Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Sigling frá Pétursborg til Moskvu
Spennandi ferð til Rússlands þar sem okkur gefst tækifæri
til að skoða það helsta sem þetta stórbrotna land hefur
upp á að bjóða. Saga Rússlands er heill heimur ævintýra
og um leið og við skoðum landið fáum við að skyggnast
inn í þá veröld.
Allir velkomnir á kynningarfund 4. desember
kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
sp
ör
eh
f.
1. - 11. september Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson
vegar önnur. Algjörri þögn sló á ís-
lenska stuðningsmannahópinn og
fylgdust þeir stjarfir með drættinum
þar til Ísland kom upp úr pottinum, í
D-riðli með Argentínu og Króatíu,
sem íslensku stuðningsmönnunum
virtist líka vel.
Þeir hoppuðu og sungu hástöfum,
enda ljóst að draumur margra knatt-
spyrnuáhugamanna um að sjá ís-
lenska landsliðið taka á knattspyrnu-
goðsögninni Lionel Messi myndi
rætast. Skömmu síðar hrópaði einn
stuðningsmannanna yfir hópinn að
leikurinn yrði spilaður í Moskvu og
urðu tíðindin til að Tólfumenn fögn-
uðu enn ákafar, svo ákaft að það var
engu líkara en íslenska landsliðið
hefði hreinlega unnið sjálft heims-
meistaramótið.
Það hafði lítil áhrif á stemningu
Tólfunnar að Nígería skyldi dragast í
riðilinn úr fjórða styrkleikaflokki, en
margir sparkspekingar töldu níger-
íska landsliðið erfiðast þeirra liða sem
Ísland gat fengið úr fjórða styrk-
leikaflokki.
Þeir stuðningsmenn sem Morgun-
blaðið ræddi við sögðu þessi sterku
viðbrögð blöndu af ánægju með rið-
ilinn, en eins hefði HM-ævintýrið orð-
ið raunverulegra um leið og riðillinn
var klár. Fulltrúar erlendra sjón-
varpsstöðva voru á Ölveri í gær, með-
al annars ESPN og CNN.
Fögnuðu ákaflega riðli Íslands
Fagnaðarlæti þegar íslenska landsliðið var dregið í riðil með Argentínu á heimsmeistaramótinu
Þreföld þjóðhátíð í Rússlandi, segir stjórnarmaður Tólfunnar, en fyrsti leikur verður 16. júní
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimsmeistaramótið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins söfnuðust saman á Ölveri í gær þar sem þeir fylgdust
með beinni útsendingu af drætti í riðla á HM í Rússlandi. Vladimír Pútín forseti hélt ávarp í upphafi athafnar.
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Það var engu líkara en íslenska knatt-
spyrnulandsliðið hefði unnið heims-
meistaramótið, slík voru fagnaðarlæti
íslensku stuðningsmannanna þegar
ljóst varð að Ísland myndi mæta Arg-
entíu í opnunarleik heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu sem fram fer í
Rússlandi næsta sumar.
Ísland endaði í D-riðli ásamt Arg-
entínu, Króatíu og Nígeríu en stuðn-
ingsmenn landsliðsins komu saman á
Ölveri, heimabar íslensku stuðnings-
mannasveitarinnar Tólfunnar, og
fylgdust með drættinum í beinni út-
sendingu.
Fylgdust stjörf með drættinum
Stundin var spennuþrungin þegar
búið var að draga 16 lið í átta riðla og
komið var að því að draga átta lið til
viðbótar í jafnmarga riðla úr styrk-
leikaflokki þrjú, sem Ísland var í.
Íslensku stuðningsmennirnir á Öl-
veri sungu og trommuðu þegar fyrsta
liðið var dregið upp úr pottinum og
reyndist það vera Egyptaland sem
endaði í A-riðli með Rússum, Úrú-
gvæjum og Sádi-Aröbum.
Þegar komið var að því að draga
næsta lið úr pottinum var staðan hins
HM í Rússlandi 2018
„Það verður bara partí á föstudeginum, laug-
ardeginum og sunnudeginum. Ég veit um
marga sem eru tilbúnir að halda þrefalda
þjóðhátíð frá 15. til 17. júní,“ segir Hilmar Jök-
ull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, og rifj-
ar upp að á EM í Frakklandi hafi Ísland einmitt
átt leik á móti Ungverjalandi daginn eftir 17.
júní, svo það sé komin reynsla á stórmót í kring-
um þjóðhátíðardaginn. „Það verður þjóðhátíð-
arveisla hjá Íslendingum í Moskvu,“ segir hann.
Morgunblaðið tók þá Hilmar og Birki Ólafs-
son, sem er varastjórnarmaður í Tólfunni, tali
eftir að riðillinn varð ljós. Sögðust þeir báðir
býsna sáttir. Argentína næði sér yfirleitt illa á
strik á stórmótum og Ísland endaði fyrir ofan
Króata í undanriðli heimsmeistaramótsins í ár.
Þó segist Hilmar frekar hefðu viljað fá Brasilíu
en Argentínu.
Spurður hvort það sé ekki sérstök ósk að
lenda á móti farsælu liði segir Hilmar óska-
riðilinn vera í jafnvægi milli þess að mæta
skemmtilegum mótherjum og mótherjum sem
auka líkurnar á að Ísland komist upp úr riðl-
inum. „Og Króatar eru hvorugt,“ segir Hilmar
og hlær. Þeir hvetja fólk til að byrja að skipu-
leggja Rússlandsferðir snemma því það verður
meiri fyrirhöfn að komast þangað en til Frakk-
lands á EM.
Króatar hvorki skemmtilegir andstæðingar né auðveldir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tólfumeðlimur Hilmar Jökull Stefánsson,
stjórnarmaður Tólfunnar, var nokkuð sáttur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðalög Birkir Ólafsson hvetur fólk til að
skipuleggja ferðalög til Rússlands sem fyrst.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Treyjurnar fara í sölu hjá okkur á mánudag og fólk
getur látið setja nöfnin sín, leikmanna eða merkt þær
að vild,“ segir Halldór Einarsson, eða Halldór í Hen-
son, eins og hann er betur þekktur. Hann er að sjálf-
sögðu að tala um stuðningsmannatreyju íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta.
„Ég er búinn að vera í þessu í 44 ár og þetta verð-
ur ekki miklu skemmtilegra en þetta. Það er ótrúlegt
hvað þetta landslið er búið að gefa okkur margar góð-
ar stundir og við viljum heiðra þá með fallegri stuðn-
ingsmannatreyju.“
Beint flug á alla leikina
Ferðaskrifstofur og flugfélög horfðu á niðurröðun í
riðla keppninnar með mikilli eftirvæntingu enda mikil
vinna verið lögð í undirbúning ferða á keppnina
sjálfa. Sala á beinu flugi til þeirra þriggja borga í
Rússlandi þar sem leikir Íslands fara fram er þegar
hafin hjá Icelandair og WOW air. Í tilkynningu frá
Icelandair segir að verðið sé frá 175 þúsund krónum.
Vita og Gamanferðir verða með skipulagðar ferðir á
HM líkt og EM fyrir tveimur árum og segir Þór
Bæring Ólafsson, framkvæmdastjóri Gamanferða, að
sala hefjist strax eftir helgi. „Við höfum lagt mikla
vinnu í þetta verkefni, pantað hótel og skipulagt flug
en við verðum með beint flug á alla leiki Íslands,“
segir Þór.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að
Ísland, líkt og aðrar þátttökuþjóðir, fái 8% miða á
hvern leik. „Miðasalan hefst 5. desember hjá FIFA
og komi til þess að kvótinn fyllist verður dregið um
það hver fær miða á leikinn,“ segir hún og bendir á
að miðasalan standi til loka janúar.
Ekki fyrstur kemur fyrstur fær
„Það skiptir ekki máli hvort þú kaupir miða 5. eða
25. desember. Þetta er ekki fyrstur kemur fyrstur
fær,“ segir Klara og varar við því að fólk kaupi miða
annars staðar en hjá FIFA og vísar til atvika frá EM
í Frakklandi sumarið 2016.
Flugferðir til Rússlands
komnar eða að fara í sölu
Stuðningsmannatreyjan tilbúin Fáum 8% miða á leik
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúningurinn Marteinn Geirsson ásamt dóttur
sinni Margréti Marteinsdóttur en í fangi hennar er
Tindur Marinó, öll í nýju stuðningsmannatreyjunni.