Morgunblaðið - 07.01.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 07.01.2018, Síða 43
bókmenntaverðlaunanna í ár. Elísa hefur verið markaðs- og kynningarstjóri við Háskóla Íslands frá 2013 en er nú í fæðingarorlofi. Elísa starfaði með CISV, Children International Summer Villages og sat þar í stjórn unglingadeildar sam- takanna á árum áður og sat í stjórn Torfhildar, félags bókmennta- fræðinema. Er erfiðara að skrifa fyrir ung- linga en fullorðna? „Það er svolítið frábrugðið. Ung- lingabækur þurfa helst að vera gríp- andi frá upphafi til enda. Auðvitað hafa verið skrifaðar feikilega góðar barna- og unglingabækur fyrir alla aldurshópa án þess að vera svo óskaplega spennandi allan tímann. En nú held ég að börn og unglingar geri meiri kröfur um spennu en áður fyrr. Þetta á kannski einnig við um fullorðna, samanber allar saka- málasögurnar.“ Ætlaðir þú þér alltaf að verða rit- höfundur? „Já, ég var svolítið upptekin af því þegar ég var yngri. Svo hætti ég að pæla í því í mörg ár, fannst ég ekki hafa það sem til þurfti, en svo kallaði það einfaldlega of mikið á mig að fara að skrifa skáldskap svo ég byrj- aði og hef ekki getað hætt. Ég hef reyndar alltaf verið að skrifa eitt- hvað, hef lengi skrifað dagbækur, sett ýmsar hugleiðingar á blað og unnið með texta á auglýsingastofum. Maður fær hugmyndir, fetar ein- hvern stíg, leggur verkið frá sér um skeið og byrjar aftur. Síðan verður það bara að koma í ljós hvort og hve- nær maður telur sig vera kominn með boðlegt handrit. Ég er afar þakklát fyrir þessar góðu viðtökur. Nú er bara að halda áfram að skrifa.“ Elísa gengur heilmikið og hjólar, hefur áhuga á íslenskum og erlend- um bókmenntum, horfir á góðar kvikmyndir og þætti og fer í leikhús: „Ég er líka afskaplega forvitin um önnur lönd og framandi menningu, hef oft ferðast hingað og þangað á hnettinum með stuttum fyrirvara, hef t.d. búið London, Amsterdam, Buenos Aires, fór í bakpokaferðalag til Suður-Ameríku, um Eþíópíu, um Austur-Evrópu og hef reyndar ferðast um alla Evrópu.“ Fjölskylda Maður Elísu er Helgi Páll Ein- arsson, f. 20.1. 1983, texta- og hug- myndasmiður og grafískur hönnuður á Ennemm auglýsingastofu. Hann er sonur Einars Eberhardtssonar, f. 22.2. 1952, vöruhönnuðar, og Hell- enar Sigurbjargar Helgadóttur, f. 3.3. 1956, grunnskólakennara. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Dætur Elísu og Helga Páls eru Ylfa Karlotta, f. 17.8. 2015, og Una Lóa, f. 7.5. 2017. Bróðir Elísu er Hafsteinn Ævar Jóhannsson, f. 23.3. 1982, arkitekt, búsettur í Kaupmannahöfn. Foreldrar Elísu eru Jóhann Sveinsson, f. 15.3. 1955, viðskipta- fræðingur og endurskoðandi, og Guðný Hafsteinsdóttir, f. 19.7. 1956, keramiker og grunnskólakennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Elísa Jóhannsdóttir Eiríksína Ásgrímsdóttir húsfr. á Siglufirði Björn Sigurðsson skipstj. á Siglufirði María Stefanía Björnsdóttir húsfr. í Kópavogi Hafsteinn Júlíusson múraram. og byggingam. í Kópavogi Guðný Hafsteinsdóttir keramiker og grunn skóla- kennari í Rvík Sigurveig Björnsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Júlíus Jónsson múraram. í Vestmannaeyjum Sævar Óskarsson stjórnmálafr. í Rvík Eiríksína (Eyja) Hafsteinsdóttir sjúkraþjálfari á Grensásdeild Hjálmar Finnsson forstjóri Áburðarverksmiðjunnar Gunnlaugur Finnsson b., alþm. og skólastj. í Hvilft Sveinbjörn Finnsson hagfræðingur Ragnheiður Finnsdóttir skólastjóri og kennari María Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík Óttar Rolfsson dr. í lífefnafr. við HÍ Herdís Sveinsdóttir prófessor í hjúkrunarfr. við HÍ Björn Júlíusson barnalæknir í Rvík Sigurveig Hafsteinsdóttir sérkennari í Kópavogi Júlíus Hafsteinsson eigandi Parka í Kópavogi Finnur Sveinsson umhverfisverkfræðingur í Hafnarfirði Herdís Jónsdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Oddsson skipstj. og hafnsögum. í Rvík Herdís Sigurðardóttir verslunarkona í Rvík Sveinn Finnsson lögfræðingur í Rvík Guðlaug Jakobína Sveinsdóttir húsfr. í Hvilft, bróðurdóttir Rósinkrans, föður Guðlaugs þjóðleikhússtjóra Finnur Finnsson b. í Hvilft í Önundarfirði Úr frændgarði Elísu Jóhannsdóttur Jóhann Sveinsson viðskiptafr. og endurskoðandi í Rvík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is Eufemía Waage fæddist íReykjavík 6.1. 1881, elst áttabarna þeirra Indriða Ein- arssonar sem var fyrsti Íslending- urinn sem lauk hagfræðiprófi, skrif- stofustjóra í stjórnarráðinu og leikritaskálds, og k.h., Mörthu Maríu Pétursdóttur. Bróðir Indriða var Halldór, langafi Álftagerðisbræðra. Indriði var sonur Einars Magnússonar, bónda í Krossanesi í Skagafirði, og Eufemíu Gísladóttur húsfreyju, en Marta María var dóttur Péturs Guðjohnsen , söngstjóra og dómorganista og ætt- föður Guðjohnsenættar, sem oft hef- ur verið nefndur faðir tónlistarlífs í Reykjavík, og Guðrúnar Sigríðar, dóttur Lauritz Knudsen, ættföður Knudsenættar. Eufemía átti sjö systkini en mörg þeirra og niðjar þeirra hafa verið mjög áberandi í leiklistar- og tónlist- arlífi Reykjavíkur. Faðir Eufemíu var frumkvöðull í leikritagerð, sjálf var hún leikkona í Reykjavík sem og þrjár systur hennar. Fjórða systirin var Ingibjörg, kona Ólafs Thors for- sætisráðherra. Einar, bróðir hennar var söngvari, faðir Jórunnar Viðar tónskálds en Gunnar Viðar, bróðir hennar var bankastjóri. Eiginmaður Eufemíu var Jens Benedikt Eggertsson Waage banka- stjóri sem lést 1938 eftir langvarandi veikindi. Meðal átta barna þeirra var Indriði Waage, þekktur leikari á sinni tíð, faðir Hákons Waage, leikara og myndlistarmanns. Eufemía ólst upp á menningar- heimili í miðbæ Reykjavíkur þar sem börnin ólust upp við tónlist, söng og leiktilburði. Hún gekk í Góðtempl- araregluna, starfaði þar til dauðadags og var heiðursfélagi Stórstúkunnar. Eufemía var í hópi þekktari leik- kvenna í Reykjavík á sinni tíð. Árið 1949 sendi hún frá sér endurminn- ingar, Lifað og leikið, skemmtilega og lifandi frásögn af menningarlífi Reykjavíkur um aldamótin 1900. Síð- ustu 20 árin bjó Eufemía hjá frænku sinni, Eufemíu Gísladóttur. Eufemía lést 2.6. 1960. Merkir Íslendingar Eufemía Waage Laugardagur 90 ára Árný Oddbjörg Oddsdóttir Emil Als Ingveldur Sigurðardóttir 85 ára Magnús Kristinsson 80 ára Garðar Árnason Guðlaug Káradóttir Hrafn G. Johnsen Kristín Eiríksdóttir Theodór Gunnarsson 75 ára Margrét Einarsdóttir Sigríður Alexandersdóttir Sigríður Kolbeins 70 ára Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Hólmfríður Kjartansdóttir Kristján Óli Jónsson Magga Hrönn Árnadóttir Sigrún Guðmundsdóttir 60 ára Atli Skuggi Mendiola Kristinss. Birna Guðrún Oddgeirsdóttir Halla Bergdís Sigurðardóttir Ingibjörg Hjaltadóttir Jón Guðni Kristinsson Sigrún Bjarnadóttir Sigurður Héðinn Hilmarsson Þórarinn Friðjónsson 50 ára Aðalbjörg Runólfsdóttir Aðalheiður Hauksdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir Edda Jóhannesdóttir Einar Jónas Ragnarsson Hannes Kristjánsson Marylin Bores Cuizon Miroslaw Kokoszko Sigríður M. Sigurgeirsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson 40 ára Bjarney Björnsdóttir Björgvin Daði Sverrisson Csaba Tamasi Elísa Jóhannsdóttir Eva Björk Guðnadóttir Guðrún Helga Steinsdóttir Hulda Soffía Arnbergsdóttir Kristján Jens Rúnarsson Matthías Jónsson Mazen Maarouf Sigríður Þórdís Sigurðardóttir Slawomir Kacper Lata Steindór Arnar Magnússon 30 ára Aníta Líf Aradóttir Auður Hallsdóttir Barbara Potocnik Bergrós Hjálmarsdóttir Harpa Sif Gunnarsdóttir Inga Rán Arnarsdóttir Inga Valgerður Stefánsdóttir Sigurbjörg Herdís Stefánsdóttir Sturla Már Björnsson Sunna Dís Ólafsdóttir Unnur Ýr Kristinsdóttir Viktor Hrafn Guðmundsson Sunnudagur 85 ára Ingibjörg Sigurðardóttir Patricia Ann Jónsson 80 ára Erna Guðný Þórðardóttir Laufey Einarsdóttir 75 ára Elísabet Matthíasdóttir Erla Jóna Sigurðardóttir Hrefna Pétursdóttir Jón Kristinn Ríkarðsson Óðinn Geirsson 70 ára Axel Alan Jones Gunnar Þór Garðarsson Samúel Einarsson Sólveig Ólafsdóttir 60 ára Ágústína Andrésdóttir Áslaug Adda Sigurðardóttir Björk Jóhannsdóttir Friðrik Friðriksson Guðný Adolfsdóttir Jóhann Bogason Jóhann Kristjánsson Magný Guðmunda K. Þórarinsdóttir Ómar Ragnarsson Rodolfo Jr. Lipio Ilustre Róbert Gunnarsson Svanlaug Rósa Finnbogadóttir Vilborg Ámundadóttir Þórður Stefánsson 50 ára Elísabet Fanney Fannarsdóttir Hermína B. Sigurðardóttir Jónas Aðalsteinsson María Ýr Donaire Sveinn Valfells Þorsteinn H. Halldórsson 40 ára Aneta Romanowska Björg Sigríður Kristjánsdóttir Davíð Karl Sigursveinsson Dhyanjith Padmanabhan Eva Dögg Þorgeirsdóttir Harpa Arnórsdóttir Honorata Helena Demska Jenný Heiða Zalewski Katrín Júlía Júlíusdóttir Marteinn Ari Reynisson Vicente Victor Carro Fernandez Þórir Már Jónsson 30 ára Ása Birna Einarsdóttir Baldur Þór Elíasson Elín Helga Guðgeirsdóttir Eva Kristín Kristjánsdóttir Eyþór Þorgeirsson Kristinn Þór Kristinsson Martina Klara Maríudóttir Stefán Þór Svansson Svanur Geir Guðnason Yabei Hu Zbigniew Józef Mrenca Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.