Morgunblaðið - 07.01.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.01.2018, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 ✝ Gunnar DaníelSæmundsson fæddist í Heydals- seli í Hrútafirði 18. september 1929. Hann andaðist 15. desember 2017 á Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Foreldrar hans voru Sæmundur Guðjónsson, bóndi, hreppsstjóri og sparisjóðsstjóri, f. 25.2. 1896. d. 1984, og Jóhanna Brynjólfsdóttir húsmóðir, f. 1.6. 1897, d. 1939. Systkini Gunnars voru Brynj- ólfur, f. 1923, Guðjón Ingvi, f. 1926, Pálmi, f. 1933, og Unnur Þórdís, f. 1936, og eru þau öll lát- in. Gunnar kvæntist 29.7. 1961 Kristjönu Jónu Brynjólfsdóttur, Gunnar Daníel, Arnar Ingi og Margrét. 3) Þráinn. f. 12.1. 1964, d. 7.3. 1964 4) Hafdís, verkakona, f. 15.1. 1965, maki Hjörtur Númason, f. 3.6. 1958. Börn hennar og fyrrverandi eig- inmanns Magnúsar Sigurðs- sonar, f. 27.10. 1956, eru Sig- urður Þór, Agnes Rut og Guðbjörg Júlía. 5) Brynjólfur, f. 27.9. 1966, maki Fanney Krist- jánsdóttir, f. 31.1. 1968. Börn þeirra eru Jóhanna Lind, Ívar Atli, Árný Björk og Íris Dröfn. Langafabörnin eru 11 og eitt langalangafabarn. Gunnar var á yngri árum í póstferðum og vann á skurð- gröfu og öðrum þungavinnu- vélum. Var hann bóndi á Brodda- dalsá til 2002. Fluttu þau hjón þá til Akraness og bjuggu þar þang- að til þau fluttu til Hólmavík árið 2007. Gunnar sat í hreppsnefnd, var oddviti, í stjórn Kaupfélags Bitrufjarðar Óspakseyri og skólabílstjóri í mörg ár. Útför Gunnars fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 6. janúar 2018, klukkan 14. f. 3.5. 1930. For- eldrar hennar voru Brynjólfur Jónsson, bóndi á Brodda- dalsá, f. 22.12. 1899, d. 1992, og Guð- björg Júlíana Jóns- dóttir húsmóðir, f. 22.12. 1901. d. 1999. Fósturdóttir Gunnars og dóttir Kristjönu er 1) Brynja Guðbjörg Valgeirsdóttir, f. 15.1. 1953, maki Viðar Benediktsson skip- stjóri, f. 14.12. 1948, d. 13.8. 2010. Börn þeirra eru Berglind, Krist- jana og Benedikt. 2) Sæmundur, húsasmiður, f. 11.1. 1961, maki Guðrún Gígja Karlsdóttir sjúkra- liði, f. 7.8. 1961. Börn hans og fyrrverandi eiginkonu Sigríðar Sigurðardóttur, f. 24.9. 1963, eru Mig langar að minnast pabba með nokkrum orðum. Það er margt sem rifjast upp, æskuárin í sveitinni og fleira. Mamma og pabbi bjuggu ásamt afa og ömmu á Broddadalsá og deildu þau búinu. Það má með sanni segja að þetta sambýli gekk afar vel þó að pabbi og afi væru gjörólíkar per- sónur. Verkaskipting var alveg skýr í flestum verkum og sjaldan bar skugga á samstarf þeirra. Það var alltaf gott að vinna með pabba, hann sagði manni vel til verka og var afar góður verk- stjóri. Maður fékk alltaf meiri og meiri ábyrgð varðandi vélar og tæki eftir því sem ég stækkaði og eltist. Pabbi var alla tíð mjög var- kár maður og vildi engan glanna- skap og slæma meðferð á tækjum, maður fékk skammir í hattinn ef eitthvað fór úrskeiðis. Þó að pabbi hefði mikið jafn- aðargeð hafði hann ákveðnar skoðanir á stjórn og þjóðmálum. Mér er það minnistætt þegar þingmaður einn kom í heimsókn að vori eins og þeir gerðu yfirleitt. Ég tók á móti manninum heima en pabbi var að vinna úti við. Ég fór með manninum í bílnum til að opna hliðin og vísa honum á pabba. Þingmaðurinn fékk ekkert góð- ar móttökur, pabbi las honum pistilinn, mig minnir út af lagn- ingu vegar á Ennishálsi sem var nýtilkominn. Það endaði með því að þingmaðurinn sagði „Vertu blessaður, Gunnar, ég tala við þig seinna,“ rauk upp í bílinn og keyrði í burtu. Pabbi var mjög verklaginn og féll sjaldan verk úr hendi enda alltaf nóg að gera á hlunnindajörð- inni Broddadalsá. Hann stundaði ásamt búskap grásleppuveiðar, var verkstjóri í sláturhúsinu og skólabílstjóri á veturna. Veikindi hrjáðu pabba upp úr miðjum aldri og voru þau oft mjög alvarleg, margir uppskurðir og langar spítalalegur. Það var alveg sama hvað kom upp á, ávallt náði hann góðum bata aftur enda já- kvæður og duglegur. Pabba var mjög hugað um vel- ferð fjölskyldunnar og hvernig líf- ið gengi hjá okkur í Reykjavík. Áttum við mörg löng símtöl á kvöldin og ræddum málin. Þegar pabbi og mamma seldu jörðina og hættu búskap 2002 fluttu þau á Akranes. Voru það mikil kaflaskil í lífi þeirra en pabbi aðlagaðist fljótt öðrum aðstæðum og kvartaði aldrei yfir þessum breytingum. En hugurinn var allt- af fyrir norðan og kom að því að þau keyptu hús á Hólmavík árið 2007 og fluttu aftur í heimahag- ana. Pabbi undi hag sínum vel á Hólmavík og var virkur í eldri- borgarastarfinu ásamt mömmu. Hann skar út í tré, gerði glerlista- verk og prýða þau mörg heimili fjölskyldunnar. Hann hafði gaman af að spila á harmoniku, stundaði gönguferðir, tók í spil og hafði gaman af berja- tínslu. Svo áhugasamur var hann við berjatínsluna að mamma bað hann eitt haustið að hætta að tína, það væri allt orðið yfirfullt af berj- um. Síðasta ár var ellin farin að herja mjög á pabba, hann var oft mjög þreyttur, máttlaus og mjög gleyminn og var erfitt að halda uppi samræðum við hann. Það var svo í lok nóvember sem pabbi varð alvarlega veikur og var nokkuð ljóst í hvað stefndi. Við Gígja vor- um löngu búin að bóka helgarferð, það var eins og pabbi vildi gefa okkur tíma til að fara, hann hresstist og fór fram úr, svo við gátum verið róleg í fríinu. Við systkinin náðum ásamt mömmu að vera hjá honum síð- ustu stundirnar þangað til hann kvaddi. Elsku pabbi, ég veit að þú varst orðinn mjög þreyttur og ekki sátt- ur við að vera orðinn svona slapp- ur. Þú verður hvíldinni feginn, enda búinn að eiga góða ævi. Ég bið góðan guð að varðveita þig og geyma. Þinn sonur Sæmundur. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir Hafdís. Elsku pabbi minn, það eru mik- il forréttindi að hafa fengið að alast upp hjá öðlingi eins og þér. Takk fyrir alla þá leiðsögn sem þú varst alltaf tilbúinn að miðla þegar hennar var þörf. Okkar farsæla samstarf hafði ávallt gagnkvæmt traust. Minningar um ástríkan yndis- legan föður lifa þó að þú sért far- inn. Ég kveð þig með þessum orðum. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég kveð þig með þessum orðum. Þinn sonur Brynjólfur Gunnarsson. Elsku afi, ég er búin að kvíða þessum degi svo lengi. Að missa þig skilur eftir stórt gat í hjartanu á mér. Ég trúi ekki að þú sért far- inn. Þú varst alltaf brosandi og glaður. Þú varst aldrei reiður út í okkur systkinin þó að við værum ekki alltaf auðveldust. Til dæmis þegar að við sátum í fanginu á þér og stungum sykurmola ofan í kaffið þitt, sugum kaffið úr honum og dýfðum aftur, þér var alveg sama og leyfðir þetta alltaf. Ég mun aldrei gleyma öllum ferðun- um okkar í fjárhúsin og hvað þú kenndir mér mikið þar. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar þú varst að hjálpa kind að bera og það gekk frekar illa. Ég stóð fyrir aftan þig og spurði þig aftur og aftur hvort ég ætti ekki að hjálpa því að ég væri jú með minni hend- ur en þú þrjóskaðist áfram og náð- ir loks lambinu út. Svo horfðirðu á lambið og mig og sagðir að ég ætti að eiga þetta lamb. Allar mínar bestu rollur voru komnar frá þér. Að horfa á þig spila á harmon- ikkuna var alltaf svo gaman, sjá þegar þú varst að byrja að spila og sveiflaðir puttunum upp og niður eftir píanóinu og slóst á alla lykl- ana. Mér leiddist aldrei að hlusta á þig spila og hvað þá að syngja með þér. Þegar amma fór á spítalann gat ég ekki hugsað til þess að þú værir einn heima þannig að ég fór og gisti hjá þér þar til amma kom heim. Ég þakka fyrir það að börnin mín fengu að kynnast þér þó að stutt hafi verið. Ég mun segja þeim frá minningunum mínum um þig og segja þeim frá því að þú varst besti afi sem hægt var að fá. Ég þakka einnig fyrir að ég fékk að kveðja þig og knúsa þig einu sinni enn áður en þú kvaddir. Elsku afi, ég veit að Jóhanna langamma, Sæmundur langafi og systkinin þín taka vel á móti þér og þú þarft ekki að þjást lengur. Ég mun alltaf elska þig, elsku afi minn. Fallið lauf undir fótum mér Minningin dauf er það sem óttast ég ég lýt höfði er ég hugsa þýtt um þig Og líkt og fallið lauf færist kuldinn um mig Minning þín stendur eftir hér Er vindur hvín finnst ég heyr’í þér Það er sárt að kveðja elsku hjartans vinur minn en með þungum harm ég kveð þig um sinn Ég hugs’um þig og ég sé minningar sem elska ég og sama hvert ég mun fara veit ég að þú vakir yfir mér, þú vakir yfir mér Fallið lauf er fokið burt það þögnina rauf þó svo smátt og þurrt en það mun skilja sporin eftir sig þegar fellur lauf, þegar fellur lauf, þegar fellur lauf sé ég þig (Sverrir Bergmann) Takk fyrir allt. Jóhanna Lind. Elsku hjartans afi minn. Ég trúi því varla að ég sitji og skrifi minningarorðin til þín. Það er allt svo óraunverulegt ennþá og erfitt að átta sig á því að þinn tími hjá okkur sé liðinn. Ég gæti setið og skrifað margar blaðsíður af fallegum minningum um þig. Til að byrja með langar mig til að þakka þér fyrir að hafa alla tíð verið svona hjartahlýr og yndis- legur afi. Það var ekkert betra en að koma og fá að kúra uppí á milli Gunnar Daníel Sæmundsson ✝ Jón HermannSveinsson fæddist í Hnífsdal 10. ágúst 1957. Hann lést af slysför- um á heimili sínu 23. desember 2017. Foreldrar hans eru hjónin Jóhanna Sigrún Ingvars- dóttir, f. 1. janúar 1933, og Sveinn Halldór Hermann Friðbjörnsson, f. 23. apríl 1929, d. 26. október 2011. Systkini Jóns eru: 1) Salbjörg Sveinsdóttir Hotz, f. 5. ágúst 1953, maður hennar er Peter Eugen Hotz, f. 30. nóvember 1949, börn þeirra eru a) Astrid Hotz, f. 9. ágúst 1988, b) Tanja Hotz, f. 23. maí 1991. 2) Ingvar Friðbjörn Sveins- son, f. 15. júní 1956. Jón var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Erna Stefánsdóttir. Þau áttu saman: 1) Örn Hermann, f. 21. júní 1980, kona hans er Rebekka Hilmarsdóttir, f. 16. apríl 1984, og eiga þau Gylfa Þór, f. 26. maí 2017. 2) Jóhann Ásgeir Jónsson, f. 4. apríl 1984, d. 30. júlí 2000. Erna og Jón skildu. Seinni kona hans var Alina Sveinsson. Hennar börn eru: 1) Adriana Karolina, f. 20. mars 1984, og 2) Michal Cwalinski, f. 10. október 1985. Jón og Alina skildu. Jón ólst upp í Hnífsdal. Hann byrjaði ungur að vinna með föð- ur sínum við að steypa hleðslu- steina. Síðar lærði hann múriðn og starfaði sem múrari fram til ársins 1994. Jón stundaði einnig nám í málaralist við Myndlista- skólann í Reykjavík og vann hann að list sinni samhliða vinnu sinni sem múrari. Eftir að Jón hætti störfum sem múrari vegna veikinda einbeitti hann sér að listinni. Jón tók þátt í allmörgum samsýningum og hélt einnig einkasýningar á verkum sínum. Útför Jóns fer fram í Ísafjarðarkirkju í dag, 6. janúar 2018, klukkan 14. Vinur minn, Jón Hermann Sveinsson, lést á Þorláksmessu. Vinátta okkar Nonna á sér nán- ast jafn langa sögu og ævi okkar. Systur okkar, Salbjörg og Sigga, voru vinkonur og þurftu gjarnan að passa yngri systkin sín og nut- um við Nonni svo sannarlega góðs af því. Við brölluðum margt saman og nutum þess að búa við frelsi til athafna í litla þorpinu okkar, Hnífsdal. Nonni málaði, teiknaði, smíðaði báta, kofa, bíla og allt sem hugurinn og efnivið- urinn leyfði og ég snerist í kring- um hann daginn út og inn. Ég man eftir því þegar við vorum fimm og sex ára, þá hafði Nonni smíðað forláta kofa með pabba sínum og hafði hugsað sér að halda þar heimili. Hann heimsótti foreldra mína og bað um leyfi til að giftast mér þar sem hann ætti nú hús til að búa í. Að okkar mati þurfti ekki annað. Ekkert varð af hjónabandinu og kofinn fauk ein- hverju síðar í vondu veðri sem gekk yfir dalinn. Það var ekkert stórmál í okkar huga og við fund- um okkur eitthvað enn skemmti- legra að gera. Ég á margar svona fallegar minningar um vinskap okkar Nonna sem eru mér mjög dýrmætar. Ég er þakklát fyrir að okkur skyldi takast að varðveita vinskapinn alla tíð, þar sem við hittumst ekki oft en aftur á móti heyrðumst við oft og þá var alltaf mikið spjallað. Fyrir fáum árum sendi Nonni mér mynd sem hann málaði fyrir mig og sagðist hafa verið búinn að mála margar þar til sú rétta kom. Lengi vel fannst honum að það þyrfti að vera mynd frá Hnífsdal en myndin sem ég fékk er af stjörnum og norðurljósum sem á vel við, enda náði vinátta okkar langt út fyrir æskustöðvarnar. Nonni var sérlega skapandi og frjór frá unga aldri. Sama var að segja um alla hans fjölskyldu sem studdi hann í svo mörgu sem hug- ur hans og kraftar leituðu í. Á heimili Nonna átti ég mínar bestu æskustundir og er ég ákaflega þakklát fjölskyldu hans fyrir að hlúa svo vel að vináttu okkar í gegnum tíðina. Ég sendi fjöl- skyldu Nonna mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún G. Halldórsdóttir. Jón Hermann Sveinsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. janúar klukkan 13. Ragnheiður Guðmundsdóttir Daniel Friedan Birgir Guðmundsson Ingibjörg Elíasdóttir Gunnar B. Guðmundsson Ulla Uhrskov Guðrún B. Guðmundsdóttir Kristján Matthíasson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA PÁLSDÓTTIR, Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi, Árnessýslu, lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, miðvikudaginn 3. janúar. Útför hennar verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 13. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Ljósheima, HSU. Aðalsteinn Þorgeirsson Margrét Jónsdóttir Anna Ringsted Brynhildur Þorgeirdóttir Hrafnhildur Þorgeirsdóttir Guðmundur Auðunsson Ragnhildur Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.