um hugsan- legt afnám refsiaðgerða gegn land- inu. Ákæran á hendur honum gæti skaðað Trump sem er sagður hafa reynt að fá yfirmann FBI, James Comey, til að stöðva rannsóknina á máli Flynns áður en forsetinn vék Comey úr alríkislögreglunni. Þrír aðrir fyrrverandi aðstoðar- menn Trumps hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn sérstaka sak- sóknarans. Paul Manafort, sem var kosningastjóri Trumps, og sam- starfsmaður hans, Richard Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn hagsmunum Bandaríkjanna, peningaþvætti og fleiri lögbrot. Fyrrverandi ráðgjafi forsetans í utanríkismálum, George Papado- poulos, hefur játað að hafa logið að FBI í tengslum við rannsóknina. Flynn játar að hafa logið að FBI  Ný ákæra í Rússamálinu vestra Michael Flynn H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta yfir 300 mkr. • Vel innréttað kaffihús miðsvæðis í Reykjavík. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp. • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall. • Ráðandi hlutur í yfir 100 herbergja hótelkeðju í miðbæ Reykjavíkur. Mjög góð og vaxandi velta. • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.