Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Góð læknisfræði er ekki eingöngu fram- kvæmd flókinna tæknilegra aðgerða hvort sem er í skurð- eða lyflækningum, heldur almenn kunn- átta og dómgreind til að ákveða hvenær eigi og ekki síður hvenær eigi ekki að nota þær. Karólínska stofnunin í Svíþjóð telur plastbarkaígræðsluna mestu mistök og hneyksli stofnunarinnar og sænska heilbrigðiskerfisins. Ráðherra rak stjórn stofnunar- innar og margir yfirmenn sjúkra- hússins voru einnig reknir þótt þeir væru ekki beinir aðilar að málinu. Nóbelsnefndarmenn hafi orðið að segja af sér. Þátttak- endur í þessu hneyksli voru þrír íslenskir læknar á mismunandi hátt, en hvað er gert hér? Hin „óháða“ nefnd kennara og nemenda Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss komst loks að því að eitthvað hefði verið athugavert við þátttöku tveggja lækna þegar málið er far- ið að fyrnast hérlendis. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að skurð- læknirinn hefði verið blekktur til þátttöku, það ætti að þýða; a) senda fyrsta sjúkling- inn, erlendan rík- isborgara í þessa ólöglegu tilraun- aðgerð, b) hagræða tilvísun, c) að taka þátt í aðgerðinni og þekkja ekki mun á plasti og lífrænum vef, d) verða meðhöf- undar að grein í hinu virta lækna- blaði Lancet sem þykir mikill heiður, þótt sterkur grunur væri um rangar upplýsingar, e) kynn- ingu í Hátíðarsal Háskóla Íslands um afrekið með sýningu á sjúk- lingnum, f) látið hjá líða að draga sig úr hópi höfunda eins og marg- ir meðhöfunda gerðu þegar ljóst var að fullyrðingar í greininni stæðust ekki. Sænsk siðanefnd hefur nú úr- skurðað að upplýsingar þar eru rangar og úrskurðað það sem vís- indamisferli. Í virtum háskólum leiðir það til endaloka akademísks ferils. Fróðlegt verður að sjá hvað Háskóli Íslands gerir. Hvað furðulegust er dómgreind þáverandi forstjóra Karólínska sjúkrahússins sem leyfði aðgerð- ina og var þannig ábyrgari en margir brottreknir Svíar. Hann væri ekki gjaldgengur í neina ábyrgðarstöðu í Svíþjóð en tekur að sér æðsta embætti heilbrigð- iskerfis Íslands, þ.e. Landlækn- isembættið. Hann gagnrýnir heil- brigðiskerfið með allt öðru en lítillæti og úthúðar læknum, eink- um þeim sem hafa haft forystu í að veita sérfræðiþjónustu utan kostnaðarsamra legudeilda sjúkra- húsa. Íslenskur almenningar sem og útlendingar eiga að geta treyst því að yfirmenn heilbrigðiskerfisins hafi sæmilega dómgreind og séu gerðir ábyrgir gerða sinna. Heil- brigðiskerfið þarf ekki aðeins mygluhreinsun húsakosts heldur einnig forystuhreinsun. Plastmisferli Eftir Birgi Guðjónsson »Heilbrigðiskerfið þarf ekki aðeins mygluhreinsun húsa- kosts heldur einnig for- ystuhreinsun. Birgir Guðjónsson Höfundur er fyrrverandi aðstoð- arprófessor við Yale University School of Medicine og leiðarahöf- undur í Lancet. Fráveitumál hafa verið í brennidepli undanfarin misseri, ekki bara í Mývatns- sveit, heldur einnig á landsvísu eftir stöðu- skýrslu Umhverf- isstofnunar frá því í haust. Í skýrslunni kemur fram að þótt öll þéttbýlissvæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005 sé mikill misbrestur þar á. Fráveitumálin fá því falleinkunn en þau eru á ábyrgð sveitarfélaga í skilgreindu þéttbýli. Í skýrslu Um- hverfisstofnunar vantar því miður upplýsingar um fráveitumál í Mý- vatnssveit. Samkvæmt upplýs- ingum Umhverfisstofnunar vantaði upplýsingar frá heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra í skýrsluna. Staðreyndin er sú að staða fráveit- umála í Mývatnssveit virðist vera með því betra sem gerist á landinu. Hér er tveggja þrepa hreinsun þar sem við á með rotþróm og situr- beðum og tvö nýjustu hótelin, sem eru utan þéttbýlis, eru með hreinsi- stöðvar sem er þriðja þrepið í hreinsuninni. Engu að síður eru gerðar strangari kröfur um fráveit- umál í Mývatnssveit af hálfu heil- brigðiseftirlitsins en þekkist ann- ars staðar á landinu þar sem Mývatn er skilgreint sem við- kvæmur viðtaki. Hér þarf að setja hreinsun sem er umfram tveggja þrepa og í raun tæknilegt úrlausn- arefni hvernig skuli standa að því. Heildarkostnaður í Mývatnssveit við slíka hreinsun, samkvæmt skýrslu sem umhverfisráðherra lét gera, eru um 500 til 700 milljónir króna. Á sama tíma og heilbrigðiseft- irlitið hefur Mývetninga undir smásjá hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið verið að endur- skoða reglugerð um fráveitur og skólp. Nefnd á vegum ráðuneyt- isins hefur lagt til ýmsar breyt- ingar sem eru ætlaðar til að ein- falda ákvæði reglugerðarinnar og gera hana skýrari. Skútustaða- hreppur sendi inn um- sögn um reglugerðina með ýmsum athuga- semdir sem Samorka tók undir. Aðallega er gerð athugasemd við skilgreininguna á svo- kölluðum persónuein- ingum í 12. gr. í reglu- gerðardrögunum en hún getur skipt veru- legu máli. Í núgildandi reglum er til staðar óvissa um útreikning persónueininga. Sú óvissa er að hluta til vegna þess að reglurnar taka einkum mið af hefð- bundinni íbúðabyggð, þar sem fyrir liggja tölur um fólksfjölda. Í 19. gr. gildandi reglugerðar nr. 798/1999, er ákvæði um kröfur til skólphrein- isvirkja, þ.e. að þær skuli miðast við mesta meðalmagn í viku. Slíkt ákvæði er eðlilegt til þess að hreinsivirki geti annað mestu álagsvikum. Hins vegar er órökrétt að sama viðmið verði notað, til þess að ákvarða hvort settur skuli upp ítarlegri hreinsibúnaður á annað borð. Ákvæði gildandi 19. gr. fjallar um kröfur til stærðar/afkastagetur hreinsivirkja, en ekki er um að ræða viðmið um það hvernig skýra skuli ákvæði um það hvernig telja skuli persónueiningar, þannig að starfsemi teljist fara yfir 50 per- sónueiningar, sem er hið gullna við- mið og allt snýst um. Það er því ekki rétt, sbr. umfjöllun í grein- argerð með reglugerðardrögunum, að einungis sé um breytingu á orðalagi að ræða þar sem umrædd- ar reglur eru teknar upp í 12. gr. reglugerðardraganna. Í raun er um veigamikla breytingu að ræða. Í ljósi kostnaðar af hreinsibúnaði við skólp í dreifbýli getur þetta eina reglugerðarákvæði varðað hundruð milljóna, ef ekki milljarða króna hagsmuni, á landsvísu. Dæmi má nefna um félagsheimili í dreif- býli, sem lítið er notað, er nýtt til 150 manna ættarmóts þrjá daga yf- ir sumarmánuð. Jafnvel þótt fé- lagsheimilið stæði autt að öðru leyti í vikunni, þá væri meðaltalsálag þessa viku 64 persónueiningar. Kröfur yrðu gerðar til aukinnar skólphreinsunar og ítarlegri hreinsunar, að nauðsynjalausu, kostnaðurinn gæti hlaupið á tug- milljónum. Annað dæmi er ferða- þjónusta með 15 herbergi, sem nær 100% nýtingu nokkrar vikur á ári, sem getur fallið þarna undir. Með- altalsfjöldi persónueininga getur hins vegar verið langt innan við 50 persónueiningar. Í framangreind- um tilfellum getur stærð rotþróar verið miðuð við mesta vikuálag, sbr. núverandi 19. gr. reglugerðar. Það blasir hins vegar við að óþarft og óskynsamlegt er að gera kröfur um aukna hreinsun skólps, þegar magn úrgangs er innan við 50 per- sónueiningar á ársgrundvelli og virkni rotþróar eðlileg. Tillaga reglugerðardraga um 12. gr. er jafnframt andstæð jafnræð- issjónarmiðum. Þannig félli starf- semi með stöðuga 4-50 persónuein- inga notkun á ársgrundvelli ekki undir kröfur um aukna hreinsun, en starfsemi með mun færri per- sónueiningar á ársgrundvelli, sem þó færi yfir 50 einingar stakar vik- ur, félli undir auknar kröfur til hreinsunar. Í raun væru því gerðar meiri kröfur til þess aðila sem mengaði minna. Vonandi ber nýtt Alþingi gæfu til þess að vinda ofan af þessari nýju reglugerð um fráveitur og skólp þegar kemur að skilgreiningu per- sónueininga. Jafnframt er það von okkar að nýr umhverfisráðherra með góðum stuðningi fjármála- ráðherra taki upp þráðinn í við- ræðum við Skútustaðahrepp um lausn á fráveitumálunum líkt og forverar þeirra í starfi voru komnir af stað með. Jafnframt skorum við á þingheim að samþykkja að sveit- arfélögum verði endurgreiddur virðisaukaskattur af fjárfestingum vegna fráveitumála. Í upphafi skyldi endinn skoða Eftir Þorstein Gunnarsson Þorsteinn Gunnarsson » Í raun væru því gerðar meiri kröfur til þess aðila sem meng- aði minna. Höfundur er sveitarstjóri Skútu- staðahrepps. thorsteinn@skutustadahreppur.is AKUREYRARKIRKJA | Aðventustund kl. 11. Jólasaga, aðventuljós og sálmar. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimilinu kl. 11. Umsjón hefur Sindri Geir Ómarsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Jólaleikrit. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ein- söngur Gissur Páll Gissurarson. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, Strætókórinn, organisti og stjórnandi Krisztina Kalló Szklenár. Eftir guðsþjónustu er happdrætti líknarsjóðs Ár- bæjarkirkju og hátíðarkaffi kvenfélagsins. Jólafundur kvenfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar mánudag kl. 19. Mæting 18.45. Bjargræðiskvartettinn syngur. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn og Dagur Fannar leiða sam- verustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Eftir messu efnir Safnaðarfélagið til laufabrauðsútskurðar í Ási, og verður þar heitt á könnunni. Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgel. Almennur söngur. Vandamenn heimilisfólks velkomnir. ÁSTJARNARKIRKJA | Aðventumessa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Meðhjálpari er Sigurður Þór- isson og prestur Kjartan Jónsson. Jólaföndur í sunnudagaskólanum á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Aðventu- guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku eldri borg- ara. Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Júlíusson flytja dagskrá sem heitir Jól á liðnum á öld- um, Alexandra Chernishova syngur svo og Kór eldri borgara á Álftanesi. Á sama tíma verður sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 þar sem helgileikurinn 11. desember verður undirbúinn. Aðventuhátíð kl. 17. Börn úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlist. Álftaneskórinn syngur. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór eldri borgara syngur. Kórstjóri Zsuzsanna Budai. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar ásamt Steinunni Leifsdóttur og Steinuni Þor- bergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Fyrsta kertið á aðventukransinum tendrað. Ensk bænastund kl. 14. Aðventusamkoma kl. 20. Kirkjukórinn flytur aðventu- og jóla- tónlist, fermingarbörn flytja helgileik, kirkju- krakkar syngja jólalög. Heitt súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar og Hollvina- félags kirkjunnar. BÚSTAÐAKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 11. Fjölskyldumessa og vöfflukaffi. Aðventukvöld kl. 20. Allir kórar kirkjunnar koma fram undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Einsöngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Edda Aust- mann, Þórdís Sævarsdóttir, Ísold Atla Jón- asdóttir og Tara Mobee. Ræðumaður Björn Einarsson, formaður Víkings. Ljós tendruð í lok stundarinnar. DIGRANESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11, starfsfólk sunnudagaskóla þjón- ar, prestur Magnús Björn Björnsson. Skátar koma með friðarljós í upphafi guðsþjónustu. Veitingar í safnaðarsal að henni lokinni. Fermingarfræðsla kl. 12.30 og kl. 14. Að- ventukvöld kl. 20, kór Digraneskirkju syngur, Marteinn Snævarr Sigurðsson syngur ein- söng, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Ræðumaður kvöldsins er Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri. Veglegar veitingar í safnaðarsal eftir athöfn. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigilmessa). DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Karl Sig- urbjörnsson biskup prédikar og þjónar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið upp á kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Kl. 14 er sænsk messa, séra Þórhallur Heimisson prédikar og þjónar. FELLA- og Hólakirkja | Kirkjubrall kl. 11. Söngur, ratleikur, jólaföndur og jólasaga. Að- ventukvöld kl. 20. Kór kirkjunnar og ein- söngvarar syngja. Jón Guðmundsson flautu- leikari og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti spila undir. Jólasaga og ljósin tendruð. Kakó og smákökur í lok kvöldsins. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Minning látinna. Tendruð verða kertaljós í minningu látinna ástvina. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari er Guðmundur Pálsson. Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14 tileinkuð landinu helga. Fyrsta ljós á að- ventukransi tendrað. Séra Hjörtur Magni Jó- hannsson leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Kvenfélags Garðabæjar. Helga Björk Jónsdóttir djákni þjónar fyrir alt- ari. Svanhildur Gísladóttir flytur hugvekju. Fé- lagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Ljósastund kl. 15.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Helga Björk Jónsdóttir djákni. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur við undirleik Davíðs Sig- urgeirssonar gítarleikara. Sigrún Waage flytur ávarp og syngur við undirleik Magnúsar Kjart- anssonar. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sunna K. Gunnlaugsdóttir djákni og leiðtogar. Aðventu- kvöld kl. 20. Ræðukona kvöldsins er Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofn- unar. GRAFARVOGSKIRKJA | Bangsablessun og sunnudagaskóli kl. 11. Við hvetjum börnin til að taka bangsana sína með í kirkjuna. Að- ventukvöld kl. 20. Guðmundur Andri Thors- son flytur hugvekju. Fermingarbörn lesa ritn- ingarvers. Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og barnakór Grafarvogskirkju syngja. Stjórn- endur kóranna eru Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Sigríður Soffía Hafliðadótt- ir. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Vox Po- puli leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. María Ágústs- dóttir. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður: Ein- ar Már Guðmundsson rithöfundur. Englatréð kynnt. Kvennakórinn Glæðurnar og Kirkjukór Grensáskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Kaffi og smákökur. Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Að- ventuhátíð klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Sr. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar. Gunnar Þórólfsson flytur hugvekju og Hrefna Björnsdóttir les jólasögu. Grundarkór- inn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Tón- leikar barnakórs Guðríðarkirkju kl. 16 undir stjórn Svanfríðar Gunnarsdóttur, kveikt verð- ur á spádómakertinu. Kveikt verður á jóla- trénu, dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög. Jólasveininn kemur í heimsókn. Boð- ið verður upp heitt súkkulaði og piparkökur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, prédikar, sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða, lesarar eru ferming- arbörn, messuþjónar og fulltrúar frá Hjálp- arstarfinu. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Stein- ar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Upphaf landssöfnunar Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Opnun myndlistasýningar EPI í fordyri kirkjunnar. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhannsson. Organisti Steinar Logi Helgason. Kór Háteigskirkju leið- ir messusöng. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Helgistund kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur aðventu- og jóla- lög undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur org- anista. Prestur er Sunna Dóra Möller. Sunnu- dagaskóli á sama tíma á neðri hæðinni. Eftir stundirnar verður föndur, kakó og piparkökur í safnaðarsalnum. HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Aðventuguð- sþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafn- istukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritning- arlestra les Edda María Magnúsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HRAFNISTA REYKJAVÍk | Aðventuguð- sþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helga- felli. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Ritningar- lestra les Kristín Guðjónsdóttir. Séra Svan- hildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 20 (ath. breyttan tíma frá áður auglýstum tíma). Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Matt. 21) Messur á morgun Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.