Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 eigenda séu skoðuð gaumgæfilega áður en til verkkaupa kemur og ekki gengið til samninga við fyr- irtæki sem nýlega hafa lent í gjaldþroti.“ Dóra Magnúsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúar Sam- fylkingarinnar og Bjartrar fram- tíðar, lögðu fram svohljóðandi bókun: „Samkvæmt áliti borgarlög- manns uppfyllir lægstbjóðandi kröfur útboðsgagna og inn- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 24. nóv- ember síðastliðinn að bæta við texta sem verði hluti af útboðs- gögnum og verksamningi. Þetta er gert í framhaldi af endurskoðun innkaupareglna Reykjavíkur- borgar er lúta að kennitöluflakki og viðskiptasögu. Viðbótartextinn hljóðar svo: „Bjóðandi lýsir því yfir að við- skiptasaga hans er eðlileg og upp- fyllir kröfur útboðsgagna sbr. gr. 0.1.3 C. Hvenær sem er á samn- ingstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll skilyrði um eðlilega viðskiptasögu helstu eigenda og stjórnenda bjóðanda séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef í ljós kemur á samningstíma að hann hafi ekki uppfyllt skilyrði um eðlilega viðskiptasögu við opn- un tilboða eða síðar á samnings- tíma getur verkkaupi rift verk- samningi án frekari fyrirvara. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktrygg- ingar.“ Innkauparáðið samþykkti í sept- ember sl. að taka tilboði lægst- bjóðanda, Háfells ehf., í gatnagerð og lagnir á nýju byggingarsvæði á Strætóreitnum á Kirkjusandi. Þetta var samþykkt með tveim- ur atkvæðum fulltrúa Samfylking- arinnar og Bjartrar framtíðar gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálf- stæðisflokks. Fulltrúi Sjálfstæð- isflokks, Björn Gíslasonar, gerði svofellda bókun: „Mikilvægt er að hæfi bjóðenda, rekstrarsaga fyrirtækja og við- skiptasaga stjórnenda og helstu kaupareglna Reykjavíkurborgar. Fulltrúarnir telja brýna ástæðu til áframhaldandi endurskoðunar inn- kaupareglna Reykjavíkurborgar er lúta að kennitöluflakki og við- skiptasögu.“ Á vef Ríkisskattstjóra kemur fram að Háfell ehf. var úrskurðað gjaldþrota 7. júní 2016. Þegar fé- lagið var gert upp hafði það hlotið nýtt nafn, H150 ehf. Ekkert fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1.200 milljónum króna. Innkauparáð borgarinnar bregst við kennitöluflakki  Bjóðandi lýsi því yfir að viðskiptasaga hans sé eðlileg Morgunblaðið/Hanna Strætóreitur Byggingar hafa verið rifnar og þar mun ný byggð rísa. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það er tilhneiging í atvinnulífinu til að vera með ákveðinn kjarna starfs- fólksins á föstum samningum, sem býr við öryggið sem því fylgir, en svo er jaðarhópur sem fær ekki fast- ráðningu. Þetta geta verið bæði verktakaráðningar og tímabundnir samningar, samningar án skil- greinds vinnutíma, svokallaðar SMS-ráðningar, þar sem menn fá að vita hvort þeir fái að vinna í dag eða ekki og þetta veldur rótleysi því að kjarasamningar byggjast á því að menn séu í föstu ráðningarsambandi til að njóta réttinda sem eru í kjara- samningum,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) Hann skrifaði pistil nýlega pistil á vefsíðu ASÍ þar sem hann lýsir áhyggjum af aukinni áherslu vinnu- markaðarins á skammtímaráðning- ar. Langtíma-skammtímaráðning Gylfi segir þetta áhyggjuefni því fólk sé með þessum samningum ótryggara í sinni afkomu. Hann segir að á endanum sé það atvinnurekand- inn sem leggi til þá skilmála sem starfsfólk sé ráðið á og að tiltölulega stór hópur fólks hafi ekkert val. „Við sjáum svona ráðningar ganga mánuðum og jafnvel árum saman. Því er ekki hægt að halda því fram að það ríki óvissa um það hvort fyrir- tækin hafi verkefni eða ekki, sum fyrirtæki skipta jafnvel árum saman við starfsmannaleigur svo dæmi sé tekið, í stað þess að ráða starfsmenn. Það veldur því að starfsmennirnir njóta ekki sömu réttinda varðandi starfsaldurshækkanir og kjör. Með fullri virðingu fyrir mikilvægi sveigj- anleikans þá er þetta bara leið til að komast hjá því að láta starfsmenn njóta samningsbundinna kjara,“ seg- ir Gylfi jafnframt. Hlutverk verka- lýðshreyfingarinnar að finna leið til að koma í veg fyrir það að atvinnu- rekendur komi sér hjá þeim réttind- um og skyldum sem gilda á vinnu- markaði. Yngra fólk ekki í langtímastörf „Traust og gott langtímasamband vinnuveitenda og launþega þarf að vera fyrir hendi, en þetta er ekki mál sem við höfum verið að ræða sér- staklega innandyra hjá okkur,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). „Það eru að eiga sér stað breyt- ingar, yngra fólk er ekki endilega að leita að langtíma-framtíðarvinnu eins og var hér áður fyrr, það er bara hreyfanlegra. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessu til að vita hvernig við tryggjum hagsmuni beggja aðila sem best, bæði vinnuveitenda og launþega, en kannski þurfum við líka að aðlaga okkur að breyttri hugsun. Það er ekki hægt að binda alla hluti niður í reglur, en við höfum ekki rætt þetta sérstaklega innan okkar raða, en það er eðlilegt að horfa á þetta og skoða þetta. Við höfum ekki upplifað þetta sem vandamál, frekar sem þjóðfélagsbreytingu eða hugarfars- breytingu á báða bóga og við þurfum að skoða hvort báðir aðilar séu nægi- lega tryggðir gagnvart því.“ Skammtímaráðn- ingum fjölgar  Forseti Alþýðusambands Íslands lýsir áhyggjum af lakari réttindum Morgunblaðið/RAX Atvinna Verktakaráðningar eru að færast í vöxt að mati forseta ASÍ. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar leiðrétt er fyrir því að lífeyriskerfi landa eru fjármögnuð með misjöfnum hætti, sum í gegn- um skattkerfið en önnur ekki, kem- ur í ljós að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal aðildar- ríkja Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD). Þetta segir Halldór Benja- mín Þorbergs- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tilefnið er frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar var fjallað um út- reikninga OECD á sköttum sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ekki rétt mynd af stöðunni Samkvæmt þeim var hlutfallið 36,4% á Íslandi í fyrra en 34,3% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Skilaði þessi niðurstaða Íslandi í 15. sæti af 35 á lista OECD. Samkvæmt tölum stofnunarinnar hefur þetta hlutfall farið lækkandi á Íslandi síðustu ár. Halldór Benjamín segir þessa út- reikninga ekki segja alla söguna. Raunar gefi þeir ranga mynd. „Skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja og tölu- vert yfir meðaltali OECD. Við fyrstu sýn kann að líta út fyrir að skattar á Íslandi séu lágir en al- geng mistök í umræðunni eru að gleyma að leiðrétta fyrir mismun- andi lífeyriskerfum landa. Með því að skoða skatta án tryggingagjalda (e. social security contributions) má nálgast skatttekjur leiðréttar fyrir mismunandi lífeyriskerfum land- anna. Á Íslandi er sjóðsöfnunar- kerfi en í mörgum löndum eru líf- eyrisgreiðslur fjármagnaðar með tryggingagjöldum í svokölluðu gegnumstreymiskerfi,“ segir Hall- dór Benjamín. Það þriðja hæsta á Íslandi Samkvæmt útreikningum Sam- taka atvinnulífsins voru heildar- skatttekjur á Íslandi í fyrra um 33% af vergri landsframleiðslu, þegar leiðrétt er fyrir greiðslum til almannatrygginga. Samkvæmt því er Ísland í 3. sæti af 35 ríkjum. Meðaltal ríkja OECD var 25%. Skattheimta á Íslandi sú þriðja mesta í OECD  Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við útreikninga Heildarskatttekjur 2016 Sem hlutfall af VLF, leiðrétt fyrir greiðslum til almannatrygginga* *Óleiðrétt fyrir Danmörku. **2015. Heimild: OECD Danmörk, 46%* Svíþjóð, 34% Ísland, 33% Nýja-Sjáland, 32% Finnland, 31% Belgía, 30% Ítalía, 30% Frakkland, 29% Ástralía, 28%** Austurríki, 28% Grikkland, 28% Noregur, 27% Bretland, 27% Kanada, 27% Lúxemborg, 26% Ísrael, 26% Ungverjaland, 26% Portúgal, 25% Meðaltal OECD, 25% Holland, 24% Þýskaland, 23% Eistland, 23% Slóvenía, 22% Spánn, 22% Lettland, 22% Sviss, 21% Pólland, 21% Bandaríkin, 20% Suður-Kórea, 19% Tékkland, 19% Írland, 19% Síle, 19% Japan, 19%** Slóvakía, 19% Tyrkland, 18% Mexíkó, 15% Útreikningar: SA Halldór B. Þorbergsson Danmörk í efsta sæti » Skv. útreikningum SA var hlutfall skatta af VLF, leiðrétt fyrir greiðslum til almanna- trygginga, hæst í Danmörku í fyrra. Greiðsla almannatrygg- inga fer beint í gegnum skatt- kerfið í Danmörku og því er ekki hægt að leiðrétta fyrir þeim í samanburðinum. JÓLASÖFNUN Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Skrifstofusími 10 til 16. S. 551 4349, 897 0044, netfang: maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.