Morgunblaðið - 07.01.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
ast réttað árið 1965, þegar Breið-
holtið var að byrja að byggjast.“
Vorum reknir úr Hálogalandi
Ólafur var ekki nema 13 ára
þegar hann byrjaði að halda fé, niðri
við Hálogaland í Reykjavík árið
1957.
„Við félagi minn byggðum okk-
ur lítinn húskofa, með leyfi Lárusar
heitins sem þar bjó, en hann var þá
að hætta með búskap í Hálogalandi.
Hann stakk upp á að við fengjum
okkur kindur í þetta litla hús. Það
varð úr, og við félagarnir keyptum
hvor sína gimbrina sunnan úr Foss-
vogi og stofnuðum félagsbú. Við
höfðum heilmikið fyrir þessu, þurft-
um að sækja hey í poka allan vetur-
inn til nágrannabónda í Vogunum.
Eftir tvö ár í Hálogalandi vorum við
reknir þaðan með kindurnar okkar
vegna byggingar Sólheimablokk-
anna og fluttum okkur þá á Gelgju-
tanga við Elliðaárvog.“
Ólafur hélt áfram sínum fjárbú-
skap, einn frá 1961 þegar félagi hans
var kominn í hestamennsku, og seg-
ist hafa verið með flest fé árið 1966
þegar hann fór utan til náms í búvís-
indum.
„Þá var ég 22 ára með 40 kindur
í gömlu Fjárborg, við Blesugróf. Ég
átt til smölunar og því hafi hann ver-
ið sendur í útréttir í Þingvallasveit,
Ölfusi og Selvogi, enda hafi hann
verið sæmilega markglöggur.
„Ég á minningar frá síðasta
fjárrekstrinum frá Hafravatni niður
í Breiðholtsgirðingu. Breiðholts-
réttin var heilmikil rétt við Blesu-
gróf og þar var gríðarleg réttar-
stemning og fjöldi fólks mætti
þangað á réttardaginn. Þar var síð-
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Það var mikil samstaða meðalsauðfjárbænda í Kópavogi,og sumir voru líka bændurmeð annan búskap. Gestur
í Meltungu var aðalmaðurinn en
hann var líka með mjólkurkýr. Einn-
ig voru fjárbú á Vatnsenda, í Fífu-
hvammi, Smárahvammi, á Gunn-
arshólma og Geirlandi. Í Reykjavík
voru líka sveitabýli með fé, til dæmis
Bústaðir, Hólmur, Reynisvatn,
Engi, Ártún, Breiðholt og Gufunes.
Þorgeir í Gufunesi var þekktari sem
hestamaður og var með stórt kúabú,
en hann fór að fjölga fénu um 1960
og var langfjárflestur hér á sjöunda
áratugnum. Af þeim 60 árum sem ég
hef haldið fé á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu var ég í 20 ár með fé í Kópa-
vogi. Ég er eini maðurinn sem í dag
er í báðum félögunum,“ segir Ólafur
R. Dýrmundsson sem sent hefur frá
sér smáritið Sauðfjárbúskapur í
Kópavogi, þar sem hann greinir frá
þróun sauðfjárræktar í Kópavogi frá
því um miðja 20. öld.
„Aðeins eitt sauðfjárbýli er
núna í Kópavogi, á Vatnsenda, og ég
er eini sauðfjárbóndinn sem eftir er í
Reykjavík utan Fjárborgar í Hólms-
heiði, en þar eru nú 11 hjarðir.“
Kolgraður brjálaður hrútur
„Þetta hafa verið skemmtileg
sextíu fjárbúskaparár hjá mér, ég á
margar góðar minningar frá þeim og
þetta var samfélag fjölbreytts fólks
sem hjálpaðist að. Í bókinni minni
segi ég nokkrar skemmtilegar sög-
ur, til dæmis frá því þegar við flutt-
um hrút á Trabant. En ég flutti líka
eitt sinn hrút í gömlum strætó hér
innanbæjar, neðan úr Múlahverfi í
skammdeginu. Félaga minn og mig
langaði í mislitt fé, en hrútur þessi
var fallega flekkóttur, hyrndur og
öflugur. Hann var kolgraður og
brjálaður, braut strax alla rimla í
jötunni,“ segir Ólafur og hlær að
þessu ævintýri frá því hann var 18
ára.
„Ég fékk dásamlega falleg lömb
að vori, höttótt og bíldótt.“
Ólafur segist enga hesta hafa
Síðasti örbóndinn
í höfuðborginni
Hann var 13 ára þegar hann keypti sína fyrstu kind og fór að halda fé í
Reykjavík. Hann hefur verið með fé undanfarin 60 ár og er nú eini sauð-
fjárbóndinn sem eftir er í Reykjavík, utan Fjárborgar í Hólmsheiði. Forseti
Íslands sæmdi Ólaf Dýrmundsson heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
á nýársdag, fyrir störf á vettvangi íslensks landbúnaðar.
Ljósmynd/Alþýðublaðið
Fossvallarétt Dýrmundur Ólafsson, faðir Ólafs, dregur hér fé Ólafs sonar
síns í Meltungudilkinn, á meðan sonurinn var við doktorsnám í búvísindum í
Wales. T.v er Gestur Gunnlaugsson, bóndi í Meltungu, og t.h er Guðrún
Jónsdóttir, systir Hansínu sem var einnig með fé í Meltungu. Mynd frá 1970.
Ljósmynd/Kópavogsblaðið
Fjárbændur í Kópavogi Svanfríður I. Arnkelsdóttir og Arnór A. Guðlaugs-
son við fjárhús sín haustið 1970, í hvamminum neðan Digranesvegar.
Styggur Geisli er forystublendingur og Ólafur vinnur nú í að spekja hann.
Hann er dugnaðarkind sem heimtist seint í haust úr Engidal við Hengil.
Hissa Kollóttu kindur Ólafs eru nú flestar Strandafé að ætt. Sú svarta, sem
stendur innst, er skapmikil og getur verið mannýg, einkum á sauðburði.
Salsakommúnan er hljómsveit sem
leikur kröftuga, dansvæna tónlist
undir áhrifum frá tónlistarhefðum
Suður-Ameríku. Salsakommúnan
verður með nýársdansleik í Iðnó í
kvöld laugardag kl. 20. Á tónleik-
unum mun sveitin leika lög af sinni
fyrstu breiðskífu í bland við aðra
salsaslagara. Áður en sveitin stígur á
svið verður boðið upp á salsadans-
kennslu frá Salsa Iceland. Húsið opn-
ar kl. 20, salsakennsla hefst kl. 20:30
og síðan stígur Salsakommúnan á
svið kl. 21.30. Liðkið nú legg!
Endilega …
Morgunblaðið/Ómar
Salsa Hægt er að dansa úti að sumri.
… dansið salsa
í Iðnó kvöld