Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Teigsskógur Fólk ber mismunandi
tilfinningar til vegar um skóginn.
Nokkrar umsagnir og athugasemd-
ir bárust um vinnslutillögu sveit-
arstjórnar Reykhólahrepps um það
hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja
um Gufudalssveit. Í umsögnunum
er haldið á lofti ágæti og vankönt-
um þeirra tveggja leiða sem fjallað
er um, að sögn Ingibjargar Birnu
Erlingsdóttur, sveitarstjóra Reyk-
hólahrepps.
Sveitarstjórn vinnur að breyting-
um á aðalskipulagi til að hægt sé
að leggja betri veg um Gufudals-
sveit. Vegagerðin telur rétt að nýr
vegur liggi meðfram Þorskafirði og
þar með eftir umdeildri veglínu um
Teigsskóg. Eftir endurskoðað um-
hverfismat þarf að breyta veg-
línunni til að reyna að hlífa skóg-
inum en sú leiðrétting kallar á
breytingu á aðalskipulagi. Í skipu-
lagslýsingu sveitarstjórnar er einn-
ig sýnd jarðgangaleið sem talin er
hafa minni áhrif á umhverfið en
Teigsskógarleiðin en er mun dýr-
ari.
Frestur til að skila inn umsögn-
um og athugasemdum við vinnslu-
tillöguna rann út í gær. Síðdegis
höfðu borist 7 umsagnir og 2 at-
hugasemdir, flestar frá lögbundn-
um umsagnaraðilum og fólki í
sveitinni.
Gögnin fara fyrir fund skipulags-
og byggingarnefndar eftir helgi.
Stefnt er að því að taka afstöðu til
leiðavals með afgreiðslu skipulags-
breytinga á fundi sveitarstjórnar í
febrúar. Ingibjörg segir að halda
þurfi vel á spöðunum til þess að
það takist. helgi@mbl.is
Halda fram mis-
munandi leiðum
Sveitarstjórn tekur afstöðu til lagn-
ingar vegar um Teigsskóg í febrúar
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landhelgisgæslan hefur til skoðunar að
leigja þyrluna TF-SYN í verkefni erlendis í
að minnsta kosti tvo mánuði á þessu ári. Með
þessu hyggst Gæslan loka gati sem mynd-
aðist við lækkun fjárheimilda í fyrra.
„Verði sú leið farin skal samt ítrekað að
það verður aðeins gert þegar hinar þyrlurnar
tvær eru til taks og engin stór viðhaldsverk-
efni framundan,“ segir í svari Sveins H. Guð-
marssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgis-
gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins.
TF-SYN, sem er leiguþyrla, var einnig
leigð tímabundið til Noregs seinni hluta árs í
fyrra. Aðrar þyrlur í flota LHG eru TF-GNA
og TF-LIF, sem er eina þyrlan sem er í eigu
Gæslunnar. Hún var smíðuð árið 1986.
Samkvæmt fjárlögum ársins 2018 nema
fjárveitingar til Landhelgisgæslu Íslands
3.792 milljónum króna. Fjárveitingar til
Landhelgisgæslunnar hljóðuðu upp á 3.712
milljónir í fjárlögum 2017. Breyting vegna
verðbóta, launa og gengisbreytinga upp á
15,2 milljónir og eitt hundrað milljóna króna
framlag í tengslum við undirbúning þyrlu-
kaupa skýra hærri fjárveitingar á milli ára.
Sé hins vegar litið til þess að þyrlukaupa-
framlag fer eðli málsins samkvæmt ekki í
reksturinn og stofnunin sætir auk þess að-
haldskröfu upp á 35 milljónir lækka því
framlög til rekstrar í raun og veru um 20,2
milljónir króna á milli ára, segir í svari
Landhelgisgæslunnar.
„Þar með er þó ekki öll sagan sögð því
samkvæmt fjáraukalögum sem Alþingi sam-
þykkti undir lok nýliðins árs voru framlög til
Landhelgisgæslunnar lækkuð um 61,4 millj-
ónir fyrir árið 2017 vegna breyttra gengis-
forsendna. Landhelgisgæslan verður með
einhverjum hætti að loka þessu gati sem
myndaðist við þessa lækkun fjárheimilda í
fyrra,“ segir í svarinu.
Liggur fyrir hve mikið úthald varðskipa
verður á árinu?
„Úthald varðskipanna verður aukið um
50 daga frá 2017 eða í um 340 daga á árinu.
Bæði Þór og Týr verða áfram gerðir út og er
gert ráð fyrir að annað þessara skipa sé að
jafnaði á sjó eða til taks.“
Verður nauðsynlegt að leigja flugvél
LHG til verkefna erlendis?
„Rétt eins og í fyrra verður flugvélin
TF-SIF leigð til Landamæra- og strand-
gæslustofnunar Evrópu (Frontex) þar sem
hún verður notuð til landamæraeftirlits á
Miðjarðarhafi. Úthaldið verður hins vegar
ekki eins langt og í fyrra. Reiknað er með að
hún verði í þrjá mánuði í verkefnum fyrir
Frontex en hún var þar fjóra og hálfan mán-
uð árið 2017.“
Hve hárri fjárhæð verður varið til að
undirbúa kaup á nýjum þyrlum fyrir LHG?
„Samkvæmt fjárlögum ársins 2018 verð-
ur 100 milljónum króna varið til undirbún-
ings á endurnýjun þyrluflota Landhelg-
isgæslunnar.“
Skoða að leigja TF-SYN til útlanda
Landhelgisgæslan þarf að loka „gati“ sem myndaðist við lækkun fjárheimilda í fyrra Framlög
lækkuð um 61,4 milljónir í fjáraukalögum Úthald varðskipanna verður aukið um 50 daga í ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-SYN Þyrlan verður mögulega leigð til
verkefna erlendis á þessu ári líkt og í fyrra.
Fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngu með tröllum, Grýlu, Leppalúða og jólasveinum inn á Malarvöll í Vestmanna-
eyjum þar sem ÍBV hélt sína árlegu þrettándagleði í gærkvöldi. Kveikt var í bálkesti og álfar dönsuðu. Púkar og
tröll reyndu ásamt Grýlu og Leppalúða að ná í óþæg börn en eitthvað gekk það erfiðlega því börnin voru þæg.
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Náðu engum óþægum börnum
Eyjamenn halda í hefðirnar og skemmta sér á þrettándagleði
Loðnuskipin sem fóru út til leitar og veiða í fyrradag
fengu fyrstu loðnuna í gærmorgun. „Þetta leggst vel í
mig. Alltaf er huggulegt að finna loðnulyktina. Verður
maður ekki að vera bjartsýnn?“ segir Geir Zoëga, skip-
stjóri á grænlenska loðnuskipinu Polar Amaroq sem
fékk 250 tonn í fyrsta kasti norðnorðaustur af Langa-
nesi.
Vilhelm Þorsteinsson og Guðrún Þorkelsdóttir hófu
loðnuleitina einnig að austan og fengu einhvern afla. Að
vestan komu Víkingur og Venus og voru þau út af Vest-
fjörðum. „Það er svolítið skrítið að hitta á loðnu hér, það
ruglar okkur svolítið,“ segir Geir. Loðnan hafi ekki sést
svona austarlega lengi. „Þetta er eins og í gamla daga.“
Skipstjórarnir hugðust hífa trollið í gærkvöldi og fara
síðan til loðnuleitar til að kortleggja ákveðin svæði fyrir
Hafrannsóknastofnun.
Loðnuvertíðin leggst vel í Geir, eins og áður segir, en
skip hans var það aflahæsta á síðustu loðnuvertíð.
helgi@mbl.is
Gott að finna loðnulyktina
Polar Amaroq Síldarvinnslan á hlut í grænlensku út-
gerðinni og landar skipið í Neskaupstað.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.