Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
✝ HildibrandurBjarnason
fæddist í Asparvík
á Ströndum 18.
nóvember 1936.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
16. nóvember 2017.
Foreldrar hans
eru Laufey Val-
geirsdóttir, f. 19.
ágúst 1917 í
Norðurfirði, Árnes-
hreppi í Strandasýslu, d. 6.
febrúar 2007, og Bjarni Jóns-
son, f. 2. september 1908 á
Svanshóli, Strandasýslu, d. 10.
janúar 1990. Foreldrar Hildi-
brands bjuggu í Asparvík frá
1935 til 1951 en fluttust þá
ásamt fjölskyldunni til Bjarn-
arhafnar á Snæfellsnesi, sem
hefur síðan verið heimili Hildi-
brands.
Systkini Hildibrands eru:
Aðalheiður, f. 1932, Reynir, f.
1938, d. 1978, Ásta, f. 1939,
Sesselja, f. 1941, Jón, f. 1943,
Sigurður Karl, f. 1945, Guðrún,
f. 1946, Signý, f. 1949, og Val-
geir, f. 1954.
Hildibrandur giftist árið 1959
Jónínu Sigríði Sigurjónsdóttur,
jónsson, f. 7.6. 1925. Börn
Hrefnu og Hildibrands eru: 1)
Guðjón, f. 6.6. 1980. 2) Hulda, f.
9.3. 1984, maki hennar er
Hreiðar Már Jóhannesson, f.
11.8. 1984, foreldrar hans eru
Guðrún Birna Eggertsdóttir, f.
22.11. 1964 og Jóhannes Ólafs-
son, f. 14.3. 1955. Dætur Huldu
og Hreiðars eru Hrefna María,
f. 30.9. 2014, og Hildur Birna, f.
6.10. 2017. 3) Kristján, f. 11.5.
1987.
Hildibrandur bjó félagsbúi í
Bjarnarhöfn með föður sínum
og bróður, Jóni, og síðar með
syni sínum, Brynjari. Á tíunda
áratugnum sneri hann sér
ásamt Hrefnu konu sinni og
börnum að uppbyggingu ferða-
þjónustu og hákarlaverkunar
og hefur sú starfsemi vaxið með
ári hverju og gert Hildibrand
að þjóðþekktum manni. Hildi-
brandur hefur einnig sett upp
hákarlasafn í Bjarnarhöfn sem
að uppistöðu eru munir úr eigu
fjölskyldu hans, í hverri há-
karlaveiðar og verkun hafa ver-
ið stunduð mann fram af manni
um aldir. Hefur stór hluti ís-
lensku þjóðarinnar, auk fólks
frá fjölda landa, sótt Hildibrand
heim á síðustu árum, skoðað há-
karlasafnið og hlýtt á lifandi
frásagnir hans.
Hildibrandur verður jarð-
sunginn frá Bjarnarhafnar-
kirkju í dag, 2. desember 2017,
klukkan 13.
f. 9. október 1935,
d. 8. maí 2014. For-
eldrar hennar eru
Þórunn Jónína
Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 11.10.
1915, d. 10.9. 1985,
og Sigurjón Þór-
oddsson, f. 23.11.
1915, d. 14.12.
1998. Hildibrandur
og Jónína skildu.
Sonur þeirra er
Brynjar, f. 3.11. 1959, kvæntur
Herborgu Sigríði Sigurð-
ardóttur, f. 14.9. 1973, foreldrar
hennar eru Karlotta Sigríður
Guðfinnudóttir, f. 7.5. 1941, d.
26.10. 2016, og Sigurður Helgi
Geir Sigurlaugsson, f. 23.4.
1933, d. 5.7. 1992. Sonur Brynj-
ars og Herborgar er Helgi Karl,
f. 19.4. 1992, unnusta hans er
María Halldórsdóttir, f. 10.6.
1993, foreldrar hennar eru
Þórný María Heiðarsdóttir, f.
28.2. 1961, og Halldór Þórólfs-
son, f. 22.9. 1957.
Hildibrandur giftist 22.11.
1980 Hrefnu Garðarsdóttur, f.
25.11. 1951. Foreldrar hennar
eru Kristín Jóhannesdóttir, f.
18.9. 1928, og Garðar Guð-
Það var brosandi frændi sem
ég hitti á líknardeildinni einn
góðan laugardag í nóvember.
Honum var að vísu tregt um
tungu að hræra – en ég bætti það
upp með því að tala þeim mun
meira. Ég færði honum talna-
band sem ég hafði keypt við Pét-
urskirkjuna í Róm nokkrum dög-
um áður. Ég nefndi að meðal
kaþólskra væru perlurnar á
bandinu áminning um að muna.
Hann handlék bandið og þótti til
koma. Um stundarkorn sátum
við saman á sólskinsbletti á heiði
– núvitund heitir það víst nú til
dags. En síðan tók að rökkva og
hann að þreytast. Ég sá samt að
hann vildi ekki slíta stundinni.
Það varð þó að verða. Hann gekk
frá mér keikur eins og ávallt – þó
að í þetta skipti þyrfti göngu-
grind. Nokkrum dögum síðar var
hann alfarinn.
Ég hef vitaskuld þekkt Hidda
frá fæðingu, enda bjó ég í
Bjarnarhöfn fyrstu 11 ár æv-
innar. Ég dvaldi síðan oft hjá
honum og Hrefnu á unglings-
árunum. Og svo vorum við fjöl-
skylda mín þar tíðir gestir. Ég
bjóst aldrei við því að hann myndi
fara. Það varð þó að verða. Og nú
get ég aðeins talið perlurnar,
minningarnar, á því talnabandi
er ég hef frá honum.
Ég gæti talið hve duglegur
hann var og kappsamur –
kannski kenndi hann mér að
vinna? Ég hlýt að telja hve gest-
risinn hann var og hjálpsamur.
Hvernig hann fagnaði okkur þeg-
ar við heimsóttum hann – og hve
óspar hann var á athygli við börn-
in mín. Ég tel einnig hve mikill
stemningsmaður hann var.
Fingur mínir nema staðar við
margar gleðistundir í leik og
starfi – sérstaklega þegar við
vorum báðir yngri. En nú hef ég
séð á eftir frænda mínum – þess-
ari staðfestu við heimahagana
vestur þar.
Þegar ég horfi á eftir Hildi-
brandi sé ég náttúrubarn. Mann
sem heyrði allt og sá í umhverfi
sínu – líkt og ósjálfrátt – hvort
sem það voru sjávarföll og fuglar,
háttalag húsdýra, veðurbrigði
eða bara bílar á leið yfir Skarðið.
Og ekki aðeins það. Mér finnst
líka sem hann hafi skynjað nátt-
úruna, eða haft hana á tilfinning-
unni. Það sama átti við um fólk.
Hildibrandur þurfti ekki að
kunna erlend tungumál til þess
vera rómaður leiðsögumaður og
gestgjafi fyrir allra þjóða persón-
ur. Opið hjarta og sönn frá-
sagnargleði var nóg. Enda
breyttist frændi minn í þjóð-
sagnapersónu í lifanda lífi – og
varð með heimsþekktari Íslend-
ingum. Ímynd hins sanna Ís-
lands.
Stundum er sagt að Íslending-
ar telji sig brot af landinu og
skynji náttúruöflin sem lifandi
verur, eða vætti, líkt og Eyr-
byggja ber vitni um. Ég hef lengi
legið í bókum og leikið með tölur.
En eftir því sem ég eldist er sem
ný skilningarvit komi til mín – ég
er farinn að skynja nýja hluti sem
þó voru ávallt til staðar. Ég er
farinn að sjá samhengi í kringum
mig. Ég veit því, kæri frændi, að
þú ferð í raun ekkert – ekki frem-
ur en aðrir sannir Eyrbyggjend-
ur. Þú munt ganga inn í landið og
lifa þar áfram. Ég mun því áfram
hitta þig í Bjarnarhöfn og skynja
þig á staðnum. Og saman getum
við átt stað og stund – líkt og
þennan laugardag í nóvember er
við sáumst síðast. Og ég get
áfram hlakkað til að koma. En
þangað til viljum við fjölskylda
mín senda þér þakkarkveðjur.
Ásgeir Jónsson.
Er ég heimsótti Hidda á
líknardeildina daginn áður en
hann kvaddi gat hann ekki lengur
tjáð sig, en sterku, traustu og
hlýju hendurnar hans hvíldu ofan
á sænginni.
Þessar hendur sem alltaf voru
sístarfandi. Ég hitti Hildibrand
fyrst sumarið 1965 er ég fór með
Jóni bróður hans til Bjarnar-
hafnar. Við Jón vorum þá að
draga okkur saman. Hiddi var
næstelstur af 10 systkinum.
Mörg þeirra voru enn heima við
og unnu að búskapnum.
Hildibrandur var sterkur og
vinnusamur, glaðvær og ávallt til
í ævintýri. Það var alltaf eitthvað
um að vera þetta sumar. Ef ekki
heyskapur, þá var farið í lunda út
í eyjar, ellegar á grásleppu á Síld-
inni, hinu aldna sjóskipi. Oft var
skroppið í reiðtúra á kvöldum eða
um helgar. Ég sé Hidda ljóslif-
andi fyrir mér stoltan og hnar-
reistan á Nökkva sínum. Stund-
um var skroppið á sveitaböllin.
Hiddi keyrði og ekki var talið inn
í jeppann – sat þar hver undir
öðrum. Sungið var svo saman á
báðum leiðum. Já, það var oft
glatt á hjalla í stórum hópi sem
elsti bróðirinn fór fyrir.
Ég og Jón bjuggum í Bjarn-
arhöfn í góð tíu ár í félagi með
Hidda og tengdaforeldrum,
Bjarna og Laufeyju. Á þessum
árum byggðum við nýtt íbúðar-
hús, ein stærstu fjárhús á landinu
ásamt stórri flatgryfju. Keyptur
var sláttutætari og allt heyjað í
vothey, ræktuð ný tún, veidd grá-
sleppa og selur á vorin.
Það var gott að vita af Hidda í
næsta húsi. Ég man sérstaklega
þegar ég var kasólétt að Björgu
minni að vetri til og ein heima
með Bjarna og Ásgeir. Þá bank-
aði Hiddi oft hjá okkur áður en
hann fór í húsin, gætti að og
hvort okkur vanhagaði um eitt-
hvað. Stundum ferjaði hann
börnin í Landrovernum sem var
eina bifreiðin á bænum og leyfði
þeim að horfa á sjónvarpið.
Við Jón fluttum síðan norður
að Hólum í Hjaltadal og Brynjar
sonur hans tók við okkar hlut í
jörð, byggingum og búi. En
Bjarnarhöfn var áfram sem hluti
heimilis okkar og fjölskyldunnar.
Og alltaf lágu gagnvegir á milli
okkar og Hildibrands og hans
fjölskyldu. Hiddi leit síðan oft við
hjá okkur á Aragötunni og þess
munum við nú sakna.
Sérlega skemmtilegt var að
heimsækja Bjarnarhöfn með
barnabörnin. Hiddi tók á móti
þeim af mikilli hlýju, spjallaði við
þau, sýndi þeim gömlu áhöldin,
eða ýmsa hluti í náttúrunni,
steina eða skeljar. Sérstaklegu
nutu þau þess að sjá hænurnar,
endurnar og stundum voru ungar
og hann leyfði börnunum að tína
eggin. Við áttum góða stund með
fjölskyldunum í Bjarnarhöfn síð-
asta sumar í blíðskaparveðri með
Laufeyju okkar og ömmustrák-
um, Valdimari og Hákoni. Veik-
indin voru farin að setja mark sitt
á Hidda, en hann kom brosandi
út til að taka á móti okkur og ekki
síst strákunum. Hann leiddi þá
um allt og gaf þeim ógleymanlega
minningu. Litlu stýrin hans Páls
míns komu heim heilluð af Hildi-
brandi eftir álíka heimsókn. Þórir
og Kjartan, sonarsynir mínir,
kölluðu hann alltaf stóra frænda.
Hildibrandur og heimsóknirnar í
Bjarnarhöfn eru þeim öllum
sveipaðar ævintýraljóma í minn-
ingunni.
Ég vil þakka Hildibrandi mági
mínum fyrir allar góðu stundirn-
ar, vináttuna og hugulsemina í
gegnum árin. Hrefnu og fjöl-
skyldunum í Bjarnarhöfn send-
um við einlægar samúðarkveðjur
Ingibjörg Sólveig Kolka
Bergsteinsdóttir.
Árið er 1992. Vinir koma sér
fyrir á jörð í Helgafellssveit. Ná-
granninn, Hildibrandur í Bjarn-
arhöfn, kemur inn í líf okkar.
Merkur maður er fallinn frá og
minningabrot koma upp í hug-
ann. Hildibrandur á hlaðinu í
Bjarnarhöfn; Hildibrandur bros-
ir út í annað á þorrablóti í hlöð-
unni okkar þar sem drippaði nið-
ur úr loftinu; Hildibrandur í
essinu sínu að segja gestum okk-
ar frá bændakirkjunni; Hildi-
brandur við kamínuna í gamla
húsinu; Hildibrandur í hákarla-
skúrnum að lýsa því hvernig
hann gerði að hákarlinum; Hildi-
brandur að ræða við krakkana.
Myndirnar af okkur með honum
yfir kaffibolla eða staupi, eilífar
sögustundir og góðir tímar.
Ógleymanlegi eftirmiðdagurinn
með Hildibrandi í kirkjunni í
Bjarnarhöfn einn aðfangadaginn,
hvít túnin og mikill friður. Hildi-
brandur vakinn yfir fólkinu sínu,
nær og fjær. Ófá símtölin á öllum
tímum sólarhringsins, hann sæi
bílljós á Kóngsbakka – ættum við
von á einhverjum þar og hvort
þetta væri bíll á okkar vegum! Að
fá Hildibrand með austur á hrein-
dýraveiðar gerði ferðina enn
eftirminnilegri en ella. Það er
gott að kynnast góðu samferða-
fólki og Hildibrandur var einn
þeirra sem við vildum alls ekki
hafa farið á mis við, án hans hefði
lífið orðið fátækara. Við viljum á
þessari stundu þakka fyir lán
okkar að hafa komið í sveitina
hans og kynnst þessum góða
manni. Þökkum fyrir ótaldar
samverustundir og góða vináttu
undanfarin aldarfjórðung.
Við vottum Hrefnu, börnum
hans og fjölskyldum samúðar.
Hvíl í friði,
Sæmundur og fjölskylda,
Kóngsbakka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný
(Þórunn Sigurðardóttir)
Nú genginn er vinur okkar,
Hildibrandur Bjarnason, á vit
sumarlandsins að lokinni löngu
og farsælu lífsstarfi. Bestu þakk-
ir fyrir góð kynni og ógleyman-
legar samverustundir á liðnum
árum.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningarnar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinir þó falli frá.
Góðar minningar geyma,
vefur syrgjendum fró,
til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma
sofðu í sælli ró.
(Höf ók.)
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginkonu, barna og fjölskyldu
þeirra. Guð blessi ykkur.
Bragi og Elín.
Kær vinur minn er fallinn frá
og komið að kveðjustund eftir
rúmlega 40 ára vinskap sem aldr-
ei bar skugga á.
Ég kynntist Hidda og Jóni
bróður hans fyrst þegar ég kom
að Bjarnarhöfn til að byggja fjár-
hús fyrir foreldra þeirra, Bjarna
og Laufeyju. Þetta voru þá ein
stærstu fjárhús landsins og sýnir
hve stórhuga þeir voru á Bjarn-
arhöfn. Það var gæfa fyrir mig að
kynnast þessu góða fólki.
Hiddi átti ávallt góða hesta og
af honum keypti ég mína fyrstu
hesta og fórum við í marga út-
reiðartúrana. Margt var brallað í
þessum ferðum og ávallt gleði og
gaman.
Seinna byggði ég við gamla
húsið hjá þeim og síðast Hákarla-
safnið sem Hiddi vann við og
hans fjölskylda. Hiddi varð
landsfrægur fyrir hákarlsverkun
sína og síðustu ár hafa erlendir
ferðamenn flykkst að til að skoða
safnið á Bjarnarhöfn, hákarls-
verkunina og kirkjuna þeirra.
Það var upplifun í hvert skipti
að fara með Hidda í kirkjuna og
hlusta á hann segja söguna um
altaristöfluna og kaleikinn. Alltaf
lifði hann sig inn í söguna og
ljómaði í framan og hreif alla við-
stadda með sér, líka erlendu
ferðamennina sem hlustuðu á
hans hljómfögru íslensku.
Á seinni árum eftir að ég flutti
að Hvammi kom Hiddi oft við í
sínum bæjarferðum og fékk að
sofa í gistihúsinu okkar Perlu. Þá
var oft setið á kvöldin og öll
heimsins mál rædd.
Ég heimsótti vin minn síðast á
hjúkrunarheimilið í Kópavogi. Þá
var hann hress í bragði eins og
alltaf og fullur tilhlökkunar að
fara heim næstu helgi á eftir til
að vera við skírn barnabarns síns.
Hrefna kona hans stóð með
honum í einu og öllu og var hon-
um ómetanleg. Við Perla sendum
henni og börnum hans, Brynjari,
Guðjóni, Huldu og Kristjáni og
þeirra fjölskyldum, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hildibrandur var sannkallaður
sveitarhöfðingi sem sárt er
saknað.
Pétur Jökull Hákonarson.
Gott er að koma að garði þeim
sem góðir vinir byggja.
Þá er meira en hálfnað heim,
hvert sem vegir liggja.
Nú hefur vinur minn Hildi-
brandur kvatt þennan heim.
Þessi vísa segir allt um það
hvernig hann tók á móti fólki. Þar
var alveg sama hvort verið væri
að koma í persónulega heimsókn,
höndla af honum hákarl eða ræða
eitthvað um ferðamálin og
framþróun þeirra á svæðinu.
Hildibrandur var mikill frum-
kvöðull í ferðamálum og vorum
við hjá Eyjaferðum og síðar Sæ-
ferðum alltaf í góðri samvinnu við
hann alla tíð. Í fyrstunni var hann
að kynna fyrir fólki hákarlaverk-
unina sem hann stundaði.
Gestum var leyft að smakka á
framleiðslunni ásamt vestfirsk-
um harðfiski og sméri og síðar
líka heimabökuðu rúgbrauði.
Mér segir svo hugur um að frá-
sagnir hans hafi verið gæddar
svo mikilli innlifun og áhuga að
allir hafi hrifist með.
Innan tíðar voru líka sjón-
varpsstöðvar, blaðamenn og ljós-
myndarar farnir að sýna þessu
„handverki fjölskyldunnar“ mik-
inn áhuga. Alltaf var Hildibrand-
ur til staðar og sinnti gestum sín-
um af kostgæfni.
Aðsóknin óx jafnt og þétt og
voru þau hjónin þá svo framsýn
að þau stækkuðu verulega hús-
næðið og komu þar inni upp stór-
merkilegu safni af munum frá
forfeðrum hans. Eins eru allri
sögu í kringum hákarlaverkunina
gerð góð skil í máli og myndum
og er þar líka margt er tengist
hákarlinum beint, til sýnis. Hildi-
brandur fylgdist einnig fullur af
áhuga með þeirri framþróun sem
núna er verið að vinna að í kring-
um safnið og starfsemi þess.
Þetta aðdráttarafl hefur veitt
Helgafellssveit, Stykkishólmi og
Snæfellsnesinu öllu mikið forskot
í hinni hörðu samkeppni að laða
til sín sem flesta gesti.
Hann tók þátt í allri samvinnu
aðila í Stykkishólmi og á Snæ-
fellsnesi og var einn af stofnend-
um Ferðamálasamtaka Snæfells-
ness þar sem hann mætti mjög
vel á fundi samtakanna – þá yfir-
leitt með hákarl fyrir okkur að
smakka meðferðis – og tók hann
mjög virkan þátt í allri starfsemi
þeirra. Ævinlega þegar líða tók á
fundina kvaddi hann sér hljóðs og
fór þá með gamansögur og önnur
skemmtiatriði fyrir fundargesti
þeim til óblandinnar ánægju.
Alltaf var hann til í leiðsögn í
kynningar- og „samhristings-
ferðum“ ferðaþjónustunnar á
svæðinu og lifði hann sig mjög vel
inn í allar sínar frásagnir þannig
að eftir var tekið, enda sjálfur
mikið náttúrubarn og sögumaður
af Guðs náð. Sérstaklega er mér
minnisstæð frásögn hans af
svanahjónunum sem hann sagði
okkur frá af svo mikilli hjarta-
hlýju og ástúð.
Við Pétur hefðum mjög gjarn-
an viljað geta fylgt honum síðasta
spölinn, en eigum ekki kost á því
þar sem við erum erlendis, en við
viljum þakka af einlægni ánægju-
lega og góða samfylgd í gegnum
árin.
Fjölskyldu hans vottum við
innilega samúð.
Svanborg Siggeirsdóttir.
Við minnumst Hildibrands
sem viturs manns. Hann var
tengdur náttúrunni sterkum
böndum og var vel læs á bók
hennar. Útsýnið yfir Breiðafjörð-
inn sem hann hafði daglega fyrir
augum er síbreytilegt þar sem
skiptist á flóð og fjara og sí-
breytilegir vindar sem endur-
speglast í sjólagi og skýjafari.
Allt þetta las hann eins og opna
bók og gat hagað störfum dagsins
eftir veðurútliti og öðrum breyt-
ingum í umhverfinu.
Hildibrandur var þéttur á
velli. Hendur hans voru sterkleg-
ar og handtök hans sterk og
örugg á hverju sem hann tók.
Hann var öflugur til allra verka
hvort sem unnið var á landi eða
sjó, en búskapurinn í Bjarnar-
höfn var mjög fjölbreyttur. Hann
var hjálpsamur og var reiðubúinn
hvar sem óskað var hjálpar.
Hildibrandur hafði mikinn
áhuga á andlegum málefnum.
Hann vissi að lífið er eilíft. Að líf-
ið hefur einhvern tilgang og að
við stefnum á æðri leiðir. Hann
hræddist ekki það sem koma
skyldi, heldur var sáttur við líf
sitt og tilveruna alla. Hann tók
þátt í bænahópi og átti þar marga
af sínum bestu vinum.
Það er mikil eftirsjá að Hildi-
brandi og við munum vissulega
öll sakna hans. En við verðum að
reyna að sjá stóra samhengið.
Hann hafði einfaldlega lokið þeim
lífsins skóla sem okkur er öllum
ætlað að menntast í. Hann stóð
öðrum framar í skilningi á svo
mörgum þáttum tilverunnar.
Hildibrandur setti svip á
Bjarnarhöfn og var höfðingi heim
að sækja. Gestrisni hans var
þekkt ekki bara um allt Ísland
heldur um allan heim. Hildi-
brandur var félagslyndur og tók
vel á móti fólki sama hvaðan það
kom og hve lengi það nam staðar.
Sérstaklega tók hann vel á móti
börnum og hændust þau að
honum. Sigurður Reynir bróður-
sonur hans sagði er hann frétti
lát hans: „Hann var svo góður
maður.“
Við þökkum Hildibrandi fyrir
samfylgdina og vottum fjölskyldu
hans okkar dýpstu samúð.
Valgeir, Ingibjörg Elsa og
Sigurður Reynir.
Á lífsins ferðalagi eru áfanga-
staðirnir margir. Helgafellssveit-
in hefur verið í miklu uppáhaldi
frá því í ágúst 1995. Það er alltaf
einstök tilfinning að fá að njóta
fegurðar fjallanna og Breiða-
fjarðar. Bjarnarhafnarfjallið er
sérstaklega tilkomumikið og fal-
legt frá Kóngsbakka. Hildibrand-
ur var hákarlabóndinn í Bjarn-
arhöfn og með elju og dugnaði
þeirra hjóna opnuðu þau hákarla-
safnið með meiru.
Hildibrandur var tilfinninga-
ríkur og hafði ræktað með sér
sérstaklega sterka tengingu við
sálina og sá áruna hjá fólki. Hann
tók vel á móti okkur og það var
gott að finna hans hlýja og sterka
faðmlag.
Það var alltaf gott að eiga sam-
verustund með sagnamanninum
Hildibrandi. Sögurnar voru vel
kryddaðar og fluttar með hans
óvenjubjörtu og hvellu rödd. Sag-
an af álftaparinu lýsir vel hversu
mikið náttúrubarn Hildibrandur
var. Hann hafði fylgst vel með
álftaparinu á tjörninni. Það var
harmasöngur þegar annar
Hildibrandur
Bjarnason