Morgunblaðið - 07.01.2018, Page 46

Morgunblaðið - 07.01.2018, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Sérkenni sveinanna jólasýning á 3. hæð Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum í Myndasal og á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 7. janúar: 2 fyrir 1 af aðgangseyri Jólatré úr safneign Sýning í lestrarsal Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. ANGE LECCIA - LA MER 2.11. - 4.2.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR - Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 PABLO PICASSO 22.7.2017 - 14.01.2018 Jacqueline með gulan borða (1962) / Jacqueline au ruban jaune (1962) COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018 - Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism ORKA 14.9. - 7.1.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. Safn Ásgríms Jónssonar og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar eru lokuð í desember og janúar. Söfnin opna aftur 2. febrúar 2018. Listahátíðin Ferskir vindar verður sett í dag kl. 14 á Sunnubraut 4 í Garði af forsetafrú Íslands, Elizu Reid og verður í kjölfarið haldin leiðsögn um sýningarsvæðin sem hefst kl. 15. Alþjóðlegur hópur listamanna hefur starfað í Garði á Reykjanesi frá 16. desember í fyrra og sýnir nú afraksturinn í margs konar listaverkum. Sýn- ingar og aðrir viðburðir hátíð- arinnar standa yfir til og með 14. janúar. Hátíðin var fyrst haldin í janúar árið 2011 en listrænn stjórnandi hennar er myndlistarkonan Mireya Samper. Að þessu sinni vinna 50 listamenn af ýmsum þjóðernum í Garði og fara sýningar og viðburðir fram víða, m.a. í Garðskagavita, Gerðaskóla, Útskálahúsi og Sunnu- braut 4 en dagskrá má finna á vef hátíðarinnar, fresh-winds.com. Með Ferskum vindum gefst listamönn- um úr ólíkum listgreinum tækifæri á að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum af náttúrunni og samfélaginu og skilja eftir sig spor í formi litsköpunar, eins og Mireya komst að orði í samtali við Morg- unblaðið þegar Ferskir vindar voru haldnir öðru sinni, árið 2012. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíðarstjóri Mireya Samper hefur haft veg og vanda af Ferskum vindum allt frá því listaveislan var fyrst haldin í Garði á Reykjanesi árið 2011. Listahátíðin Ferskir vindar hefst í Garði TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Útgáfan figureight Recordstengist Figure 8 hljóð-verinu í Brooklyn, New York. Þar stýrir Shahzad Ismaily málum, en hann er Íslandsvinur mikill og hefur unnið með marg- víslegum hérlendum tónlistar- mönnum og koma sumir þeirra við sögu á plötunni sem er hér til um- fjöllunar. Nýverið gekk Hildur Mar- al Hamíðsdóttir til liðs við útgáfuna, sem framkvæmdastýra, og gefnar hafa verið út plötur með Indriða, Gyðu Valtýsdóttur, JFDR og Aaron Roche. Áhersla er á natni, næmni Stórra högga á milli og djúpskilning á milli listamanna og útgefenda og nær væri að tala um einhvers konar samvinnufélag en pýramídalaga rekstur. Segja má að andi Shahzad Ismaily liggi þarna yfir, en maðurinn er öðlingur og höfuðsnillingur. Úlfur Hansson á, þrátt fyrir til- tölulega ungan aldur, að baki lang- an, gifturíkan og æði fjölbreytilegan feril. Byrjaði í þunga- og harð- kjarnarokki (lék á bassa í Swords of Chaos) en hefur svo spilað með fólki eins og Jónsa og Ólöfu Arnalds, numið fræði hjá Fred Frith og Zeenu Parkins, skrifað fyrir Sinfón- íuhljómsveit Íslands og Kronos- kvartettinn og smíðað eigin hljóð- færi, eins og segulhörpuna og Já-1 hljóðgervilinn. Og fleira, margt fleira mætti tilgreina. Úlfur býr nú í Brooklyn og því voru hæg heimatökin við að rúlla plötunni inn á band. Úlfur hefur lýst því að hann sé búinn að vera eins grár köttur í Figure 8 hljóðverinu, þó að platan hafi reyndar verið tek- in upp á fleiri stöðum. Það eru val- menni mikil sem koma að plötunni, Randall Dunn upptökustýrir og á meðal hljóðfæraleikara eru Gyða Valtýsdóttir, Greg Fox (Liturgy), Skúli Sverrisson, Zeena Parkins og Shahzad Ismaily auk Úlfs sjálfs. Arborescence vísar í marg- víslegar greinar sem þó spretta af einum og sama staðnum og þannig rúllar platan. Hún er fjölbreytt, »Hún er stutt, sjölög á ca. hálftíma og þær ólíku hugmyndir sem hér eru viðraðar lúta lögmáli skilvirkn- innar ef svo má segja. Plötuumslagið Umslag Arbores- cence prýðir mynd af glöðum Úlfi. Arborescence er plata Úlfs Hanssonar, sem hann gefur út á merk- inu figureight Records. Sjö laga verk þar sem víða er komið við, hljóð- rænt sem tónrænt. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Okkur þótti tíu ára afmælið ágætis tímamót til að hugsa um það hvert við vildum fara með þetta allt saman og við vorum sammála um það að við vildum stækka og gera meira,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnandi leikhópsins Lottu og leik- kona í sýningum hans, en á þessum tímamótum hefur Lotta nú sýningar að vetrarlagi og á sviði innandyra. Lotta hefur haft þá sérstöðu að sýna verk sín utandyra á sumrin, í Elliða- árdalnum og víða út um landið, en í dag, laugardag, frumsýnir Lotta Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói. Og í framhaldinu segir Anna Bergljót standa til að leggjast í flakk með sýn- inguna, fram til vorsins. Dusta ryk af fyrri sýningum Undanfarin ellefu sumur hefur Lotta ferðast með útileiksýningar út um allt land en á hverju ári hefur hópurinn sett upp nýjar sýningar sem hafa notið mikilla vinsælda og síðan lifað áfram á geislaplötum sem víða eru til og börn á öllum aldri hafa notið að hlýða á. Í tilefni af tíu ára afmælinu segir Anna Bergljót hafa verið ákveðið að dusta rykið af fyrri sýningum hópsins og endurvekja þær innandyra. Byrj- að er á byrjuninni, Galdrakarlinum í Oz, sem var fyrsta verkið sem sér- staklega var skrifað fyrir Lottu og var frumsýnt í Elliðaárdalnum í maí 2008. Höfundur leikgerðar þessa sí- gilda verks er Ármann Guðmunds- son. Það fjallar um ævintýralegt ferðalag Kansas-stúlkunnar Dórót- heu og Tótó, hundsins hennar, til ævintýralandsins Oz. Þar kynnist hún heilalausu Fuglahræðunni, hjartalausa Pjáturkarlinum og hug- lausa Ljóninu auk þess að lenda í klóm vondu Vestannornarinnar. Vin- irnir lenda í allskyns hremmingum og leita á náðir Galdrakarlsins ógurlega í Oz. Lög og söngtexta sömdu Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson, Anna Bergljót, Rósa Ásgeirsdóttir og Snæbjörn Ragnarsson, leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og leikarar auk Önnu Bergljótar þau Baldur Ragnarsson, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirs- dóttir og Sigsteinn Sigurbergsson. Lotta færir sig inn „Já, Galdrakarlinn í Oz var fyrsta leikritið sem Leikhópurinn Lotta lét skrifa sérstaklega fyrir sig og við frumsýndum í Elliðárdalnum vorið 2008, svo að núna á þessi sýning tíu ára afmæli,“ segir Anna Bergljót. „Af því tilefni höfum við ákveðið að dusta af henni rykið og setja hana upp aft- ur, og færum okkur inn. Það væri fá- ránlegt að ætla að sýna eitthvað úti í þessari frosthörku.“ Hún hlær. „Planið er að endurvekja þessar gömlu sýningar okkar og lengja leik- árið, sýna ekki bara á sumrin heldur færa okkur inn í veturinn líka.“ Hún segir að þegar þau félagarnir í Lottu hafi rætt hvað þau ættu að gera á þessum tímamótum, tíu ára afmæl- Dusta rykið af Galdrakarlinum  Lotta frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir Ævintýri Baldur Ragnarsson sem Fuglahræðan, Sigsteinn Sigurbergsson sem Pjáturkarlinn, Rósa Ásgeirsdóttir sem Dóróthea og Anna Bergljót sem Ljónið. Hún segir standa til að leggjast í ferðalag um landið með sýninguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.