Morgunblaðið - 02.12.2017, Page 28

Morgunblaðið - 02.12.2017, Page 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Múslímum gæti fjölgað úr tæpum 5% af íbúafjölda Evrópulanda í rúm 11% á næstu áratugum ef aðflutn- ingur fólks helst álíka mikill og hann er nú, samkvæmt rannsókn Pew- rannsóknamiðstöðvarinnar í Banda- ríkjunum. Í nýrri skýrslu hugveitunnar kem- ur fram að á síðasta ári bjuggu um 25,8 milljónir múslíma í 28 aðildar- löndum Evrópusambandsins, auk Noregs og Sviss. Þeir voru um 4,9% af 521 milljón íbúa landanna þrjátíu. Múslímum hafði fjölgað um 6,3 millj- ónir frá árinu 2010. Aðflutningur fólks til Evrópuland- anna stórjókst árið 2014, einkum vegna fjölgunar flóttafólks frá Sýr- landi, Írak og Afganistan. Þegar að- flutningurinn var í hámarki kom tæp hálf milljón manna til Evrópuland- anna á ári en hann tók að minnka aftur um mitt síðasta ár. Í skýrslu rannsóknamiðstöðvar- innar er leitast við að meta hversu mikið múslímum gæti fjölgað í Evr- ópulöndunum til ársins 2050. Spá hugveitunnar um fjölgunina er þrí- þætt og fer eftir því hversu mikill að- flutningur fólks verður á næstu ára- tugum, þ.e. hvort hann verður „enginn“, „í meðallagi“ eða „mikill“. Eru yngri og eignast fleiri börn Í fyrstu sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að aðflutningur fólks stöðv- ist algerlega næstu áratugina. Út frá þeirri forsendu er talið að múslímum haldi áfram að fjölga í Evrópulönd- unum, eða úr 4,9% af íbúafjöldanum í 7,4%. Ástæðan er sú að meðalaldur múslímanna er þrettán árum lægri en annarra íbúa landanna og þeir eignast einnig fleiri börn að meðal- tali en aðrir. Um 27% múslímanna eru undir fimmtán ára aldri en með- al annarra íbúa er hlutfallið 15%. Múslímar eiga að meðaltali 2,6 börn en aðrir íbúar 1,6. Verði aðflutningur fólks enginn, sem telst ólíklegt, verður hlutfall múslíma áfram hæst í Frakklandi, að Kýpur undanskilinni, en um 25,4% íbúa eyjunnar eru múslímar þar sem margir þeirra eru af tyrk- nesku bergi brotnir. Múslímum myndi fjölga úr 8,8% í 12,7% í Frakklandi frá 2016 til 2050 og úr 8,1% í 11,1% í Svíþjóð. Gæti fjölgað í 20% í Svíþjóð Í annarri sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að aðflutningur fólks verði „í meðallagi“, þ.e. að „venjuleg- ur aðflutningur“ haldist óbreyttur og flóttamannastraumurinn minnki og verði álíka mikill og hann var um mitt síðasta ár. Hugtakið venjulegur aðflutningur nær til allra þeirra sem flytja búferlum til Evrópulandanna í öðrum tilgangi en þeim að sækja um hæli eða stöðu flóttamanns. Þessi sviðsmynd virðist vera lík- legust, að öllu óbreyttu, og verði hún að veruleika telur rannsóknamið- stöðin að múslímum fjölgi úr 4,9% í 11,2%. Gangi spá hugveitunnar eftir myndi múslímum fjölga úr 8,1% í 20,5% í Svíþjóð og þeir yrðu hlut- fallslega fleiri þar en í Frakklandi, þar sem talið er að þeir verði um 17,4%. Í Bretlandi myndi hlutfallið hækka úr 6,3% í 16,7% og í Finn- landi úr 2,7% í 11,4%, svo dæmi séu tekin. Í þriðju sviðsmyndinni er gert ráð fyrir því að aðflutningur fólks til landanna verði mikill, þ.e. að venju- legi aðflutningurinn haldist óbreytt- ur og flóttamannastraumurinn verði jafnmikill og hann var þegar hann var í hámarki, frá 2014 og þar til um mitt síðasta ár. Skýrsluhöfundarnir benda á að flóttamannastraumurinn var miklu meiri á þessu tímabili en að meðaltali síðustu áratugina og hann hefur minnkað vegna þess að Evrópusambandið og mörg aðildar- ríkjanna hafa breytt stefnu sinni til að draga úr honum. Verði flótta- mannastraumurinn eins mikill og ár- in 2014-2015 samfleytt í rúma þrjá áratugi er talið að múslímum fjölgi úr 4,9% í 14%. Þeim myndi þá fjölga í 30,6% í Svíþjóð, 19,7% í Þýskalandi og 18% í Frakklandi. Hlutfall músl- íma myndi þannig þrefaldast í þess- um löndum en haldast mjög lítið í löndum í austanverðri álfunni, t.a.m. í Póllandi þar sem múslímum myndi fjölga úr 0,1% í 0,2%. Skýrsluhöfundarnir segja að múslímar í Evrópu séu mjög fjöl- breyttur hópur og mistrúræknir. Sumir þeirra líti ekki á trúna sem stóran þátt í daglegu lífi sínu en aðr- ir telji hana hafa mikil áhrif á líf sitt. Spá Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar um fjölgun múslíma er þríþætt og fer eftir því hversu mikill aðflutningur fólks verður í Evrópu Árið 2016 Árið 2050 Spá 1 „Enginn aðflutningur fólks“ Spá 2 „Aðflutningur fólks í meðallagi“ Spá 3 „Mikill aðflutningur fólks“ Fjöldi múslíma í Evrópuríkjum Heimild: Pew-rannsóknamiðstöðin (e. Pew Research Center) Hundraðshlutur múslíma í einstökum Evrópulöndum minni en 1% 1 til 5% 5 til 10% 10 til 15% 15 til 20% meiri en 20% 25,8 milljónir 4,9% 8,8% 8,1 6,1 4,8 2,6 6,3 12,7% 11,1 8,7 8,3 4,6 9,7 17,4% 20,5 10,8 12,4 6,8 16,7 18% 30,6 19,7 14,1 7,2 17,2 75,6 milljónir57,9 milljónir35,8 milljónir 14%11,2%7,4% Múslímar eða 495 milljónir Fjöldi íbúa Evrópulanda Fjöldi múslíma í ESB- löndum gæti tvöfaldast  Múslímum myndi fjölga þótt aðflutningur fólks stöðvaðist Íbúunum gæti fækkað » Í skýrslu Pew-rannsókna- miðstöðvarinnar er bent á að íbúum Evrópulandanna gæti fækkað úr 521 milljón í 482 milljónir frá 2016 til 2050 ef aðflutningur fólks stöðvast al- veg. » Verði aðflutningurinn í meðallagi fækkar íbúunum í 517 milljónir. Verði hann mjög mikill fjölgar íbúunum í 539 milljónir. AFP Á flótta Fjölskylda sem kom nýlega með báti til grísku eyjunnar Samos. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðar- öryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur játað sig sekan um að hafa logið að alríkis- lögreglunni FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands við yfirheyrslur vegna rannsókn- arinnar á tilraun- um Rússa til að hafa áhrif á kosn- ingabaráttuna í Bandaríkjunum á síðasta ári. Flynn kom fyrir dómara í Wash- ington í gær tveimur klukkustund- um eftir að Robert Mueller, sérstak- ur saksóknari, birti ákæru á hendur honum fyrir að hafa veitt alríkislög- reglunni „rangar“ og „ósannar“ upp- lýsingar um fund með sendiherran- um í janúar sl., skömmu eftir að Trump tók við forsetaembættinu. Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi í febrúar, aðeins 23 dögum eftir að hann tók við embættinu, þegar í ljós kom að hann hafði sagt Mike Pence varaforseta ósatt um samræður sínar við sendi- herra Rússlands, m.a. um hugsan- legt afnám refsiaðgerða gegn land- inu. Ákæran á hendur honum gæti skaðað Trump sem er sagður hafa reynt að fá yfirmann FBI, James Comey, til að stöðva rannsóknina á máli Flynns áður en forsetinn vék Comey úr alríkislögreglunni. Þrír aðrir fyrrverandi aðstoðar- menn Trumps hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn sérstaka sak- sóknarans. Paul Manafort, sem var kosningastjóri Trumps, og sam- starfsmaður hans, Richard Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn hagsmunum Bandaríkjanna, peningaþvætti og fleiri lögbrot. Fyrrverandi ráðgjafi forsetans í utanríkismálum, George Papado- poulos, hefur játað að hafa logið að FBI í tengslum við rannsóknina. Flynn játar að hafa logið að FBI  Ný ákæra í Rússamálinu vestra Michael Flynn H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta yfir 300 mkr. • Vel innréttað kaffihús miðsvæðis í Reykjavík. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp. • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall. • Ráðandi hlutur í yfir 100 herbergja hótelkeðju í miðbæ Reykjavíkur. Mjög góð og vaxandi velta. • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.