Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  8. tölublað  106. árgangur  RAKTI SÖGU FORMÆÐRA SINNA „HÓLMGANGA VIÐ MEIST- ARAVERK“ SAMDI VIÐ KRISTIANSTAD TIL 2020 EGILL HEIÐAR ANTON PÁLSSON 30-31 TEITUR ÖRN - ÍÞRÓTTIR 1ÁSTA K. RAGNARSDÓTTIR 12-13  Eyþór Arnalds staðfesti í gær þátttöku í leið- togaprófkjöri Sjálfstæðis- flokksins vegna röðunar á fram- boðslista fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Áður höfðu borgarfulltrúarnir Áslaug Frið- riksdóttir og Kjartan Magnússon tilkynnt framboð. Framboðsfrestur rennur út kl. 16 í dag þannig að enn gætu fleiri bæst í hópinn. Próf- kjörið verður 27. janúar næstkom- andi. Í framboðsyfirlýsingu Eyþórs í gær gagnrýnir hann að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð í Reykjavík. Þétting byggðar hafi skilað sér í hærra húsnæðisverði. Hann segir einnig að borgarlínan sé dýr kostur sem auka muni samgönguvandann í borginni. »2 Eyþór Arnalds tekur þátt í leiðtogakjöri Eyþór Arnalds Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, fara í svokallaða stóra skoðun á árinu. Þyrlurnar verða ekki í notkun á meðan eða í sex til átta vikur hvor. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guð- marssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgis- gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þriðja þyrlan, TF-SYN, fer ekki í skoðun á árinu. Að sögn Sveins er TF-SYN minnst not- uð í leitar- og björgunarútköll enda eru hinar þyrlurnar tvær mun betur búnar í lögbundin verkefni stofnunarinnar. Ólíkt þeim er TF-SYN ekki með fjögurra ása sjálfstýringu og hún nýtist því takmarkað við útköll á haf út þegar skyggja tekur, segir Sveinn. TF-SYN er einmitt sú björgunarþyrla sem Landhelgisgæslan hefur til skoðunar að leigja í verkefni erlendis a.m.k. í tvo mánuði á þessu ári vegna lækkunar á fjárheimildum til stofnunarinnar. Viðbúnaður Landhelgisgæslunnar miðast við að ávallt séu tvær þyrluáhafnir á vakt og því skiptir mestu að tvær þyrlur séu til taks. Í fyrra voru að minnsta kosti tvær þyrlur til taks 96 prósent af árinu en fjögur prósent af árinu var aðeins ein þyrla til taks. Áhafnir eru ekki alltaf tiltækar „Því miður helst mönnunin á þyrlunum ekki í hendur við þetta,“ segir Sveinn. Tvær þyrlu- áhafnir voru til taks rétt rúmlega helming árs- ins (56 prósent) 2017 en það er forsenda þess að hægt sé að sinna leitar- og björgunarútköll- um lengra en tuttugu sjómílur á hafi úti. 44 prósent af árinu var aðeins ein áhöfn til taks. Sveinn segir að þó sé rétt að undirstrika að oft- ast tekst að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við. Það sé þó alls ekki sjálfgefið, það kosti sitt og þýði að þyrlusveitin taki að sér fleiri verk en skyldan býður. Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgis- gæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrlna og flugvélar stofnunarinnar, TF-SIF, alls 257, og er það metár. Í útköllum ársins 2017 voru alls 173 sjúkir eða slasaðir einstaklingar fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar. Þar af voru 75 af er- lendu þjóðerni en 98 Íslendingar. Erlendum sjúklingum hefur fjölgað en íslenskum fækkað. Árið 2016 flutti Gæslan 59 sjúklinga af erlend- um uppruna en 107 Íslendinga. »14 Tvær þyrlur frá í 6-8 vikur  Tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, fara í svokallaða stóra skoðun á þessu ári  44% af árinu 2017 var aðeins ein áhöfn til taks  Útköll í fyrra voru fleiri en nokkru sinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórskoðun TF-GNA er önnur tveggja björg- unarþyrlna sem verða frá í 6-8 vikur í ár. Náttúran á það til að sýna sparihliðarnar að loknu óveðri. Ljósmyndari Morgunblaðsins náði mynd af leysingum í Köldukvísl í Mosfellsdal þar sem áin hafði flætt yfir bakka sína í gær. Óveðrið í gær fór varla fram hjá nokkrum manni. Tram- pólín og heitir pottar tókust á loft og björgunar- sveitarmenn höfðu í nógu að snúast. Mælir Veðurstofu Íslands á Ásgarðsfjalli í Kerlingar- fjöllum mældi 72 metra hviður þar í fyrrinótt. Gul viðvörun var á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiða- firði og á miðhálendinu í allan gærdag. Á mæl- um Vegagerðarinnar á Arnarneshæð í Garðabæ mældist vindur þar í gærmorgun 21 metri á sek- úndu og fór upp í 40 metra í hviðum. Sama er að segja um Reykjanesbraut þar sem vindurinn mældist 26,6 metrar á sekúndu og hviður fóru í 40 metra. Veðurmælar á Hólmsheiði eru óvirkir og því ekki hægt að gefa upp vindhraða í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Jóns- syni, veðurfræðingi á Veðurstofunni, er gert ráð fyrir fínasta veðri í dag og fram á seinnipartinn á morgun en þá er spáð svipuðu veðri og í gær, suðaustanstormi með mikilli rigningu. »2 Morgunblaðið/RAX Veðrið lætur til sín taka í byrjun árs Leysingar í Köldukvísl  72 metra hviður  41 metri á Arnarneshæð  Önnur lægð á fimmtudaginn  Ekki er óal- gengt að hnísur og önnur smá- hveli komi sem meðafli við veið- ar í þorskanet. Reynt hefur ver- ið að sporna við slíku með því að koma fyrir á netateinum sérstökum fælum, sem gefa frá sér hvell hátíðnihljóð. Í netaralli síðasta vor var slíkur bún- aður prófaður en niðurstaðan varð sú að heldur meira veiddist af hnísu heldur en án tækjanna. Ný tegund spendýra- og fugla- fælna sem gefa frá sér hljóðmerki verður prófuð á þremur rannsókna- svæðum í netarallinu í vor. Einnig er fyrirhugað að prófa sérstakan ljósabúnað. »18 Fleiri hnísur þrátt fyrir fælurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.