Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landvörður stóð vaktina í fyrsta skipti við Helgustaðanámu utan við Eskifjörð síðasta sumar og hafði Lára Björns- dóttir embættið með höndum. Hún er ekki í vafa um að nær- vera hennar hafi dregið úr því að ferðafólk ylli skemmdum á silfurbergsæðinni í námunni og hefði flísar eða hnullunga úr silf- urbergi á brott með sér, sem er al- gerlega bannað. Nokkrum sinnum hitti hún fólk sem hafði silfurberg í fórum sínum. „Ég stóð fólk helst að verki ef ég kom óvænt og þá utan reglulegs vinnutíma. Meðan ég var á staðnum virtist vera allt í lagi, en þá getur maður líka upplýst fólk og fylgt því eftir. Ferðamenn kunna sannarlega að meta silfurbergið í námunni, en það er miður að margir þeirra vilja helst hafa mola með sér,“ segir Lára. Hún segir að náman hafi látið mikið á sjá á síðustu árum, en svæðið er á rauðum lista Umhverf- isstofnunar. Lára vonast til að girð- ing sem samþykkt hefur verið að setja upp innan námunnar og við- vera landvarðar dragi úr skemmd- um. Einnig þurfi að setja upp fleiri upplýsingaskilti og er unnið að því, en Umhverfisstofnun og Fjarða- byggð hafa verið í góðu samstarfi við Helgustaðanámu síðustu ár. Bú- ið er að koma þar upp salernis- aðstöðu, göngustígum og bílaplani þaðan sem er innan við 10 mínútna gangur að námunni. Margvísleg ummerki „Þó ég hafi ekki staðið marga að verki þá sá ég mjög oft ummerki um að flísað hefði verið úr æðinni. Sömuleiðis var greinilegt að fólk hafði verið að príla upp í silfur- bergsæðina í 3-4 metra hæð í gömlu námunni. Það má glöggt sjá að búið er að taka mikið úr æðinni og eins í göngum fyrir neðan hana þar sem fólk hefur tekið steina á jörðinni og mulið niður til að ná sem tærustum molum. Sumir sem ég stóð að verki voru skömmustulegir, en aðrir báru fyrir sig vanþekkingu og skort á upplýsingum,“ segir Lára. Hún segir að fjöldi ferðamanna leggi leið sína að námunni. Lang- flestir þeirra komi á einkabílum og þeir sem hún stóð að verki hafi í öll- um tilvikum verið erlendir ferða- menn. Með fleiri verkefni Lára er ráðin til áramóta, en veit ekki hvað þá tekur við þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald landvörslu við námuna. Verkefni séu næg, m.a. við undir- búning á störfum sjálfboðahópa sem koma þangað árlega og skipu- lag á starfseminni. Á könnu land- varðarins er einnig varsla í frið- landinu í Hólmanesi og fólkvanginum í Norðfirði. Þá eru ýmis tilfallandi verkefni á fjörð- unum á vegum Umhverfisstofn- unar, en landverðir eru starfsmenn hennar. Lára segir bagalegt ef ekki sé samfella í starfi landvarða og slíkt dragi úr möguleikum á að fá reynt fólk í starfið. „Stóð fólk helst að verki ef ég kom óvænt“  Ekki í vafa um árangur af landvörslu við Helgustaðanámu  Miður að margir vilja hafa mola af silfurbergi með sér Ljósmynd/Lára Björnsdóttir Skemmdir Stöpullinn fyrir utan göngin er gjarnan notaður til að mylja silfurbergið svo ná megi tærum molum. Náman hefur látið mikið á sjá. Lára Björnsdóttir Félagið Ísland-Palestína minntist 30 ára afmælis síns með samkomu á miðvikudaginn. Hana sóttu um 80 manns að sögn Einars Steins Val- garðssonar, stjórnarmanns í félag- inu. Heiðursgestir voru Wajih Tmeizi frá Palestínu og Nir Oren frá Ísrael, fulltrúar friðarsamtak- anna The Parents Circle – Families Forum. Afmælisdagurinn 29. nóvember er alþjóðlegur samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með rétt- indabaráttu palestínsku þjóð- arinnar. Félagið Ísland-Palestína var stofnað þann dag árið 1987. Markmið þess er að stuðla að já- kvæðum viðhorfum til ísraelsku og palestínsku þjóðanna og vinna gegn hvers kyns aðskilnaðarstefnu. Fé- lagið hefur stutt baráttu Palest- ínumanna gegn hernámi og rétt flóttafólks til að snúa heim. Félagið hefur á liðnum árum staðið fyrir heimsóknum Palest- ínumanna hingað til lands í því skyni að kynna málstað þeirra. Á síðustu árum hefur meginþungi í starfi félagsins snúið að hjálp- arstarfi á herteknu svæðunum. Annars vegar hefur verið í gangi neyðarsöfnun frá haustinu 2000 til að styrkja hjálparstarf og hins veg- ar hefur félagið undirbúið og styrkt ferðir sjálfboðaliða sem hafa flestir farið til hjálparstarfa á vegum Pal- estínsku læknishjálparnefndanna (UPMRC) en þau samtök unnu til viðurkenningar WHO, alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar árið 2002 fyrir framlag til heilsugæslu við erfiðar aðstæður. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afmæli Sveinn Rúnar Hauksson ávarpar afmælissamkomuna. Vinna gegn að- skilnaðarstefnu  Félagið Ísland-Palestína 30 ára Sif Gunnarsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Sif hefur stýrt Norræna húsinu í Færeyjum und- anfarin ár en húsið er stærsta menn- ingarstofnun Færeyja og sinnir öll- um tegundum lista og menningar. Alls bárust 54 umsóknir um starf skrifstofustjóra en umsóknarfrestur rann út 19. nóvember. Sif er með meistaragráðu í menn- ingarmiðlun frá Háskólanum í Óð- insvéum, B.A. í danskri tungu og bókmenntun og diplómanám í rekstrarhagfræði. Hún var for- stöðumaður Höfuðborgarstofu á ár- unum 2007 til 2013. Skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði annast almenna stjórnsýslu á vett- vangi menningar- mála. Skrif- stofustjóri ritstýrir auk þess starfsáætlun sviðsins og held- ur utan um mót- un menning- arstefnu, uppfærslu að- gerðaáætlunar og árangursmat sviðsins í menningar- málum. Frá og með áramótum stýrir skrifstofustjóri einnig viðburða- teymi Menningar- og ferðamálasviðs sem sér um Vetrarhátíð í Reykjavík, Barnamenningarhátíð, 17. júní, Menningarnótt og aðventuhátíð. Sif Gunnarsdóttir hefur störf á næsta ári. sisi@mbl.is Sif stýrir menningar- málum hjá borginni Sif Gunnarsdóttir Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Nánar á www.BILO.is Ford Transit Double Cab 350 - Nýir bílar hendingar strax Verð frá4.290.000+vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.