Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Ólöf Ríkarðsdóttir, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Ís- lands, lést á hjúkrunar- heimilinu Eir, 26. nóv- ember síðastliðinn. Ólöf fæddist á Djúpa- vogi 14. júní 1922, dóttir hjónanna Ríkarðs Jóns- sonar, myndhöggvara, og Maríu Ólafsdóttur, húsfreyju. Ólöf lauk samvinnu- skólaprófi frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík. Ólöf fékk lömunarveiki þriggja ára og barðist við afleiðingar hennar allt sitt líf. Hún var ötul og virk bar- áttukona og frumkvöðull í málefnum fatlaðra. Hún var ein af stofnendum Sjálfsbjargar og gegndi þar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Ólöf starfaði um árabil á skrifstofu félagsins, meðal annars sem fé- lagsmálafulltrúi. Ólöf sat í stjórn byggingar- nefndar Sjálfsbjargar- hússins. Ólöf var ein af stofn- endum Öryrkjabanda- lags Íslands og gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir samtökin. Hún gegndi formennsku hjá Ör- yrkjabandalagi Ís- lands á árunum 1973 til 1975 og aft- ur árin 1993 til 1997. Síðustu ár vann Ólöf af krafti að því ásamt systur sinni, Ásdísi, að koma upp höggmyndasafni á Djúpa- vogi með verkum föður þeirra, Rík- arðs Jónssonar. Ólöf var ógift og barnlaus. Andlát Ólöf Ríkarðsdóttir Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kjarasamningar þriggja aðildar- félaga Kennarasambands Íslands eru nú lausir. Í félögunum þremur, sem eru Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhalds- skólum, eru um 6.600 kennarar, um 63% félaga í KÍ. Formenn þessara félaga segja að horfa þurfi til fleiri þátta en launa í komandi kjarasamn- ingum; starfsaðstæður þurfi að bæta. Formaður Félags grunnskóla- kennara segir að talsverð fjölgun hafi orðið í hópi þeirra sem kenna án kennsluréttinda í grunnskólum. Samningar Félags framhalds- skólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum runnu út í lok ágúst í fyrra, en félögin tvö hafa samráð um gerð kjarasamninga. Þá var skrifað undir svokallaða friðar- skyldu, samkomulag um að ekki yrði gripið til verkfallsaðgerða, og gilti það samkomulag til loka október. Samningaviðræður hafa staðið yfir með hléum undanfarna mánuði og í síðustu viku ákvað Félag framhalds- skólakennara að vísa deilunni til rík- issáttasemjara. „Fyrsti fundur þar var á miðvikudaginn, þar fengu báð- ir aðilar; við og saminganefnd rík- isins, verkefni til að vinna að fyrir næsta fund, sem verður væntanlega fljótlega,“ segir Guðríður Arnar- dóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara. Fylgjast vel með þróun mála Spurð um kröfur félagsins segist Guðríður hvorki vilja nefna krónu- tölu né prósentur í því sambandi. „Kennarastéttin býr við mikið álag, langtímaveikindi og kulnun í starfi og það verður að skoða hvernig hægt sé að bregðast við því. Við vilj- um, eins og aðrir opinberir starfs- menn, launajöfnun á milli opinbera geirans og einkageirans. Við náðum árangri í þá átt í síðasta samningi og viljum halda áfram á þeirri braut. T.d. hefur lögum um lífeyrissjóði verið breytt og við ætlum að sækja að laun muni hækka til samræmis við það,“ segir Guðríður. Hún segir að samningagerð opin- berra starfsmanna hafi sjaldan eða aldrei verið jafn flókin og nú, taka þurfti tillit til margra þátta. Samn- inganefnd félagsins hafi hug á að bíða átekta og sjá hverju fram vindi í samningum annarra stéttarfélaga. Samningar grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga urðu lausir í fyrradag. Ólafur Lofts- son, formaður Félags grunnskóla- kennara, segir að viðræður hafi staðið yfir um skeið en gengið hæg- ar en hann hafi vonast eftir. „Auð- vitað hefðum við viljað ná nýjum samningi áður en hinn rann út,“ seg- ir Ólafur. Spurður um kröfugerð grunn- skólakennara segir hann að hún sé áþekk því sem verið hafi undanfarin ár; hærri laun og bætt vinnuaðstaða. „Við höfum ekki lagt fram kröfu um tiltekna prósentuhækkun, en það er ljóst að það þarf að hækka launin verulega. Það þarf að leita leiða til að halda kennurum í starfi – leið- beinendum hefur fjölgað hratt og í dag eru um 300 manns án kennslu- réttinda að kenna í grunnskól- unum.“ Tókst í þriðju tilraun Samningurinn, sem rann út í fyrradag, var samþykktur af grunn- skólakennurum í fyrra eftir að þeir höfðu fellt samninga í tvígang. Spurður hvort líkur séu á að jafn erfiðlega muni ganga að koma samningi í gegn núna segist Ólafur ekkert geta sagt til um það. „Það sem gerðist í fyrra er engin vísbend- ing um það sem gerist núna. Hver kjarasamningur er sjálfstæður.“ Um 6.600 kenn- arar eru nú samningslausir  Framhaldsskólakennarar komnir til ríkissáttasemjara  Gæti reynst erfitt Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennarar Samningar þriggja aðild- arfélaga KÍ eru nú lausir. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h ynn u r ura a v ar rv . óðum þér í kaffi. s ylki. él Við jK t J k ffi ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Mýrdal Þó að komið sé nærri dimmasta tíma ársins virðist ferðamanna- straumurinn lítið minnka í Mýrdaln- um, þessi straumur ferðamanna kallar á mikið af aðfluttu vinnuafli sem þarfnast húsnæðis, nýjar götur spretta upp og bygging er hafin á fjölda íbúða. Ein af nýju götunum í víkinni er Strandvegur en þar er hafin bygging á þremur þriggja íbúða húsum sem koma tilbúin frá Noregi. Þá er bygging fjögra íbúða á vegum Mýrdalshrepps langt komin. Einnig er Elías Guðmundsson hjá Hótel Vík að byggja nokkrar íbúðir og fleiri einstaklingar.    Aukinn ferðamannastraum- ur kallar á fjölbreyttari afþreyingu og til að koma til móts við það er ver- ið að byggja hesthús sem á að hýsa hestaleigu tveggja ungra kvenna úr Mýrdalnum, sem hefur verið rekin við ófullnægjandi aðstæður í nokkur ár.    Þá er í bígerð bygging tveggja hótela austast í þorpinu.    En þó að allt sé á fullu í fram- kvæmdum þá vantar tilfinnanlega starfsfólk. Leikskólinn er í vandræð- um með að manna stöður og ef ekki tekst að ráða fólk mun þurfa að senda börn heim eftir áramót.    Ný verslun var tekin í notkun í Vík fyrir skömmu, sem kallast KR og er hún í alla staði mjög glæsileg. Margir bundu vonir við að verslun myndi færast heim í hérað með til- komu hennar. En eitthvað hefur gleymst að það eru fleiri en ferða- menn sem versla þar, því að vöruúr- valið virðist eingöngu hugsað með þarfir ferðamanna í huga, og margar almennar neysluvörur hreinlega vantar. Þessa dagana er unnið að gerð sandfangara í fjörunni í Vík en hon- um er ætlað að verja ströndina sunnan við þorpið sem sjórinn var farin að éta verulega af. Áður var búið að byggja annan sandfangara, á árunum 2011-2012. Þó að byggingu þess seinni sé ekki lokið er greini- legt að þeir eru þegar farnir að sanna gildi sitt.    Lionsklúbburinn Suðri hefur verið afar duglegur að gefa heilsu- gæslunni ýmis tæki. 4. desember bíður hann ásamt Heilsugæslunni í Vík upp á ókeypis blóðsykursmæl- ingu í tilefni af alþjóðadegi sykur- sjúkra og forvarnarverkefni Lions- hreyfingarinnar.    Þó að sauðfjárbændur hafi ekki átt sitt besta ár hvað varðar af- komu eru þeir farnir að hýsa fénað sinn og búa undir komandi fengitíð, í von um að með nýju ári vænkist hag- ur þeirra á ný. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýtt hús Grunnur nýs hús í Mýrdal er byggður á plastkubbakerfi frá norska framleiðandanum Jackon. Mikil uppbygging í Mýrdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.