Morgunblaðið - 07.01.2018, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
hækjan varð minn fylgifiskur og
fyrir að færa mér kaffi og með-
læti er þannig stóð á.
Ég minnist einnig samfunda
fjölskyldu okkar um verslunar-
mannahelgi, þar verður margs að
sakna. Þau voru mörg verkin
Sigga bróður þá.
Ég hef þá trú að nú hvíli hann
í faðmi föður okkar sem einnig
lést í desember og fór með skjót-
um hætti aðeins 45 ára og ég veit
að pabbi breiðir yfir Sigga sæng-
ina eins og hann gerði alla tíð
æskuárin hans því alltaf var ein-
hver yngri sem þurfti á móður-
faðminum að halda.
Við Bjössi og fjölskylda þökk-
um honum allar ljúfu samveru-
stundirnar.
Elsku Ásta, Inga, Anna, Odd-
geir og barnabörnin öll. Algóður
guð gefi ykkur styrk í djúpri
sorg. Megi nýja árið og ljós
minninganna milda ykkur sárin.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma
þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Lilja Amalía.
Góður samferðamaður og
vinur, Sigurður Ingimarsson,
fyrrverandi bóndi á Flugumýri,
er látinn. Við það leitar hugurinn
til baka um 40 ár.
Það var um páskaleytið árið
1977 að leið mín og nokkurra
vina lá að Flugumýri í fyrsta
sinn. Einn úr hópnum var að
leita sér að reiðhesti en alkunna
er að góð hross koma frá Flugu-
mýri.
Fjöldi manna og hrossa var að
leggja af stað í reiðtúr er við
renndum í hlað og fóru þeir
Flugumýrarbræður, Sigurður,
Jón og Ingimar, fremstir. Því
varð ekkert úr hrossakaupunum
en leiðir okkar lágu fljótlega
saman aftur og vináttubönd
mynduðust sem hafa haldist
óslitið síðan.
Er komið er á Flugumýrar-
hlaðið sést að þar er snyrti-
mennskan í hávegum höfð. Þegar
horft er heim að bænum má sjá
reisuleg húsin og kirkjuna, rauð-
og hvítmáluð, falla að náttúrunni
í fullkominni fegurð. Búskapar-
hættir, búpeningur og bygging-
arnar eru góður vitnisburður um
kraftmikla bændur. Glóðafeykir
er kóróna staðarins þar sem
hann rís við túnfótinn í austri.
Þarna átti Sigurður allt sitt líf og
var um leið mikill heimsmaður í
allri framgöngu. Jörðin telst til
betri bújarða í Skagafirði.
Heimafólkið höfðingjar heim að
sækja, hresst í viðmóti, hispurs-
laust, ræðið og söngelskt.
Sigurður var glöggur á allan
búpening og ræktaði góða gripi,
hvort heldur það voru nautgripir,
sauðfé eða hross. Var Sigurður í
framvarðarsveit hrossaræktenda
landsins og skagfirskra hesta-
manna um árabil.
Heimboðin að Flugumýri til
Sigga og Ástu hafa verið mörg í
gegnum tíðina. Aldrei hefur okk-
ur verið eins vel og innilega tekið
af heilli stórfjölskyldu eins og af
systkinunum frá Flugumýri,
mökum þeirra og afkomendum.
Einhvern veginn þróaðist það
svo að mestur hefur samgang-
urinn og vinátta myndast milli
Sigurðar og Ástu og dóttur
þeirra Önnu og Ingimars, bróður
Sigurðar, og hans fjölskyldu, en
einnig hefur áratuga vinskapur
og samvinna varað milli okkar og
Ingimars, sonar Lillu, systur
þeirra bræðra.
Gott er nú að verma sálar-
tetrið og minnast þessara sam-
eiginlegu gæðastunda meðan
Siggi var með okkur.
Siggi og Ásta voru samhent
hjón og fylgdust glöggt með sín-
um, t.d. hrossarækt Önnu sinnar,
og þau studdu barnabörnin öll
mikið í þeirra áhugamálum.
Einn dag fyrir langalöngu
heimsóttum við Sigga og Ástu og
buðu þau okkur í bíltúr til að
sýna okkur Stapa og Dalsplássið.
Þetta fannst okkur vera afar fal-
legir staðir svo ekki sé meira
sagt. Var síðan ekki meira hugs-
að um það í nokkra áratugi. Svo
kom þar að Stapi og Héraðsdalur
voru til sölu og við slógum til og
keyptum. Sýnir þetta glöggt
hvernig sumir og sum atvik geta
haft áhrif á líf manns.
Víst er að við eigum eftir að
sakna heimsókna þeirra Sigga og
Ástu í Dalsplássið. Allt gerðist
svo hratt í lokin, þessi ung- og
snaggaralegi vinur er allt í einu
horfinn á braut.
Að leiðarlokum viljum við
þakka fyrir yndislegar samveru-
stundir og velgjörðir í gegnum
árin.
Við sendum Ástu, Önnu, Ingu
og fjölskyldum þeirra, systkinum
Sigurðar og fjölskyldum innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Sigurðar Ingimarsson-
ar.
Gunnar og Þórdís.
Í mínum huga er nú riðinn fyr-
ir stapann einn af hornsteinum
Skagafjarðar, Sigurður Ingi-
marsson á Flugumýri. Sannur
bóndi, séntilmaður, gleðihrókur,
sagnabrunnur og hamingjusam-
ur fjölskyldufaðir. Hann lést
síðastliðinn miðvikudag.
Ég þekkti Sigga sem traustan
vin, góðan bónda, afbragðssér-
fræðing í hestum, vinamargan og
vel tengdan, miðdepil í stórum
hópi vina. Ég kom einatt við á
Flugumýri væri færi á því og
þáði sérstaka gestrisni sem þau
hjónin Siggi og Ásta áttu svo
auðvelt með að veita.
Ekki bara voruð rifjuð upp
gömul ævintýri heldur glaðst yfir
hverjum nýjum degi. Siggi var
safn af fróðleik sem ég sótti í.
Núna síðast þegar ég uppgötvaði
handskrifaða bók í fórum mínum
sem ég kallaði „kladdann“ á
þessum síðum fyrir örfáum dög-
um. Ég hringdi umsvifalaust í
Sigga og bar þennan fund undir
hann. Hann var þá í önnum að
snyrta, ryksuga og dytta að
kirkjunni á hlaðinu heima. Ekki
stoppaði það Sigga og hann veitti
mér allar þær upplýsingar sem
ég bað um. Aldrei var í kot vísað
hjá Sigga og Ástu.
Þau tóku ungan son minn, Ell-
ert, til sín í sumarvinnu því við
Siggi vorum sammála um hversu
hollt það væri ungviðinu að
kynnast störfum til sveita. Eins
var Siggi nærstaddur þegar ég
lagði upp í hestaferð suður Kjöl
með nokkrum Skagfirðingum.
Hann veitti okkur góð ráð og ég
veit að hugur hans fylgdi okkur
alla leið suður.
Siggi var stórpólitískur og
hafði gaman af því að stríða mér
vegna mægða minna við Jón
Baldvin, sem þá var ráðamaður
og fór geyst í stjórnmálum.
Siggi var ekki par hrifinn af
vinstristefnu Jóns, þá sérstak-
lega vegna skoðana hans á hátt-
um bænda. Þessum skömmum
varð ég að sitja undir skipti eftir
skipti.
Svo var það eitt sinn að Jón
Baldvin hefur samband við mig
og spyr hvort ég hafi áhuga á að
fljúga með honum norður í
Skagafjörð, sjálfur þurfi hann að
mæta á fund en hafði nokkurn
tíma aflögu og leitaði í smiðju hjá
mér um hvar hann gæti rætt við
bændur um þeirra mál.
Ég þáði boðið og við flugum á
Krókinn. Á flugvellinum beið
okkar maður og bauðst til að aka
okkur ef því væri að skipta. Ég
bað um að farið væri með okkur
á Flugumýri.
Ég bankaði á dyr og út kom
Siggi vinur minn. Honum brá ör-
lítið við að sjá samferðamann
minn og ég þurfti ekki að kynna
þá tvo heldur sagði, „hér hefurðu
Jón Baldvin og getur sagt honum
milliliðalaust hvað þér finnst“.
Okkur var boðið til stofu og sát-
um sem fastast í eina tvo tíma og
hvor um sig gekk fróðari og sátt-
ari af þeim fundi. Aldrei hall-
mælti Siggi Jóni upp frá þessu.
Ég sendi hér með mínar
dýpstu samúðarkveðjur til Ástu
og Önnu og barnabarna sem
hann einmitt í síðustu viku hældi
á hvert reipi fyrir dugnað þeirra
og elju. Hann var stoltur af sínu
fólki.
Blessuð sé minning Sigurðar
Ingimarssonar á Flugumýri.
Ólafur Schram.
Í dag, daginn fyrir Þorláks-
messu, bárust mér þær fréttir að
Sigurður á Flugumýri væri allur
og vil ég hér minnast hans með
fáum línum, þessa merka búfjár-
ræktarmanns og vinar.
Leiðir okkar Sigurðar lágu
fyrst saman haustið 1974 er ég
var með hrútasýningar í Skaga-
firði á vegum Búnaðarfélags Ís-
lands. Á sýninguna á Frostastöð-
um komu tveir hrútar frá
Flugumýri, báðir heimaaldir,
annar þeirra Gyllir sem var und-
an Gullfossi sem var heimaalinn.
Gyllir var lágfættastur af öllum
fyrstuverðlaunahrútum í Skaga-
firði þetta ár, eða með 124 mm
framfótarlegg, 13 mm lægra en
meðaltal allra fyrstuverðlauna-
hrúta í sýslunni. Þetta vakti þeg-
ar athygli mína á að bræðurnir á
Flugumýri hefðu smekk fyrir vel
vöxnu fé, en á Flugumýri var á
þeim tíma eitt allra best gerða fé
Skagafjarðar.
Þá kom ég ekki að tómum kof-
unum á Flugumýri er ég fór að
gera hrossaskýrslurnar og dæma
kynbótahross frá Flugumýri,
þaðan kom til dæmis einn af vin-
sælustu stóðhestum landsins og
einn afkastamesti kynbóta- og
gæðingafaðir í áraraðir, Ófeigur
882. Auk þess að gefa öll þessi
gæðahross var hann arfhreinn
fyrir bleikum lit, svo það fór ekki
á milli mála hvar hann kom við.
Sigurður var mjög lipur hesta-
maður og seint gleymist mér er
hann sýndi gæðing sinn, Kol-
skegg. Hjá Sigurði fór saman
prúðmannleg reiðmennska og
snyrtimennska í öllu fasi og
klæðaburði.
Sigurður tók þátt í ýmsum
félagsstörfum í héraði og var í
forustusveit hestamanna á flest-
um sviðum. Eitt af hans áhuga-
málum var söngurinn, hann hafði
einstaklega næmt tóneyra, sögðu
mér menn sem sungu með hon-
um, og fyrir utan að vera í ýms-
um kórum í héraði sótti hann all-
ar óperur sem settar voru upp í
Reykjavík ef hann hafði tök á.
Við Sigurður störfuðum sam-
an um áraraðir að hrossarækt
Skagfirðinga. Hann var lengi í
stjórn Hrossaræktarsambands
Skagfirðinga er ég var þar fram-
kvæmdastjóri. Það fór vel á með
okkur er við vorum að velja kyn-
bótahesta fyrir HSS og tók ég
fljótt eftir því hve glöggur hann
var við val á trippum til þeirra
hluta. Eftir val á hestum var
haldinn fundur með stjórnum
deilda en sá fundur réð endan-
lega um kaupin. Á svona fundum
gat ég alltaf treyst Sigurði. Ef
hann hafði staðið að kaupum stóð
hann fast með mér er ég mælti
með kaupunum, en á þessum
fundum var oft tekist hart á því
sjaldan voru allir á eitt sáttir
með gerðir okkar. Það er ekki
þar með sagt að við Sigurður höf-
um alltaf verið sammála um öll
framkvæmdaatriði í hrossarækt-
inni.
Ég komst fljótt að því að Sig-
urður var mikill skapmaður en
þrátt fyrir að við tækjumst hart
á um mál var það gleymt er nið-
urstaða var fengin og vinátta
okkar raskaðist ekkert við það.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt er ég lá vikum saman á
Borgarspítalanum hvað Sigurði
var umhugað um heilsu mína og
sýndi það glöggt trygglyndi hans
og að vinátta okkar var ekki bara
á yfirborðinu.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
sendi ég innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina Sig-
urðar.
Einar Eylert Gíslason,
Syðra-Skörðugili.
✝ Lóa frá Hvoli íÖlfusi fæddist
16. apríl 1933. Hún
lést 24. desember
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Gróa Jóns-
dóttir húsfreyja, f.
8. september 1907,
d. 30. nóvember
1992, og Gottskálk
Gissurarson bóndi,
f. 4. júlí 1902, d. 16.
febrúar 1964. Systkini Lóu eru
Guðmundur, f. 16.4. 1931, d. 23.2.
2011, Salvör, f. 2.7. 1939, d. 16.12.
2005, Guðrún Ásta, f. 24. maí
1946, og Gizur, f. 4. mars 1950.
Lóa giftist 24. maí 1953 Frið-
geiri Kristjánssyni frá Efri-
Tungu í Patreksfirði, f. 11.12.
1927, d. 19.1. 2005, hann var son-
ur Kristjáns Júlíusar Kristjáns-
sonar, bónda og kennara, og
Dagbjartar Guðrúnar Torfadótt-
ur, húsfreyju.
Lóa og Friðgeir eiga fimm
börn þau eru: 1) Kristján Júlíus, f.
11.1. 1953, kvæntist Guðrúnu
Eggertsdóttur 20.9. 1974. Þau
skildu. Börn þeirra eru Eggert
Freyr, f. 13.6. 1975, d. 11.4. 1993,
Rúnar Jón, f. 18.3. 1961, hann
kvæntist Vilborgu Hafsteins-
dóttur 24.1. 1987. Þau skildu.
Dóttir þeirra er Dagbjört Guð-
rún, f. 18.12. 1981. Rúnar kvænt-
ist Írisi Heru Jónsdóttur 23.6.
2001. Þau skildu. Rúnar á tvo
syni með Áslaugu Hólm Stef-
ánsdóttur, Allan Hólm, f. 1.2.
2008, og Einar Hólm, f. 24.9.
2009. Rúnar kvæntist Yuridise
Kendi Nyaga 19.2. 2016. 5) Össur
Emil, f. 14.3. 1965, hann kvæntist
Guðrúnu Guðmundsdóttur 19.9.
1992. Börn þeirra eru Dagrún
Ösp, f. 24.5. 1985, hún á Emilíu
Guðrúnu með Arnari Þór Sig-
urðssyni. Hún giftist Grétari
Frey Gunnarssyni, þau eiga And-
reu Lilju. Áður átti Grétar, Daní-
el Gunnar. Íris Alma, f. 17.6.
1992, sambýlismaður er Tryggvi
Oddsson, þau eiga Karitas Eddu.
Katrín Eik, f. 17.10. 1996, sam-
býlismaður er Eyþór Atli Finns-
son, þau eiga Eriku Kristínu.
Lóa stundaði húsmóðurstörf
lengstan sinn starfsferil. Lóa
starfaði á HNLFÍ um árabil, bæði
við meðferð og í eldhúsi. Lóa og
Friðgeir hófu sinn búskap í Hafn-
arfirði en fluttu 1961 að Hvoli í
Ölfusi. Úr sveitinni fluttu þau til
Hveragerðis 1970 og bjuggu þar
að mestu síðan.
Lóa verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju í dag, 6. jan-
úar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
og Jórunn, f. 19.7.
1978, maður hennar
er Gunnlaugur
Kristjánsson. Börn
þeirra eru Snæfríð-
ur Sól, Máni Snær,
Júlía Nótt og Jökull
Dagur. Kristján Júl-
íus kvæntist Guð-
björgu Thoroddsen
19.7. 2003. Þau
skildu. 2) Gottskálk,
f. 25.10. 1954,
kvæntist Eddu Sigurrós Sverr-
isdóttur 24.6. 1989. Sonur þeirra
er Jón Eyþór, f. 6.4. 1989. Dóttir
hans er Svanhvít Rós. Áður átti
Edda Auði Elísabetu, f. 21.8.
1971, d. 6.10. 2004, sonur hennar
er Sindri Már. 3) Gróa, f. 6.11.
1956, giftist Ásgeiri Guðmunds-
syni 30.12. 1978. Börn þeirra eru
Friðgeir Torfi, f. 16.6. 1979, börn
hans eru Ninja Tíbrá og Sólon
Kormákur. Guðný, f. 15.1. 1982,
hún er í sambúð með Gylfa Jóns-
syni, sonur hans er Jón Árni. Áð-
ur átti Ásgeir Andreu Þóru, f.
2.1. 1972, gift Ísak Þ. Runólfs-
syni, börn þeirra eru Runólfur
Helgi, hann á óskírða dóttur, Sæ-
dís Lilja og Valgerður Helga. 4)
Að morgni aðfangadags síðast-
liðins fékk ég þær fregnir að
föðursystir mín, Jórunn Gíslína
Gottskálksdóttir, sem alltaf var
kölluð Lóa, hefði kvatt þennan
heim um nóttina. Ég man fyrst
eftir Lóu og Friðgeiri heitnum,
eiginmanni hennar, á Arnar-
heiðinni í Hveragerði, þar sem
þau bjuggu árum saman. Þar var
oft stoppað á leiðinni upp í sum-
arbústað, drukkið kaffi og spjallað
um daginn og veginn. Seinna
byggðu þau hjónin sér sumarhús í
Grímsnesi með miklu og góðu út-
sýni. Ekkert rafmagn var í bú-
staðnum en Friðgeir setti upp sól-
arsellur svo hægt væri að hlusta á
útvarpið, og ef mig minnir rétt,
sjónvarpið líka. Ég varð mjög
hændur að frænku minni enda
líktist hún í útliti sem og að mjög
miklu leyti í hátterni ömmu minni
og móður sinni, sem dó þegar ég
var sex ára. Ljúfari og geðbetri
manneskja var vandfundin.
Lóa var alltaf létt og ung í anda,
t.a.m. kunni hún að meta pitsur
meira en nokkur annar á hennar
aldri þori ég að fullyrða. Sem barn
fékk ég stundum bréf frá Lóu, að-
allega með fregnum af „sér og sín-
um“, kveðskap sem og fréttum af
tíðar- og veðurfari úr Ölfusinu. Á
móti sendi ég svo bréf með sam-
bærilegum fregnum úr bænum.
Þessi bréf hennar eru listilega vel
skrifuð með fagurri tengiskrift
sem löngu er hætt að kenna í skól-
um.
Nokkrum árum eftir að Frið-
geir féll frá, árið 2005, fór líkam-
legri heilsu Lóu smám saman
hrakandi, en aldrei heyrði ég hana
kveinka sér enda var hún hörð af
sér og alltaf stutt í húmorinn hjá
henni. Þrátt fyrir að ellin segði til
sín lét hún hana ekki aftra sér frá
því að sækja mannamót með fjöl-
skyldu og ættingjum. Börnum
hennar, Kristjáni, Gottskálki,
Gróu, Rúnari og Össuri Friðgeirs-
börnum, mökum þeirra, börnum
og barnabörnum sendi ég mína
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu hennar.
Jóhann Grétar Kröyer
Gizurarson.
Þegar jólin voru um það bil að
ganga í garð lést Lóa mágkona
mín.
Líkamlegt þrek hennar hafði
látið undan síga síðustu árin en
hún hélt andlegu atgervi nokkuð
óskertu til hins síðasta.
Ég kynntist Lóu fyrir hálfum
fimmta áratug og aldrei bar
skugga á okkar samband. Það var
alltaf ánægjulegt að heimsækja
Friðgeir og hana í Hveragerði.
Hún hélt stórt heimili og fór það
vel úr hendi, að því virtist fyrir-
hafnarlítið. Allt gerði hún vel og
vandaði hvert handtak í stóru sem
smáu. Hún hafði einstakt lag á að
laða til sín þá sem minnimáttar
voru og hlúa að þeim. Allir vildu
koma til Lóu því þar var létt að
finna gæði hennar og umhyggju.
Lífið fór ekki alltaf um hana
mildum höndum og hún átti erfið
tímabil. Hún naut þess þá að eiga
traustan eiginmann, hann Frið-
geir, og góð börn sem léttu róður-
inn.
Öllum börnunum fimm komu
þau til manns og hefur þeim vegn-
að vel í lífinu enda með gott vega-
nesti að heiman.
Hún missti mikið þegar Frið-
geir féll frá fyrir 12 árum. Hún tók
því með æðruleysi og lífið hélt
áfram.
Árlega er haldið golfmót til
minningar um Friðgeir sem var
einn af frumkvöðlum Golfklúbbs
Hveragerðis.
Síðustu árin voru það hennar
hátíðisdagar. Hún hélt fjölskyldu
og ættingjum sínum veislu og naut
þess að vera miðpunkturinn, veit-
andi eins og svo oft á árum áður.
Hér kveðjum við hana Lóu.
Það eru alltaf þáttaskil þegar
við kveðjum kæra vini sem við höf-
um verið samtíma lengi og hafa
verið okkur mikils virði.
Ég kveð þig með söknuði, Lóa
mín, og þakklæti fyrir langa sam-
ferð. Hvíl í friði.
Elín Kristjana Sigfúsdóttir.
Elskuleg amma mín, hún amma
Lóa, lést á aðfangadag jóla og er
hennar sárt saknað.
Hún amma Lóa var alltaf svo
góð og blíð. Hún kunni svo mikið
af bröndurum og við hlógum mikið
þær stundir sem við áttum saman.
Það var alltaf svo gaman að koma
til hennar því að hún elskaði
pepperónípitsur og það geri ég
líka. Við borðuðum ófáar bökurn-
ar saman og skoluðum niður með
appelsíni. Amma var einstaklega
ljúf og elskuleg manneskja, sem
gott var að þekkja og umgangast.
Amma er búin að vera ein síðan
afi Friðgeir dó árið 2005. Nú er
amma Lóa loksins komin til hans
afa.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Takk fyrir allt, amma Lóa. Al-
góður Guð, geymdu hana og bless-
aðu minningu hennar.
Jón Eyþór Gottskálksson.
Jórunn Gíslína
Gottskálksdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG L. GÍSLADÓTTIR,
áður til heimilis að
Skeiðarvogi 22,
lést á Hrafnistu Reykjavík aðfaranótt
3. janúar.
Jón Sigurðsson Eyrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Friðgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEFÁN PÁLSSON,
fv. bankastjóri,
Efstaleiti 12, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn
2. janúar.
Arnþrúður Arnórsdóttir
Páll, Guðrún, Helga og Auður
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn