Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Aðventuhátíð Bergmáls verður haldin kl. 15 á morgun, sunnu- daginn 3. desem- ber, í Háteigs- kirkju. Söng- hópurinn LUX og Sigga Eyrún ylja með ljúfum söng og séra Bjarni Karlsson flytur hugvekju. Bergmál er líknar- og vinafélag krabbameinssjúkra og langveikra sem rekur hvíldarheimili, Berg- heima, að Sólheimum. Allir vinir og velunnarar sem vilja næðis njóta, hjartanlega velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Veitingar í Safnaðarheimili að samkomu lok- inni. Háteigskirkja Vetrarskrúði Bergheimar á Sólheimum í Grímsnesi í vetrarskrúða. Aðventuhátíð Bergmáls Sigga Eyrún Margir muna eftir búð sem lengi var á Skóla- vörðustíg og hét BIRNA, en þar feng- ust flíkur sem Birna Karen Einarsdóttir eigandi hannaði sjálf. Birna býr í Kaupmannahöfn þar sem hún rekur verslun sína BIRNA en hún skrapp til Ís- lands til að vera með pop-up markað á Eið- istorgi í fjóra daga, fór af stað á fimmtudag og verður nú um helgina laugardag kl 11-17 og sunnudag 11- 16. Endilega … … kíkið á fata- markaðEinu sinni var stelpa sem átti heima í enskri sveit og hún hélt meiraupp á bækur en nokkuð annað í heiminum. Jane vildi ekkert frek-ar en að hringa sig uppi í sófa í bókasafni pabba síns og sökkva sérniður í bók. Hún lifði sig svo algjörlega inn í sögurnar að stundum þrætti hún við söguhetjurnar eins og þær gætu svarað henni. Jane og systkini hennar sjö settu upp leikrit og léku látbragðsleiki til að skemmta sér og foreldrum sínum. Þegar Jane var enn kornung byrjaði hún að skrifa sögur og las þær svo upphátt fyrir Cassöndru systur sína til að koma henni til að hlæja. Sögurnar sem Jane skrifaði voru eins og hún sjálf: greindarlegar, hugmyndaríkar, fyndnar og beittar. Öll smáatriði skiptu hana máli: hvernig kærustupar þrætti sín á milli, göngulag manna, hvað þjón- ustustúlkurnar pískruðu sín á milli – allt voru þetta vísbendingar um skap- gerð fólks. Jane punktaði allt hjá sér í minnisbækur og greip til þess í sög- unum sínum. Á þessum tíma var ætlast til þess að stúlkur giftu sig. Jane langaði ekkert til að giftast svo að hún gerði það aldrei. „Ó, Lizzy! Gerðu allt fremur en að giftast án ástar,“ skrifaði hún í einni skáldsögunni sinni. Jane Austen varð einn frægasti rithöfundurinn í bókmenntasögu Eng- lands. Það er enn hægt að heimsækja fallega húsið í litla þorpinu þar sem hún sat iðulega og skrifaði við lítið skrifborð og horfði á blómagarðinn fyrir utan gluggann. Bókakaflar –Breski rithöfundurinn Jane Austen og bandaríski aðgerðarsinninn Rosa Parks fá sinn kaflann hvor í bókinni Jane Austen 16 . desember 1775 - 18. júlí 1817 Einu sinni ríkti kynþáttaaðskilnaður í borginni Montgomery íAlabama. Svart fólk og hvítt fólk gekk ekki í sömu skóla, baðstekki fyrir í sömu kirkjum, verslaði ekki í sömu búðum, notaði ekkisömu lyftur og drakk ekki vatn úr sömu drykkjarfontum. Allir ferð- uðust með sömu strætisvögnum en máttu ekki sitja á sama stað: hvítt fólk sat fremst, svart fólk aftast. Rosa Parks ólst upp í þessum svarthvíta heimi. Þetta var erfitt fyrir blökkufólkið og margir voru reiðir og hryggir yfir kyn- þáttaaðskilnaðinum, en ef einhver mótmælti var honum fleygt í fangelsi. Dag nokkurn sat Rosa í strætisvagni á leiðinni heim úr vinnu. Vagninn var fullur og ekkert sæti frammi í (þar sem hvíta fólkið sat) svo að bílstjórinn sagði Rosu að standa upp fyrir hvítum manni. Rosa sagði nei. Hún þurfti að dúsa í fangelsi um nóttina en þetta dirfskubragð nægði til að sýna fólki að það væri hægt að segja nei við óréttlæti. Vinir Rosu lýstu yfir viðskiptabanni. Þeir báðu alla blökkumenn bæjarins að sniðganga strætisvagnana og nota þá ekki fyrr en lögunum yrði breytt. Skila- boðin breiddust út eins og eldur í sinu. Viðskiptabannið stóð yfir í 381 dag. Því lauk þegar hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp úrskurð um að kynþáttaað- skilnaður í strætisvögnum stangaðist á við stjórnarskrána. Tíu ár liðu áður en kynþáttaaðskilnaður var bannaður í nokkru öðru ríki en á endanum kom að því, og allt var það því að þakka að Rosa tók fyrst allra í sig kjark og sagði „nei“. Rosa Parks 4. febrúar 1913 – 2 4. október 2005 Norræna húsið heldur hugguleg og vistvæn jól með sjálfbærum lausnum og norrænum áherslum. Boðið verður upp á fjölda viðburða í jólamánuð- inum sem allir í fjölskyldunni ættu að hafa gagn og gaman af. Vistvænn jólamarkaður verður opnaður kl. 14 í dag, laugardag, og stendur til kl. 17. Þar koma saman hönnuðir og handverksfólk úr ýmsum áttum og selja umhverfisvænar vörur í jólapakkann og sýna fram á hvernig hægt er að skapa vandaðar og eftir- sóttar vörur á vistvænan hátt. Jólamarkaðurinn er haldinn í anda þess markmiðs Norræna hússins að hjálpa þeim sem vinna umhverfis- vænar vörur við að koma þeim á framfæri. Gefðu umhverfisvæna jólagjöf sem eykur ímyndunarafl þess sem þiggur, eru hvatningarorð hússins. Ókeypis jólaverkstæði verður opið frá kl. 11 - 17 í dag og á sama tíma alla laugardaga og sunnudaga í des- ember og kl. 10 - 21 alla miðvikudaga til jóla. Þar er boðið upp á alls kyns um- hverfisvæn og endurunnin efni til að föndra og pakka inn í. Ef yngstu börnin halda ekki einbeitingunni yfir jólaföndrinu eiga þau kost á að horfa á jólamynd um Múmínálfana. Pip- arkökur, jólabíó og jólabækur verða á boðstólnum í barnabókasafninu. Ekta norrænt ,,hygge“ mun svífa yfir vötnum með jólaglöggi, tónlist og skemmtiatriðum fyrir yngstu kyn- slóðina. Skjóða, leiðindaskjóða, kem- ur í heimsókn, en hún er tengiliður á milli Hulduheima og mannheima, og stúlknakór frá Barnaskólanum í Reykjavík syngur fyrir börnin. Fræðslufulltrúi frá Sorpu verður á svæðinu og veitir gestum ráð um endurvinnslu, Sjálfbærar lausnir og norrænar áherslur í Norræna húsinu Vistvænn jólamarkaður og ókeypis jólaverkstæði Norræna húsið Ekta norrænt „hygge“ mun svífa yfir vötnum í desember. – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.