Morgunblaðið - 07.01.2018, Síða 29
SEÐLABANKI ÍSLANDS
auglýsir eftir umsóknum
um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar
Nordals og veittur er árlega af Seðlabanka Íslands.
Tilgangur styrksins er að styðja framtak semmiðar að því að varðveita
menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf.
Styrkfjárhæðin nemur 3 milljónum króna og verður úthlutað í apríl
eða maí 2018. Hugsanlegt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða
fleiri umsækjenda.
Umsóknir skulu sendar skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands eigi
síðar en 2. mars 2018. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð eru að-
gengileg á heimasíðu bankans og í afgreiðslu hans á Kalkofnsvegi 1.
Nánari upplýsingar veitir Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri á
skrifstofu seðlabankastjóra.
Seðlabanki Íslands · Kalkofnsvegi 1 · 150 Reykjavík · Sími: 569 9600
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Stór hluti norsku þjóðarinnarsat límdur við skjáinn síð-ustu daga ársins 2017 þeg-ar heimsmeistaramótin í at-
skák og hraðskák fóru fram í Riyadh
í Sádi-Arabíu, en auk vefmiðlanna
var norska sjónvarpið, NRK, með
beinar útsendingar frá viðureignum
Magnúsar Carlsen. Niðurstaðan:
hinn 48 ára gamli Indverji Wisvan-
athan Anand varð heimsmeistari í
atskák og Magnús Carlsen heims-
meistari í hraðskák.
Skákin er á mikilli uppleið í sjón-
varpi og á netinu. Vandinn hefur
verið sá að keppnisgreinin sem slík
hefur þótt gera of miklar kröfur til
þekkingar áhorfandans og ekki náð
að fanga athygli Jóns og Gunnu.
Eins og mótin eru matreidd nú til
dags með skákskýringum, nær-
myndum af keppendum, tímahraki
og tölvugreiningu er að verða breyt-
ing á. Þegar við bætist hátt verð-
launafé eykst athygli stærstu fjöl-
miðlanna; 250 þúsund dalir voru í 1.
verðlaun í hvoru móti og má geta
þess að CNN sýndi langan þátt um
mótið. En heimsmeistaramótið
beindi einnig athygli að bjánalegum
skákreglum og atvik úr viðureign
Magnúsar Carlsen í 1. umferð hrað-
skákarinnar kallaði á sterk við-
brögð:
Magnus Carlsen – Inarkiev
Síðasti leikur heimsmeistarans
var 27. Ha7xb7+. Rússinn Inarkiev
sá fram á að staða hans væri töpuð
eftir 27. ... Hxb7 28. Bxe8+ og eftir
uppskipti á hrókum á hvítur að vinna
á umframpeðinu en lék þess í stað
ólöglegum leik, 27. ... Re3+. Af
mörgu vitlausu regluverki sem kom-
ið hefur frá FIDE síðustu árin opnar
ein sú vitlausasta á þann möguleika
að sá sem leikur ólöglegum leik get-
ur unnið skákina; Magnús lék nefni-
lega 28. Kd3 og Inarkiev krafðist
vinnings á þeirri forsendu að Magn-
ús hefði leikið ólöglegum leik! Þótti
mörgum býsna lágt lotið en viti
menn: dómarinn féllst á að það væri
réttmæt krafa! Stuttu síðar var svo
farið að rýna í reglurnar og niður-
staðan varð sú að skákinni skyldi
haldið áfram eftir 27. leik hvíts.
Inarkiev neitaði að tefla frekar en
dómarinn var settur af og okkar
maður í Sádi-Arabíu, alþjóðlegi
dómarinn Omar Salama, var settur
yfir viðureignir heimsmeistarans.
Atvikið virtist slá Magnús Carlsen
út af laginu fyrri keppnisdaginn en
þann síðari náði hann vopnum sínum
og að lokum hlaut hann 16 vinninga
af 21 mögulegum. Karjakin og An-
and komu næstir með 14½ vinning
hvor.
Minningarmót um Steinþór
Baldursson
Skáksamband Íslands og Skák-
skóli Íslands hafa samvinnu um al-
þjóðlegt mót skipað skákmönnum 20
ára og yngri til að minnast Steinþórs
Baldurssonar, stjórnarmanns í SÍ,
sem féll frá langt um aldur fram
haustið 2016. 24 skákmenn hófu
keppni á fimmtudaginn og tefldar
verða sjö umferðir með tímamörk-
unum 90 30. Eftir fyrstu tvær um-
ferðirnar voru fjórir með tvo vinn-
inga, þ. á m. Birkir Örn Bárðarson.
Hinn 16 ára gamli Aron Thor Mai
fékk á sig sjaldséða leið í Najdorf-
afbrigði Sikileyjarvarnar en var öll-
um hnútum kunnugur:
Aron Thor Mai – Ljuten Apol
(Færeyjar)
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4
Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. e5 h6 10. Bh4
g5 11. fxg5 Rd5 12. Re4 Db6 13. c3
hxg5 14. Bxg5 dxe5?
15. Dxd5! Be7
15. ... exd5 er svarað með 17.
Rf6+ og 18. Rxd5+ sem vinnur
drottninguna.
16. Dd2 Bxg5 17. Rxg5 Bb7 18. O-
O-O Dc7 19. Bc4 Hf8 20. Hhf1 Bc8
21. Bd3
- og svartur gafst upp.
Skákin fangar athygli
Jóns og Gunnu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Magnús Carlsen vann Karjakin í 29 leikjum í 15. umferð HM í hraðskák.
Skákdómarinn Omar Salama fylgist grannt með en hann hafði yfirumsjón
með borði heimsmeistarans.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
fyrir öll tölvurými og gagnaver
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Við tökum út
og þjónustum
kæli- og
loftræsti-
kerfi
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Fyrir þig í Lyfj
Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla
við særindum í hálsi
Öflug lausn við hálsból
u
!gu
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐI
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
Strefen 8,75 mgmunnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en
12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.