Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Guðmundur Kjartanssonstóð sig best þeirra ellefuíslensku skákmanna semtóku þátt í opna mótinu í Rúnavík í Færeyjum sem lauk um síðustu helgi. Mótið var hluti af skákhátíð sem hófst með lands- keppni Færeyinga og Íslendinga. Guðmundur, sem vann mótið í fyrra, átti góða möguleika á því að endurtaka afrek sitt eftir sigra á stórmeisturunum Vadim Malakh- atko og Vladimir Hamitevici í fimmtu og sjöttu umferð en slæmur kafli kostaði sitt, töp í sjöundu og áttundu umferð og að lokum hlaut hann sex vinninga og varð í 7.-10. sæti af 59 keppendum. Sigurvegari varð Hvítrússinn Nikita Maiorov með 7½ vinning en á eftir komu fimm skákmenn með 6½ vinning. Af öðrum þátttakendum okkar stóð hinn 14 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sig vel, hlaut 5½ vinning og varð í 11.-19. sæti. Á hæla hans kom Einar Hjalti Jens- son með 5 vinninga í 20.-25. sæti. Jón Kristinn Þorgeirsson, Gauti Páll Jónsson, Símon Þórhallsson, Áskell Örn Kárason og Haraldur Haraldsson hlutu allir 4½ vinning og enduðu í 26.-34. sæti. Vignir Vatnar Stefánsson mætti rússneska stórmeistaranum Mikhai Ulibyn í áttundu umferð og er óhætt að segja að fáar viðureignir vöktu meiri athygli í Rúnavík. Vignir tefldi sannfærandi og vann í aðeins 32 leikjum og var þetta fyrsti sigur hans yfir stórmeistara í kappskák. Hannes Hlífar Stef- ánsson var einnig 14 ára gamall er hann vann Jón L. Árnason á Ís- landsmótinu í Grundarfirði haustið 1986 og var nokkrum mánuðum yngri en Vignir. Í svipinn man greinarhöfundur ekki eftir því að yngri skákmenn hafi náð þessum áfanga: Rúnavík 2017; 8. umferð: Vignir Vatnar Stefánsson – Mikhail Ulibyn Hollensk vörn 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. Rh3 Það er engin skylda að fara með þennan riddara til f3! Staðsetning hans á h3 býður upp á ýmsa mögu- leika. 5. … c6 6. Rd2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. Rf3 Re4 9. Rf4 De7 10. c5!? Vignir hafði fengið svipaða stöðu á HM ungmenna í Porto Carras í Grikklandi fyrir tveim árum og þessi framrás c-peðsins reyndist honum erfið. Hann hyggst nýta sér fengna reynslu. 10. … Bc7 11. Rd3 b6 12. b4 Ba6 13. Rfe5?! Gengur beint til verks en meiri aðgæslu var þörf. 13. a4 var ná- kvæmara. 13. … Hc8? Missir af tækifæri til hagfelldra uppskipta, 13. … bxc5 14. Bxc5 Bxe5! Og nú er 15. Rxe5 svarað með 15. ... Rc3 og e2-peðið fellur. Eftir 15. Dxe5 Rd7 stendur c5- peðið tæpt og svarta staðan er síst lakari. 14. Dc2 Rd7 15. Bf4 Rxe5 16. Rxe5 Bxe5 17. Bxe5 Bc4 18. Hfe1! Undirbýr framrás e4-peðsins sem gæti hafist með f2-f3 o.s.frv. 18. ... Rg5 19. Bf4 Rf7 20. e4! Staðsetning biskupsins á c4 gerir þessa framrás mögulega. Svarta staðan er afar erfið þar sem opnun e-línunnar blasir við. 20. … Df6 21. exf5 exf5 22. Be5 Rxe5 23. Hxe5 f4 24. Hae1 Hf8 25. He6 Dg5? Skárra var 25. … Df7, þar sem drottningin hrekst nú á enn verri reit. 26. H1e5! Dd8 Vitaskuld ekki 26. … Dgh4 27. f3 og drottningin fellur. 27. Hh5! Beinir skeytum sínum að kóngs- vængnum. Svartur er varnarlaus. 27. … Hf6 27. … h6 er svarað með 28. Hexh6! og 27. … g6 strandar á 28. Hxg6+! o. s.frv. 28. Dxh7+ Kf8 29. Hxf6+ gxf6 30. Dh8+ Kf7 31. Hh7+ Kg6 32. Dg7+ – og svartur gafst upp. Fyrsti sigur Vignis á stórmeistara Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Að baki alþingis- kosningum eru mörg mál sem brenna á. Eitt af þeim stóru eru málefni eldra fólks. Mig langar sem öldr- unarfræðingur að tæpa á stefnumótun í málefnum aldraðra. Við sjáum öll að vandamálin kalla há- stöfum í samfélaginu. Fráflæðisvandi er það kallað þegar aldraðir verða fastir inn á sjúkrastofnun og komast hvorki heim né á stofnun. Þarna eru einstaklingar og fjölskyldur í mjög viðkvæmum aðstæðum. Það eru flestir sammála um að þessu verði að breyta. Það geta verið nokkrar leiðir að sama marki og misdýrar fyrir samfélagið. Það vill enginn verða fráflæðisvandi og ljóst að íslensku samfélagi hefur mistekist einhversstaðar þar sem Landspítalinn (LSH) er orðinn hálfgert hjúkrunarheimili. Samanburður við önnur Norðurlandaríki Hlutfallslega eru miklu færri hjúkrunarheimili í öðrum ríkjum Norðurlandanna en hér; samt er hlutfall aldraðra hærra þar en á Íslandi. Hvað getum við lært af þeim? Hvernig leysa nágranna- þjóðirnar þetta verkefni? Það er engin ein lausn en í stefnumótun sem hin Norðurlandaríkin fram- kvæma er sameiginlegt að heima- þjónusta og heimahjúkrun er margfalt meiri en hér tíðkast. Þar er stefnt að því að eldra fólk fái þjónustu heim og ann- an stuðning svo að það geti búið í sínu umhverfi sem lengst og við sem mest lífs- gæði. Dvöl á hjúkr- unarheimili ef til þarf verður því styttri. Þetta er farsælli lausn fyrir þann gamla þó að alltaf geti verið undantekningar. Þetta er líka mun ódýrari leið fyrir samfélagið því dvöl á hjúkrunarheimili eða sjúkrahúsi er alltaf dýrasti kosturinn. Lögin sem tryggja eldra fólki rétt Í markmiðum laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra segir: „Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnana- þjónusta þegar hennar er þörf.“ Í skýrslu stýrihóps hjá ráðuneytinu um stefnumótun í málefnum aldr- aðra til ársins 2015 kemur fram að „Markmið eftirfarandi tillagna er að stuðla að heilbrigðri öldrun með áherslu á að aldraðir viðhaldi sem lengst sjálfstæði á eigin heimili og fái til þess nauðsynlega aðstoð og hjálp til sjálfshjálpar.“ Og enn fremur úr markmiðunum: „að auka og bæta þjónustu við aldraða í heimahúsum og gera þeim þannig kleift að búa lengur í eigin hús- næði.“ Við erum með stefnuna en það er ekki nóg. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fylgja lögum og stefnu eftir. Við getum og viljum búa betur að öldruðum Laun þeirra sem sinna öldruðum í heimaþjónustu (ekki inni í því hjúkrunarfræðingar í heima- hjúkrun) eru svo skammarlega lág að illa gengur að manna þessa gef- andi en viðkvæmu vinnu. Ef þjóð- inni auðnaðist að veita margfalt meiri stuðning inn á heimili eldra fólks sem þarf á því að halda, þá væri sjálfhelda á sjúkrahúsi mun sjaldgæfari. Ef þjónustunet með ófaglærðum, sjúkraliðum og hjúkr- unarfræðingum yrði þétt verulega í stuðningi inn á heimilin þá gæti fólk búið lengur í sínu umhverfi í öryggi. Til viðbótar þyrfti að vera greitt aðgengi að næringarríku fæði því ekki er óalgengt að fá- breytt fæði dragi úr heilsu aldr- aðra. Auk þess getur dagþjálfun og hvíldarinnlögn bætt lífsgæði. Allt þetta stuðlar að bættri heilsu þeirra sem hefur síðan þau áhrif að innlögn á stofnun seinkar. Bætt þjónusta við eldra fólk eykur ekki aðeins lífsgæði þeirra og fækkar þeim sem þurfa að búa á dvalar- eða hjúkrunarheimilum, það bætir líka lífsgæði aðstandenda. Rúsínan í pylsuendanum er handa stjórn- völdum. Þegar til lengdar lætur er stóraukin heimaþjónusta, heima- hjúkrun, dagdvöl og hvíldarinn- lögn mikill sparnaðarauki í krón- um og aurum jafnvel þó að laun þeirra lægst launuðu hækkuðu verulega. Nýlega bentu forsvars- menn LSH á að ¼ aldraðra sem bíður eftir hjúkrunarplássi í dag deyr á meðan á biðinni stendur. Við getum og viljum gera miklu betur við elstu kynslóðina. Um stundarsakir þarf að bæta við hjúkrunarheimilum en sé ofan- greindri stefnu fylgt eftir eins og í nágrannalöndunum minnkar þörfin fyrir hjúkrunarheimili þegar til lengdar lætur. Heimildir: Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999. https://www.stjornarradid.is/media/ velferdarraduneyti-media/media/ Skyrslur/stefnum-aldradir.pdf. Enginn vill vera fráflæðisvandi Eftir Báru Friðriksdóttur » Þegar til lengdar lætur er stóraukin heimaþjónusta og heimahjúkrun mikill sparnaðarauki jafnvel þó að laun þeirra lægst launuðu hækkuðu veru- lega. Bára Friðriksdóttir Höfundur er öldrunarfræðingur og prestur. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.