Morgunblaðið - 07.01.2018, Side 6

Morgunblaðið - 07.01.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 Páskar í Pétursborg sp ör eh f. Vor 3 Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist hennar mikla þýðingu um heim allan.Við skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Vetrarhöllina. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar í þessari einu og sömu ferð! 28. mars - 2. apríl Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 164.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þegar kemur að svifryki þá eru þrif ekki nægjanlega mikil,“ segir Lárus Kristinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hreinsitækni ehf., sem annast meðal annars þrif á göt- um Reykjavíkur. „Fyrir síðasta út- boð, árið 2014, voru göturnar teknar fjórum sinnum á ári. Svo var þetta allt skorið niður og tekið bara á vori og hausti,“ segir Lárus. „Það sem var minnkað var að fara yfir allar stofnbrautir og húsagötur. Fjórum sinnum má kannski segja að hafi verið of mikið með húsagöt- urnar, þrisvar sinnum er eðlilegt en á stofnbrautum og tengibrautum við þjóðvegi í þéttbýli er nauðsynlegt að fara lágmark fjórar umferðir. Þá á ég við að það þyrfti að þvo þær sem er ekki verið að gera núna.“ Í mars á síðasta ári ákvað Reykjavíkurborg að hætta að vatnsþvo húsagötur í sparnaðar- skyni en Umhverfis- og skipulags- svið Reykjavíkurborgar þurfti að spara 172 milljónir króna vegna að- halds í rekstri og var sú ákvörðun liður í þeim sparnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var einungis farið í venjuleg haust- þrif í fyrra þar sem lauf voru tekin fyrir veturinn. „Því hreinni götur því betra“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur í loftgæðamálum hjá Um- hverfisstofnun Íslands, segir að það hafi áhrif að götur séu ekki nægj- anlega vel þrifnar en veðrið sé þó stærsta breytan þegar kemur að svifryki. „Stórt séð, því hreinni göt- ur því betra. Það er gott að sópa og smúla göturnar, það er ákveðin for- vörn í því,“ segir Þorsteinn. Lárus bendir jafnframt á að áður fyrr var samningur milli verktaka og Reykjavíkurborgar um þrif yfir vetrartímann þegar tækifæri gafst. „Verktakinn gaf afslátt á tímagjaldi og þá var farið á hverju einasta tímabili þegar það komu smá hlý- indi. Sóparar voru sendir út og þeir látnir sópa alla þessa þjóðvegi og helstu stofnbrautir. Þá náði þessi drulla ekki að safnast upp og um miklu minna ryk var að ræða.“ Mengunin í skaðlegum mæli Loftgæðamælingar í Reykjavík sýndu afar slæm loftgæði víðsvegar um borgina í gær. Mældist svifryk 265 μg/m³ (míkrógrömm af svifryki í rúmmetra) við Grensásveg og 208 μg/m³ við Hringbraut og 136 μg/m³ við Eiríksgötu. Til samanburðar var meðaltal svifryks í Reykjavík fyrir árið 2016,17 μg/m³. Voru allir stað- irnir rauðmerktir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Í útskýringu með merkingunni segir að ein- staklingar með ofnæmi og/eða al- varlega hjarta- eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun (þ.e. í ná- lægð við miklar umferðargötur). Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir í fréttatilkynningu til Morg- unblaðsins að fyrir ári hafi félagið sent ábendingar til Reykjavík- urborgar varðandi umhverfistengda þætti sem bætur mættu fara. „Þar nefndi ég hreinsun á götum sem er gríðarlega mikilvægur þáttur,“ seg- ir Fríða og bætir við að hvorki hún né félagið hafi fengið viðbrögð við þessu frá borginni. Þrif ekki það sama og þrif Þorsteinn segir nauðsynlegt að hafa í huga hvernig er sópað því það getur einnig þyrlast upp mikið ryk við það að sópa göturnar. „Ef horft er á götu sem er langt síðan var sópuð, þá eru hjólförin að sjá nokk- uð hrein, bílarnir sjá um að sópa því helsta í burtu en ef maður skoðar malbikið þá liggja óhreinindi í þess- um dældum í malbikinu. Svo þegar þú sópar götuna þá tekurðu kannski 99% af þessu þykka götulagi en sóp- ar líka restinni sem lá ofan í hol- unum upp og smyrð jafnt yfir allt.“ Þorsteinn segir að best sé að ryk- binda til að minnka svifryksmeng- un. „Yfir nagladekkjatímabilið er fljótlegasta leiðin að rykbinda. Þá ertu með tankbíl sem kemur og sprautar á göturnar ákveðinni salt- lausn. Það eru nokkur efni sem koma til greina, hérna hafa menn verið að prófa efni sem heitir magn- esíum klóríð. Þetta efni er mjög rakadrægt þannig að gatan helst rök í kannski 2 til 3 daga og minnk- ar svifryk í lofti. Þá þyrlast ekkert upp af þeirri götu á meðan,“ segir Þorsteinn. Spurður um hvað valdi því að þetta sé ekki gert segir hann að það sé vegna þess að fjármagn skorti. „Þetta náttúrlega fyrst og fremst kostar peninga. Ég hef oft talað um að mönnum vex í augum kostnaðurinn við þetta stundum en það verður að líta á þetta sem hverja aðra vetrarþjónustu. Við er- um að ryðja göturnar, við erum að salta allar helstu umferðaræðar borgarinnar jafnvel oft á dag“. Ónóg þrif auka svifryk í Reykjavík  Slæm loftgæði mældust víða í Reykjavík í gær  Astmasjúklingar beðnir um að halda sig innan- dyra  Götuþrif góð forvörn gegn svifryki, segir sérfræðingur í loftgæðum  Götuþrifum ábótavant Morgunblaðið/Hari Svifryk í Reykjavík Samkvæmt loftgæðamælingum Reykjavíkurborgar var mikil svifryksmengun í borginni í gær. Fundur forsætisnefndar fór fram í gær þar sem m.a. var ákveðið að setja mengunarvalda í borginni á dagskrá borgarstjórnarfundar á þriðjudaginn. Spurð hvort götu- hreinsanir verða ræddar í því sam- hengi segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að öllu verði velt upp á fundinum. „Það er mín tilfinning og við eigum alltaf að vera skoða þetta. Það er líka auðvitað á ábyrgð borgarbúa á sínu nærumhverfi að þrífa eftir sig eftir flugeldana og ekki bara bíða eftir því að það komi einhver hreinsunarbíll. Það verður allt undir, bæði ábyrgð stjórnvalda og líka þeirra sem að búa í þessari borg.“ Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að borgarbúar sjái almennt að þrifum í borginni sé mjög ábótavant, ekki síst núna yfir vetr- artímann rétt eftir áramót. Mengunarvaldar á dagskrá FORSÆTISNEFND RÆDDI UM MENGUNARVALDA Í BORGINNI Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki hefur verið leitað álits hjá Geislavörnum ríkisins á því hvort gera skuli röntgenrannsóknir á þroska úlnliðsbeina vegna aldurs- greininga umsækjanda um alþjóðlega vernd. Morgunblaðið greindi frá því 22. desember sl. að sérfræðingar, sem annast hafa tannrannsóknir á um- sækjendum um alþjóðlega vernd vegna aldursgreiningar, hefðu nýlega lagt til við Útlendingastofnun að at- hugað yrði að hefja töku röntgen- mynda af úlnliðsbeinum til viðbótar við tannmyndatökur. Lög um geislavarnir og einnig reglugerð greina á milli læknisfræði- legrar geislunar annars vegar og rétt- arfarslegrar geislunar hins vegar. Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, var spurður í hvorn flokkinn geislun í þágu aldurs- greiningar myndi falla. Hann sagði að aldursgreining gæti ekki verið læknisfræðileg notkun geislunar. „Læknisfræðileg notkun geislunar miðar annað hvort að grein- ingu sjúkdóma eða meðferð,“ sagði Sigurður. Hann sagði að aldursgrein- ing flokkaðist sem réttarfarsleg geisl- un. Hann kvaðst ekki muna til að er- indi þessa efnis hafi komið á borð stofnunarinnar. Greint var frá því í fréttum Rík- issjónvarpsins í fyrrakvöld að Læknafélag Þýskalands legðist gegn þessum aðferðum við aldursgreining- ar af læknisfræðilegum og siðferðis- legum ástæðum. Á það var m.a. bent að um væri að ræða inngrip í vefi sem gætu verið viðkvæmir fyrir geislun. Sigurður sagði að geislaálag sjúk- lings við röntenmyndatöku af tönnum væri mjög lítið. Geislaálag vegna röntgenmyndatöku af úlnlið væri líka mjög lítið. „Grundvallaratriðið í þessu er kannski réttlætingin, hvað réttlæt- ir myndatökuna,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst gera ráð fyrir því að þetta mál mundi koma á borð Geisla- varna ríkisins, ef afráðið yrði að hefja röntgenrannsókn á úlnliðsbeinum vegna aldursgreininga. Aldursgreining er réttarfarsleg geislun  Geislavarnir ekki verið spurðar um úlnliðsmyndatökur Morgunblaðið/Þorkell Röntgen Bent hefur verið á að nota röntgenmyndir af úlnliðsbeinum við aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Myndin er úr safni. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri kveðst fagna umræðu um loftgæði í Reykjavík. Hann segir í áramótapistli sem hann sendi frá sér í gær að stóra verk- efnið þar sé þó og verði svifryk sem að stórum hluta megi rekja til umferðar og sé verst við stór- ar umferðaræðar þegar stillur eru að vetri. Tækifæri gefist í næstu viku til þess að hreinsa götur borgarinnar. honum skilj- ist að Vegagerðin ætli þá að gera slíkt hið sama. „Það mun vera ill- mögulegt að hreinsa göturnar í frosti og óæskilegt ef það er of þurrt en veturinn hefur einmitt einkennst öðru fremur af þessu tvennu. Hins vegar ef það blotn- ar og frýs ekki, þá er kjörið að hreinsa.“ Spáin sé góð að þessu leyti eftir helgi. Hreinsað í næstu viku VIÐBRÖGÐ BORGARSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.