Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017
✝ GunnlaugurSkúlason
fæddist í Bræðra-
tungu 10. júní
1933. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Selfossi 19. nóvem-
ber 2017.
Foreldrar Gunn-
laugs voru hjónin
Skúli Gunnlaugs-
son, bóndi og odd-
viti í Bræðra-
tungu, og Valgerður Pálsdóttir
húsfreyja frá Tungu í Fá-
skrúðsfirði. Auk Gunnlaugs
áttu þau synina Svein, bónda í
Bræðratungu (1927-2007), og
Pál, lögfræðing og ritstjóra,
sem fæddur er 1940.
Gunnlaugur kvæntist 13.
apríl 1961 Renötu Vilhjálms-
dóttur, f. 1939, kennara og
leiðsögumanni frá Berlín í
Þýskalandi. Börn þeirra eru
fimm: Barbara, f. 1961, leik-
skólakennari í Þýskalandi.
Maður hennar er Thomas
Schwarzlose efnafræðingur og
eiga þau tvö börn. Helga, f.
1963, matvælaverkfræðingur
og búsett í Garðabæ. Maður
hennar er Óskar Þór Jóhanns-
son krabbameinslæknir og eiga
þau tvö börn. Elín, f. 1965, tón-
skáld á Selfossi. Maður hennar
komu frá Þýskalandi bjuggu
þau Renata í Bræðratungu og
Reykholti en fluttu í embættis-
bústað dýralæknisembættisins í
Laugarási 1964 og bjuggu þar
í hartnær tvo áratugi. 1983
fluttu þau í nýbyggt einbýlis-
hús sitt Brekkugerði í Laug-
arási og áttu þar heimili fram
til ársins 2015 er þau fluttu á
Selfoss. Í Laugarási var Gunn-
laugur lengstum með bæði
hesta og nokkrar kindur og
ræktaði um skeið ferhyrnt fé.
Gunnlaugur tók virkan þátt
í félagslífi sveitar sinnar og
var t.d. um tíma formaður í
Hestamannafélaginu Loga og
um nokkur ár formaður
sóknarnefndar Skálholts-
sóknar. Þá var hann fyrsti for-
maður Hins íslenska hunda-
ræktarfélags, sat um tíma í
stjórn Dýralæknafélags Ís-
lands, var formaður Þýsk-
íslenska félagsins á Suðurlandi
og lengi formaður Heilbrigð-
isnefndar Laugaráslæknis-
héraðs.
Gunnlaugur tók um áratuga-
skeið dýralæknakandídata í
starfsnám, bæði íslenska og
þýska. Richard von Weizsäcker
Þýskalandsforseti sæmdi Gunn-
laug þýsku heiðursorðunni
Verdienstkreuz fyrir störf að
þýsk-íslenskum menningar-
tengslum og þátt hans í upp-
fræðslu þýskra dýralækna-
nema.
Útför Gunnlaugs fer fram
frá Skálholtskirkju í dag, 2.
desember 2017, klukkan 11.
er Bjarni Harðar-
son rithöfundur og
eiga þau tvo syni
og eitt barnabarn
auk tveggja barna
sem Bjarni átti áð-
ur. Skúli Tómas, f.
1968, hjartalæknir
og listaverkasafn-
ari í Bandaríkj-
unum. Fyrri kona
hans er Bryndís
Sigurðardóttir
smitsjúkdómalæknir og börn
þeirra eru þrjú. Yngstur er
Hákon Páll, f. 1972, húsasmíða-
meistari, búsettur í Þrándar-
holti. Kona Hákonar er Karen
Kristjana Ernstsdóttir verk-
fræðingur og eiga þau þrjú
börn. Fyrir á Hákon tvær
dætur.
Gunnlaugur ólst upp í
Bræðratungu og gekk í barna-
skóla í Reykholti. Eftir það var
hann um tíma í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og Flens-
borgarskóla en lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum að
Laugarvatni 1955. Hann nam
dýralækningar í Hannover á
árunum 1957-1962. Árið 1963
tók hann við embætti héraðs-
dýralæknis í Laugarási og
starfaði við fag sitt í hálfa öld.
Fyrstu misserin eftir heim-
Gangverk heimsins haggast
ekki að ráði þegar gamall maður
deyr, saddur lífdaga. En fyrir mig
var maðurinn einstakur, enda
faðir minn. Þannig er það þó með
Gunnlaug Skúlason, því meira
sem skrifað um manninn, þá er
þeim mun minna sagt. Hann var
þjóðsagnapersóna í uppsveitum
Árnessýslu, kynslóðir þekktu til-
svör hans og sagnagáfu eftir far-
sæl dýralæknastörf í hálfa öld.
Pabbi fæddist undir heillastjörnu
og fékk kærleiksríkt uppeldi í
Bræðratungu enda ekkert meðal-
fólk sem réð þar húsum. Amma
Valgerður sagði oft að pabbi hefði
alltaf verið eins og hugur manns,
gerði allt rétt, þurfti litla leiðsögn
þó svo að hann gæti verið stríðinn
á stundum. Hann var hamhleypa
til verka strax sem unglingur og
freistaðist aldrei til að fara hjáleið
um eigin orð. Hann fór vel nestað-
ur að heiman í langskólanám til
Þýskalands og kom aftur heim til
að sinna köllun sinni. Pabbi er lík-
lega duglegasti og um leið skyn-
samasti maður sem ég hef
kynnst. Mér auðnaðist sem barn
og unglingur að fara með honum í
vitjanir um langt árabil og kynnt-
ist þá sjálfur langflestum upp-
sveitungum. Þetta var margt
ógleymanleg fólk, í raun fjársjóð-
ur í minningunni. Pabbi hafði un-
un að því að umgangast þetta fólk
og það treysti honum alltaf. Þetta
traust sem hann hafði, var log-
andi kyndill í öllu hans starfi og
fólkið fékk þetta allt til baka.
Hann kunni best við menn sem
kunnu að segja sögur og helst
bæta vel við þær, enda var hann
húmoristi og átti minnsta samleið
með fólki sem þekkti kímnigáfu
mest af afspurn. Hann gekk
hreint til verks og var kjarkmikill
sem er mjög nauðsynlegt dýra-
lækni. Ég hafði stundum áhyggj-
ur af föður mínum, þar sem hann
var að eiga við þessar stóru
skepnur sem voru gjarnan duttl-
ungafullar í hegðun.
En hann var aldrei smeykur og
verkstjórn hans var fumlaus.
Auðvitað ætlaði ég alltaf að verða
dýralæknir en örlögin tóku völdin
þannig að ég fór að lækna mann-
fólkið og flutti vestur um haf þó
svo að það sjái fyrir endann á því
eftir tveggja áratuga dvöl. En oft-
ast var það þannig við systkinin
sáum lítið af föður okkar. Hann
vann heila daga og hálfar nætur
og hafði ekkert val þar um. Það
kom í hlut móður okkar að berja
okkur til bókar og fórst það vel úr
hendi. Þó það lægi fyrir pabba að
að þjóna sveitum landsins þá var
hann fráleitt fastur í fásinni
hversdagsleikans. Hann hafði
yndi af ferðalögum, las mikið þó
svo að hann væri mörgu leyti ólík-
ur föðurfólki mínu sem var fróð-
leiksfúsara. Í honum voru vissu-
lega andskeyttar rásir en hann
var fyrst og fremst náttúrubarn.
Sjálfur ferðaðist ég með hon-
um um flest fylki Bandaríkjanna
og víðar. Hann bar virðingu fyrir
ólíkum sjónarmiðum. Hann var
listelskur sem hafði meiri áhrif á
mig seinna en mig gat nokkurn
tímann órað fyrir. Undir það síð-
asta var komið hausthljóð í vind-
inn og dauðinn vann að lokum
miskunnarverk sitt. Eftir stendur
minning um ljúfan mann sem
gegndi skyldu sinni alla tíð af ljúf-
lyndi og trúmennsku. Það ljómaði
alltaf af honum manngæskan, lít-
illæti, hógværð eða flest sem
prýða má góðan mann. Blessuð sé
minning pabba míns.
Skúli Gunnlaugsson.
„Ég er nú bara gamall maður.“
Hann situr kyrr í sófanum
frammi í holi. Morgunblaðið hef-
ur verið opið á sama stað síðustu
korterin og húsmóðirin sem rétt
fyrr hafði spurt Gulla sinn hvort
hann ætlaði ekkert að koma inn í
stofu er löngu farin, þegar svarið
loks berst. Ég sit í stól á móti
gamla manninum og nýt þess
hvað þetta er Gunnlaugslegt svar.
Ekkert okkar er tilbúið að átta
sig á að þeir hafa hér runnið sam-
an með einkennilegum hætti,
hinn andstyggilegi alzheim-
ersjúkdómur tengdaföður míns
og stórfræg mild kímnigáfa sem
hann hafði tekið óskipta í arf eftir
föður sinn.
Það eiga enn eftir að líða ár þar
til kallað er eftir sjúkdómsgrein-
ingu. En þá koma gömlu hjónin
við hjá dóttur sinni á Selfossi að
segja henni fréttirnar. Sem
Gunnlaugi þótti ekki neitt til að
býsnast yfir.
„Það er ekki að búast við að
maður sé alltaf eins og tvítugur
unglingur.“
En tengdafaðir minn var ævi-
langt hamingjuhrólfur sem gjarn-
an sá við því sem vildi leggja snör-
ur í veg hans. Undir lokin sá hann
við þessum harða húsbónda með
hjartabilun og sofnaði hálfófor-
varendis á sunnudagskvöldi frá
amstri daganna. Fáeinum dögum
áður hafði hann haft orð á að það
væri uppgangur. Jafnvel í bana-
legunni fengum við enn að sjá
glimta í gömul karaktereinkenni
og um leið vissu þess að alzheimer
lagði þennan jöfur góðlátlegrar
kímni aldrei alveg að velli.
Á heimleiðinni frá sjúkrahús-
inu rifjaðist upp fyrir mér að
þessi maður hafði ekki einasta
látið það hlutlaust að ég ætti
prinsessuna hans fyrir konu og
seinna haft mig í því afhaldi að
líkja mér við langafa sinn Skúla
Gíslason. Hann hafði einnegin
kennt mér ungum að binda hey-
band sem var jafnvel þá úreltur
lærdómur. Mér barninu þótti
þetta enda hálfgerð fásinna að
troða heyinu ekki bara óbundnu í
kerru. En víðfræg óþekkt mín var
mátuð af mildri tilsögn þessa dul-
arfulla dýralæknis sem tók sér
allan heimsins tíma uppi á könt-
unum við Lyngás, að láta mér
skiljast hvernig leggja ætti reipi
og bera ofan á þau föngin.
Nokkrum árum síðar varð það
hlutskipti Laugarásfeðra að
skiptast á með að keyra okkur
unglingana í skóla í Skálholti.
Hópurinn var við þrír óalandi
dratthalar og tvær álfkonufagrar
hálfvaxnar konur. Það eina sögu-
lega sem ég man eftir eru ferð-
irnar með Gunnlaugi sem tók því
með náttúrulegu æðruleysi þó
eitthvað skrölti í nýlegum jepp-
anum. Stundum voru hurðir við
það að detta af en ekkert slíkt
kom þessum vinnusama manni
beinlínis við. Ég kynntist því þá
fyrst hvað snæri var tengdaföður
mínum oft gagnlegt til að komast
í gegnum hamingjuríka daga.
Í lífi Gunnlaugs Skúlasonar
voru mörkin milli fjarstæðu og
raunveruleika allt að því óglögg.
Hann lifði í afslappaðri kímni og
trúði held ég jafnt öllu og engu.
Fyrir margt löngu sagði hann
konu minni ungri að hún væri
prinsessa og einhvers staðar und-
ir niðri held ég að bæði hafi alla
tíð haft það fyrir satt. Mitt er ekki
annað en að þakka fyrir vegferð
með þessum launfyndna galdra-
manni sem tilheyrði oftlega allt
annarri öld og annarri veröld en
við hinir.
Bjarni Harðarson.
Minningarnar eru svo margar
að við gætum skrifað heila bók.
Hafragrauturinn á morgnana,
sem þú gafst þér svo mikinn tíma
í að elda, var heimsins besti hafra-
grautur og þar með hápunkturinn
í tilverunni. Og svo varst þú svo
mikill eftirréttamaður og sagðir
alltaf: „Jæja, þurfum við ekki að
sækja ísinn niður í frystikistu?“
Þú hafðir mjög gaman af hestum
og varst alltaf til í að koma með
okkur á hestbak. Umhyggja þín
og góðmennska er okkur mjög
kær sem og allri sveitinni, þar
sem þú hljópst hvað eftir annað í
vitjanir hvenær sem er. Grillið á
sumrin var hápunktur sumarsins
og það er svo margt sem vekur
upp bros og minningar, eins og
skrifstofan þín í Brekkugerði,
heiti potturinn, rakvélin, Spori,
bíllinn og dýralækningataskan.
Elsku afi, minning þín lifir, þú
kenndir okkur svo margt og varst
okkur svo kær.
Þínar
Þórey og Eygló Rut.
Þegar ég hugsa til afa míns
Gunnlaugs verður mér einkum
hugsað til haustsins 2004 en það
haust lögðu kennarar niður störf
og fóru í verkfall. Það var þó lán í
óláni, því ég var sendur í sveitina
til ömmu og afa og var hjá þeim
stóran hluta verkfallsins og vann,
þá 11 ára, sem aðstoðarmaður
afa, dýralæknisins.
Þessa daga og vikur fékk ég að
kynnast þeim betur en ég hafði þá
áður gert og mest munaði um þar,
allar þær vitjanir sem ég fór í með
afa og fékk að fylgjast með hon-
um að störfum.
Þegar ég hafði fylgst með hon-
um í nokkra daga og við vorum
staddir á einum bænum, að gelda
nokkur trippi, rétti hann mér
sprautu með deyfilyfi og sagði í
sama mund og hann benti í áttina
að einu trippinu: „Þú sprautar
þessu svo í hálsinn.“ Þannig byrj-
aði skammlífur ferill minn sem
yngsti dýralæknir landsins.
Þessar vikur fékk ég einnig að
kynnast ómetanlegu skopskyni
hans sem fólst einkum í einfaldri
en þó margræðri glettni en það
skopskyn hef ég reynt að tileinka
mér að einhverju leyti, með mis-
jöfnum árangri þó.
Þá er mér sérstaklega minnis-
stætt þegar við sátum saman í
bílnum einn daginn og hann
hnerraði, en þeir sem þekktu afa
vita að hann hélt nú ekki aftur af
hnerranum þegar hann kom.
Þegar hann hafði gert það sneri
hann sér að mér og spurði: „Varst
þetta þú?“ Enn þann dag í dag
hugsa ég til þessa atviks með mik-
illi hlýju og kæti. Þetta voru auð-
vitað ekki okkar einu samvistir
því þær voru margar, bæði fyrir
og eftir, en þetta haust hugsa ég
oft um og þá sérstaklega til afa.
Blessuð sé minning hans.
Gunnlaugur Bjarnason.
Fyrir rúmum þremur áratug-
um eignuðumst við hús í Laug-
arási í Biskupstungum. Staðurinn
sem er á bökkum Hvítár hefur
allt til að bera sem hugsast getur,
þar er einstök náttúrufegurð,
endalaus víðátta og nóg af köldu
og heitu vatni. Auk þeirra gæða
vorum við svo lánsöm að eignast
einstaka nágranna svo ekki verð-
ur á betra kosið. Það er Gunn-
laugur Skúlason, konan hans
Renata og hans stóra og góða fjöl-
skylda sem við teljum til vina okk-
ar og fjölskyldunnar allrar.
Nú er Gunnlaugur Skúlason
dýralæknir og mannvinur allur.
Með honum er genginn heiðurs-
maður sem setti svip á sveitirnar
austanfjalls, einkum Biskups-
tungurnar. Hann er ættaður af
hinu sögufræga höfuðbóli og
kirkjustað Bræðratungu þar sem
hann ólst upp og þar sem Sveinn
bróðir hans bjó eftir föður þeirra
Skúla og núna Kjartan sonur
hans. Það var fróðlegt og
skemmtilegt að hlusta á Gunn-
laug tala um Tungurnar og aðrar
sveitir, jarðirnar og fólkið sem
hann vissi svo mikið um og lang-
flesta þekkti hann enn frekar
vegna starfa sinna. Konan hans,
hún Renata, alin upp í Berlín og
sannur heimsborgari, er fróðari
en flestir Íslendingar um landið,
sem varð hennar heimaland, sögu
þess, menningu og náttúru. Þau
ræktuðu garðinn sinn í eiginlegri
merkingu, garðurinn þeirra var
verðlaunagarður og létu sér annt
um fólkið sitt og sveitunga. Gunn-
laugur var ræðinn og það var
sannarlega gaman að tala við
hann um hans fjölmörgu áhuga-
mál og alltaf komum við fróðari af
hans fundi um staðhætti og ör-
nefni, ekki bara í Tungunum held-
ur í öllum landshlutum. Heimilið
var gestkvæmt og hjónin höfð-
ingjar heim að sækja. Við minn-
umst með virðingu og söknuði
margra góðra samverustunda, en
þar er af nógu að taka.
Þau hjónin stunduðu útivist og
við mættum þeim glöðum í bragði
á gönguferðum með göngustafi á
sumrin, á gönguskíðum á vetrum
eða við mættum honum á bláa
jeppanum þar sem dýralæknirinn
var að fara á milli bæja að sinna
sínum mikilvægu störfum nótt
sem nýtan dag. Hann var alltaf á
vakt. Og hann setti svip sinn á
Tungnaréttir þar sem allir hittust
ungir sem gamlir og sungu sam-
an. Hann var glæsilegur maður
sem eftir var tekið, bjartur yfirlit-
um og öllum leið vel í návist hans.
Hann lagði alltaf gott til mála.
Afkomendur hans bera sterkt
svipmót hans og þau hafa erft frá-
sagnargáfu hans og um margt
lífssýn og víðan sjóndeildarhring.
Þau eru hæfileikafólk sem ber
með sér menningarlegt uppeldi
og umhverfi. Það er dýrmætt
veganesti.
Við vottum Renötu og börnun-
um fimm þeim Barböru, Helgu,
Skúla, Elínu og Hákoni og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð.
Megi minningin um góðan eigin-
mann, föður og afa lýsa þeim veg-
inn áfram.
Hjalti Geir Kristjánsson
og fjölskylda.
Gunnlaugi kynntist ég 1951 er
við hófum báðir nám við nýstofn-
aðan Menntaskóla að Laugar-
vatni. Okkur varð strax vel til
vina og enn treystust vinabönd er
við tvö seinni árin á Laugarvatni
urðum herbergisfélagar. Gunn-
laugur var hávaxinn og myndar-
legur, fríður sýnum og hafði bjart
og hlýtt bros. Hann var hraust-
menni, sem ég kynntist áþreifan-
lega þegar ég einu sinni fékk að
smala fé og reka á fjall með þeim
Bræðratungumönnum. Við
smalamennskuna höfðu menn tvo
til reiðar og var annar hestur
Gunnlaugs lítt taminn foli. Á
fyrsta degi var Bræðratunguland
smalað og féð rekið upp fyrir
Gullfoss og þar áð seint um kvöld.
Voru menn þá vel þreyttir og
köstuðu sér niður á milli þúfna til
að hvílast fyrir næsta dag, allir
nema Gunnlaugur. Hann fór á
bak folanum og tók til við að
temja hann. Það síðasta sem ég sá
áður en ég sofnaði var að Gunn-
laugur var ýmist að elta folann
eða kastast af baki honum. Í birt-
ingu næsta morguns var lagt af
stað og rekið sem leið liggur með-
fram Bláfelli og komið seint að
kveldi að skálanum í Svartárbotn-
um. Morguninn eftir var svo féð
rekið í haga og látið lemba sig. Því
var lokið um miðjan dag og voru
þá örþreyttir menn fegnir að
komast í bíla sem komnir voru til
að flytja þá til byggða. Alla nema
Gunnlaug, sem sté á bak hesti sín-
um og rak alla hestana niður í
Bræðratungu. Þegar ég um
kvöldið, þreyttur og lurkum lam-
inn, vildi tala um þetta afrek okk-
ar var ekki neina þreytu á Gunn-
laugi að sjá og brosti hann
góðlátlega að vesöld minni.
Gunnlaugur lauk dýralækna-
námi í Hannover í Þýskalandi. Að
því loknu var hann settur og síðar
skipaður héraðsdýralæknir á
Suðurlandi. Eftir að héraðsdýra-
læknakerfið var lagt af starfaði
hann sjálfstætt til ársins 2011, þá
orðinn 78 ára. Gunnlaugur var
mjög farsæll í starfi og vinsæll
meðal bænda. Orðstír hans barst
einnig til gamla háskólans í
Hannover, sem á hverju sumri
fékk að senda honum nema til
verklegrar menntunar. Þetta
kennslustarf Gunnlaugs var met-
ið að verðleikum þegar Þýska
sambandslýðveldið veitti honum
orðuna „Verdienstkreuz erster
Klasse“, sem er fyrsta gráða orðu
fyrir framúrskarandi starf í þágu
Þýskalands. Í Hannover kynntist
Gunnlaugur tilvonandi eiginkonu
sinni, Renötu, sem var þar við
nám í kennaraháskólanum. Rétt
eins og kona mín er hún fædd og
uppalin í Berlín og reyndar úr
sama borgarhluta. Þetta þótti
okkur skemmtileg tilviljun og
varð til þess að styrkja vinabönd
enn frekar.
Að loknu stúdentsprófi fórum
við bekkjarsystkinin í hálfsmán-
aðar ferð til Kaupmannahafnar
með Gullfossi. Ferðin var sú
fyrsta af sameiginlegum ferðalög-
um, sem síðar urðu árviss. Var
ýmist ferðast hér heima eða farið
til útlanda. Ein ferð um Suður-
land í blíðskaparveðri er sérlega
minnisstæð, en þá heimsóttum
við Gunnlaug og Renötu á óðali
þeirra í Laugarási, þar sem þau
höfðu reist sér myndarlegt ein-
býlishús. Var okkur fagnað for-
kunnarvel með höfðinglegum
veitingum og svo var farið í sund-
laug í garðinum og neytt ávaxta
úr gróðurhúsi þeirra hjóna.
Eftir að Gunnlaugur veiktist
annaðist Renata hann af sérstakri
nærfærni og kom t.d. með hann
að austan á mánaðarlega kaffi-
fundi okkar gömlu bekkjarfélag-
anna. Við öllum sem kynntumst
Gunnlaugur
Skúlason
Ég vil minnast
Martins Regal,
kennara míns úr
enskudeild Háskóla
Íslands, með virð-
ingu og þakklæti fyrir mína hönd
og Hannesarholts. Hann var sá
sem við leituðum til fyrir fjórum
árum þegar okkur vantaði að fá
þýtt eitt af ljóðum Hannesar
Hafstein, „Ég elska þig, storm-
ur“, fyrir heimildarmynd sem við
höfðum í bígerð. Martin tók
verkið að sér og leysti það með
meistarahöndum. Hann hringdi
til mín í sumar, því ég hafði borið
upp við hann þá ósk að þýða
meira fyrir okkur eftir Hannes.
Hann tjáði mér af einstöku
æðruleysi hvernig heilsu hans
væri komið, og hann vildi gjarn-
Martin S. Regal
✝ Martin StephenRegal fæddist
2. ágúst 1951. Hann
lést 22. ágúst 2017.
Útförin fór fram
í kyrrþey að ósk
hins látna.
an taka að sér fleiri
slík verk ef honum
entist þrek. Hann
heyrði á mæli mínu
hversu mér var
brugðið við þessar
fréttir, en bað mig
að hafa ekki áhyggj-
ur, því hann hefði
átt svo gott líf og
væri sáttur og
þakklátur.
Nú heyrum við
ómþýða rödd hans alla daga í
Hannesarholti, í ensku útgáfu
heimildarmyndarinnar, þar sem
hann m.a. fer með „I love the
storm that sweeps through the
land“. Sá sem getur snúið skáld-
skap eftir aðra manneskju með
þessum árangri milli tungumála
er ekki bara þýðandi heldur
skáld og það stórskáld. Í fram-
sögn Martins er ljóðið líkara tón-
list en skáldskap og heldur áfram
að gleðja gesti Hannesarholts.
Ég votta fjölskyldu Martins
og ástvinum samúð.
Ragnheiður Jóna Jónsdóttir.