Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 fuglinn dó og álftahópur kom til að samhryggjast. En nokkru síð- ar kom hópurinn aftur og þá var það gleðisöngur þegar svanurinn var búinn finna sér nýjan föru- naut. Það var mikil upplifun að fara með Hildibrandi á lundaveiðar í Hafnareyjar á gamla hákarla- bátnum, sem nú er á safninu. Hann lagði mikla áherslu á að einungis væri háfaður geldfugl, ekki lundinn sem væri að koma að með síli. Allri lundaveiði var hætt strax og lundanum fækkaði. Mér er sérstaklega eftirminnileg sjóstangveiðin þegar við Halldór gleymdum okkur í mokveiði og við sáum að við vorum búnir að veiða fleiri þorska en við réðum við að gera að, þá var hringt í Hildibrand. Hann kom brosandi niður í fjöru með kerru og það var tryggt að aflinn yrði vel nýttur. Bjarnarhafnarkirkjan er í umsjá og eign Bjarnarhafnar. Hildibrandur trúði á mátt kær- leikans og lagði mikla alúð við kirkjuna sína. Það var áhrifarík stund þegar hann leiddi gesti í þessa helgu kirkju. Einstakir forngripir eru í kirkjunni, kaleik- urinn, messuklæðin og altaris- taflan, sem hollenskir sjómenn gáfu kirkjunni – en þeir höfðu heitið á hana þegar þeir voru í sjávarháska. Samveran með Hildibrandi í kirkjunni var helgi- stundir. Það var áhrifaríkt þegar hlerarnir voru settir fyrir gluggana, birtan var nánast eng- in í kirkjunni og enn horfði Jesús til allra. Hann talaði sérstaklega til barna um að allir ættu að sýna hver öðrum kærleika og góðvild. Ég þakka Hildibrandi sam- fylgdina af heilum hug. Það er margs að minnast og ég tek með mér það góða sem hann lagði áherslu á. Ég votta Hrefnu, börn- um og vinum dýpstu samúð. Megi kærleiksandi Hildibrands fylgja Bjarnarhöfn um ókomin ár. Kveðja frá Ytri-Kóngsbakka, Þorvaldur Ingi Jónsson. Jæja, þá er vinur minn, Hildi- brandur í Bjarnarhöfn, stiginn af sviðinu. Shakespeare sagði að öll veröldin væri svið og allir karlar og konur á sviðinu einungis leik- arar. Hildibrandur lék sitt hlut- verk sem staðarhaldari í Bjarn- arhöfn vel. Hann fluttist þangað með foreldrum sínum og systk- inum af Ströndum er hann var um fermingu og flutti með sér menningu Strandamanna og felldi inn í nýtt hlutverk sitt. Hildibrandur talaði bara móður- mál sitt en þrátt fyrir það var ekki annað að sjá en ferðabónd- anum tækist ágætlega að tjá sig við gesti sína. Í Bjarnarhöfn er gömul timb- urkirkja byggð af sjáandanum mikla Þorleifi Þorleifssyni „lækni“ 1856-60. Í henni er merk altaristafla, er sú þjóðsaga hefur spunnist um að sé gjöf frá 17. ald- ar hollenskum sjómönnum er hafi heitið á kirkjuna í hafnauð. Því hafa sumir viljað tengja altaris- töfluna við sjálfan Rembrandt van Rijn. Myndin er af frægu mó- tífi, sem margir meistarar hafa málað og þ.á m. Rembrandt; Kvöldverðurinn í Emmaus, Jesús brýtur brauðið (Lúkas xxiv –30) og lærisveinarnir tveir þekkja hann aftur. Hildibrandur var snillingur í að lýsa þessu augnabliki svo vel að fólki fannst það jafnvel sjá augu Jesús á myndinni lifna og horfa á sig. En hann fullyrti aldrei að verkið væri eftir Rembrandt, bara kannski. Fyrir nokkru fundust í Þjóð- skjalasafni Danmerkur gögn, sem taka af öll tvímæli um hver málarinn var. Hann var C.W. Ec- kersberg (1783-1853) sem kallað- ur hefur verið faðir danskrar málaralistar. Hann málaði altar- istöfluna í ársbyrjun 1833 eftir pöntun danska Rentekamersins. Það hafði fengið beiðni frá amt- manni vesturamtsins um nýja altaristöflu í Bjarnarhafnar- kirkju að ósk Odds Hjaltalín hér- aðslæknis. sem þá var búsettur þar og hafði nýlega misst elskaða konu sína danska. Dönum fannst í byrjun altaris- taflan það dýr að hún hæfði ekki lítilli bændakirkju á Íslandi. Mál- ið dróst því á langinn þar til kon- ungurinn sjálfur, Friðrik VI., síð- asti einvaldskonungur Dana, tók af skarið og gaf skipun um að alt- aristaflan skyldi máluð og send með fyrsta skipi til Íslands. Vegna íslenska loftslagsins var ákveðið að mála hana á eikar- spjald en ekki léreft, sem var vel, því annars væri hún líklega ekki til í dag. Eitt sinn vorum við Líney stödd í kirkjugarðinum í Bjarn- arhöfn að huga að leiðum fjöl- skyldumeðlima minna er stór rúta skyndilega ók að sálnahlið- inu og út steig Hildibrandur með hóp af ítölskum ferðamönnum sem hann fór með inn í kirkjuna. Við tókum eftir því að flestir þeirra voru konur. Eftir langan tíma komu þau út aftur en þá hafði eitthvað undur eða krafta- verk gerst inni í kirkjunni. Kon- urnar réðu sér ekki fyrir fögnuði og kepptust um að faðma Hildi- brand og þakka honum. Hann hafði greinilega sýnt þeim töfra altaristöflunnar. En slíkt er ekki á færi eintyngds manns nema hann hafi afburða leikhæfileika. Það er því ekki furða að fjölmiðla- fólk alls staðar af veraldarsviðinu kæmi oft til Bjarnarhafnar að eiga viðtöl við þennan einstaka mann. Við Líney vottum fjölskyldu Hildibrands okkar dýpstu samúð. Reynir Oddsson. Kæri vinur. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti í hjarta mínu. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og allri þinni gæsku. Það sem við áttum sameigin- legt var áhugi okkar á andlegum málefnum og tengslum við nátt- úruna og það sem í henni býr. Við áttum margar góðar stundir og þær minningar gera mig svo ríka því það var mjög lærdómsríkt að fá að kynnast hvaða mann þú hafðir að geyma og hvernig þín heimspeki var. Það sem vakti aðdáun mína var til dæmis hvernig þú varst alltaf með það í huga að hjálpa öðrum að líða betur. Ég veit að stundum komstu við uppi á sjúkrahúsi bara til að athuga hvort einhver væri kannski þar sem þú gætir eitthvað gert til að hjálpa við að líða betur, skipti þá ekki máli hvort þú þekktir við- komandi eða ekki. Einu sinni gaf ég þér olíu sem ég vildi að þú prófaðir vegna verkja. Þegar þú varst búinn að prófa olíuna með góðum árangri vildir þú endilega að fleiri fengju að njóta og þú sagðir mér að nú gengir þú alltaf með olíuna í vas- anum og byðir þeim sem þú vissir að væru með verk að prófa hana. Það var alltaf gott að koma í Bjarnarhöfn og þú varst snilling- ur í að taka á móti gestum, skipti engu máli hvaðan fólkið var eða hvaða tungumál það talaði, þú varst alltaf forvitinn um hverja einustu manneskju og gast gert þig skiljanlegan á íslensku og tilbúinn að deila ástríðu þinni á þessum fallega stað því það leyndi sér ekki hversu vænt þér þótti um Bjarnarhöfn og sérstak- lega kirkjuna þar. Þú hittir okkur oft í Heilunar- félagi Íslands og munum við minnast þín sem heiðursfélaga um ókomna tíð. Elsku vinur, ég kveð um leið og ég bið um að góður Guð gefi Hrefnu þinni, börnum ykkar og barnabörnum styrk, ég veit að þú ert kominn á góðan stað, hafðu þakkir fyrir allt. Stefanía Sigrún Ólafsdóttir. Hildibrandur Bjarnason er fallinn frá. Annað okkar kynntist Hildibrandi fyrir einum 16 árum þegar Jörundur hóf rannsóknir á hákarlinum. Þá hringdi Jörundur í Hildibrand til að greina frá þessum fyrirhuguðu rannsóknum og til að óska eftir aðstoð Hildi- brands við öflun sýna. Hildi- brandur átti bersýnilega von á þessu símtali. Hann hafði þá um nóttina dreymt um nýjar rann- sóknir á hákarlinum, sem leiða myndu til lækninga á ýmsum sjúkdómum vegna hinna fjöl- breytilegu lækningaeiginleika vefja dýrsins. Það hefur því mið- ur ekki ræst, en hver veit hvað síðar verður. Mikil og auðfengin aðstoð Hildibrands við öflun há- karla til rannsókna hefur hins vegar leitt til umtalsverðrar auk- innar þekkingar á lifnaðarháttum og erfðum þessa merkilega dýrs á Íslandsmiðum. Upp úr þessu tók við fjöldi ferða í Bjarnarhöfn, þar sem hákarl var mældur og krufinn og alls slags sýni sett í formalín eða í frysti. Krufningar með Hildibrandi voru ævintýri líkastar. Hann var forvitinn að eðlisfari og sífellt að spá og spek- úlera í lifnaðarháttum hákarlsins og líffærum hans og átti það til að skera ýmis líffæri niður í frum- eindir sínar til að forvitnast um innri byggingu þeirra. Hann var viskubrunnur og hann veitti af örlæti. Nýr kafli í samskiptum okkar og Hildibrands hófst þegar við hjónin fluttum í Helgafellssveit. Þá kynntumst við nýjum hliðum á Hildibrandi, svo sem áhuga hans á mannlífinu, bæði þessa heims og annars. Hann bar hag sam- félagsins og einstaklinganna í Helgafellssveit mjög fyrir brjósti og kom iðulega í Hrísakot til að ræða sveitarstjórnarmál, einkum þegar Sif var sveitarstjóri. Því miður var Sif ekki alltaf alveg með á nótunum um einstaklinga í sveitinni, vegna skorts á hæfi- leikum við að muna mannanöfn. Það kom hins vegar ekki alltaf að sök. Hildibrandur hafði einstakt lag á því að tala í kringum hlutina og það kom fyrir að þau fóru á flug um víðan geim í samræðun- um. Það var alltaf kærkomið að fá hann til viðræðna og í heimsókn- ir. Hann var einstakur mann- og dýravinur, gaf okkur amatörun- um góð ráð við sauð- og geitburð og hvernig best væri að höndla ýmis vandamál sem upp koma í búskap. Hildibrandur hafði allt frá æskuárum sínum mikinn áhuga á Grænlandi. Hann kom til okkar í Hrísakot eitt sinn til að kanna hvort við værum til í að fara í ferð með þeim hjónum til Grænlands á skemmtiferðaskipinu Ocean Diamond. Það var auðsótt mál. Í september síðastliðnum héldum við í 11 daga ferð um vestur- strönd og suðurodda Grænlands og skoðuðum hina fallegu og fjöl- breytilegu náttúru Grænlands, auk þess sem við nutum mannlífs og matar Grænlendinga. Þrátt fyrir veikindi sín var Hildibrand- ur hrókur alls fagnaðar og naut lífsins, sífellt kátur og brosandi. Hann var notalegur og elskuleg- ur ferðafélagi. Ferðin er ógleym- anleg, enda ómetanlegt að ferðast í svo góðum félagsskap sem þau hjón eru. Helgafellssveitin er tómleg í dag. Hildibrands er sárt saknað. Við sendum Hrefnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson. Hildibrandur var engum líkur, maður fór alltaf léttari í lund af hans fundi. Það eru orðin hart- nær 60 ár síðan ég hitti hann fyrst, þá krakki nýkominn í sveit á Innri-Kóngsbakka hjá frænd- fólki mínu. Fjölskylda Hildi- brands hafði þá um 10 árum áður flutt í Bjarnarhöfn og bjó þar rausnarbúi. Það var ævintýri að koma þangað, stór og mikil húsa- kynni. Messað var reglulega í Bjarnarhafnarkirkju og þangað sótti fólk af næstu bæjum kirkju. Eftir messu buðu Laufey og Bjarni, foreldrar Hildibrands, öllum til höfðinglegs kaffisam- sætis, þar sá Hildibrandur til þess að krakkar kynntust og lékju sér saman. Hann hugsaði alla tíð vel um að ungviðið gleymdist ekki. Það var aðdáunarvert hve bændur í sveitinni réttu hver öðr- um hjálparhönd, sérstaklega í byggingarframkvæmdum, þar var Hildibrandur röskur til verka. Fjölskyldan í Bjarnarhöfn byggði upp myndarbú, bæði með kýr og sauðfé, en sneri sér seinna alfarið að sauðfjárrækt. Hildi- brandur byrjaði snemma í há- karlaverkun og byggði samhliða upp safn sem var mikið átak á sínum tíma, Bjarnahöfn er ekki í alfaraleið og vegurinn þangað var ekki góður, núna koma þangað tugir þúsunda manna til að njóta þessa merka safns, smakka há- karlinn, skoða sögufræga kirkju og fá söguna í æð. Hildibrandur var sögumaður af guðs náð, kunni sögu sveitarinnar og Eyrbyggju utan að. Oft hef ég farið með út- lendinga í safnið og þeir hrifist, þótt ekki talaði Hildibrandur er- lendar tungur. Og hann sá meira en við hin, hafði hlýjar hendur og var á sinn hátt n.k. heilari, um það þekki ég þónokkur dæmi. Eitt sinn kom ég með rúmenska konu í safnið að vetrarlagi. Hún var lurkum lamin eftir að hafa farið á Snæfellsjökul, ég bað Hildibrand að nudda á henni axl- irnar sem hann gerði. Hún segir fljótlega alla þreytu líða úr sér. Hildibrandur segist þá ekki vera einn að þessu, það sé maður fyrir aftan hana að hjálpa til og lýsir honum, konan verður forviða, þetta er hann pabbi minn, hann dó fyrir fjórum árum. Árlega fæ ég jólakveðju frá þessari ágætu konu sem biður ávallt fyrir kveðju til hákarlamannsins, hún muni aldrei gleyma honum. Hildibrandur var mikill frum- kvöðull og áorkaði meiru en margur sem fengið hefur Fálka- orðuna fyrir minna ævistarf. Fyrir um 25 árum eignuðumst við nokkrir félagar jörðina Innri- Kóngsbakka, þar var Hildibrand- ur mikil hjálparhella og eftirlits- maður með eignum. Það var gott að eiga svo traustan mann að og alltaf skemmtilegt að fá hann í heimsókn. Síðast bar fundum okkar saman fyrir um fjórum vik- um, þá var af honum dregið en hugurinn skýr og stór áform voru rædd. Hann sýndi mér teikning- ar að nýjum byggingum og inn- réttingum í veitingaaðstöðu sem nú rís í Bjarnarhöfn. Helgafells- sveit er fátækari og hefur misst góðan dreng, en minningin lifir um mann sem setti glæsilegt mark á samtíð sína og byggði upp til framtíðar. Við Hildur sendum Hrefnu, börnum hans og fjölskyldu allri innilegar samúðarkveðjur. „Orðstír deyr aldrei …“ Jafet S. Ólafsson. Að minnast Hildibrands Bjarnasonar er okkur í senn ljúft og skylt. Það var gæfa okkar að kynnast honum fyrir rúmum tveimur áratugum þegar við urð- um nágrannar hans í Helgafells- sveit. Hann kenndi okkur fljótt á sinn milda hátt að þekkja lífríkið á svæðinu og sýna því virðingu. Hildibrandur var höfðingi heim að sækja. Í fersku minni er áttatíu ára afmælisveisla hans fyrir ári síðan þegar um þrjú hundruð manns komu og nutu samvista við hann og heimilis- fólkið í Bjarnarhöfn. Aðdáunar- vert er hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Stig af stigi hefur að- staða verið bætt, safn byggt upp og enn er unnið að framförum þar. Hildibrandur var merkur mað- ur sem bjó yfir innsæi og mann- gæsku sem hann veitti ríkulega af og var traustur vinur vina sinna. Heimsóknir okkar í safnið til hans með börn okkar og síðar barnabörn voru margar, þar brá Hildibrandur oft á leik auk þess að færa okkur og börnunum fróð- leik með einstaklega eftirminni- legum hætti. Minnisstæð er sú virðing sem Hildibrandur bar fyrir bænda- kirkjunni sinni í Bjarnarhöfn sem kom svo sterkt fram á hans hæg- láta hátt. Hún birtist í endurbótum og viðhaldi kirkjunnar og kirkju- garðsins sem og í allri umgengni hans og frásögn þegar gesti bar að garði. Hildibrandur var ekki málamaður en allir sem heim- sóttu Bjarnarhöfn og hlýddu á kynningu hans á kirkjunni á kjarngóðri íslensku skynjuðu umhyggju hans fyrir staðnum og sögu hans. Gott var að hafa Hildibrand sem nágranna. Við þökkum fyrir afar ánægjulegar samverustund- ir og alla aðgætni hans og aðstoð í dagsins önn. Hildibrandur var einstaklega næmur og nærgæt- inn. Við eigum eftir að sakna hins hlýja viðmóts hans og brosandi andlits sem lyfti geði allra þeirra sem voru svo lánsamir að kynn- ast honum. Um leið og við kveðjum kæran vin, sendum við heimilisfólkinu í Bjarnarhöfn og allri fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Fyrir hönd vina Hildibrands á Innri Kóngsbakka, Tryggvi Pálsson. ✝ Elín Tómas-dóttir fæddist 7. apríl 1931 í Álftagróf í Mýrdal. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 24. nóvem- ber 2017. Elín bjó lengst af í Vík í Mýrdal en fluttist búferl- um á Egilsstaði 2002. Foreldrar hennar voru Tómas Lárusson, f. í Álftagróf í Mýrdal 20. júní 1904, d. 19. september 1983, og Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. á Hvoli í Mýrdal 18. mars 1903, d. 9. júlí 1985. Elín var elst fjögurra systra, næst henni kom Erna Lára, f. 28. ágúst 1932, Helga, f. 14. maí 1938, yngst var Sigríður, f. 2. janúar 1943, d. 31. mars 2013. Eiginmaður Elínar var Ólaf- ur Björnsson símvirkjameistari og loftskeytamaður, f. 31. des- ember 1924 á Reykjum í Mjóa- firði, d. 8. janúar 1999. Þau gengu í hjónaband 20. maí 1950. 1982, hann á eina dóttur. Einar Hjörleifur Ólafsson rafvirkja- meistari, f. 4.12. 1955, sambýlis- kona hans er Anna Matthildur Hjálmarsdóttir, f. 1959, þau eiga tvö börn, Hugborgu, f. 1984, hún á tvö börn, og Guð- laug, f. 1991. Sigurbjörg Bjarn- ey Ólafsdóttir mannauðsstjóri, f. 12.1. 1961. eiginmaður Gunn- ar Óskarsson, f. 1959, þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Dögg, f. 1978, hún á fjögur börn, Óla Rafn, f. 1981, og Margréti Helgu, f. 1998. Guðrún Sig- urlaug Ólafsdóttir, svæðisstjóri, f. 18.2. 1963, sambýlismaður hennar er Sverrir Guðmunds- son, f. 1968, fv. eiginmaður Vil- hjálmur J. Guðmundsson, f. 1956, börn þeirra eru Lárus Mikael, f. 1983, og Rósa, f. 1990, hún á eina dóttur. Sigurborg Árný Ólafsdóttir, f. 11.6.1965, eiginmaður hennar er Valgeir F. Backman, f. 1962, þau eiga þrjá syni, Ágúst Friðmar, f. 1984, hann á tvær dætur, Aron Elmar, f. 1991, og Valgeir Snæ, f. 1998. Útförin mun fara fram frá Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, í dag, 2. desember 2017, klukkan 14. Þeim varð sex barna auðið og eru fimm þeirra enn á lífi. Börn þeirra: Tómas Borghólm Ólafsson, sjómaður og síðar skrif- stofustjóri Sjó- mannafélags Reykjavíkur, f. 24.11. 1949, d. 19. janúar 1986. Eigin- kona hans var Bára Gísladóttir, f. 1951, þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Gísli Gunnars- son, f. 1967, hann á þrjú börn. Seinni kona Tómasar var Auður Jóna Maríusdóttir, f. 1948, þau skildu. Þau áttu saman tvo syni, Guðna, f. 1975, hann á fjórar dætur, og Ólaf, f. 1978. Áður eignaðist Tómas Jónu Bryndísi, f. 1967, hún á þrjú börn. Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi, f. 21.5. 1953, eiginkona er Susan N. Ellendersen, f. 1954, þau eiga þrjú börn, Maríu Bjartey, f. 1976, Elínu Rán, f. 1979, hún á þrjú börn, og Ólaf Sigfús, f. Ástkær móðir mín, amma og langamma, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Hennar verður sárt saknað. Takk fyrir alla þína visku og ást. Hvað er mýkra en móðurhöndin kær og mildara en hún að lækna sárin. Og nú er þungur harmur hugann slær já hver á þá að strjúka burtu tárin. Þó hlýja móðurhöndin væri smá, hún hafði styrk að miðla öllu góðu. Það munu fáir greina götu þá né ganga í spor sem nettir fætur tróðu. Fjölskyldan þín eftir stendur ein þá eins og nakin björk í köldum heimi. Það skjól og ást sem alltaf frá þér skein þó enn er kjölfestan í tómum geymi. Það er sem hafi slokknað leiðarljós sem leiðarstjarna hverfi í myrku kafi. Sem hafi fölnað, kulnað kærleiksrós sem kveikur ankersfestar slitnað hafi. Sumir vildu sjálfsagt fylgja þér til sumarlands að baki lífs og gröfum. En við sem lifum erum ennþá hér og eigum því að hlíta þessum töfum. Og jafnvel þó að enn sé allt svo hljótt, við eigum ljós í minninganna sjóðum. Við getum alltaf ylinn þangað sótt frá æsku og bernsku hlýjum dögum góðum. Og guð á himnum hann mun gæta þín og hann mun líka þerra sorgartárin. Hann mun þér líka leyfa móðir mín að leggja hönd á dýpstu tregasárin. Og þú munt líka horfa himni frá og hafa gát á framtíð þinna barna. Og sendir kveðju er svefninn lokar brá að sætta okkur við þinn bústað þarna. Og guð á himnum hann mun gæta þín, hann kann að meta störf þín hér á jörðu. Hann kallar til sín bestu börnin sín og ber þau út úr jarðarlífi hörðu. Hann leiðir þau í ljósið upp til sín og ljúfur engill brautina þér vísar. Vertu sæl, nú guð mun gæta þín og greiða þína för til Paradísar. (Guðný Jónsdóttir) Guðrún Sigurlaug Ólafsdóttir, Lárus Mikael Vilhjálmsson, Rósa Vilhjálmsdóttir, Máney Rós Aronsdóttir. Elín Tómasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.